Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1997, Qupperneq 18
18
MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 1997
MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNl 1997
23
íþróttir
Golf:
Annar sigurinn
Kjá Haraldi
Haraldur H. Heimisson, GR,
sigraði á öðru stigamóti img-
linga á vegum GSÍ sem haldið
var á Garðavelli um helgina en
hann bar einnig sigur úr býtum
á fyrsta stigamótinu. Haraldur
hafði betur í bráðabana gegn
Ómari Halldórssyni, GA, en báð-
ir léku þeir á 157 höggum.
Svanþór Laxdal, GKG, varð i
þriðja sæti á 158 höggum en
hann þurfti að heygja bráðabana
við Ófeig Guðjónsson, GR, sem
einnig lék á 158 höggum.
Eftir tvö mót er Haraldur
Heimisson, GR, efstur að stigum
meö 72 stig. Gunnar Jóhannsson,
GS, er annar með 65 stig og
Kristinn Árnason, GR, þriðji
meö 59 högg.
-GH
Nína vann sigur
hjá stúlkunum
Hjá stúlkunum sigraöi Nína
Geirsdóttir, GKJ, á 160 höggum.
Halla Erlendsdóttir, GSS, varö
önnur á 164 og Helga Rut Svan-
bergsdóttir þriðja á 167 höggum.
Alda Ægisdóttir, sem varð í
flmmta sæti á 170 höggum, gerði
sér lítið fyrir og fór holu í höggi
á 3. braut. Þetta er ný braut og
hún er því fyrst til að ná þessu
draumahöggi á brautinni.
-GH
Ásgerður vann
kvennamótið
Ásgerður Sverrisdóttir, GR,
sigraði á opna Guinot-kvenna-
mótinu í golfi sem fram fór á
Hólmsvelli í Leiru um síðustu
helgi. Ásgerður lék á 75 höggum
eins og Þórdís Geirsdóttir, GK,
en þær háðu bráðabana. í þriðja
sæti var Magdalena Sirrý Þóris-
dóttir, GS, á 83 höggum. Hafdís
Gunnlaugsdóttir, GS, sigraði
meö forgjöf á 64 höggum.
-ÆMK
Þórdís best á
Valkyrjumótinu
Svonefnt Valkyrjumót var
haldið á Svarfhólfsvelli hjá Golf-
klúbbi Selfoss. Keppt var í þrem-
ur flokkum án forgjafar. í fyrsta
flokknum sigraði Þórdís Geirs-
dóttir, GK, á 74 höggum. Helga
Gunnarsóttir, GK, varð í öðru
sæti á 84 og Auöur Jóhannsdótt-
ir, GK, þriðja á 85.
í öðrum flokki sigraöi Stefanía
Jónsdóttir, GR, á 88 höggum.
Elín Gunnarsdóttir, GS, varð
önnur á 90 höggum og Jóna
Gunnarsdóttir þriðja á 94.
í þriðja flokknum sigraði Sig-
urbjörg Gunnarsóttir, GS, á 96
höggum. Erna Ámadóttir varð
önnur á 104 höggum og Sigríður
Sigurjónsdóttir þriðja á 105
höggum. -GH
Kristinn vann
Bláa-lóns-mótið
Kristinn G. Bjamason, GR,
sigi-aöi án forgjafar á Bláa-lóns-
móti Golfklúbbs Sandgerðis um
síöustu helgi. Kristinn lék á 71
höggi eins og Helgi Þórisson, GS,
en Kristinn hafði betur í bráða-
bana. Einnig þurfti að leika
bráðabana um 3. sætið en Bjöm
V; Skúlason, GS, náði þriðja sæt-
inu. Hann og Guðmundur R.
Hallgrímsson léku báðir á 73
höggum.
íkeppni með forgjöf sigraði
Alma Jónsdóttir, GSG, á 64 högg-
um nettó.
Bláa-lóns-meistari án forgjafar
var krýndur Davís Jónsson, GS,
meö 54,5 stig og með forgjöf Gylfl
Héðinsson, GR, með 51,25 stig.
-GH
Nýkrýndir Spánarmeistarar:
Raul í dýrlingatölu
- Jupp Heynckes næsti þjálfari
Fagnaðarlæti stuðningsmanna
knattspyrnuliðs Real Madrid á
Spáni voru gríðarleg eftir að liðið
hafði tryggt sér meistaratitilinn þar
í landi um helgina með því að sigra
nágranna sína og meistara fyrra árs
í Atletico, 3-1. 800 þúsund manns
flykktust út á götur höfuðborgarinn-
ar til að fagna sínum mönnum og
upphafi á nýrri sigurgöngu félags-
ins en síðustu ár hafa verið félaginu
ansi rýr.
Raul Gonzalez
Aðdáendur liðsins eiga þó einum
manni fyrst og fremst að þakka gott
gengi Real á nýlokinni leiktíð. Það
er hinn 19 ára gamlí Raul Gonzalez
sem fyrir löngu er kominn í dýr-
lingatölu hjá blóðheitum knatt-
spymuáhugamönnum á Spáni. Raul
þykir hafa sýnt frábæra takta með
liðinu i meistarabaráttunni og unn-
ið hug og hjörtu stuðningsmanna
liðs síns þrátt fyrir að hafa spilað
áður með Atletico. Raul hefur skot-
ið sér reyndari og frægari löndum
ref fyrir rass og borið höfuð og herð-
ar yfir þá á leiktímabilinu. Aðeins
einn maður á Spáni er nú sagður
varpa skugga á Spánverjann
spræka en það er brasilíski snilling-
urinn Ronaldo hjá Barcelona. Hann
er þó sagður á fórum frá Spáni og
því næsta víst að stjama'Rauls mun
rísa hæst allra á næstu leiktíð.
Nýr þjálfari
Þrátt fyrir að hafa gert Madridar-
liðið að Spánarmeisturum hefur
Fabio Capello, þjálfari liðsins,
ákveðið að hætta og snúa aftur
heim til Ítalíu eins og áður hefur
komið fram. Hann átti í sífelldum
erjum við forseta félagsins sem leit-
ar nú að nýjum þjálfara og er Þjóð-
verjinn Jupp Heynckes, sem þjálfar
lið Tenerife á Spáni, þar efstur á
óskalistanum.
-ÖB
BTy tWGlAND
Veðbankinn William Hill
spáir því að Manchester United
verði bæði Englands- og bikar-
meistari á næstu leiktíö. Líkum-
ar á að liðið vinni deildina eru
11/8 og 11/2 að það vinni bikar-
inn.
Stephan Henchoz, svissnesk-
ur varnarmaöur, er á leið til
Blackburn frá þýska liðinu Ham-
borg fyrir 4 milijónir punda.
Stoke hefur borið víumar í Ian
Rush. Félagið vill fá hann í fram-
kvæmdastjórastólinn en liðið hef-
ur verið stjóralaust síðan Lou
Macari hætti.
Harry Redknapp, stjóri West
Ham, hefur mikinn áhuga á að fá
Stuart Pearce, landsliðsmann og
leikmann Nottingham Forest, í
sínar raöir til að styrkja vömina.
Leeds keypti í gær Bruno
Ribiero, U-21 árs landsliðsmann
Portúgala, fyrir 1 milljón punda.
Fer Arnar til AEK?
Amar Grétarsson, knatt-
spymumaður með Leiftri á Ólafs-
firði, hefur náð samkomulagi við
forráðamenn gríska liðsins AEK
Aþenu um að hann gerist at-
vinnumaður með félaginu næstu
þrjú árin. Forráðamenn AEK
hafa hins vegar ekki rætt form-
lega við Leiftursmenn en Arnar
er samningsbundinn Ólafsfjarð-
arliðinu til næstu tveggja ára.
Þorsteinn Þorvaldsson, for-
maður knattspymudeildar Leift-
urs, sagði í samtali við DV í gær
að hann hefði ekkert heyrt frá
gríska liðinu en ætti von á að
heyra frá því innan tíðar.
Megum illa viö því aö
missa Arnar
„Við ætlum ekkert að hlaupa
til fyrr en við sjáum hvað þeir
hafa fram að færa. Við megum
illa við því að missa Amar enda
margt í gangi hjá okkur þessa
dagana," sagði Þorsteinn við DV.
Takist samningar á milli félag-
anna fer Amar til Grikklands á
morgun ásamt Sigurði bróöur
sínum og skrifar undir þriggja
ára samning við félagið. Hann
mun síðan kom heim um helgina
og fara alfarið út i byrjun júlí.
AEK Aþena er eitt af stóru lið-
inum í Grikklandi og hefur verið
það í gegnum tíðina. Á síöasta
keppnistímabili hafnaði liðið í 2.
sæti í deildakeppninni á eftir
Panathinaikos og varð bikár-
meistari og leikur því í Evrópu-
keppni bikarhafa á næstu leiktíð.
-GH
DRAUMALIÐ-FELAGASKIPTB
NAFN ÞÁTTTAKANDA___________________________
NAFN UÐS_________________________NÚMER LIÐS
SEL LEIKMANN:
NÚMER_____NAFN_____________________________VERÐ
Nýr 18 holu völlur
á Korpúlfsstöðum
Nýr glæsilegur 18 holu golf-
völlur var óformlega tekinn í
notkun á Korpúlfsstöðum á dög-
unum en hann er í eigu Golf-
klúbbs Reykjavíkur. Þar með er
GR fyrsti Golfklúbbur landsins
sem hefur yfir að ráða tveimur
18 holu golfvöllum.
Það vom gamlir formenn í
GR, starfsmenn borgarverkfræð-
ings og starfsmenn GR sem tóku
fyrstu höggin á veUinum en
formlega verður hann opnaður
þegar landsmótið verður í sum-
ar.
KAUPI LEIKMANN:
NÚMER_____NAFN------------------------------VERÐ---------
SENT TIL: DV - ÍÞRÓTTADEILD/DRAUMALIÐ, ÞVERHOLT 11 105 REYKJAVÍK
Á þessum nýja veUi, sem er
lengsti vöUur landsins frá öft-
ustu teigum, verður keppt í 2. og
3. flokki karla á landsmótinu en
kvenfólkið og meistaraflokkur
karla keppir í Grafarholtinu.
-GH/DV-mynd Hilmar Þór
250.000 stuðningsmenn Chicago Bulls fögnuðu hetjum sínum þegar þær héldu upp á
NBA-meistaratitilinn í körfuknattleik í miðborg Chicago í gær. Hér er Michael Jordan að
veifa til stuöningsmannanna og heldur á meistarabikarnum. Símamynd Reuter
Atli Eðvaldsson spáir i spilin um knattspyrnuleiki kvöldsins:
„KR-ingar sýna og sanna
að allt sé komið í lag
í þeirra herbúðum"
- KR-ingar fá topplið Keflvíkinga í heimsókn kl. 18
Sjötta umferðin á íslandsmótinu í
knattspymu verður leikin í kvöld.
Stórleikur umferðinnar verður að
teljast leikur KR-inga og toppliðs
Keflvíkinga á KR-velIinum. Keflvik-
ingar hafa komið gríðarlega á óvart,
þeir hafa fullt hús stiga eftir fimm
umferðir og hafa verið að leika
mjög skemmtilega knattspyrnu.
Sömu sögu er ekki að segja af KR-
ingum. Frammistaða þeirra hefur
valdið miklum vonbrigðum sem
leiddi til þess að Lúkas Kostic var
rekinn úr þjálfarastarflnu hjá félag-
inu.
Haraldur Haraldsson, nýráðinn
þjálfari KR, hefur fengið það verk-
efni að rétta KR-skútuna við og leik-
urinn gegn Keflvíkingum gæti því
orðið nokkur vendipunktur fyrir
liðiö.
Aðrir leikir í kvöld eru Skalla-
grímur-ÍA, Grindavík-Fram, Leift-
ur-Stjaman og Valur-ÍBV.
DV sló á þráðinn til Atla Eö-
valdssonar, þjálfara U-21 árs lands-
liðsins og Fylkis í 1. deildinni, og
bað hann að spá fyrir um úrslit
leikjanna í kvöld.
KR-Keflavík 1-0
„KR-ingar sýna og sanna að það
sé allt komið í lag í þeirra herbúð-
um og vinna þennan leik. Nú fer
fyrst að reyna á Keflavíkurliðið því
í næstu fjórum leikjum mæta þeir
„stóru liðunum". Ef þeir standa sig
vel i þessum fjórum leikjum er þeim
hins vegar treystandi til að vinna
mótið. Eftir allt sem á undan er
gengið tel ég að KR-ingar vinni
þennan leik á heimavefli því þeir
hafa svo sannarlega þörf á honum.“
Skallagrímur-ÍA 0-2
„Ég held að litli frændi muni eiga
erfítt uppdráttar í þessum leik og að
Skagamenn vinni nokkuð ömggan
sigur. Borgnesingar hafa lent í
smásjokki í síðustu leikjum og ég
held að Skagamenn séu ekki bestu
andstæðingamir til að mæta núna.
Skaginn eru með hörkulið sem
erfitt er að slá út af laginu."
Reynist Atli Eðvaldsson sannsspár
um úrslit leikjanna í kvöld?
Grindavík-Fram 0-0
„Þarna veröur hörkubarátta á
báða bóga en ég held að liðin komi
til með að deila stigunum sem em í
boði. Ég held að Framarar muni
reyna að lokka Grindvíkinga fram á
völlinn en heimamenn munu fara
að öllu með gát og bíða eftir að
Framararnir opni sig.“
Leiftur-Stjarnan 2-0
„Þama er engin spurning. Leift-
ursmenn vinna. Mér sýnist á öllu að
Ólafsfiröingar séu að smella saman.
Þeir hafa yfir að ráða góðum mann-
skap. Sumarið á eftir að reynast
Stjömumönnum mjög erfitt og þá
sérstaklega ef þeir ná ekki stigum á
heimavelli.
Enn eitt árið virðist svo sem fólk
í Garðabæ ætli að láta Stjörnuna
falla án þess að gera svo sem
minnstu tilraun til að hvetja liðið.
Þessir strákar í liðinu þurfa hvatn-
ingu og sérstaklega á heimavelli.
Þetta er synd, liðið er í neðsta sæti
í deildinni án þess að nokkur fatti
það í svefnbænum."
Valur-ÍBV 1-2
„Ég hef trú á mínum mönnum í
ÍBV og þeir taka þrjú stig að Hlíðar-
enda. Það er mjög mikilvægt fyrir
Eyjastrákana að taka stig á útivöll-
unum ef þeir ætla að vera með i bar-
áttunni um íslandsmeistaratitilinn
og þeir gera sér alveg grein fyrir
því. Ef að líkum lætur standa Eyja-
menn best að vígi í deildinni með
fæst stig töpuð eftir þessa umferð."
-GH
EN6LAHD
Manchester United hefur titilvömina
í ensku úrvalsdeildinni í knattspymu
gegn Tottenham á útivelli laugardaginn 9.
ágúst. ífyrstu umferðinni mætast þessi
liö:
Bamsley-West Ham
Blackbum-Derby
Coventry-Chelsea
Everton-C. Palace
Leeds-Arsenal
Leicester-Aston Villa
Newcastle-Sheff. Wed
Southampton-Bolton
Tottenham-Man. Utd
Wimbledon-Liverpool
Arsenal hefur keypt hollenska lands-
liðsmanninn Marc Overmars fyrir 5
millj. punda frá Ajax. Þessi 24 ára gamli
leikmaður er sagður vera lykilmaður í
uppbyggingu Arsene Wenger, stjóra
Arsenal, á Highbury.
Andy Gray hefrn- nú gefiö Everton
þaö svar að hann sé tilbúinn að verða
framkvæmdastjóri félagsins svo framar-
lega sem hann fái fuil yfirráö yllr liðinu.
Gray hefur undanfarin ár. starfað hjá Sky
Sport við lýsingar á knattspymuleikjum.
Kenny Dalglish, framkvæmdastjóri
Newcastle, ætlar ekkert að gefa eftir í
kapphlaupinu um Paul Ince og ætlar að
yfirbjóða sitt gamla félag Liverpool.
Newcastle hefur sagt fulltrúum Ince að
það sé tilbúið að samþykkja kröfur hans
um 115 millj. ísl. kr. i árslaun!
Colin Todd, framkvæmdastjóri Bolton,
hefur nú verið orðaður við framkvæmda-
stjórastöðuna hjá Southampton en lið-
in mætast i 1. umferð næsta leiktímabils.
Steve McMahon, framkvæmdastjóri
Swindon Town, hefur boðið Ian Rush
tveggja ára samning við félagið en þeir
vora áöur félagar hjá Liverpool.
-ÖB/GH
Sterkasta hjá KR
KR-ingar tefla fram sínu sterkasta
liði í stórleiknum gegn Keflavík í
kvöld. Ólafur H. Kristjánsson, sem
ekki var með í bikarleiknum gegn.
KS um síðustu helgi vegna meiðsla,
er klár í slaginn og allir leikmenn
liðsins eru heilir. Guðmundur
Benediktsson mun heija leikinn á
bekknum en hver veit nema að hann
fái að spreyta sig í fyrsta sinn í
deildinni í ár í þessum leik.
Davíö er meiddur
Davíð Garðarsson leikur ekki
með Leiftursmönnum gegn
Stjörnunni í kvöld en hann hefur átt
við meiðsli að stríða.
-GH
Tiger Woods er hér að siá kúluna á
opna bandaríska mótinu á dögunum.
Stofndeildin:
Breiðablik og KR efst
- Haukar enn án stiga
Liðsstyrkur til
Skallagríms?
Nýliðar Skallagríms eiga von á
liðsstyrk á næstunni. Að sögn Jak-
obs Skúlasonar, formanns knatt-
spymudeildar Skallagríms, eru við-
ræður við Skagamenn komnar vel á
veg um aö Borgnesingar fái miðvall-
arleikmanninn Vladan Tomic í sinar
raðir eftir leik liðanna í kvöld. Þá
kemur Alan Johansen frá Færeyjum
til skoðunar á fimmtudaginn. Hann
er miðjumaður sem leikið hefur með
Klakksvík og færeyska landsliðinu.
„Ef allt gengur að óskum verða
báðir þessir leikmenn með okkur
gegn Fram á sunnudaginn," sagði
Jakob við DV í gær. -GH
Golf:
VJoods átoppinn
Bandariski kylfingurinn Tiger
Woods er kominn á toppinn á listanum
yfir bestu kylfinga dagsins í dag en nýr
listi var gefinn út á mánudaginn.
Woods, sem er ekki nema 21 árs gam-
afl, er sá yngsti frá upphafi sem náð
hefúr þessu sæti og tók það af ekki
ómerkari manni en Ástralanum Greg
Norman. Emie Els, frá S-Afnku, sem
sigraði á opna bandaríska meistara-
mótinu um síðustu helgi, hækkaði sig
úr áttunda sæti í það fjórða.
Þeir fimm efstu á listanum eru þess-
ir
1. Tiger Woods . . . Bandaríkjunum
2. Greg Norman ....Ástralíu
3. Colin Montgomerie . . Skotlandi
4. Emie Els .......S-Afríku
5. Nick Price .....Zimbabwe
-ÖB
Eftir fjórar umferðir í efstu deild
kvenna í knattspymu eru lið
Breiðabliks og KR efst og jöfn að
stigum, bæði með fullt hús.
í Kópavogi sigraðu Blikastúlkur
lið Hauka, 8-1, í fyrrakvöld. Mörk
Blika gerðu Erla Hendriksdóttir 2,
Sigrún Óttarsdóttir 1, Kristrún L.
Daðadóttir 1, Hildur Ólafsdóttir 1,
Katrín Jónsdóttir 1 og svo gerðu
Haukastúlkur tvö sjálfsmörk en
Halldóra Hálfdánardóttir gerði
mark Hauka réttum megin.
Á Akranesi sigraði KR
heimamenn, 0-3, og gerðu Edda
Garðarsdóttir, Olga Færseth og
Dregið var í 16 liða úrslitum Coca
Cola-bikarsins á Hótel Loftleiðum á
mánudaginn og drógust þessi lið
saman:
Grindavík - Breiðablik ... .25. júní
Þróttur, R - Þór, Ak............25. júní
Leiftur - ÍA ..............25. júní
Valur - Fylkir ............25. júní
FH- Skallagrímur...............26. júní
KA - ÍBV ..................26. júní
Stjaman - KR ..............26. júní
Keflavík - Fram ...........26. júní
Stórleikur 16 liða úrslitanna
verður án efa á Ólafsfirði þar sem
heimamenn í Leiftri fá núverandi
bikarmeistara frá Akranesi í heim-
sókn.
Sigurlín Jónsdóttir mörk KR.
í Vestmannaeyjum tapaði
heimaliðið fyrir Stjömustúlkum,
1-2. Fanný Yngvadóttir gerði mark
ÍBV en mörk Stjömunnar gerðu
Auður Skúladóttir og Guðný
Guðnadóttir.
Breiðablik 4 4 0 0 23-4 12
KR 4 4 0 0 7-0 12
Stjaman 4 3 0 1 12-7 9
Valur 4 2 0 1 10-7 9
ÍBA 4 1 0 3 6-14 3
ÍBV 4 0 1 2 3-8 1
ÍA 4 0 1 3 2-7 1
Haukar 4 0 0 4 2-18 0
-ÖB
„Það er fint að fá Skagann. Það
hefúr sýnt sig að við erum bestir
gegn sterkari liðunum og við ætlum
okkur sjálfsögðu alla leið. Nú er
loks komið sumar í Ólafsfirði og
það verður nóg að gera hjá okkur
heima næstu dagana, Stjarnan á
miðvikudaginn (í kvöld), Hamburg-
er SV á laugardaginn og svo Skag-
inn þann 25,“ sagði Friðrik Einars-
son, sendiherra Leifturs í Reykja-
vík, eftir að búið var að draga. Ljóst
er að a.m.k. eitt 1. deildar félag
kemst áfram í átta liða úrslitin þar
sem Þróttur R. og Þór Ak. drógust
saman.
-ÖB
16 liöa úrslit í Coca Cola-bikarnum:
Stórleikur á Ólafsfiröi
- Stjarnan fær KR í heimsókn
Iþróttir
Knattspyrna og nám
í Bandaríkjunum
ÍT Ferðir ehf. hafa verið beðn-
ar um að kynna íslenskum
knattspyrnumönnum möguleika
á skólastyrkjum í Bandaríkjun-
um. Allir leikmenn á aldrinum
17-26 ára geta sótt um styrk til
náms í menntaskóla og háskóla.
Þannig geta ungir leikmenn af
báðum kynjum notað knatt-
spyrnulega getu sína til að
greiða skólagjöld og ýmsan ann-
an kostnað erlendis um leið og
þeir afla sér menntunar fyrir
framtíðina.
Þeir íslenskir leikmenn sem
hafa áhuga á ofanrituðu geta sett
sig í samband viö Hörð Hilmars-
son hjá ÍT Ferðum í s. 588-9900.
-GH
Knattspyrna:
Mutti þjálfar
liö Napoli
Bortolo Mutti hefur verið ráð-
inn þjálfari ítalska 1. deildar
liðsins Napoli. Mutti kemur frá
Piacenza en félaginu tókst undir
hans stjórn aö halda sæti sínu í
1. deildinni.
-GH
Brassarnir í gang
í seinni hálfíeik
Brasilía vann sigur á Mexíkó,
3-2, í Copa Ameríku-keppninni í
knattspymu í fyrrinótt. Það leit
ekki vel út fyrir Brasilíumenn í
leikhléi því þá var staðan 2-0
fyrir Mexíkó og skoraði Luis
Hernandez bæði mörkin.
En í síðari hálfleik sýndu
heimsmeistararnir sitt rétta
andlit og skoruðu þrjú mörk.
Fyrst Aldair, síðan Romario og
Leonardo skoraði sigurmarkið
10 mínútum fyrir leikslok.
Öruggt hjá Kólumbíu
Kólumbía vann öruggan sigur
á Kosta Ríka í sama riðli. Loka-
tölur urðu 4-1. Þegar tveimur
umferðum er lokið í riðlinum er
Brasilía með 6 stig, Kólumbía og
Mexókó eru meö 3 stig og Kosta
Ríka er án stiga.
-GH
Tennis:
Sampras bestur
Samkvæmt nýjasta listanum
yfir bestu tennisspilara karla,
sem gefinn var út á mánudaginn,
er Bandaríkjamaðurinn Pete
Sampras sem fyrr efstur. Gusta-
vo Kuerten frá Brasilíu, sem
sigraði á opna franska meistara-
mótinu um daginn, er 12. á list-
anum en Þjóöverjinn Boris
Becker er fallinn niður í 18. sæti.
Topp tíu listinn er þannig:
1. Pete Sampras ... Bandarikjúnum
2. Michael Chang . . Bandaríkjunum
3. Goran Ivanisevic .Króatíu
4. Thomas Muster .... Austurríki
5. Yevgeny Kafelnikov . . Rússlandi
6. Richard Krajieek .... Hollandi
7. Alex Corretja ....Spáni
8. Sergi Bruguera ...Spáni
9. Thomas Enqvist ..Svíþjóð
10. Marcelo Rios .....Chile
-OB,
íkvöld
Sjóvár-Almennra deildin
KR-Keflavík ................18.00
SkaUagrímur-Akranes.........20.00
Grindavík-Fram ........... 20.00
Leiftur-Stjarnan ...........20.00
Valur-lBV...................20.00
3. deild karla
HvolsvöUur: KFR - Framherjar 20.00
Coca Cola-bikar kvenna
Fáskrúösfj: Leiknir, F. - KVA 20.00