Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1997, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1997, Blaðsíða 40
Vinningótölut ¥2 JTc 1 (24 | 1 V. Fjöldi Vinningar \ vinninga laugardaginn 5. o7.’97 _ 18 Vinnins&upphœð / 1- sats ^ ° I / t »■ / M,j/ ) 2. 4 at 5*^53» 2 3-tats 73 4-3ats 2.148 2.181.980 FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. LTD 550 5555 Frjálst,óháð dagblað MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ1997 Hjón með tvö börn: Sluppu naumlega úr eldi Hjón með tvö börn sluppu naumlega þegar kviknaði í tjaldi þeirra á tjaldstæðinu á Akureyri í fyrrinótt. Fólkið vaknaði við að eldur var laus. Það komst strax út en tjald- ið varð alelda örskömmu siðar. Að sögn lögreglunnar á Akureyri er talið að kviknað hafi í gashit- unartæki sem ætlað er til eldun- ar. Fólkið fékk engin brunasár en kvartaði undan svima. Tjaldið og allt dót fólksins brann. -RR Fimm mönnum bjargað við Bjarnarey: Orstutt GSM símtal varð til biargar DV, Vestmannaeyjum: Litlum hraðbát hvolfdi undan flmm Vestmannaeyingum við Bjarn- arey síðdegis í gær. Þeir komust á kjöl og varð það þeim til lífs að einn þeirra var með GSM-síma og tókst að hringja í Vestmannaeyjaradíó sem þegar sendi báta á staðinn. Björgunarbáturinn Þór fór þegar á staðinn og fóru fjórir af mönnun- um um borð í hann. Einum var bjargað um borð í hraðbátinn Bravó sem kom líka á vettvang ásamt fleiri bátum. Greiðlega gekk að ná þeim um borð en greinilega hefur ekki mátt miklu muna því allir lentu þeir i sjónum og voru ýmist komnir á kjöl eða voru á sundi í sjónum þegar að var komið. Jens Karl Jóhannesson, einn fimmmenninganna, segir að bátur- inn hafi farið í Bjarnarey til að sækja lunda og þrjá menn. Voru þeir búnir að taka lundann og mennina um borð og voru að leggja frá eynni þegar óhappið varð. Þegar þetta gerðist voru norðvestan 5 tii 6 vindstig og stóð vindurinn upp á bjargið þar sem þeir voru. „Þegar við vorum að leggja frá berginu kom allt í einu frákast og fyllti bátinn að aftan. Sökk báturinn og hvolfdi. Lentum við allir í sjón- um og varð fátt til bjargar,“ segir Jens Karl sem segist fyrir einhverja tilviljun hafa tekið með sér GSM- síma. „Ég hringdi strax í Vest- mannaeyjaradíó sem sendi báta á staðinn og var okkur bjargað eftir fremur stuttan tíma.“ Síminn blotnaði fljótt en þær sek- úndur sem hann var inni dugðu til að Jens kæmi skilaboðum á fram- færi. Aður en starfsmaður Radíós- ins náði að spyrja hann nánar út í aðstoð hafði sambandið rofnað. Hann hafði þó náð því hvað var um að vera. Allir voru heilir á húfi en nokkuð hrakth þegar þeh komu í land. Björgunarbáturinn Þór var staddur á Klettsvíkinni þegar óhappið varð og gat því shax farið á slysstað. Átti það sinn þátt í því að ekki fór verr. Þór er mjög hraðskreiður og var ekki nema nokkrar mínútur á vett- vang. Þór kom með hraðbátinn í land og var hann hífður upp á bryggju. Samkvæmt upplýsingum á Loft- skeytastöðinni hringdi Jens Karl klukkan 18.08 og 7 til 8 mínúhun síð- ar var Þór að taka síðasta manninn um borð. Þór kom til hafnar í Vest- mannaeyjum um kl. 18.30. „Vi& uröum olíulausir eftir erfi&a siglingu frá Grænlandi. Við náðum aö setja út ney&arbauju og síöan biöum viö í óvissu. Viö ur&um mjög fegnir þegar við sáum skipið koma í áttina til okkar,“ sagöi breski skipstjórinn Alan Priddy, en honum og þremur öörum Bretum í áhöfn gúmbáts var bjargaö um borð í togarann Ottó N. Þorláksson í fyrrinótt. Gúmbáturinn var staddur um 25 sjómílur frá Reykjanesi þegar hann varö olíulaus. Hér sjást þrír af bresku sjómönnunum, þeir Jan Fallowski, Alan Priddy skipstjóri og Steve Lloyd. Sjá nánari umfjöllun bls. 2. DV-mynd ÞÖK L O K I Veðriö á morgun: Skýjað meö köflum Hæg norðlæg eða breytileg átt. Skýjað verður með köflum og sums staðar smáskúrir, einkum norðaustanlands. Hiti verður á bilinu 5 til 15 stig. Veörið í dag er á bls. 45 Bílaumboðið Jöfur: Ekki að hætta en óvissa um Skoda - segir Guðjón Jónsson Guðjón Ármann Jónsson, for- stjóri Jöfurs, vísar á bug sögusögn- um um að fyrirtækið sé að hætta bifreiðainnflutningi. Öllum starfs- mönnum fyrirtækisins var nýlega sagt upp störfum en ástæða þeirra uppsagna er að sögn Guðjóns Ár- manns sú að verið er að endur- skipuleggja fyrirtækið og vilji menn hafa óbundnar hendur. Guðjón Ármann Jónsson segh að Peugeot-bifreiðar, sem fyrirtækið flytur inn, hafi selst betur en áður og salan riflega tvöfaldast milli ára. Hann segir að óljóst sé enn með hvort fyrirtækið verði áfram með umboð fyrir Skoda. Skodaverk- smiðjurnar í Tékklandi eru nú í eigu Volkswagen- samsteypunnar Þýskalandi sem hefur þá stefnu að sami umboðsaðili sé fyrh allar teg- undh samsteypunnar. -SÁ Ölvaðir gestir Helgin var annasöm hjá lögregl- unni í Borgarnesi. Þrjár minni hátt- ar líkamsárásir voru kærðar efth slagsmál á tjaldstæði landsmótsins að Kárastöðum og á dansleik, sem haldinn var í flugskýlinu við Kára- staðaflugvöll. Alls voru 26 teknir fyrir ölvun á almannafæri á tjald- stæði landsmótsins og í Borgamesi, þar af þurftu fimm að gista fanga- geymslur lögreglunnar. -VÁ Piltur illa brenndur - kveikti í bensíni 15 ára piltur liggur með alvarleg brunasár á Landspítalanum efth að kviknaði í fótum hans í Kópavogi í fyrrakvöld. Pilturinn var ásamt 14 ára félaga sínum að kveikja í bensíni við Engi- hjalla. Þeir höfðu keypt bensín á brúsa í sjálfsala á bensínstöðinni við Stórahjalla. „Það slettist bensín á föt piltsins. Eldur læstist síðan í fót hans. Drengj- unum tókst að slökkva eldinn en hann hlaut slæm brunasár, aðallega á fót- um,“ sagði Þröstur Hjörleifsson, varð- stjóri hjá lögreglunni í Kópavogi, að- spurður um málið. Pilturinn komst við illan leik heim til sín. Þaðan var hann fluttur á Land- spítalann. Hinn pilturinn hlaut minni háttar brunasár á höndum. „Þetta er mjög alvarlegt mál. Það er mjög hættulegt að leika sér svona með bensín.,“ sagði Þröstur. Að sögn lækna á Landspítalanum eru 2-3 stigs brunasár á 30 prósentum af líkama piltsins. -RR Pantið t tíma? 25 dagar til þjóðhátíðar FLUGFÉLAG ÍSLANDS Bókanir t síma 570 3030 ...í leiðinn heim um land allt, ávextir og grænmeti, ávallt nýtt og ferskt á stórmarkaðsverði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.