Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1997, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1997, Blaðsíða 16
+ 16 FIMMTUDAGUR 26. JUNI 1997 FIMMTUDAGUR 26. JUNI 1997 25 íþróttir íþróttir John Toschak var í gær ráðinn þjálfari hjá tyrkneska félaginu Besiktas. Hann var síðast þjálfari hjá spænska liðinu Deportivo Coruna en sagði þar upp störfum í febrúar sl. Roberto Baggio sagði í gær að hann væri á förum frá AC. Hann sagði þetta við komuna úr fríi frá Argentínu. Fabio Capello telur sig ekki þurfa á kröftum hans að halda. Sögusagnir hafa verið á kreiki um að hann langi til að leika á Bretlandseyjum. Nigeriski knattspyrnumaðurinn Taribo West er á leiöinni til Inter Milan. Samningar þar að lútandi eru á lokastigi og hefur kappinn samþykkt nú þegar uppkast að samningi sem gildir til2001. Jan Sðrensen, fyrrverandi landsliðsþjálfari Dana, verður næsti framkvæmdastjóri enska 2. deildar liðsins Walsall. Sörensen, sem ekki hefur komið nálægt fótbolta í átta ár, vonast til að koma liðinu upp í 1. deild á samningstímanum sem er tvö ár. Spœnska liðið Celta Vigo vék í gær Fernando Castro úr starfi sem þjálfara aðeins þremur dögum eftir sigur liðsins á Real Madrid. Celta slapp með naumindum við fall. San Antonio, sem átti fyrsta valréttinn í háskólavalinu valdi Tim Duncan frá Wake Forest en stráksi þykir mikið efni og bindur San Antonio miklar vonir við hann. -JKS „Sá besti í sumar" - Breiðablik eftir sigur á Grindavík DV, Suðurnesjum: Breiðablik, sem leikur í 1. deild, gerði sér lítið fyrir og sló út Grind- víkinga í 16-liða úrslitunum bikar- keppninnar i Grindavík í gærkvöld. Eina mark leiksins gerði ÞórhaUur Hinriksson með hörkuskoti úr víta- teignum þegar tólf mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Grindvíkingar voru daprir og sköpuðu sér fá tækifæri og voru allt of seinir í öllum sínum aðgerðum fyrir framan mark Breiðabliks. Gestirnir þurftu engan stórleik til að leggja Grindvikinga að velli. Blikarnir fóru langt á baráttunni sem leikmenn Grindavíkur skorti og hugur þeirra til að leika knatt- spyrnu var viðs fjarri. Það var áfall fyrir Grindvíkinga að falla svona snemma út út bikarnum. Leikmenn náðu sér einfaldlega ekki á strik í leiknum og ollu stuðn- ingsmönnum sínum miklum von- brigðum. Það var greinileg dagskip- un Sigurðar Halldórssonar, þjálfara Breiðabliks, að leika sterka vörn og beita síðan skyndisóknum. Þetta herbragð heppnaðist mjög vel og komust Grindvíkingar lítið áleiðis gegn sterkri vörn Blika. „Þetta var áfangasigur. Við vor- um að leika mjög vel og þá sérstak- lega í fyrri hálfleik. Það var komin ákveðin pressa á okkur þegar við skoruðum markið. Vörnin vann vel og á henni förum við langt. Þetta var einn besti leikur okkar í sum- ar," sagði Sigurður Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, við DV eftir leikinn. „Það er ekki gaman að detta svona út úr bikarnum. Við vorum að leika ágætlega en það kom lítið út úr þvi. Markið sem við fáum á okkur er óheppni. Heppnin var hins vegar með þeim," sagði Albert Sæv- arsson, markvörður Grindvíkinga, við DV í leikslok. -ÆMK Barátta í Laugardalnum: Þróttarar höföu betur gegn Þórsurum - Þórsarar klaufar aö skora ekki I kvöld Coca-Cola bikar karla KA-ÍBV ..................20.00 FH-Skallagrímur ...........20.00 Keflavík-Fram .............20.00 Stjaman-KR ..............20.00 2. deild karla KVA-Þróttur N.............20.00 Ægir-Leiknir R.............20.00 3. deild karla C Ernir I-Bolungarvík ........20.00 1-0 Einar Örn Birgisson (69.), skoraði af öryggi úr vitaspyrnu. 2-0 Heiðar Sigurjónsson (75.), fékk góða sendingu frá Einari Erni inn fyrir vörn Þórsara og skoraði af öryggi. Það var svo sem ekki sérstakur bolti sem sýndur var í Laugardaln- um í gærkvöld í leik Þróttar og Þórs frá Akureyri en færin létu samt ekki á sér standa og leikurinn var í heild sinni nokkuð fjörugur. Heimamenn í Þrótti byrjuðu af meiri krafti en gustirnir komu meir inn í leikinn sem á leið. Fyrstu fær- in féllu Þrótturum í skaut en Þórs- arar fengu þó líka sín færi en með ótrúlegum klaufaskap fóru þau öll í súginn hjá báðum liðum og þvi var markalaust i hálfleik. í síðari hálfleik héldu færin áfram að koma á færibandi og held- ur meiri harka færðist í leikinn. Þórsarar fengu sannkölluð dauða- færi til að komast yfir og fékk Hreinn Hringsson líklega það besta þegar hann komst einn inn fyrir vörn Þróttar en skot hans yfir Axel í markinu fór naumlega fram hjá. í stað þess að gestirnir nýttu sin færi voru það Þróttarar sem komust yfir með marki úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Heiðari Siguijónssyni. Þeir bættu skömmu seinna við öðru marki og gulltryggðu þar með sigur sinn. Þegar hér var komið við sögu datt leikurinn nokkuð niður en það verða því Þróttarar úr Reykjavík sem verða með í 8-liða úrslitunum. -BB Stjarnan fær góðan liðstyrk: „Bibercic verður með okkur gegn KR" Það gengur mikið á í herbúðum knattspyrnuliðs Stjörnunnar í Garðabæ þessa dagana. Liðið sem nýlega rak þjálfara sinn hefur nú gert samning við framherjann Mihaljo Bibercic sem áöur hefur gert það gott með Skagamönnum. „Við höfum gert samning við Bibercic um aö hann spili með okkur að minnsta kosti út þetta tímabil. Hann er þegar orðinn lög- legur og verður í liðinu í kvöld gegn KR i bikarnum. Við vitum hvað hann getur og vonandi getur hann hjálpaö okkur í því að koma liðinu aftur á beinu brautina," sagði Lúðvík Örn Steinarsson, for- maður knattspymudeildar Stjörn- unnar, við DV í gærkvöld. „Við erum hins vegar enn að leita fyrir okkur með nýjan þjálf- ara og ekki tímabært að gefa út neitt nánara um það mál eins og stendur," bætti Lúðvík við. -ÖB SJÓVÁ-ALMENNAR OPIÐ verður haldið á Hamarsvelli, Borgamesi, laugard. 28. júní nk. Leikinn verður 18 holu höggleikur með og án forgjafar. Mjög vegleg verðlaun verða veitt fyrir 3 fyrstu sætin með og án forgjafar, nándarverðlaun á 2 brautum og dregið úr skorkortum. Mótagjald er kr. 2000,- Ræst verður út frá kl. 9.00 og hefst skráning fimmtudaginn 26. júní í síma 437-1663, fax 447-2063 eða e-mail gb@aknet.is „ Markalaust hjá Örebro og Örgryte VV, Svíþjóð: Örgryte og Örebro gerðu markalaust jafntefii 1 sænsku úr- valsdeildinni i knattspyrnu í gærkvöldi. Rúnar Kristinsson lék allan leikinn hjá Örgryte og þeir Sigurður Jónsson og Hlynur Birgisson voru með Örebro. Arn- ðr Guðjohnsen var í leikbanni. Úrslit í öðrum leikjum urðu þau að Norrköping sigraði Öster, 1-0, og Halmstad sigraöi Vesterás, 2-1. -EH Winter hjá Chicago heldur námskeið Einn frægasti körfuknattleiks- þjálfari allra tíma, Tex Winter, sóknarþjálfari Chicago Bulls, mun koma til íslands 9. júli og halda námskeið í Keflavík. Það stendur yfir 11.-13. júlí i veit- ingahúsinu Glóðinni. Nám- skeiðsgjaldið er 6000 kr. en allar nánari upplýsingar veitir Tómas Tómasson í síma 421-5530 og 899- 0525. -JKS Sigur gegn Hnnum íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu, skipað stúlkum 17 ára og yngri, sigraði Finna, 2-1, á Noröurlandamótinu. Hrefna Jóhannesdóttir skoraði bæði mörk íslenska liðsins í leiknum. -JKS Skaginn ver ekki bikarinn DV, Olafsfirði: Höröur Magnússon kom Valsmönnum á bragöið gegn Fylki í gærkvöld aö Hlíöarenda. Hér hefur Höröur betur í skallaeinvígi en á morgun kemur í Ijós hverjir veröa mótherjar Valsmanna i 8-liöa úrslitum en þaö veröur dregiö í keppninni. DV-mynd Brynjar Gauti 1-0 Arnar Grétarsson (9.) Bikarmeistarar Skagamanna eru úr leik í bikarkeppninni. Þeir sóttu Leiftursmenn norður á Ólafsfjörð i gærkvöldi og töpuðu á marki sem skorað var í byrjun leiks. Markið skoraði Arnar Grétarsson og var val að því staðið, þrumaði boltanum glæsilega í vinstra hornið. Það var reyndar enginn meistara- bragur á meisturunum og verður að segjast eins og er að sigur Leifturs- manna var sanngjarn. Heimamemi voru grimmari lengst af og sóknir Skagamanna langt frá því að vera sannfærandi. Leikurinn var ekki sérlega áferðarfallegur, enda ef til vill ekki til þess ætlast. Hann var fyrst og fremst baráttuleikur tveggja öflugra liða. Og það var ekkert gefið eftir. Leiftur byrjaði betur og skoraði markið snemma. Heimamenn voru miklu ákveðnari í fyrri hálfleik og áttu nokkur þokkaleg færi og hefðu hæglega getað bætt við tveim-þrem mörkum ef heppnin hefði verið með. Skagamenn voru mun beittari í síðari hálfleik, enda bökkuðu Leift- ursmenn og beittu skyndisóknum. Skagamenn fengu fjölmargar auka- spyrnur, sumar á stórhættulegum stað rétt utan vitateigs, en ekkert varð úr þeim. Haraldur Ingólfsson tók þær flestar en hann var lang- bestur Skagamanna. Gestirnir náðu upp mikilli pressu um miðjan síðari hálfleik og Leiftursmenn lentu í nokkrum sinnum í nauðvörn. Hættulegasta sóknin var þegar Al- exander Högnason náði hörkuskoti sem fór í vörnina og Steinar Adolfs- son fylgdi vel á eftir með annað skot en vörnin hreinsaði á síðustu stundu. En vörn Leifturs stóðst ásóknina. Leikurinn var fast spilaður, án þess að vera grófur. Mikið var í húfi og menn lögðu sig alla í leikinn. Bragi Bergmann dómari hafði í nógu að snúast og spjaldaði menn hiklaust fyrir nöldur. Og eins og alltaf þegar Leiftur og ÍA spila fer leikurinn langt fram yfir. Fyrri hálf- leikur var 50 mínútur og sá síðari 52 mínútur, enda margir taugaveiklað- ir utan vallar sem innan. Kristinn Björnsson, þjálfari Leift- urs, var að vonum kampakátur í leikslok. Hann sagðist hafa búist við hörkuleik, sem kom á daginn. Hann var ánægður með baráttuna i sínum mönnum. Ólafur Þórðarson, fyrirliði ÍA, var hins vegar ákaflega óhress í leikslok, ekki bara út í eigið lið, heldur líka Braga Bergmann dóm- ara. „Við fengum á okkur klaufamark strax í byrjun, sem þeim tókst að hanga á út leikinn. Mér finnst að dómarinn ætti að fara í endurhæf- ingu. Hann var ótrulegur. Lét mig hafa gult spjald fyrir að segja Jesus Christ eftir að ég hafði verið dreg- inn niður í bullandi sókn." -HJ E9 ENGLAND Howard Kendall, sem sagður er vera að taka við liði Everton, er þeg- ar farinn að leggja á ráðin um að styrkja liðið og er sagður þar efstur á blaði enginn annar en Paul Ince. Juninho og Ravanelli, leikmenn Middlesbrough, hafa verið boðaðir á afingu hjá liðinu en undirbúnings- tlmabil enskra fer nú brátt aö hefjast. Þeir félagar hafa sagst vilja fara frá liðinu eftir að það féll úr úrvalsdeild- inni en Steve Gibson, stjórnarformað- ur félagsins, segir þá eins og hverja aðra leikmenn sem veröi að standa við gerða samninga. Peter Beardsley, leikmaður Newcastle, vill nú fá fund með fram- kvæmdasrjóranum, Kenny Dalglish, þar sem hann ætlar að óska eftir nýj- um samningi við félagið. Beardsley, sem orðinn er 36 ára gamall, hefur af- þakkað öll tilboð frá öðrum liðum og vill vera áfram á St. Jame's Park þar sem hann á eftir 12 mánuði af núver- andi samningi sínum. Sheffield Wednesday hefur keypt franska leikmanninn Patrick Blondeau. Blondeau þessi var áður hjá Monaco þaðan sem hann var rek- inn af þáverandi þjálfara liösins, Arsene Wenger. Blacburn Rovers heldur áfram að styrkja lið sitt fyrir komandi timabil. Roy Hodgson, nýr framkvæmdastjóri liðsins, hefur nú gert samning við 27 ára gamlan Frakka sem heitir Pat- rick Valery og kemur frá Bastia. Forráðamönnum Arsenal hefur verið skipaö aö mæta fyrir aganefhd úrvalsdeildarinnar í næsta mánuði vegna fjölda rauöra- og gulra spjalda sem liðið fékk á siðustu leiktíð sem og vegna agavandamála Ians Wright leikmanns liðsins. Lið Middles- brough hefur einnig verið sektað um 2,9 milhónir vegna agaleysis i liðinu viö upphaf síðustu leiktíöar. -ÖB Valsmenn komnir áfram: Bragðdauft að Hlíðarenda 1-0 Hörður Magnússon (60.), fékk boltann eirm og óvaldaður í markteig Fylkis eftir aukaspymu og afgreiddi boltann auðveldlega i netið. 2-0 Arnar Hrafh Jóhannsson (68.), fékk góða sendingu frá Ólafi Brynjólfssyni inn fyrir vörn gestanna og skoraði af miklu öryggi. Leikur úrvalsdeildarliðs Vals og 1. deildarliðs Fylkis í 16-liða úrslit- um bikarkeppninnar í gærkvöld var ekki upp á marga fiska. Mikið var um ónákvæmar sendingar, liðunum hélst illa á boltanum og því fór ekki mikið fyrir fallegum samleik en bar- áttan var því meiri. Fyrri hálfleikur verður sennilega að teljast með því lélegra sem sést hefur lengi. Boltinn barst fram og aftur um miðjan völlinn með litlum sem engum árangri beggja liða og má í raun segja að það halí ná- kvæmlega ekkert markvert gerst í fyrri hálfleik og því markalaust þeg- ar Eyjólfur Ólafsson, ágætur dómari leiksins, flautaði til leikhlés. Bæði lið höfðu greinilega gert sér það fyllilega ljóst í leikhléinu að þau næðu litlum árangri með spila- mennsku sem þessari og mættu til síðari hálfleiks að mun meiri ákveðni og skynsemi. Skömmu eftir að Fylkismenn höfðu fengið dauða- færi settu Valsmenn tvö mörk sem tryggði þeim sigurinn og sýndu loks hvort liðið er í efstu deild. Fylkis- menn gerðu þó sitt ýtrasta til að minnka muninn allt til síðustu mín- útu en höfðu ekki erindi sem erfiði. „Þetta var dauft allan tímann, við spiluðum illa en höfðum þó yfir- burði og unnum leikinn," sagði Sig- urður Grétarsson, þjálfari Vals, við DV eftir leikinn. „Mínir menn voru að sýna sitt besta hingað til. Valsmenn óðu ekk- ert í færum en þegar maður gefur svona mörk þá er alltaf á brattann að sækja. Með svona leik er bjart fram undan í deildinni og ég hef séð það miklu svartara," sagði Atli Eð- valdsson, þjálfari Fylkis, ánægður með sína menn þrátt fyrir tap að Hlíðarenda. -ÖB Evrópumót landsliða í golfi: íslendingar í 10. sæti eftir fyrsta keppnisdag I gær hófst á Irlandi Evrópu- keppni landsliða í golfi en i mótinu taka þátt 22 þjóðir. Eftir fyrr keppnisdag í höggleik eru íslend- ingar í 10. sæti og verður það að teljast bara góður árangur en vind- ur var alinokkur á mótinu í gær. Eftir keppni í dag ræðst i hvaða riðli íslenska liðið lendir en skor fimm efstu manna telur. Björgvin Sigurbergsson lék best í gær eða alls á 75 höggum. Krist- inn Bjarnason og Þórður Ölafsson léku á 78 höggum, Örn Ævar Hjart- arson á 82 höggum og Þorsteinn Hallgrímsson á 83 höggum. Björg- vin Þorsteinsson lék á 88 höggum. Skor fimm efstu er alls 396 högg. Veðurspáin var ekki glæsileg fyrir daginn í dag en hún hljóðaði upp á rigningu og tíu vindstig. Sannkallað íslenskt verðurfar sem landsliðsmennirnir kannast vel við. Opna LANDLISTAR 3olfmótið verður haldið að Hlíðarvelli, Mosfellsbæ, laugardaginn 28. júní. Skráning er haíin í síma 566 7415. Glæsileg verðlaun: 1.-2.-3. verðlaun án forgjafar 1.-2.-3. verðlaun með forgjöf Næstur holu á 9/18 Aukaverðlaun fyrir konur Allir fá LANDLISTARBOL t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.