Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1997, Síða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1997
Fréttir
Óánægja vegna dragnótaveiða á Önundarfirði:
Rúsla lífríkið
í firðinum
- segir Pétur Þór Hafþórsson trillusjómaður
DV, Flateyri:
„Ég sætti mig ekki við að þessir
bátar fái að veiða hér uppi í kart-
öflugörðum. Þeir rústa lífríkið í
firðinum með þessum veiðum," seg-
ir Pétur Þór Hafþórsson, trillusjó-
maður á Flateyri, um veiðar nokk-
urra dragnótabáta örskammt undan
landi á Önundarfirði.
Mokveiöi
Bátarnir hafa mokveitt ýsu, kola
og lúðu. Landað hefur verið allt að 5
tonnum eftir daginn. Flateyringar
hafa margir hverjir séð þá út um
glugga sína.
„Það er grátlegt að horfa á þessar
veiðar út um gluggann heima. Ég
hef grun um að einhverjir þeirra
hendi þorskinum þó ég geti ekki
sannað það. Það liggur þó fyrir að
þorskurinn er horfinn hér úr firðin-
um. Þá vekur það athygli mína að
þeir landa litlu af þorski en því
meira af ýsu og öðrum tegundum.
Fólk hér er almennt mjög óánægt
með þetta,“ segir Pétur.
Hann vill að gripið verði til ráð-
stafana til að forðast meira tjón en
orðið er.
„Það þarf að loka firðinum fyrir
þessum veiðiskap sem kominn er út
í öfgar. Þetta er ekkert annað en
skemmdarverkastarfsemi," segir
Pétur.
Þeir dragnótamenn sem DV
ræddi við vísa því algjörlega á bug
að skaði sé vegna veiðanna. Þeir
segja að þvert á móti hressi þetta lif-
ríkið við þar sem dragnótin róti upp
æti af botninum. -rt
Vegurinn frá Reykholti að Geysi nær ófær:
I raun lífshættulegur
- segir Marta Gísladóttir á Heiði - breyta þarf áherslum, segir Guðni Ágústsson
„Þetta er í raun moldartroðningur
með nokkrum steinum á en kallaður
vegur. Enda er það svo að slys á
þessum 12 kílómetra kafla eru ótrú-
lega tíð og við teljum veginn lífs-
hættulegan. Það er ekki bara að fólk
sé orðið svo vant malbikuðum veg-
um að það eigi erfitt með að aka mal-
arvegi heldur er það nær bjargar-
laust þegar það kemur á svona hryll-
ing,“ sagði Marta Gísladóttir á Heiði
í Biskupstungum í samtali við DV.
Hún og aðrir íbúar á svæðinu frá
Reykholti að Geysi hafa afhent
þingmönnum Suðurlandskjördæmis
bréf þar sem skorað er á þá að
vinna að því að hafist verði handa
við að setja varanlegt slitlag á veg-
inn.
„Ég skil vel áhuga manna á þess-
ari vegagerð í Biskupstungum enda
um fjölfarinn veg að ræða. Ég á von
á því að í haust verði hafist handa
við varanlega vegagerð upp fyrir
Heiði. Hins vegar koma kröfurnar
viða að. Við eigum ekki veg með
varanlegu slitlagi að Þingvöllum.
Auðvitað þarf að breyta áherslum í
vegamálum. Á meðan menn eru að
tala um rugl eins og veg með varan-
legu slitlagi yfir Möðrudalsöræfi,
fyrir hundruð milljóna, eða bora göt
í gegnum fjöll í fámenninu, fæst
ekki fjármagn i mikilvægar fram-
kvæmdir við vegi þar sem hálf þjóð-
in og flestir ferðamenn, sem til
landsins koma, fara um,“ sagði
Guðni Ágústsson, þingmaður Sunn-
lendinga, í samtali við DV um þetta
mál.
„Þessi ómalbikaði kafli frá Reyk-
holti að Geysi er einn fiölfarnasti
vegur landsins. Nær allir ferða-
menn, innlendir sem erlendir, sem
koma að Gullfossi og Geysi, fara
þennan veg. Segja má að það sé orð-
ið algilt að fólk fari hringinn sem
þama býðst, það er að koma Laug-
arvatnsleiðina og fara þessa leið til
btika eða öfugt. Við teljum að ástand
þessa vegarkafla verði að bæta. Veg-
hefill kemur stöku sinnum og hefl-
ar. Hins vegar er aldrei borið í veg-
inn þannig að hann versnar bara
við að vera heflaður," sagði Marta
Gísladóttir.
-S.dór
Þyrla varnarliðsins hefur aðstoöað við að færa neyðarskýli Slysavarnafé-
lagsins ó Vestfjörðum. DV-mynd Haukur Már
Þyrla varnarliösins:
Færði
neyðarskýli
Þyrla varnarliðsins hefur undan-
farna daga aðstoðað við að færa neyð-
arskýli Slysavamafélagsins á Vest-
fiörðum.
Á sunnudag færði þyrlan neyðar-
skýlið á Látrum í Aðalvík. Það var
fært frá brekkunni og á betri stað þar
skammt frá. Litlu munaði þó að illa
færi þegar skýlið var komið í rúmlega
eins metra hæð. Þá slitnuðu bönd,
sem festu það við þyrluna, með þeim
afleiðingum að það féll til jarðar. Eng-
ar skemmdir urðu þó á skýlinu.
Þá var neyðarskýli á Sandeyri snú-
ið á mánudag, því að hurðin sneri upp
í ríkjandi vindátt en er nú í skjóli.
-RR
Pétur Þór Hafþórsson, smábátasjómaður á Flateyri, er mjög óánægður með
veiðar dragnótabáta á Önundarfirði. Hann er hér með einn slíkan í baksýn.
DV-mynd Róbert Reynisson
Endurbætur á Tý:
Verið að auka öryggi
áhafnar og skips
- segir forstjóri Landhelgisgæslunnar
„Það er fyrst og fremst verið að
auka öryggi áhafnar og skips,“ seg-
ir Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri
Landhelgisgæslunnar, um end-
urbætur sem orðið hafa á varðskip-
inu Tý.
Varðskipið kom til landsins í
fyrradag frá Póllandi, þar sem tals-
verðar endurbætur voru gerðar á
skipinu. Lokað var göngum og aft-
urþilfari undir þyrlupalli skipsins.
Við það skapast aukið öryggi fyrir
áhöfnina við störf á afturþilfari og
tekur skipið engan sjó inn á sig þar
sem áður var talsverð hætta. At-
hafnasvæðið verður auk þess mun
stærra en áður var. Þyrlulendingar
á skipinu verða nú öruggari og auð-
veldari.
Útsýnisturni skipsins hefur
einnig verið breytt. Sett var radar-
kúla á skipið en við það eru radar
og loftnet varin fyrir ísingu og
hvassviðri. -RR
Talsveröar endurbætur hafa veriö geröar á varðskipinu Tý. Þaö kom til
landsins í fyrradag frá Póllandi. DV-mynd S
„ Þýskaland
Obreyttir vextir
Seðlabanki Þýskalands breytti
ekki vöxtum á morgunfundi bankans
í fyrradag og eru þeir áfram 3%.
Strax eftir fundinn veiktist gengi
marksins lítillega en náði að rétta aft-
ur úr kútnum, að því er segir i frétt
frá viðskiptastofu íslandsbanka.
Dollar hefur styrkst verulega frá
áramótum gagnvart markinu og virð-
ist ekki lát þar á. 1. júlí sl. var dollar-
inn jafngildur 1,75 mörkum en er nú
kominn í 1,86 mörk.
Hlutabréfavísitölur lækkuðu í
fyrradag og vó þar þyngst 14% lækkun
á gengi hlutabréfa i Skeljungi hf.
Skeljungur hf. lagði nýlega fram hálfs
árs uppgjör en samkvæmt því er hagn-
aður helmingi lægri en á sama tíma í
fyrra. Fleiri fyrirtæki leggja nú fram
hálfs árs uppgjör og er búist við aö
niðurstöðurnar hafi áhrif á gengi
hlutabréfa í þeim í kjölfarið. -SÁ
Eimskip
Þing. hlutabréfa
3500
3250
Síldarvinnslan
Flugleiðir
Olís
Tæknival
20,
15 ;; V::
5
stig M J J
1550
114