Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1997, Side 8
8
MIÐVTKUDAGUR 18. JÚNÍ 1997
Útlönd
Maraþonfundi leiötoga ESB lauk í Amsterdam í morgun:
Endurskoðaður sáttmáli
er hvorki fugl né fiskur
Vel fór á með þeim Jacques Chirac Frakklandsforseta og Helmut Kohl Þýskalandskanslara á leiðtogafundi ESB f Amster-
dam í gær. Deila ríkisstjórna þeirra um myntbandalagið hefur verið leyst, í bili að minnsta kosti. Símamynd Reuter
vinnuskapandi aðgerðum væri gert lögðu áherslu á aðhald í fjárlagagerð.
hærra undir höfði en Þjóðverjar Reuter
Leiðtogakjör breska íhaldsflokksins:
Reiknað með sigri
Hagues í 3. umferð
Danir áforma að halda þjóðarat-
kvæðagreiðslu á næsta ári um endur-
skoðaðan sáttmála Evrópusambands-
ins sem leiðtogar sambandsríkjanna
komu sér saman um nú í morgunsár-
ið í Amsterdam.
„Já, það verður haldin þjóðarat-
kvæðagreiösla. Ég mun leggja það til
við þingið," sagði Poul Nyrup Ras-
mussen, forsætisráðherra Danmerk-
ur, við fréttamenn í morgun eftir
maraþonfund leiðtoganna.
Hinn nýendurskoðaði sáttmáli þyk-
ir hvorki fugl né fiskur. Hann þykir
ekki koma mjög til móts við borgara
ESB-landanna sem gerast sífellt frá-
hverfari Evrópusamstarfinu og enn
minna græða á honum þau ríki sem
bíða eftir að fá inngöngu í ESB í ná-
inni framtíð.
„Á sumum sviðum náðum við ekki
fram því sem við stefndum að en við
ættum að geta gengið frá myntbanda-
laginu og snúið okkur að stækkun
sambandsins," sagði Wim Kok, for-
sætisráðherra Hollands, á fundi með
fréttamönnum í lok fundarins. Hol-
lendingar eru í forsæti Evrópusam-
bandsins.
Samkomulag um endurskoðun sátt-
mála ESB náðist eftir tveggja daga stíf-
ar fundasetur leiðtoganna. Embættis-
menn höfðu áður unnið í fimmtán
mánuði að því að undirbúa jarðveg-
inn. Sáttmálinn inniheldur m.a. kafla
um atvinnumál og ákvæði um aukna
samvinnu í málefnum innflytjenda,
þeirra sem leita hælis í löndum ESB
og í baráttunni gegn glæpastarfsemi.
Breytingum á valdajafnvægi innan
sambandsins var hins vegar slegið á
frest þar til eftir að ný riki fá aðild,
einhvern tíma snemma á næstu öld.
Leiðtogunum mistókst einnig að
leysa ágreining sinn um hvort inn-
lima ætti Vestur-Evrópusambandið í
ESB.
„Sáttmálinn er spor í rétta átt en
ekki eins stórt og við vonuðumst eft-
ir,“ sagði Romano Prodi, forsætisráð-
herra Ítalíu, eftir að fundi lauk í
morgun.
Þótt málamiðlun hafi náðst á
mánudag í deilu Frakka og Þjóðverja
um myntbandalagið er almennt litið
svo á að ágreiningur þjóðanna eigi
eftir að skjóta aftur upp kollinum.
Frakkar höfðu krafist þess að at-
Þingmenn breska íhaldsflokksins
verða að greiða atkvæði um nýjan
leiðtoga í þriðja sinn á fimmtudag
þar sem enginn frambjóðendanna
þriggja fékk hreinan meirihluta í at-
kvæðagreiðslunni í gær. Baráttan
stendur nú milli Kenneths Clarkes,
fyrrum fjármálaráðherra, og Willi-
ams Hagues, fyrrum ráðherra mál-
efna Wales.
Clarke, sem er yfirlýstur Evrópu-
sinni, fékk stuðning 64 þingmanna í
gær en Hague, sem telst fulltrúi hóf-
samra hægrimanna í íhaldsflokkn-
um, kom fast á hæla honum með 62
atkvæði. Þriðji maðurinn, John
Redwood, fyrrum ráðherra og efa-
semdarmaöur um ágæti Evrópu-
samstarfsins, fékk 38 atkvæði og er
þar með úr leik.
Fyrirfram var ekki búist við sigri
Clarkes í gær. Hague er hins vegar
talinn sigurstranglegri á fnnmtudag
þar sem reiknað er með að hann fái
flest atkvæði stuðningsmanna Red-
woods á hægrivæng flokksins.
„Ég er mjög ánægðm með úrslit
annarrar umferðarinnar. Ég tel að
ég hafl nú nægan stuðning til að
sigra i þriðju umferð atkvæða-
greiðslunnar á fimmtudag," sagði
Hague og ljómaði af ánægju. Hann
er aðeins 36 ára og yrði yngsti leið-
togi íhaldsflokksins í meira en tvö
hundruð ár.
Stuðningsmenn Clarkes voru
hins vegar nokkuð sigurvissir í
gær. Þeir sögðu að sinn maður
mundi fá nægilega mörg atkvæði úr
herbúðum Redwoods til að fara með
sigur af hólmi.
Reuter
• Starfsmannapartý
• Brúðkaupsveislur
• Fermingarveislur
• Útskriftarveislur
• Afmælisveislur
• Erfidrykkjur
• Ráðstefnur
• Fundahöld
• Kynningar
• Árshátíðir
• Þorrablót
XjODDUBMLUK
Glæsilesir salir fyrir öll tilefni
l-átið Leitið nánari
sja uní upplýsinga
veisluna hjá söludeild!
sInii 568 7111
.................HÚTflIþjJ.AND
ABNÓL EHF FflX 568 9934 - hejun luusnmu
Stuttar fréttir dv
Barátta um hvalkjöt
Japan og Noregm töpuðu bar-
áttunni um verslun meö hval-
kjöt á ráðstefnu um alþjóðleg
viðskipti með dýrategundir sem
eru i útrýmingarhættu.
Neita heræfíngum
Heryfirvöld í S-Kóreu vísuðu í
morgun á bug ásökunum N-
Kóreu um að þau hefðu aukið
heræfingar sinar í þeim tilgangi
að gera árás.
Samþykkja Robinson
Allsherjarþing Sameinuðu
þjóðanna samþykkti í gær að
skipa Mary
Robinson, for-
seta írlands,
sem yfirmann
manméttinda-
mála hjá
stofnuninni.
Kofl Annan,
framkvæmda-
stjóri SÞ, út-
nefndi Robinson til embættisins
í síðustu viku.
Erbakan víkur
Talsmaðm Velferðarflokksins
í Tyrklandi sagði í morgun að
Erbakan forsætisráðherra færi
líklega á fund Demirels forseta í
dag til að biðjast lausnar.
Spenna í Hong Kong
Hong Kong-búar óttast að ráð-
gerð mótmæli Lýðræðisflokks-
ins í þingi fyrsta daginn undir
stjórn Kína fari úr böndunum.
Tapaði fyrir Netanyahu
Fjármálaráðherra ísraels,
Dan Meridor, sagði af sér í
morgun eftir að hafa tapaö í
valdabaráttu við Netanyahu for-
sætisráðherra.
Díana í herferð
Díana prinsessa af Wales er í
Washington til að leggja Rauða
krossinum liö
í baráttu sam-
takanna fyrir
alþjóðlegu
banni við jarð-
sprengjum.
Bandarísk yf-
irvöld hika
við að banna
jarðsprengjm
nema Kína og Rússland geri það
líka.
Loka sendiráði
Bandaríkin hafa lokað sendi-
ráði sínu í Brazzaville í Kongó
tímabundið. Bardagar hafa staö-
ið yfir þar milli uppreisnar-
manna og stjórnarhermanna
siðan 5. júní.
Hvetja ísraela
Evrópusambandið hefur í
fyrsta sinn hvatt ísrael til að
leyfa stofnun palestínsks ríkis.
Byssumaður fyrir rétt
Mir Aimal Kansi, sem grunað-
ur er um skotárás fyrir utan aö-
alstöðvar bandarísku leyniþjón-
ustunnar 1993 1 Virginíu, verðm
leiddm fyrir rétt í dag.
Albright til Kambódíu
Madeleine Albright, utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna, ætl-
ar til Kambó-
díu í næstu
viku þrátt fyr-
ir bardaga
milli stuðn-
ingsmanna
forsætisráð-
herranna
tveggja í land-
inu. í gær-
kvöld létu lífverðir úr rööum
beggja lífið í átökum.
Neita samsæri
Hópm gagnrýnenda Newt
Gingi-ich, forseta fulltrúadeild-
arinnar á Bandaríkjaþingi, neit-
ar að hafa ætlað að bola honum
frá vegna óánægju með viðbrögð
leiðtoga repúblikana þegar
Clinton beitti neitunarvaldi
gegn frumvarpi um neyðarað-
stoð. Reuter