Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1997, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1997, Side 33
MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ 1997 41 m Myndasögur ^ EC5 FEKK e i LAUNA- HÆKKUN, X 1 BIMMI! í JP . I f 1 j -I n—l\ ...EN EF HANN HELDUR AD ÉG HALDI AD HANN MUNI SKIPTA YFIRTIL VINSTRI OG PESS VEGNA... Veiðivon Anton Helgason meö fimm punda lax úr Korpu. DV-mynd Sveinn Laxá á Ásum: 80 laxar á land „Við urðum að hafa fyrir þessari veiði í Laxá og laxana níu fengum við uppi í á. Við sáum enga nýja laxa,“ sagði Jón Þorsteinn Jónsson en hann var í Laxá á Ásum um helg- ina. Veiðin í Laxá hefur ekki verið mikil það sem af er veiðitímanum. „Stærsti laxinn hjá okkur var 14 pund en áin hefur gefið 80 laxa og þetta er róleg byrjun í Laxá,“ sagði Jón Þorsteinn enn fremur. Helgi Eyjólfsson var við veiðar í Brennunni í Borgarfirði á fostudag- inn og veiddi þá 6 laxa, stærsti fisk- urinn var 21 pund. Veiðin hefur ver- ið ágæt í Brennunni. Mikiö af fiski í Laxá „Það er allt í fínu lagi héma á bökkum Laxár í Kjós og fískur kom- inn viða um ána. í morgun veiddust lúsugir laxar i Stekkjarfljóti," sagði Ásgeir Heiðar við Laxá í Kjós er við spurðum frétta af veiðiskapnum. „í fyrramálið kemur lax númer 220 á land, en í gærmorgun veiddust 15 laxar. Það sáust tveir rígvænir laxar í Króarhamri en þeir tóku ekki. En 11 punda fiskur tók og hann var lítill. Það eru komnir lax- ar í marga staði og veiðimaður sem var áðan í Bugðu veiddi tvo laxa en missti fjóra. í fossinn í Bugðu er komið mikið af fiski. Við kvíðum ekki sumrinu héma við Laxá með netin uppi,“ sagði Ásgeir Heiðar enn fremur og óð út í til að segja veiðimanni til. En bæði íslendingar og útlendingar eru við veiðar í ánni þessa dagana. Veiðimaðurinn sem glímdi við stórfiskinn í Stóru-Laxá í Hreppum og við sögðum frá fyrir helgi notaði flugu. En fiskurinn braut öngulinn og kvaddi. Stóra-Laxá í Hreppum hefur gefið 60 laxa og svæði fjögur hefur gefið besta veiði. Svæði eitt og tvö hefur gefið lökustu veiðina enn. Norðurá á toppnum „Norðurá í Borgarfirði er komin yfir 500 laxa og við emm að fá fiska á hverjum flóði,“ sagði Bergur Steingrímsson, framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur, en Norðurá gefur bestu veiðina núna af laxveiðiánum. Næst kemur Þverá í Borgarfirði en hún er komin yfir 350 laxa. Það hefur verið veitt í þessum veiðiám i ríflega mánuð. Fræðingar telja að þessar laxveið- iár muni slást um veiðitoppinn með Rangánum en hvorki meira né ■ minna en 300 þúsund seiðum var sleppt í ána. Rangámar hafa gefið 80 laxa á þessari stundu. „Ég held að þetta sé allt að koma en ég er héma á neðsta svæðinu og veiðimenn voru að landa 8 löxum á stuttum tíma hérna í Línustreng. Það eru stórar göngur að hellast upp í ána,“ sagði Þröstur Elliðason við Rangámar í gærmorgun. „Ég tók þrjú köst og það var fisk- ur í hverju kasti, þetta er nokkuð stór ganga. Rangárnar hafa gefið 80 laxa og næstu klukkutímar gætu orðið spennandi," sagði Þröstur enn fremur. Hvar er smálaxinn? „Auðvitað spyr maður sjálfan sig -c þeirrar spurningar hvar smálaxinn sé. Annaðhvort kemur hann núna á næstunni eða ekki, sagði veiðimað- urinn sem mikið hefur spáð í stöð- una í laxveiðinni. Smálaxinn hefur að minnsta kosti ekki látið sjá sig í neinum mæli fyrir norðan, eins og veiðimenn áttu von á. Ef litið er á Víðidalsá, Vatnsdalsá og Laxá á Ásum hefur einn og einn eins árs fiskur komið á einhverjum flóðum. En engar kröftugar göngur em enn þá. „Þetta gerist núna á næstu vikum eða við getum gleymt þessu. Það þarf stórgöngur og það strax," sagði veiðimaðurinn enn fremur. Úr Laxá í Aðaldal eru komnir 100 laxar á , land. Þessi drottning veiðiánna má muna sinn fifil fegri. Þetta er miklu minni veiði en á sama tíma í fyrra. -G.Bender Seíjum veiðiCeyfi í ‘Jíópið - góð veiði - maðkur — makrííC — hrogn — sancCsííi ^^UHjgavegHL78^ímai^5^677^0£^8^445^^y

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.