Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1997, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1997, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 1997 Lesendur________________________ Fuglinn í fjörunni - iðinn við enda skolpræsanna Gætum okkur á fuglunum, þeir eru ekki þeir aufúsugestir sem margir vilja vera láta. Spurningin Áttu þér draum? Spurt á Djúpavogi Andrés Skúlason húsvörður: Að gerast skáld. Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson sjómaður: Já, ég á þá marga. Erla Jóhannsdóttir afgreiðslu- kona: Að fjölskyldunni vegni vel. Kristján Ingimarsson verslunar- stjóri: Að verða ríkur og frægur. Kristín Ásbjarnardóttir skrif- stofumaður: Aö gifta mig fyrir fimmtugt! Eydís Hrund Stefánsdóttir, nemi: Að komast aftur til Bólivíu og hitta skiptinemafjölskylduna mína. Guðmundur Ámason skrifar: í morgunútvarpi Rásar 2 sl. mið- vikudag var m.a. viðtal við mann sem var að störfum við olíutankana í Skerjafirði. Komið var inn á ýmis- legt varðandi flutning tankanna og notkun þeirra til þessa dags. Meðal þess sem bar á góma voru fuglarnir sem hafa aðsetur við enda skolpræsanna skammt frá landi. - Þetta minnti mig á þá sjón sem víða má sjá, ekki bara í Skerjafirðinum, heldur líka í Reykjavík og út um land allt. Alkunna er að fuglar bera með sér bakteríur. Engin ástæða er að draga dul á að skolpræsin eru að- dráttarafl fyrir fugla vegna ýmiss úrgangs sem þeir nýta sér sem æti. Þetta er hið mesta óþrifa- og bakter- íubæli sem hugsast getur. Menn segja að selir séu smitberar í fiskstofn við landið og þess vegna m.a. var reynt að stemma stigu við fjölgun selanna hér með seladrápi. Það sama ætti að vera uppi á ten- ingnum gagnvart fuglaskaranum sem heldur til við enda skolplagn- anna í sjónum. Að vísu er verið að taka í gagnið nýjar hreinsistöðvar hér við sjávarsíðuna í Reykjavík. Hitt verður ekki varið að fuglaskar- inn sitji við æti daglangt þar sem skolpið flæðir til sjávar. Það er alltof mikið af villtum fugli hér við land og á landinu sjálfu. ís- land er orðin paradís fugla, bæði far- Halldóra skrifar: Nauðsynlegt og sjálfsagt er að hafa lög og reglur í landinu. En þeg- ar verið er að setja reglur, bara til þess að gera fólki erfitt fyrir, þá er reglugerðarþörfin misnotuð. Yfirleitt er þessi misnotkun í við- skiptum, t.d. í bönkum og á stofnun- um sem reiða út fé til almennings. Reglur eru settar, og svo heldur þetta fólk sem þær setur, að það sé bara í lagi að segja sem svo: „Ja, þetta eru bara reglurnar"! Samvisk- an er í lagi geti það kennt einhverj- Guðrún frænka skrifar: Hvað finnst fólki um að ungling- um séu greiddar 150 kr. á klukku- stund fyrir starf sem er að auki er- ilsamt og þreytandi? Mér finnst þaö lítilsvirðing og viðkomandi fyrir- tæki til háðungar. Forsvarsmenn fyrirtækisins hugsa skammt. Þeir gera sér e.t.v. ekki grein fyrir því að svona nokkuð spyrst út, fyrirtækið fær á sig neikvæðan stimpil fyrir að nýta sér réttindaleysi unglinga. - Ég hef verulega skömm á svona fram- ferði. Ungur frændi minn þóttist hafa himin höndum tekið, þegar honum var boðin sumarvinna hjá einkafyr- irtæki einu. Hann spurði ekki um launin. Þau gátu varla verið lægri fúgla og staðfugla. Það er ekkert til- hlökkunarefni. Svo mikið getur orð- ið af því góða að raunverulegur skaðvaldur sé kominn til að vera. Ég tek Tjörnina í Reykjavík sem dæmi. Þar er orðinn slíkur fjöldi fugla að til vandræða horfir. Þarna er farið með ungaböm og þeim jafn- um reglum um. Rétt eins og þetta gerist af sjálfu sér og engum um að kenna. Fáránlegt! Þeir sem setja þessar reglur mega vita að það era ekki allir jafn miklir aular. Þegar svo einhver gagnrýnir þessar óhentugu og. oft fáránlegu reglur, þá skal þetta fólk skilja að verið er að gagnrýna þá sem setja reglurnar. Því á fólkið ekki að svara: „Þetta eru bara reglurnar". Það ætti frekar að ræða við fólkið sem setur út á reglumar og koma þeim kvörtunum áleiðis til reglu- en í unglingavinnunni. Jafnvel ívið hærri. Drengurinn kom ánægður heim úr vinnunni fyrstu dagana en örþreyttur. Það er svo mikið að snú- ast, sagði hann. Núna er hann ekki alveg eins þreyttur og í byrjun. Móðurinni lék forvitni á að vita hvað drengurinn bæri úr býtum og spuröist fyrir hjá verkstjóranum. Það þyrmdi yfir hana er hann tjáði henni að drengurinn fengi 150 kr. á tímann - svo að hún sagði ekki neitt. Það kostar piltinn 260 kr. að fara með strætisvagni fram og til baka til vinnu, hann er sem sé hátt í 2 vel sleppt lausum á gangstéttunum. Þær eru hins vegar uppfullar af fugladriti, og þar með bakteríum, sem eiga auðveldan aðgang að mannfólkinu. - Við skulum rétt gæta okkar á fuglunum, þeir eru ekki slíkir aufúsugestir sem margir vilja vera láta. gerðarsmiðanna. Eitt dæmi: Á tékkareikningi verð- ur að vera einhver hreyfing á reikn- ingnum til að geta haft yfirdráttar- heimild á honum. Þama finnst mér vera ráðist á einkamál einstaklings- ins. Hann fær ekki að ráða hvernig hann hagar fiármálum sínum - verður að hreyfa við tékkareikn- ingnum til að hafa heimildina. Þetta er mjög óhentugt, ekki síst ef ein- staklingurinn er með miklar skuld- ir. Fleiri dæmi mætti nefna, en ég læt þessi skrif nægja að sinni. klukkustundir að vinna fyrir far- inu. Fyrstu dagana fór hann heim í hádegi, því vinnudagarnir eru nokkuð langir. Það gengur ekki að vinna u.þ.b. 3,5 klst. fyrir fargjöld- um dagsins. Ég er gröm út í foreldrana að þau skuli láta bjóða drengnum þetta. Ég veit sjálf að hann er duglegur, hlýð- inn og samviskusamur og gott að hafa hann í vinnu. - Var einhver að segja að lægstu launin væru hjá ríki og borg? Samkvæmt þessu er hátíð fyrir krakkana að fara í unglinga- vinnuna, og þar er vinnuálagiö að auki við hæfi þeirra. Reglugerðir og reglu- gerðaþörf Eitt hundrað og fimmtíu krónur á tímann - fyrirtækinu til háðungar Var einhver að segja að lægstu launin væru hjá ríki og borg? DV Opnunartími verslana frjáls Karl Jónsson skrifar: Nú er sem betur fer liðin sú tíð að verslanir séu ekki opnar alla daga vikunnar. Ég á hér að- allega við matvöruverslanir, þótt sumar þeirra tími ekki að hafa þann hátt á. Liðin er líka sú tíð er verslunareigendur sögðust ekki geta haft opið vegna þess að starfsfólkið þyrfti sitt frí! Nú hef- ur einfaldlega verið samið um vaktaskipan því til handa og þar unir starsfólkið glatt við sitt. Opnunartími verslana er sem sé frjáls, en enn streða sumir kaup- menn, t.d. í Kringlunni, við að loka um helgar og eins fljótt á laugardögum og hægt er. Það er ekki þjónusta í lagi. Viljum við svona sendiráð? Eyþór skrifar: Maöur verður yfir sig undr- andi þegar maður les frétt eins og þá í DV sl. fóstudag, að sendi-' ráð Kína hér á landi hafi nánast beitt þvingunum gegn Kín- versk-íslenska menningarfélag- inu vegna tillögu þess félags til íslenskra sfiómvalda um að bjóða trúarleiðtoga Tíbets hing- að til lands. Era Kínverjar að bjóða okkur að þeir geti ráðskast með íslenska félagastarfsemi? Viljum við bara nokkuð hafa svona sendiráð á íslandi? Þorir íslenska rikissfiórnin ekki að verða við tilmælum um að bjóða Dalai Lama hingað? Þóröur Þ. Þóröarson: Síst of þungur dómur Kjartan hringdi: Ég verð að segja að mér finnst dómurinn í máli Þórðar Þ. Þórð- arsonar vegna vantalningar á skattaframtölum og skjalafals vegna atvinnurekstrar síns síst of þungur. Ég hef heyrt ein- hverja þykjast vera að býsnast yfir þessum dómsúrskurði og segja sem svo: Þetta er nú ekki mannsmorð. En mér hugnast ekki að menn komist upp með svo stórfellda glæpi sem skatt- svik upp á milljónir, jafnvel hundruð milljóna króna. Þetta er glæpur og óviðkomandi verða að blæða fyrir. Nei, nei, herðið refsingar fyrir alla stórglæpi. Rætin skrif um Pál Pétursson R.A. skrifar: Mér finnst ósanngjöm skrif Jó- hönnu Sigurðardóttur og allt að því rætin um Pál Pétursson fé- lagsmálaráðherra. Þótt Jóhanna sjái eftir þessu fyrrverandi emb- ætti sínu má hún ekki fara offari í angistinni. Sannleikurinn er sá að Páll er einn besti og afkasta- mesti núverandi ráðherra. Og hann blekkir engan. Ég er hvorki framsóknarmaður né krati. Ég get unnt mönnum sannmælis hvar í flokki sem þeir standa, sýni þeir dugnað, áræðni og sanngirni. Það tel ég Pál gera í sinu ráðherrastarfi jafht og Sighvat Björgvinsson í embætti heilbrigðisráðherra á sínum tíma. Dýr dvöl á Löngumýri Guðbjörg hringdi: Ég er sammála þeim sem hafa hneykslast á auglýsingunni um sumardvöl fyrir aldraða á Löngumýri í 10 daga. Kostnaður upp á 30 þúsund krónur fyrir eingöngu mat og gistingu í ekki betri aðbúnaði en það að fólk verður að koma sjálft með sæng- urfatnað og annað sem til þarf til gistingar. - En er þetta ekki allt svona hér? Hvers vegna skyldi fólk vilja fara í ferðir til útlanda? Auðvitað vegna okursins hér á landi í ferðaþjónustunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.