Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1997, Qupperneq 5
MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ 1997
5
Fréttir
Skipstjóri norska loðnuskipsins ákærður:
Viðurkennir en
krefst samt sýknu
DV, Vestmannaeyjum:
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum
gaf um helgina út ákæru á hendur
Reidar Hövroy, skipstjóra norska
loðnuskipsins Kristian Ryggefjord
sem landaði í Eyjum á föstudaginn.
í ákærunni er skipstjóranum gefið
að sök að hafa ritað rangar breiddar-
tölur í afladagbók skipsins og síðar að
hafa fært inn réttar tölur í ótölusetta
afladagbók sem hann framvísaði við
komuna til Eyja. Um leið hafi hann
reynt að leyna upphaflegu afladagbók-
inni í þeim tilgangi að reyna að fela
brot sitt. Einnig er honum geflð að
sök að hafa gefið ófullnægjandi til-
kynningu um komu sína í íslenska
landhelgi og um afla skipsins. Að lok-
um er skipstjórinn ákærður fyrir að
hafa vísvitandi sent út ranga og ófull-
nægjandi tilkynningu um lok veiða
þar sem gefið var i skyn að hluti afl-
ans væri veiddur í lögsögu Jan
Mayen.
Málið verður tekið fyrir í Héraðs-
dómi Suðurlands á Selfossi á fimmtu-
daginn og er dóms að vænta eftir tvær
tO þrjár vikur, samkvæmt heimildum
DV. Helga Hauksdóttir, sýslufulltrúi í
Vestmannaeyjum, sagði í samtali við
DV að skipstjórinn viðurkenndi
verknaðinn sem slíkan. Friðrik Arn-
grimsson er lögmaður skipstjórans.
Hann sagði í samtali við DV í gær-
kvöld að hann myndi krefjast sýknu
Þær Katrín Alda Rafnsdóttir og
Hrefna Friöriksdóttir eru starfs-
menn Þórshafnarhrepps. Þær
nutu veöurblíðu á Þórshöfn og
snyrtu byggðarlagiö sitt í leið-
inni. Þær eru báðar 14 ára og
stunda nám í Grunnskóla Þórs-
hafnar. DV-mynd HAH
Georg Kr. Lárusson, sýslumaður í Vestmannaeyjum, talar
Ryggefjord í Vestamannaeyjahöfn. Skipið var enn í höfninni í
stað aftur á miöin.
enda þótt skjólstæðingurinn hefði við-
urkennt brot sitt. -ÓG/SÁ
í farsíma um borð í norska loðnuskipinu Kristian
gærkvöld og beið betra veðurs áður en það legði af
DV-mynd Ómar Garðarsson
Kolbrún Sverrisdóttir:
Hollendingar
nái Æsu upp
„Ég skrifaði hollensku skipa-
smíðastöðinni bréf þar sem ég
fer fram á að þeir leggi fjármagn
til þess að ná upp flaki Æsunnar.
Ég tel að þeim ætti að vera jafn
annt um það og mér að komast
að orsökum slyssins,“ segir Kol-
brún Sverrisdóttir vegna bréfs
sem hún lét rita til hollensku
skipasmíðastöðvarinnar
Dammen Shipyards sem hún
skorar á leggja sitt af mörkum til
að ná skipinu upp.
„Þetta varðar heiður þeirra
sem smíðuðu skipið svo ekki
falli skuggi á stöðina vegna
hönnunar, byggingar eða stöðug-
leikaútreikninga þeirra. Ég á
von á svari þeirra fljótlega,“ seg-
ir Kolbrún. -rt
Útskrifaöist sjö sinnum:
Hef alltaf átt auð-
velt með að læra
- segir Muggur Matthíasson
DV, Akureyri:
„Eg hef alltaf átt fremar auðvelt
með að læra, það hefur ekkert vafist
fyrir mér til þessa,“ segir Muggur
Matthíasson á Akureyri. Muggur
sem er 26 ára var að útskrifast sem
vélfræðingur frá Verkmenntaskólan-
um á Akureyri á dögunum sem væri
eitt og sér varla fréttnæmt. En Mugg-
ur var að útskrifast í 7. skipti frá
skólanum sem er óneitanlega ekki
neitt venjulegt.
Muggur Matthíasson meö vélfræð-
ingshúfuna. í fanginu heldur hann á
útskriftarskírteinum sínum frá Verk-
menntaskólanum sem eru 7 talsins.
DV-mynd gk
„Ég byijaði á því að læra vélsmíði
eða vélvirkjun eins og það hét þá.
Það var fjögurra ára iðnnám. Siðan
vann ég í tvö ár og fór þá á tækni-
braut. Það er tveggja ára nám fyrir
menn með sveinspróf og ég varð síð-
an stúdent af tæknibraut. Með því
tók ég vélavörðinn í kvöldskóla.
Seinna árið í stúdentinum var kom-
inn meistaraskóli og ég fór í hann
því að allir sem fóru í sveinspróf eft-
ir 1988 þurfa að fara i meistaraskól-
ann til að fá bréf, en áður þurfti að
vinna í tvö ár til þess. Ég tók þrjár
annir í meistaraskólanum. Ég ákvað
líka eftir stúdentsprófið að taka tvö
stig til viðbótar i vélskólanum og
gerði það og tók svo fjórða stigið síð-
ar. Þetta er nú í fljótu máli það sem
ég hef verið að gera.“
Ekki er vitað til þess að aðrir en
Muggur hafi lokið 330 einingum í
framhaldsskóla hér á landi, en það
nám er á við tæplega þrjú stúdents-
próf. En ætlar Muggur að halda
áfram að læra?
„Maður segist aldrei vera hættur.
Það sem er efst á dagskránni núna er
hins vegar að koma sér á sjóinn og
ná sér í siglingartíma. Mér finnst
gaman að læra og einhverjir eru
e.t.v. hissa á að ég hafi ekki farið í
háskóla enn þá. Ég ákvað á sínum
tima að veðja ffekar á vélffæðinginn
heldur en tækniffæðinginn. En hver
veit, það getur alveg verið að ég eigi
eftir að fara i háskólann. Ef maður
kemst í vinnu og hefur góðar tekjur
yfir sumarið er hægt að fara í skóla
yfir vetrarmánuðina," segir Muggur.
Þess má geta að faðir Muggs, Matt-
hías Gestsson, er íþróttakennari,
smíðakennari og ökukennari, en
hann er einnig lærður húsgagna-
smiöur og hefur unnið við skógerð
auk þess að vera kvikmyndatöku-
maður og ljósmyndari. Þetta virðist
því „vera í ættinni".
-gk
rúmteppi • púöar • baðmottur • dúkar •
aa
Dagana 7-18 júlí
júlí seljum i/y'ð
og fefar á
hreint frábæru verdi.
* (§](0) (CJ](!B)[P(§] (Í}](0)(q) ,
o/7 po
ffltfl
motxur •
"Q
C
Snyrtibuddur - Allar garöir
Bíldshöfða 20-112 Reykjavík - Sími 510 8020 Sj
bakpokar • snyrtibuddur • ullarteppi • mottur • rúmteppi • púðar • baðmottur • |
bakpokar • snyrtibuddur • ullai