Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1997, Qupperneq 12
12
MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ 1997
Spurningin
Á kirkjan að blessa sambúð
samkynhneigöra?
Vilhjálmur Vilhjálmsson ræsti-
tæknir: Að sjálfsögðu, það gildir
það sama og um karl og konu.
Valgerður Jónsdóttir bensínaf-
greiðslumaður: Já, samkynhneigð-
ir eru bara venjulegt fólk með sömu
tilfmningar og aðrir.
Amrún Halla Arnórsdóttir nemi:
Já, þetta er bara venjulegt fólk og
með sömu tilfinningar.
Vilborg Davíðsdóttir rithöfund-
ur: Að sjálfsögðu.
Baldvin Gunnarsson sjómaður:
Já, er ekki komið 1997?
Gísli Grétar Bjamason tann-
læknir: Tvímælalaust, samkyn-
hneigðir eiga sama rétt og aörir.
Lesendur
Virkar ekkert hjá Reikni-
stofu bankanna?
Blind stefna
Sólveig Kristjánsdóttir skrifar:
Vegna niðurskurðar í heilbrigðis-
geiranum er nú svo komið að ein-
ungis er ein stofa furir bæði kynin á
helstu augndeild íslands.
Undirrituð hefur verið með annan
fótinn á deildinni sl. 17 mánuði og
hefur notið þar góðrar umhyggju
starfsfólks sem haldið hefur sínum
dampi þrátt fyrir stöðuga flutninga,
fyrst innan Landakots, en í desem-
ber 1996 fluttist deildin svo á Lands-
spítalann.
Sex mánuðum eftir flutninginn
þangað er deildin flutt enn og aftur
til og fækkaði þá legurúmum úr átta
í fjögur og eru þessi fjögur legurúm
öll á sömu stofu og er því um bland-
aða stofu að ræða. Mér finnst að
önnur eins þjónusta við sjúklinga
hljóti að vera vandfundin og samein-
ing kynjanna á þessari einu stofu er
vafalaust einsdæmi í vestrænum
ríkjum, að ekki sé nefnt hve þving-
andi þetta er fyrir sjúklinga og sýn-
ir mikla lítilsvirðingu að mínu mati.
Ég veit fyrir víst að öll starfsað-
staða er mun verri í dag en áður og
tók það fram við hluta starfsfólksins
að ég væri fegin að hafa ekki þurft
að upplifa með þeim þessa síðustu
og verstu niðurlægingu. Ég hefði
aldrei unað því að þurfa að liggja á
blandaðri stofu allan þann tíma sem
ég hef þurft að dvelja á augndeild-
inni og þykist þess fullviss að stjórn-
endur og ráðamenn spítalans
myndu heldur ekki láta bjóða sér
slíkt.
í frétt í Mbl. þann 17. júní sl. seg-
ist Einar Stefánsson prófessor von-
ast til að þessi ráðstöfun sé tíma-
bundin. í sömu frétt segir Anna Stef-
ánsdóttir hjúkrunarforstjóri að
starfsemin verði minnkuð í sumar
Niðurskuröurinn í heilbrigðiskerfinu kemur víða niður.
en verði aukin aftur í haust en þá
verði dagdeildarrýmum fjölgað. Hún
nefnir hins vegar ekki hvort aukið
verði aftur um fjölda legurúma né er
hið bagalega ástand með blandaða
stofú orðað.
Mér finnst kominn tími til að
ráðamenn opni augu sín í þessari
blindu stefnu og taki á málunum í
réttu ljósi og á þann hátt að skömm
okkar sé ekki úthrópuð, ekki bara
hérlendis heldur og einnig erlendis
því þar sem sérfræðingar deildar-
innar starfa töluvert á erlendri
grund hljóta fréttir sem þessar að
berast á milli innan stéttarinnar.
Bergur Haraldsson hringdi:
Reiknistofa bankanna er eitt-
hvert langfurðulegasta fyrirbrigði
sem til er á íslandi. Um hver mán-
aðamót er allt stopp hjá þeim og á
eftir áætlun.
En þá er bara hálf sagan sögð því
að um áramótin kemur kornið sem
fyllir mælinn. Maður hefur ekki
nokkurt gagn af þeim upplýsingum
sem þeir senda þá þvi að þær koma
ekki fyrr en í lok janúar þegar mað-
ur er búinn að loka öllu bókhaldi.
Fólk neyðist þess vegna til þess
að hafa samband beint við þá stofn-
un sem í hlut á til þess að fá upplýs-
ingar. Það er sama hversu oft þetta
gerist, ailtaf virðist það koma for-
svarsmönnum Reiknistofnunar
bankanna jafh mikið á óvart.
Það er ekki einleikið að tölvu-
kerfið sé aldrei í lagi. Ef vandamál-
ið tengist tölvukerfinu hljóta tölv-
umar þama að vera handsnúnar.
Söluæði R-listans
Karl Ormsson skrifar:
EKki hefði þótt gott hjá Sjálfstæð-
ismeirihlutanum sem réði hér borg-
inni, það söluæði sem gripið hefur
R-listagrúppuna síðan hún komst
hér til valda 1994, illu heilli. Að
sjálfsögðu eru þessar eignir borgar-
innar aðeins seldar til eyðslu og til
að sýna betri fjárhagsstöðu borgar-
innar.
Ömurlegasta söluæðið er salan á
þeim perlum, sem ég vil telja svo,
en það er salan á starfsmannahús-
um sem byggð voru í árdögum.
Þessi hús vom byggð af stórhuga
mönnum sem virkjuðu þessar virkj-
anir fyrr á öldinni fyrir vélstjóra
Hitaveitunnar á Reykjum og við
varaaflsstöðina við Elliðaár. Eins og
mörgum er kunnugt um eru þessar
byggingar einstakar, ekki eingöngu
þjónusta
alian
í síma
5000
lli kl. 14 og 16
Greinarhöfundur segir engu eirt, hvort sem það er
Miðbæjarskólinn eða Ásmundarsalur.
fyrir að vera gamlar heimildir held-
ur kannski ekki síður fyrir það að
þær standa á nær óborganlegum
stöðum sem löngu ætti að vera búið
að friðlýsa.
R-listagrúppan ætti frekar að
sýna sóma sinn í því að borgin eign-
aðist allar nærliggjandi byggingar
fyrir einstakar náttúruperlur sem
eru við Elliðaár.
Það virðist vera
sama hvort um er
að ræða Miðbæjar-
skólann eða Ás-
mundarsafn; engu
er eirt.
Það var einhvem
tímann sagt:
„Betra er illt að
gera en ekkert."
Miðað við þá
hækkun húsaleigu
sem R-listinn hefur
sett á leiguíbúðir í
eigu borgarinnar
væri ekki mikill
vandi að halda
þessum perlum við
með því að láta
húsaleiguna standa
undir kostnaði
meðan verið er að
gera við þær.
Ekki má gleyma
sölu síðustu eign-
arinnar, „Fæðing-
arheimilinu", sem
selt var og andvirð-
ið sett í bamaheimili, þó Sjúkrahús
Reykjavíkur ætti að sjálfsögðu að fá
þá peninga. Það verður kannski svo
að kjósendur minnast helst þess
tíma er R-listinn fór með völd í
Reykjavík, „það var þá sem þessi
mannvirki voru annað hvort seld
eða gerð að engu sem gamla minj-
ar“.
Fótbolti í
Sjónvarpinu
Dóri hringdi:
Ég verð að segja að ég er mjög
ósáttur við það að Sjónvarpið sé
búið að glopra frá sér réttinum á
fótboltanum. Næsta vetur skilst
mér að ekkert verði á boðstóln-
um hjá þeim nema þýska knatt-
spyrnan sem er sennilega sú
leiðinlegasta í heiminum.
Núna neyðast menn til að
greiða áskrift að Stöð 2 og Sýn til
þess að fylgjast með. Em þessar
stöðvar vaxnar því verki að sýna
frá þessum íþróttaviðburðum?
Ég verð að segja að útsending-
amar á Sýn eru ekkert augna-
konfekt. Myndgæðin em arfa-
slök og myndatakan með ólík-
indum. Og þó að Keflavík og ÍBV
séu efst í deildinni núna hefði átt
að sýna þeim sem ekki komust á
völlinn leikinn í Frostaskjóli síð-
asta miðvikudag því að þar fór
hinn raunverulegi stórleikur í
deildinni fram það kvöldið.
Endalok
menningar
Bjarni Valdimarsson skrifar:
Vitið þér hvað fimm þrepa
Suðurlandsskjálfti er?
Það er bara upp og niður á
höfuðborgarsvæðinu. Átakið
kemur frá eystra gosbeltinu og
Reykjaneshryggurinn heldur
stíft á móti. Richter-kvarðinn
slær út.
Þetta ferli byijar vonandi með
gosi í Kötlu. Öllu verra á vatna-
sviði Tungnár. Gos-jökulhlaup
sópar um lónin, Sigalda, Hraun-
eyjafoss, Sultartangi, Búrfell.
Þetta allt sópast í burtu og hvert
flóð gerir bylgjima ægilegri, t.d.
á Hellu.
íslensk menning og menntun
á brauðfótum. Indíáni hefur tal-
að.
Hvenær
lækka far-
gjöld til
útlanda?
Gyða skrifar:
Það er svo sem gott og blessað
að fargjöld innanlands hafi
lækkað, en hvenær lækka far-
gjöld til útlanda?
Ég hef engan sérstakan áhuga
á að skella mér til Hafnar en
hins vegar langar mig, og eflaust
marga fleiri, eitthvað út fyrir
landsteinana.
Það væri tilvalið að lækka far-
gjöld til Evrópu og helstu sólar-
staða um ca helming líka. Þetta
yrði kærkomin kjarabót fyrir
launafólk. Maður gæti þá
kannski farið einu sinni til út-
landa án þess að kreditkortið
væri með í fór.
Besta fólkinu
sagt upp
Þórður hringdi:
Ætlar Ríkisútvarpið að losa
sig við alla hlustendur sína? Það
mætti vissulega halda það miðað
við nýjustu fréttir þaðan. Meðal
þeirra sem veriö er að reka er
hluti af því fáa fólki sem hefur
gert efni sem hægt er að hlusta á
þar á bæ. Vil ég þá sérstaklega
nefna Andreu Jónsdóttur sem er
sennilega besti dagskrárgerðar-
maðurinn á Rás 2, og býr yfir
óþrjótandi fróðleik um allt sem
kallast getur rokk.
Fólk er neytt til þess að borga
fyrir Ríkisútvarpið hvort sem
það hlustar á það eður ei. Það
hlýtur þess vegna aö vera skylda
þeirra að útvarpa sæmilegu efni,
sérstaklega gagnvart fólki út á
landi sem hefur ekki um annað
að velja.
Ég tel að með uppsögn Andreu
og fleiri í þessum hópi hafi yfir-
menn útvarpsins skotið sig illi-
lega í fótinn.