Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1997, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1997, Qupperneq 23
MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 1997 f 27 Sviðsljós DV Rainier hlakk- ar ekki til Eftir aö Gérard Depardieu hafði snúist í kringum Carole Bouquet í um hálft ár komst hann að því að hann saknaði barnsmóður sinnar frá Senegal og litlu dótturinn Roxanne. Depardieu til mikillar undmnar voru móttökumar kuldalegar. Hann varð þvi að súpa seyðið af því að hafa yfírgefið hana. Rainier Mónakófiirsti hlakkar ekki til að sjá Michael Pfeiffer í hlutverki Grace KeUy í kvik- myndinni White Gloves, White Lies, að því er erlend slúðurblöð herma. Talið er ekki verði tekið á með silkihönskum á ævi furstafrúarinnar. Þeir í HoUy- wood era nefnilega sagðir vita ýmislegt um Grace. Reeves í þungu hlutverki Keanu Reeves hefur þyngst um 15 kUó með því að borða sex hamborgara á dag og drekka marga lítra af kók. Þetta lagði leikarinn á sig tU að líkjast skáldinu Neal Cassidy í næstu kvikmynd sinni The Last Time I Comitted Suicide. Víst þykir að mörgum aðdáendum kappans á eftir að bregða viö nýja útlitið. Depardieu fékk kaldar móttökur Móðir hjartaknúsarans vísar á bug orðrómi: Engin vandamál hjá Melanie og Banderas Móðir Antonios Banderas vísar á bug orðrómi um að erfiðleikar séu í hjónabandi hans og Melanie Griffith. Móðirin, Ana Banderas, segir að þau hafi aldrei verið hamingjusamari. Að undanfórnu hefur verið þrálát- ur orðrómur um hjónabandsvanda- mál hjá Antonio og Melanie þrátt fyrir að þau ljómi af hamingju á þeim myndum sem teknar era af þeim. Það hafa einnig heyrst sögrn- af þvi að Melanie sé orðin bamshaf- andi á ný. Ana segir orðróminn um hjóna- bandsvandamál firru. „Ég er móðir Antonios og þekki tilfmningar hans þar sem hann segist vera ákaflega hamingjusamur með Melanie." Ana kveðst ekki vita hvemig á sögusögn- unum stendur. „Það virðist hins veg- ar vera þannig að í hvert sinn sem hjón era hamingjusöm þurfi alltaf einhver að særa þau. Ég skil ekki hvernig slíkt fólk getur komið orðrómi af stað án þess að jafnvel Antonio og Melanie með dótturina Stellu og allir voða hamingjusamir. þekkja þá sem hlut eiga að máli.“ Ana kveðst heldur ekki vita hvemig orðrómurinn um þungun fór af stað. „Ég veit ekki hver á upptök- in af því en sem mþðir Antonios ætti ég að vera sú fyrsta, ef svo væri, að vita að Melanie ætti von á barni. Það er augljóst að ég get ekki neitað því algjörlega því slíkt gerist frá einum degi til annars. Mér hefur hins vegar ekkert verið sagt. Ég yrði þvi mjög undrandi ef það væri svo að þau ættu von á öðra barni.“ Ana segir Melanie vera frábæra móður. Hún er viss um að tengdadóttirin gæti hugsað sér að eignast annað barn með Antonio. Hann hefur einnig tjáð móður sinni að hann geti hugsað sér að eignast aðra dóttur þar sem hann er ákaflega hrifinn af Stellu litlu. Því hefur verið haldið fram að Melanie sé afhrýðisöm. Þvi neitar Ana. Hún segir Antonio heldur ekki afbrýðissaman. Þaö var feguröardís frá Mexíkó, Kazteny De La Vega, i miðunni, sem varö hlutskörpust í alheimsfeguröarkeppni í Malasíu á dögunum. Henni á hægri hönd er ungfrú Noregur, sem varö í ööru sæti. Á vinstri hönd De La Vega er ungfrú Filippseyjar sem varö í þriöja sæti. Ungfrú Pólland, lengst til vinstri, varð í fjórða sæti. í fimmta sæti varö ungfrú Skotland sem er lengst til hægri. Sfmamynd Reuter. ^ Linda Fiorentino 1 goðum gír: Gerir ekki sömu mistökin þrisvar Linda Fiorentino, leikkonan sem gerði alla karlmenn hringspólandi ... maður segir nú ekki hvað, í kvik- myndinni Last Seduction, gerði þau leiðu mistök að leika síðan i tveim- ur ömurlegum myndum hvorri á eftir annarri. Þær heita Jade og Un- forgettable. Sú síðari varla rétt- nefni. Leikkonan veit að í Kalifomíu er maður úr leik verði manni á í mess- unni þrisvar sinnum í röð. Hún passaði sig því vel og lék á móti Tommy Lee Jones og Will Smith í myndinni Körlum í svörtu. Það skemmtilega við það er að Linda leikur einn af körlunum. „Ég gerði sjálfri mér ljótan grikk," segir leikkonan nú þegar hún getur horft til baka með stóískri ró og þarf ekki að hafa áhyggjur af bankainnstæðunni. „Ég var bara trygglynd gagnvart fólki sem hafði verið með mér lengi. Ég hefði kannski getað tekiö aðrar ákvarðanir því það heldur enginn tryggð við mann þegar maður hefur leikið í mynd á borð við Jade. Og svo stendur maður alltaf frammi fyrir þesusm gamla góða vanda sem felst í því að vera kona í Hollywood," segir Linda. Eg auglýsti íbúðina og fékk leígjanda sama dag! Smðauglýsingar 5S0S000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.