Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1997, Qupperneq 13
MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ 1997
13
Fréttir
V élstj ór askortur inn:
Of langt nám
- segir Guöfinnur Johnsen hjá LÍÚ
„Við vitum af þessum yfirborg-
unum til vélstjóra sem okkur þykir
ekki vera mál til að stæra sig af.
Þetta er ekki tilkomið vegna þess að
einhverjir menn séu svona eftirsótt-
ir. Ástæðan er einfaldlega skortur á
vélstjórum. Útgerðarmenn verða
því nauðugir viljugir að greiða nán-
ast það sem vélstjórar setja upp ef
þeim á að takast að manna skipin
með löglegum hætti,“ sagði Guð-
finnur Johnsen hjá Landssambandi
íslenskra útvegsmanna vegna frétta
og viðtals við Helga Laxdal í DV um
gríðarlegar yfirborganir til vélstjóra
á fiskiskipaflotanum.
Hann segir að Helgi ætti að vita
betur en hann segir í DV um mennt-
unarmálin þar sem hann er formað-
ur Norræna vélstjórasambandsins.
Guðflnnur segir að það sé regin-
munur á reglugerðum íslendinga og
annarra Norðurlandaþjóða um
menntun vélstjóra. Til að ná fullum
réttindum á 1500 kgw vélar og yfir
taki það 7 ár á íslandi en ekki nema
þrjú og hálft ár í Danmörku.
„Yfír höfuð tekur það íslendinga
um helmingi lengri tíma aö afla sér
vélstjóraréttinda en aðra Norður-
landabúa," segir Guðfinnur.
Hann segir að þetta langa nám á
íslandi sé helsta ástæðan fyrir þeim
mikla vélstjóraskorti sem er hér á
landi og öllum þeim fjölda af undan-
þágum til þess að hægt sé að gera
skipin út. Guðfinnur telur að ef vél-
gæsluréttinda mætti afla með nám-
skeiðum í auknum mæli og að þau
yrðu haldin úti um land myndi það
miklu bjarga.
-S.dór
Borgnesingar hafa nýft veöurblíöuna undanfarna daga til alis kyns verka. Asgeir Asgeirsson var aö dytta aö hliðinu
viö heimili sitt í bænum. DV-mynd Hilmar Þór
Stærsti gullpottsvinningurinn:
Varla búinn að ná áttum
- segir vinninghafinn sem fékk tæpar 16 miljónir
„Ég er auðvitað mjög ánægður að
hafa fengið þennan stóra vinning.
Þetta kom manni algerlega í opna
skjöldu og ég er varla búinn að ná
almennilega áttum enn þá,“ segir
Guðjón Haraldsson, vinningshafi í
stærsta gullpotti sem unnist hefur á
íslandi.
Vinningurinn, sem er tæpar 16
milljónir króna, kom upp í kassa á
Rauða ljóninu á Seltjarnamesi á
þriðjudagskvöldið.
„Ég spila nú ekki mikið í þessum
kössum og það gerir þetta enn þá
ánægjulegra. Ég er ekki búinn að
ákveða hvað ég ætla að gera við pen-
ingana en þeir koma sér óneitanlega
miög vel,“ sagði Guðión. -RR
Björk á Tíbet-
geisladisk
DV, Akranesi:
í haust eru væntanlegir þrír
geisladiskar með upptökum á Tí-
bet-tónleikunum sem haldnir
voru í Randalls Island i New York
7.-8. júní. Á diskunum verða
einnig upptökur með nokkrum
lögum af Tíbet- tónleikunum í
fyrra.
Geisladiskarnir munu inni-
halda bæði lög og viðtöl við lista-
mennina. Þeir sem eiga lög á
geisladiskun- um eru meðal ann-
ars Björk Guðmundsdóttir sem
kom fram á tónleikunum á þessu
ári og í fyrra, Blur, Noel Gallag-
her, Foo Fighters, Sonic Youth,
Beastie Boys, Eddie Vedder og
fleiri. Allir ágóði af diskunum
rennur I sjóð sem að standa bar-
áttumenn fyrir frelsi Tíbet. DVÓ
Reykjanesbær:
Skipakví úr stáli
DV, Suðurnesjum:
Hafnarstjóm Hafnasamlags Suð-
urnesja hefur ákveðið að kaupa
eignarland - fimm þúsund fermetra
- í eigu Skipasmíðastöðvar Njarð-
víkur á tvær milljónir króna.
Þá var gerður nýr lóðarleigu-
samningur þar sem skipasmíðastöö-
in leigir 29.050 fermetra af Hafna-
samlaginu. Bygginganefnd Reykja-
nesbæjar hefur samþykkt leyfi til
handa skipasmíðastöðinni til að
byggja skipakví úr stáli. -ÆMK
40% 30%
OPPARAf/ö
” BARNAFATAVERSLUN ~
HVERAFOLD1-3
ÚTSALA
BYRJAR 4. JÚLÍ
20% rS.'SSu 60%
Opið: Sunnudaginn 6. júlí frá kl. 12.00 - 16.00
Opnunartímar: Alla virka daga frá kl. 10.00 - 18.30
Laugardaga frá kl. 10.00 - 16.00
Spékopparnir, Hverafold 1-3, Grafarvogi, sími 567 6511
Þú færb alltaf
örbylgjuofn
frá
vib hæfi
R-4G17
24 lítra • 900w • Grill
B:52 H:31 D:4Ism
Kr. 24.900,- stgr.
o
UMBODSMENN
Reykjavík: Byggt og Búið. Byko verslanirnar. Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi. Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni Hallgrímsson, Grundarfirði. Ásubúð, Búðardal. Vestfiröir: Geirseyjarbúðin,
Patreksfirði. Rafverk, Bolunarvík. Straumur, ísafiröi. Noróurland: Kf. Steingrlmsfjarðar, Hólmavik. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Verslunin Hegri, Sauöárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.
KEA, Daivík. KEA, Siglufiröi. KEA Ólafsfirði. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Urð Raufarhöfn, Lónið Þórshöfn. Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum. Verslunin Vík, Neskaupstaö. Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði. KASK,
Höfn. Suðurland: Mosfeli, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Ljósboginn, Keflavík. Rafborg, Grindavik.
BRÆÐURNIR
OKMSSONHF
Lágmúla 8. Sími 533 2800
R-2V18
16 lítra • 700w
B:45 H:30 D:36sm
Einfaldur og góbur
Kr. 15.900,- stgr.
R-4P58
24 lítra • 900w
Grill uppi og ni&ri
Fjölmörg eldunarkerfi
Sérstök Pizza stilling
B:52 H:31 D:44sm
Kr. 29.900,- stgr.