Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1997, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1997, Side 9
MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ1997 9 Utlönd Marsjeppinn Sojourner fór í fyrsta könnunarleiðangur sinn um reikistjörnuna Mars f gær. Jeppinn safnar upplýs- ingum um lendingarstaöinn og sendir myndir til jaröar. Sfmamynd Reutei Marsjeppinn í fyrstu ökuferöina Nýr áfangi í könnun reikistjömunnar Mars hófst í gær þegar farartækið Sojoumer, sem er 11 kíló að þyngd og á stærð við örbylgjuofn, fór í sinn fyrsta leiðangur. Sojoumer ók af geimfarinu Pathfmder á laugardaginn rétt fyrir myrkur. Samband við Marsjeppann, sem er á sex hjólum, rofnaði um hríð á laugardaginn en var komið á fljótt aftur. Greinileg slóð sást eftir örjeppann þar sem hann hafði ekið frá geimfarinu. Jeppinn átti í gær að hefja rannsóknir á bergi og ryki á yfirborði Mars. Farartækið kemst í 35 metra hraða á klukkustund og hefur orku til vikurannsókna. Sojoumer sendir tölvugögn og myndir til geimfarsins Pathfínder. Þaðan berast þær til vísindamanna á jörðu niðri. Vísindamennimir sögðu í gær að allt gengi að óskum. „Við eram spenntari en hægt er að ímynda sér,“ sögðu þeir. Af fyrstu myndunum sem hafa borist má sjá að Mars er ryðrauð pláneta með hommynduðum og kringlóttum grjóthnullungum. Vísindamennimir telja sig hafa séð ummerki um að vatn hafi eitt sinn verið á Mars. Þeir vona að frekari rannsóknir gefi til kynna hvort líf hafi verið á plánetunni. Óvinsældir Görans Perssons aukast stöðugt Aðeins 17 prósent Svía vilja að forsætisráðherra Svíþjóðar, Göran Persson, sitji áfram í embætti eftir kosningarnar á næsta ári. Carl Bildt, leiðtogi hægri manna, nýtur stuðnings 40 prósenta kjósenda, samkvæmt niöurstöðum skoðana- könnunar sem birtar vom í gær. Persson sætir gagnrýni fyrir stefhu- leysi og hroka. Fylgi hans hefur minnkað um 6 prósent frá því í maí. Það þykir kaldhæðnislegt að 11 prósent af stuðningsmönnum jafii- aðarmanna viija heldur fá Bildt í embætti forsætisráðherra. Hann gegndi því embætti á árunum 1991 til 1994. Leynileg áætlun um handtöku Karadzics Bandarískar sérsveitir og leyni- þjónusta Bandaríkjanna hafa undir- búið leynilega áætlun um handtöku fyrrum forseta Bosníuserba, Radovans Karadzics. Dagblaöið Los Angeles Times greindi frá þessu í gær. Blaðið vitnar í heimildarmenn innan leyniþjónustunnar sem segja að bandarísk yfirvöld líti svo á að Karadzic komi í veg fyrir að friður komist á í fyrrum Júgóslavíu. Embættismenn eiga að hafa greint frá því að Clinton Banda- ríkjaforseti hafi enn ekki samþykkt áætlunina. Hann vonist til að hægt verði að fá stjóm Bosníuserba til að framselja Karadzic. Reuter Franski hönnuöurinn Torrente á heiöurinn af þessum biáa og purpuralita kvöldkjól sem sýndur var í París í gær. Þar eru nú hafnar sýningar á næst.u haust- og vetrartísku. Sfmamynd Reuter Camilla Bowles íhugaði sjálfsvíg Camilla Parker Bowles, ástkona Karls Bretaprins, íhugaði að stytta sér aldur þegar hann játaði í sjón- varpsviðtali að hafa staðið í ástar- sambandi við hana. Breska blaðið Sunday Mirror greindi frá þessu í gær. Að því er segir í blaðinu taldi Camilla að Karl hefði yfirgefið sig er hann játaði á sig hjúskaparbrot árið 1994. Hún óttaðist jafnframt að hún væri orðin mest hataða konan í Bretlandi. í gær sýndi bresk sjónvarpsstöð heimildarþátt um Camillu. Það hef- ur orðið til vangaveltna um að Bret- ar séu reiðubúnir að sjá hana gegna opinberu hlutverki við hlið Karls. Sunday Mirror sagði að Karl hefði tjáð Camillu að hann hefði ekki þorað að hafa samband við hana eftir sjónvarpsviðtalið forðum þar sem heimili hennar hefði verið mnkringt ljósmyndurum. Hann var einnig hræddur um að sími hennar kynni að vera hleraður. Blaðið hafði það eftir heimildar- manni að CamUla hefði sagst vera niðurbrotin og hrædd. Hún hefði oftar en einu sinni velt því fyrir sér hvort hún ætti ekki að binda enda á líf sitt. Breska blaðiö Mail on Sunday sagði í gær að Karl hefði frestað sumarfríi með Camillu við Miðjarðarhafið. Hann óttaðist gagn- rýni almennings í kjölfar sjónvarps- þáttarins. Reuter ^fJtsala Sumarúlpur - Heilsársúlpur Stuttar og sföar kápur \0<S HI/I5Ð Mörkinni 6 - sími 588 5818 F.h. Hitaveitu Reykjavlkur Gatnamálastjóra, Rafmagnsveitu Reykajvíkur, Vatnsveitu Reykjavfkur og Pósti og sfma h.f. er óskað eftir tilboðum I verkið: „Endurnýjun veitukerfa - 4. áfangi 1997, Langholtsvegur o.fl.“ Endurnýja skal dreifikerfi hitaveitu og annast jarðvinnu fyrir veitustofnanir í Langholtsvegi, Rauðagerði og Skálageröi. Helstu magntölur: - Lengd hitaveitulagna í plastkápu alls 3.000 m - Skurðlengd 3.400m - Steyptar stéttar 2.200 m2 - Hellulögn 140 mz - Þökulögn 300 m - Malbikun 600 m* Verklok: 15. október 1997. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri gegn 15.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboöa: miövikudaginn 9. júlf 1997, kl. 11.00 á sama staö. hvr 104/7 F.h. Gatnamálastjórans f Reykjavfk er óskað eftir tilboðum í ýmis smáverk í austurhluta borgarinnar: „Austurborg, ýmis smáverk II 1997“. Helstu magntölur eru: Gröftur: 6.500 m3 Holræsalagnir: 380 m Grúsarfylling: 6.100 m3 Malbik: 7.700 m2 Hellulögn: 160 m2 Steypt stétt: 340 m2 Verkinu skal aö fullu lokiö 15. okt. 1997. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri frá þriöjudeginum 8. júlf 1997 gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: mlövikudaginn 16. júlí 1997, kl. 11.00 á sama staö. gat 105/7 INNKA UPASTOFNUN REYKJA VÍKURBORGAR Frikirkjuvegl 3 - Slmi 552 58 00 - Fax 562 26 16 Netfang: isr@rvk.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.