Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1997, Blaðsíða 11
JjV MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 1997
ennmg
S ankta E vita
„Perón var ekki Perón og Eva var ekki Eva.
Þau voru dularfullt nafnlaust fólk og við þekkj-
um hvorki þeirra réttu ásýnd né nöfn.“
Á þessari tilvitnun í orð skáldsins Jorge Luis
Borges lýkur sýningu Pé-leikhópsins í íslensku
óperunni á Evítu.
Og það er ekki út í hött að nota þessi um-
mæli sem lykilorð í sýningunni því að vissu-
lega stangast margt á í hinni einstöku sögu
þeirra Perón- hjóna. Þversagnirnar blasa alls
staðar við og ýmislegt verður um aldur og ævi
þoku hulið.
Því fer auðvitað víðs fjarri að Evíta flytji
áhorfendum einhverja kórrétta sagnfræði;
þvert á móti, hér er fyrst og fremst skáldskap-
ur á ferðinni þó að stuðst sé við raunverulegt
fólk og atburði.
Söngleikurinn hefur flest það til að bera sem
tryggir vinsældir: Heillandi tónlist og lög sem
eru löngu orðin alþekkt enda flestöll bæði fal-
leg og sönghæf, seiðandi dansa og innlit til al-
múgafólks jafnt sem í glæsilíf yfirstéttar þar
sem pólitískar sviptingar endurspegla eldfimt
stjórnmálaástand.
En fyrst og fremst segir verkið sígilda sögu
um alþekkta draumsýn. Það er sagan af Ösku-
busku, fátæku stúlkunni sem öðlaðist auð og
völd og hófst til æðstu metorða við hlið eigin-
manns síns. Mörgum þótti nóg um, enda þurfti
ekki sterk gleraugu til að sjá í gegnum prjálið.
Á sviðinu birtist sú Eva Peron sem argent-
inska þjóðin gaf gælunafnið Evíta. Hún heillar
alþýðuna („ein af okkur!“) en er fyrirlitin af yf-
irstéttinni. Rauður þráður í persónsköpuninni
er harkan, sem knýr hana áfram frá upphafi,
en í túlkuninni þarf líka að koma fram mýkt og
viðkvæmni, að ógleymdri þeirra óskilgreindu út-
geislun, sem dáleiðir fiöldann og fær hann til að
gleyma fátækt og misrétti um stund, þegar
„Sankta Evíta“ talar til fólksins síns.
Smávegis frumsýningarhik gerði það að verk-
um að upphafið á sýningunni kvöldið fyrir þjóð-
Leiklist
Auður Eydal
hátíð var dálítið þvingað. En skriðurinn jókst og
það er ljóst að mikill metnaður hefur verið lagð-
ur í alla vinnu við uppsetninguna.
Andrés Sigurvinsson leikstjóri hefur sér við
hlið Ástrósu Gunnarsdóttur dansahöfund og tón-
listarstjóri er Þorvaldur Bjami Þorvaldsson. Þau
bera hitann og þungann af því stórvirki að koma
maðurinn Ché. Hann gengur vasklega fram og
smellpassar í hlutverkið, syngur vel og texta-
framburður hans er skýr. Egill Ólafsson i hlut-
verki Peróns er fulltrúi hinna gamalreyndu á
sviðinu og eins og fyrri daginn skapar hann eft-
irminnilega týpu. Söng hans þekkja allir.
Andrea Gylfadóttir tekst á við hlutverk Evu
og gerir það um margt vel, einkum í atriðum
með Agli Ólafssyni þar sem dramatík og góður
söngur haldast í hendur. Helst skorti á sann-
færingarkraftinn í upphafi þegar Eva, ung og
fátæk, er að stíga fyrstu skrefin sem færa hana
á fund Peróns í fyllingu tímans. Andrea styrkt-
ist þegar á leið og skilaði lokaatriðinu vel.
Vigdís Hrefna Pálsdóttir söng undurfallega
„Hvert liggur leiðin nú?“ í hlutverki ástkonu
Peróns og átti þar með einn af hápunktum
kvöldsins. Kórinn hefur fallegan hljóm og dans-
atriðin eru sérstaklega vel útfærð, falla inn í
heildina og
tala sínu máli.
Það mætti
raunar skrifa
sérstaklega um
hæði tónlist og
dans í Evítu þó
að ekki gefist
til þess rúm
hér.
Tangódansam-
ir eiga stóran
þátt í glæsfiegu
útliti og stemn-
ingu sýningar-
innar og þar
fara fremst þau
Bryndís Hall-
dórsdóttir og
Hany Hadaya,
höfundur
dansanna.
Töfrar Evítu
eru á sínum stað
og yfirbragð sýningarinnar ferskt.
Pé-leikhópurinn sýnir í íslensku óperunni: Evita
Höfundar: Tlm Rice og Andrew Loyd Webber
Þýðing: Jónas Friðrik Guðnason
Ljósameistari: Björn Bergsteinn Guðmundsson
Leikmynd: Axel Hallkell Jóhannesson
Búningar: Ásta Guðmundsdóttir
Tónlistarstjóri: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson
Höfundur tangódansa: Hany Hadaya
Dansahöfundur og aðstoðarmaður leikstjóra:
Ástrós Gunnarsdóttir
Leikstjóri: Andrés Sigurvinsson
Andrea Gylfadóttir og Egill Ólafsson í hlutverkum sínum.
Evítu á svið.
í íslensku óperunni er töfrað fram ótrúlega
flott baksvið fyrir söngleikinn með leikmynd og
lýsingu og það gleymist hversu lítið sviðið er í
raun. Búningar em mikilvægur þáttur í útliti
sýningarinnar og óhætt að gefa sfiörnur fyrir
smekkvísi í gerð þeirra.
Tónlistin hefur ferskt og nútímalegt yfirbragð
en stundum þarf að hyggja betur að hljóðblöndun
og gæta þess að hljóðfærin yfirgnæfi ekki söng
aðalpersónanna. Þessu brá fyrir, einkum í fyrri-
hlutanum.
Það er frískandi að sjá svo margt ungt hæfi-
leikafólk þreyta sína frumraun á sviði með jafn-
góðum árangri þó að óhætt sé að segja að for-
svarsmenn sýningarinnar hafi ekki farið troðnar
slóðir í vali sínu á ílytjendum.
Baldur Trausti Hreinsson (hreint ekki ólíkur
Antonio Banderas í útliti á sviðinu) ber hitann og
þungann af því að tengja atriðin saman sem sögu-
Rás tvö:
Á ég heima á Bítlandi?
Miklir Bítlavinir erum við Islendingar.
Nú erum við jafnvel búnir að gera Bítlana
að íslandsvinum, og það án þess að þeir
hafi hugmynd um það sjálfir. Engri
annarri þjóð datt í hug að færa gamla
Bítlaplötu á svið í sinfóníubúningi. Sann-
arlegur alheimsviðburður þar á ferð.
Það var ágætt að hlusta á þetta í beinni
útsendingu á leiðinni norður. Strawberry
Fjölmiðlar
Hallgrímur Helgason
fields forever inn eftir Blöndudal. Kannski
vegna þess að þá hélt maður að þar með
væru Bítlaárin loksins liðin í dagskrá Rík-
isútvarpsins eftir „Bítlasumarið mikla“ í
fyrra sem var eitt samfellt Bítla- námskeið.
En nei nei. Bítlaæðið virðist viðvarandi
riðuveiki í rollukollunum á Rás tvö og engar
sauðfiárveikivamir sem ráða við hana. Þvert á
móti. Rimlahliðin loka hverri höfuðborgarstöð-
inni á fætur annarri þar til Rás tvö ríkir ein í
öllu sínu Bítlaveldi. „Séra Páll“ syngur messu á
Lísuhóli á hverjum morgni og Gestur Einar gef-
ur svo hvítum mávrnn bítlabrauð eftir hádegið.
Og svo kemur Ámi Þórarinsson á laugardögum
og tekur viðtal við gamlan Bítlavin sem filaði þó
Rollingana betur og svo ræða þeir þessa
skáldjöfra tuttugustu aldarinnar eins og um Lax-
ness eða Þórberg sé að ræða.
Eftir langan og góðan Bítladag í Mývatnssveit
varð mér síðan á að kveikja á næturvaktinni. í
hótelglugga í Reynihlíð brast ég allt í einu í grát
þegar Magnús Einarsson kynnti lagið „Lucy in
the Sky with Diamonds" og sagði mér frá því
hvemig Lennon fann titill lagsins. Mér taldist til
að þetta væri í 1893ðja sinn sem ég heyrði lagið
og í 17nda sinn sem ég heyrði útskýringuna á því.
Eöa þannig tralla þessir menn. Þessir mannfreönu menn
góöan júlídag áriö ’69 stöönuöu þeir fyrir lífstíð og eru
sömu gallabuxunum.
Andlit mitt ummyndaðist í „Ópið“ eftir Munch og
síðan lyppaðist ég niður I gluggakistuna og
snökti örvæntingarfullt út á næturlygnt vatnið.
Ég gat ekki meir. Það var búið að bítla mig nið-
ur andlega.
Aldrei að gefast upp
Laugardagur á leið í bæinn var ein samfelld
Bítladagskrá. „Syndaselur dagsins" fékk að velja
tíu gítarskrums-lög frá Bítlaárunum og svo kom
Gestur Einar grár í vöngum eins og fiöllin við
Eyjafiörð og lék allar gömlu ofbökuðu lummum-
ar frá 69. Manni leið eins og Kananum góða í
Cold Fever; fóstum i bíl með útvarpi fóstu á
Þursaflokknum: „Im into folk-music but this shit
must go!“ Þegar við renndum fram hjá Brekku -
gamla bænum mínum - ofan við Varmahlíð leið
mér eins og ég væri enn á leiðina í sveitina 69;
Manfred Mann að fylgja mér í hlað, alveg eins og
Einn
enn í
forðum tíð.
It was thirty years ago today and everyt-
hing is still the same.
Eða þannig tralla þessir menn. Þessir
mannfreðnu menn. Einn góðan júlídag árið
’69 stöðnuðu þeir fyrir lífstið og eru enn í
sömu gallabuxunum og enn með sömu stelp-
unni og þeir pína hana til að ganga enn í
sama pilsinu og þeir segja við hana: „ég ætla
að fara niðrí bæ og kaupa nýju plötuna með
Troggs" og hún segir - með vonarblik á vör:
„var að koma ný?“ en þeir svara í sinni
gargandi geðveiki „Mæja. Ekki. Þú rnanst..."
í tilfelli Gests Einars virðist þessi tiltekni
júlidagur reyndar hafa verið sólríkur norð-
an heiða því liðinn laugardag afkynnti hann
lögin með þvi að nú væri „kominn tími til
að fara að hita grillið" þegar Akureyringar
voru í óðri önn að skafa af því snjóinn.
’68-kynslóðin ætlar með fimmtugri frekju
sinni að halda áfram að valta yfir allar aðr-
ar kynslóðir með nú löngu geldu grað-
hestarokki sínu. Hún lifir enn i þeirri trú að
unglingabólur hennar teljist til stórviðburða ald-
arinnar og heldur áfram að kreista gröftinn fram-
an í okkur með gítamöglum sínum. Það eina sem
við getum gert er að safna nógu miklum eyrna-
merg á móti.
Bítlaæðið hefur breyst í hundaæði, ólæknandi
smitsjúkdóm. Og eina ráðið er að húrra þessum
eilífðar-gemlingum í sóttkví; á Stjömuna: Stöð
fyrir staðnaðar sálir. En hún er einmitt nýkomin
í loftið þegar við rennum f bæinn, reyndar í þvf
bili sem Magnús Einarsson kynnir þjóðhátíðar-
dagskrá Rásar tvö: 17. júní og séra Páll McCartn-
ey með hátíðarguðþjónustu! Bítlarnir em orðnir
meira en íslandsvinir. Þrír aldraðir flauelshaus-
ar frá Liverpool era orðnir fiórir af sjálfstæðis-
hefium okkar! Eins konar Fjölnismenn. Give us a
break.
Kæru ráðamenn Rásar tvö. Við erum búin að
fá nóg. Það er búið að bítla okkur í hel. Ekki
meira. Plís.
Veðmálið í
Loftkastalanum
Leikfélag íslands og Flugfé-
Ilagið Loftur ætla með sínu
fyrsta samstarfsverkefni, Veð-
málinu, að frumsýna i Loftkast-
alanum 18. júlí næstkomandi.
Höfundur verksins er Mark
Medoff og leikstjóri Magnús
Geir Þórðarson. Stígur Stein-
þórsson er hönnuður leikmynd-
ar og búninga.
| Veðmálið er að sögn kunn-
ugra þrangið spennu samofið
farsakenndum húmor. Þar seg-
| ir frá fiórum ungmennum sem
búa öll á stúdentagarði í
ónefndum háskóla í Bandaríkj-
í unum. í hlutverkum ungmenn-
anna eru þau Margrét Vil-
| hjálmsdóttir, Kjartan Guðjóns-
son, Benedikt Erlingsson og
Baltasar Kormákur. -ST
Ungmenni á stúdentagörðum
eru I aðalhlutverkunum í Veð-
málinu eftir Mark Medoff.
DV-mynd Hilmar Þór
f Hugmyndir að
tónlistarhúsi
Menntamálaráðherra kynnti
| nýlega álitsgerð nefndar um
tónlistarhús. Nefndin lagði
Ifram þrjár hugmyndir að tón-
listarhúsi:
1. Húsið verði reist í Laugar-
dal í Reykjavík.
2. Gengið verði til samninga
við eigendur Hótel Sögu um að
tónlistarhús verði tengt fyrir-
hugaðri ráðstefnumiðstöð hót-
elsins.
3. Gengiö verði til samninga
við Reykjavíkurborg á grund-
velli tillögu borgarsfióra, um að
tónlistarhús verði reist neðan-
I jarðar í Öskjuhlíð, þar sem
’ unnt væri að byggja upp ráð-
stefhuaðstöðu í tengslum við
Perluna.
Ríkisstjórnin samþykkti til-
. lögu menntamálaráðherra um
að fengið yrði sérfræðilegt mat
á kostum og göllum þessara
þriggja hugmynda nefndarinn-
ar. Sem sagt: Ný nefnd er kom-
in i máliö!
Danskt-íslenskt
málþing
Kjeld Mollgárd, rektor Kaup-
mannahafnarháskóla, mun af-
É henda Sveinbirni Björnssyni,
rektor Háskóla íslands, tvö síð-
j ustu handritin sem hingað eiga
að koma, við setningu dansks-
( íslensks málþings um handrit í
| hátíðarsal Háskóla íslands.
Handritin tvö eru: AM 237 a
fol., tvö varðveitt blöð úr pré-
8 dikanasafni, skrifuð á 12. öld og
* ef til vill það elsta sem til er
’ skrifað á íslensku. Hitt er AM
227 fol., annað aðalhandrit
| Stjórnar, þýðingar úr Gamla
testamentinu með skýringum.
Málþingið fer fram í hátíðar-
sal Háskóla íslands næstkom-
| andi fimmtudag og fostudag og
8 er öllum opið.
-ST