Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1997, Síða 2
2
MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ 1997
Fréttir
Tveir karlmenn dæmdir í fangelsi 1 hellusteinsmálinu:
Þrjú og hálft ár fyrir
stórfellda líkamsárás
- tilefnislaus árás, segir í niðurstöðu dómsins - fórnarlambið hlaut taltruflanir
Guðni Tómasson, 22 ára, og Jón
Óskar Magnússon, 20 ára, hafa verið
dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur til
fangelsisvistar fyrir stórfellda líkams-
árás í svokölluðu hellusteinsmáli.
Guðni var dæmdur í þriggja og
hálfs árs fangelsi fyrir að kasta hellu-
steini í höfuð 43 ára karlmanns á mót-
um Pósthússtrætis og Austurstrætis
27. apríl síðastliðinn. Jón Óskar
Magnússson, félagi Guðna, var dæmd-
ur í 18 mánaða fangelsi fyrir sinn þátt
í árásinni. Báðir spörkuðu þeir itrek-
að af miklu afli í fómarlambið þar
sem það lá ósjálfbjarga á götunni.
Fórnarlambinu veitt eftirför
Niðurstaða dómsins var sú að lík-
amsárásin hefði verið stórfelld og til-
Hinir dæmdu í hinu svokallaða hellusteinsmáli sjást hér mæta í Héraðsdóm
Reykjavíkur.
DV-mynd Pjetur
efnislaus. Jón Óskar hefði gengið að
manninum og rekið öxlina í hann í
þeim tilgangi einum að fá hann til að
slást við sig. Maðurinn reyndi að
losna frá Jón Óskari og tókust þeir þá
á. Guðni fór þá einnig að kljást við
manninn sem hörfaði inn Pósthús-
stræti í átt að Austurvelli. Ákærðu
veittu fómarlambinu eftirfor og hafði
Guðni þá tekið sér hellustein í hönd.
Hann kastaði hellusteininum af miklu
afli í höfuð fórnarlambins, sem féll
við það í götuna utan við veitingahús-
ið Café París. Ákærðu spörkuðu þá ít-
rekað báðir af miklu afli í manninn,
m.a. í höfuð hans, þar sem hann lá
ósjáifsbjarga í götunni.
Alvariegir áverkar
Við árásina hlaut fómarlambið 4
sentímetra langan stjörnulaga skurð
með tættum brúnum vinstra megin á
höfuð og 5 sentímetra fyrir ofan
vinstra eyra. Fyrir innan höfúðleðrið
var innkýlt stjömulaga brot í höfuð-
kúpunni og hluti af beinbrotum gekk
3 sentímetra inn. Við þettá rofhuðu
heilahimnur, sár kom í heilann og
blæðing undir og kringum brotið. Sár-
ið og blæðingin, sem maðurinn fékk í
heilabörkinn á þessu svæði, ollu því
að hann missti mál og hefur síðan
haft miklar taltruflanir. Kraftur hans
og tiifinning minnkaði einnig í hægri
hluta líkamans.
Hinir dæmdu hafa báðir setið inni
frá því árásin átti sér stað. -RR
Um 3000 manns í Þórsmörk um helgina:
Skemmtu sér í bleytunni
- mikið um slagsmál í Húsadal
Glatt var á hjalla á tjaldstæöunum í Húsadal.
DV-mynd Jonas Pór Jónasson
Fjölmenni var í Þórsmörk um helg-
ina eins og jafhan fyrstu helgina í júlí.
Að vanda skiptist Mörkin mjög í
tvennt. í Langadal voru hópar úr há-
skólanum, Vaka, féíag verkfræðinema
og fleiri. Þar réð létt og skemmtileg
gítarstemning ríkjum þar sem hold-
votir háskólanemar buðu regnguðun-
um birginn í skjóli stórra hefla. Ekki
fréttist af einum einustu slagsmálum
á því svæði.
Öðru máli gegnir um Húsadal þar
sem menntaskólanemarnir voru sam-
ankomnir á berangrinu. Þar var
subbulegt um að litast og talsvert um
líkamsmeiðingar. Einn piltur var
kinnbeinsbrotinn, annar braut hönd-
ina á sér á þessu sama kinnbeini og
margir aðrir hlutu skrámur og skein-
ur. Blaðamaður DV, sem var í Húsa-
dal að mynda slagsmál og ofurölvaða
táninga, var krafinn um filmur sínar
af nokkrum alblóðugum og vígalegum
ungum mönnum með hótunum um
barsmíðar eftir að hafa náö myndum
af sérlega harkalegum átökum.
Úrhelli
Það rigndi meira og minna sam-
fleytt alla helgina og það var vinsælt
að gera grín að veðurspáni sem sagði
að það myndi ganga á með skúrum.
Þetta þótti einhver samfefldasta
skúraruna sögunnar. Það stóðst
svo á endum að þegar þeir allra
frískustu voru að skríða út úr
tjöldum sínum í gærmorgun
braust sólin fram og veðrið lék
við Þórsmerkurfarana.
Túnfiskurinn
Menn koma misvel undirbún-
ir í Mörkina og töluvert um létt-
klædda og svanga ferðalanga.
Fáir voru samt verr útbúnir en
Atli og félagi hans sem aðeins
hlýðir nafninu Mr. Profiler.
„Við ákváðum að fara í
Mörkina klukkan átta á fóstu-
dagskvöldið. Við vorum orðnir
allt of seinir svo ég óð af stað og
pakkaði linsuvökvanum. Mr.
Profiler fór á stúfana og pakk-
aði tveimur túnfiskdollum.
Þegar við vorum komnir í
Mörkina rakst ég svo á Mr.
Profiler þar sem hann stóð og
stappaði á annarri túnfisksdoll-
unni, dúndraði henni í steina og
var orðinn alveg brjálaður yfir að dós-
in skyldi ekki opnast.
Hann stóð þarna með dolluna, alveg
kengbeyglaða, djöflaðist á henni með
tjaldsúlu og öslu-aði: „Helvítis fram-
leiðendur. Þeir gera þetta bara til þess
að pirra mann.“ Svo sá hann ein-
hverja Englendinga og kallaði á þá:
„Hey, let’s stúd the fókking túna“.
Þeir slógust í hópinn og þama stóðum
við fjórir, ég, Mr. Profiler og tveir
Englendingar, og stöppuðum á
dósinni og öskruðum. „Fökking pród-
úsers. Stúd the túna fish.“ “ Þórs-
merkurferð í hnotskum. -vix
Togarinn Ottó N. Þorláksson bjargaði Qórum breskum sjómönnum:
Mjög fegnir að sjá skipið
- segir skipstjóri gúmbátsins sem varð olíulaus 25 mílur frá landi
„Við urðum olíulausir eftir erfiða
siglingu frá Grænlandi. Við settum
út neyðarbauju um miðnætti og sið-
an biðum við í óvissu. Við voram
vel klæddir og veðrið var ágætt. Það
var samt orðið dálítið kalt og þreyta
komin í mannskapinn. Við urðum
að sjálfsögðu mjög fegnir þegar við
sáum skipiö koma í áttina til okk-
ar,“ sagði Alan Priddy, skipstjóri á
breska gúmbátnum Still Never En-
ough sem varð olíulaus um 25 sjó-
mílur frá Reykjanesi um miðnætti
aðfaranótt sunnudags.
Fjögurra manna bresk áhöfn
gúmbátsins var bjargað um borð í
togarann Ottó N. Þorláksson vun
klukkan 2 um nóttina. Áhöfn báts-
ins setti í gang neyðarbauju á neyð-
artíðni sem gervihöttur nam 11
mínútur yfir miðnætti. Gervihnött-
urinn nam nákvæma staðsetningu
baujunnar nokkram mínútum síð-
ar. Send var tilkynning til allra
skipa og báta á svæðinu. Togarinn
Ottó N. Þorláksson var næstur slys-
staðnum og var sendur á vettvang.
Híföum þá um borö
„Við fengum upplýsingar um að
báturinn væri í neyð og fengum
staðsetningu hans uppgefna. Við
voram 12 mílur frá þeim þegar
neyðarkaflið barst. Þegar við nálg-
uðumst sáum við neyðarblysi skotið
á loft og skömmu síðar sáum við þá.
Við hifðum þá upp á dekk í krana.
Þeir vora allir við góða heilsu en
orðnir dálítið kaldir. Það er afltaf
ánægjulegt að geta komið svona til
hjálpar. Aðalhjálpartækið er þessi
neyðarhauja. Það er stórkostlegt
tæki,“ sagði Sigurður Steindórsson,
skipstjóri á Ottó N. Þorlákssyni, um
björgunina.
Löng sigling
Gúmbáturinn var að sigla frá
Grænlandi til íslands. Áhöfn báts-
ins hefur verið á langri ferð en bátn-
um var upphaflega siglt frá
Portsmouth í Bandaríkjunum til
Grænlands. Síðan lá leið þeirra til
Reykjavíkur, þaðan til Norður- ír-
lands og lokaáfanginn er Portsmo-
uth á suðurströnd Englands.
„Viö höfum siglt um 3 þúsund
mílur á einni viku. Við lentum í
miklum erfiðleikum við Grænland.
Þar var mikill ís og við urðum að
eyða mikilli olíu, mun meiri en við
áttum von á. Siglingin frá Græn-
landi tók 60 klukkustundir og
reyndi mikið á mannskapinn. Ég tel
okkur þó aldrei hafa verið í mikilli
hættu þama úti. Þaö er samt aldrei
að vita hvað getur gerst langt úti á
hafi og eflaust hefðum við orðið
kvíðnir ef hjálp hefði ekki borist
svona fljóttsagði Alan Priddy.
Einn úr áhöfninni var alveg bú-
inn að vera líkamlega eftir erfiða
siglinguna. Hann verður sendur
heim til Englands með flugi i dag.
Hinir þrír í áhöfninni ætla að halda
áfram siglinunni til Norður-írlands
í kvöld.
„Við eram ákveðnir að halda
ferðinni áfram. Við teljum það erfið-
asta vera að baki,“ sagði Alan. -RR
Þingvellir:
Maður
brenndist
í tjaldi
Maður á fertugsaldri brenndist
illa í tjaldi á Þingvöflum um helg-
ina.
Maðurinn var einn í tjaldinu að
morgni laugardags þegar eldurinn
kviknaði út frá einnota gashylki.
Honum tókst að komast út úr al-
elda tjaldinu og bankaði upp á
nærliggjandi húsvagn.
Hann var síðan fluttur með
þyrlu Landhelgisgæslunnar og
lagður inn á Landspítalann. Hann
mun vera með annars til þriðja
stig branasár víða á líkamanum.
Tjaldið brann og aflt dót sem í því
var.
„Þessi einnota gashylki virðast
vera mjög hættuleg. Það verða allt
of mörg slys í kringum þau,“ sagði
varðstjóri lögreglunnar á Selfossi,
aðspurður um slysið.
Stuttar fréttir
17 flóttamenn til
Hornafjarðar
Fimm flölskyldur, afls 17 manna
flóttamannahópur frá Króatíu,
koma á næstunni til Hornaflarðar.
Þegar er búið að útvega flölskyld-
unum húsnæði að sögn RÚV.
Göng gegnum
Sandafell
Nú í sumar verða boruð 3,4 km
jarðgöng gegnum Sandafell, frá
Sultartangastiflu að stöðvarhúsi
nýrrar Sultartangavirkjunar.
Rúmmál ganganna verður meira
en Hvalfjarðarganganna að sögn
RUV.
Skattar ekki lækkaöir
Skattar verða ekki lækkaðir
þrátt fyrir stórbætta afkomu ríkis-
sjóðs, að því er segir í frétt Stöðv-
ar 2. Samkvæmt fréttinni verður
L5 mifljarða tekjuafgangur hjá
rikissjóði á fjárlagaárinu.
Aðför með PIN-númeri
Eftir morgundaginn verður ekki
hægt að kaupa bensín út á VISA-
kort í sjálfsölum nema slá inn PIN-
númer eða öryggisnúmer kort-
hafa. Framkvæmdastjóri bensín-
sölufyrirtækisins Orkunnar segir
við Stöð 2 að þetta sé aðfor sem
muni stórlega draga úr viðskipt-
um við Orkuna þar sem fæstir
muni PIN-númerið sitt.
-SÁ