Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1997, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1997 JLjP"V Jféttir Dragnótabátar sagöir fleygja þorski og skemma lífríki ÖnundarQarðar: Öfund trillukarla - segir Magnús Kristjánsson á Mýrafelli ÍS „Það er bara rugl að við hendum þorski og skemmum lífríkið. Við hirðum þann þorsk sem kemur um borð. Þessar gróusögur eru upp- spuni frá rótum og við viljum ekki sitja undir þeim áburði. Þetta snýst bara um öfund einstakra trillukarla sem mega hvorki sjá togara né drag- nótarbát án þess að beita fyrir sig lygi til að ófrægja aðra sjómenn. Þetta á alls ekki við um alla trillu- karla, flestir horfa á þetta jákvæð- um augum,“ segir Magnús Krist- jánsson, skipstjóri á Mýrafelli ÍS, vegna þess orðróms að snurvoðar- bátar veiði þorsk inni á Önundar- firði og hendi dauðum fyrir borð vegna kvótaleysis. DV fór í róður með Magnúsi á fímmtudag, og fylgdist með veiðun- um örskammt frá Flateyri en aðeins er nokkurra mínútna sigling á mið- in. Þess má til gamans geta að fjög- urra manna áhöfn bátsins borðar á stundum hádegismat á Vagninum þannig að ekki fer mikið fyrir matseld um borð. í ferð DV með Mýrafelli var afli takmarkaður og þorskur vart sjáanlegur og hver ein- asti fiskur hirtur. Lítiö um þorsk „Það hefur verið lítið um þorsk í dragnótina inni á Önundarfirði eins og margir vilja halda fram. Ýsa og koli hefur verið uppistaða aflans. Á mínu skipi tíðkast ekki að henda Magnús skipstjóri segir að í stað þess að skemma lífríkið, eins og sumir haldi fram, hirði þeir alls kyns drasl af sjávarbotninum. Veiðarnar séu því umhverfisvænar og hressi lífríki fjaröarins viö. þorski en ég þekki ekki hvemig þessu er háttað á öðrum bátum. Ég vil þó ekki trúa því að menn séu að drepa þorsk til þess eins að fleygja honum,“ segir Magnús. DV hefur heimildir fyrir því að einstakir dragnótarbátar hafi veitt þorsk en losað frá pokanum beint í hafíð aftur. Tekið skal fram að þar er ekki um að ræða Mýrafell en þeir sem þetta hafa gert segja þorskinn lifa ef honum sé þannig sleppt strax aftur. Þar vitna þeir til fiskifræð- inga sem haldi því fram að slíkt skaði ekki. Nokkur óánægja hefur verið á Flateyri vegna veiða „uppi i kál- görðum“ eins og það hefúr verið orðað. Sumir viija láta loka firðin- um fyrir öðrum fiskveiðum en krókaveiðum. Magnús segir um að ræða misskilning og að dragnótin skemmi ekki lífríki fjarðarins, því sé þveröfugt farið. Hreinsunarstarf „Þetta hressir upp á lífríkið og fiskgengd eykst við þessar veiðar okkar. Snurvoðin skaðar ekki botn- inn vegna þess hversu létt hún er. Við höfum þvert á móti verið að vinna hér ákveðið hreinsunarstarf þar sem mikið af alls kyns rusli hef- ur komið upp með veiðarfærinu og við höfum sett það í land,“ segir hann. Sem staðfestingu á þessum orðum Magnúsar kom gamalt ankeri upp með snurvoðinni. „Það hefur meira að segja vakið athygli ferðamanna að við skulum koma með þetta að landi. Það var kona hér á ferðalagi sem horfði á okkur hífa þetta í land og hafði sér- staklega orð á því að þetta hefði hún aldrei séð áður,“ segir Magnús. -rt/-rr Um borö í Mýrafeliinu á Önundarfiröi. Afli var frekar dræmur en allur fiskur, sem kom í nótina, var nýttur. DV-myndir Róbert Reynisson Málverk eftir listaköttinn Loka: Snöggtum betri málari en mörg mannskepnan - segir Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur „Það sem ég hef séð af þessum verkum er um að ræða svokallaðar ljóðrænar afstrakt- sjónir. Ef kötturinn er höfundurinn að þeim verkum sem þarna um ræðir er hann snöggtum betri málari en mörg mannskepn- an sem málar í þessa veru,“ segir Aðal- steinn Ingólfsson listfræðingur um mál- verkin eftir myndlistarköttinn Loka. Listasafn Akureyrar hefur sem kunnugt er keypt nokkur málverk eftir Loka. Verkin hafa vakið allmikla hriftiingu meðal flestra Akureyringa en myndlistar- menn noröan heiða eru misánægðir með þetta. Sumir segja þetta með eindæmum kjánalegt þar sem verið sé að ráðstafa fjár- munum sem safhið hafi til kaupa á mynd- list og skattgreiðendur borgi. Aðrir telja kaupin sýna aukinn frumleika og víðsýni listasafnsins. Kattarsporin „Mér sýnist nú sem Snorri Ásmundsson, eigandi kattarins Loka, eigi samt mest í þessum verkum. Hann virðist nota spor kattarins og yfirklór eins og tilviljunar- kennt inngrip í það sem hann sjálfur er að gera, og kveikju að ýmiss konar hugmynd- arhvarfli, sem er algengt meðal listamanna. Ég held að ekki sé hægt að bera þetta sam- an við tilraunir fólks úti í heimi til að láta apa eða önnur dýr búa til málverk. Vilji Listasafn Akureyrar eiga þessar myndir hljóta að liggja gildar ástæður fyrir því. Þar á bæ eru menn ekki skyni skroppnir,“ seg- ir Aðalsteinn um verkin. Ánægður meö kaupin Snorri Ásmundsson, myndlistarmaður og eigandi Loka, segist afar ánægður með kaupin, fyrir sína hönd og kattarins. Haraldur Ingi Haraldsson, forstöðumað- ur listasafhsins, segir að verk Loka hafi verið ódýr. Hann segir að kötturinn hafi ekki verið einn að verki því að eigandi hans eigi töluvert í verkunum. -RR Tvö af verkum Loka sem Listasafn Akureyrar hefur keypt. Aöalsteinn Ingólfsson listfræðingur segir þetta vera Ijóörænar afstraktsjónir. Aðalsteinn segir að ef kötturinn sé höfundur verkanna sé hann snöggtum betri málari en mörg mannskepnan sem málar í þessa veru. Snorri Ásmundsson myndlistarmaður með listakött sinn, Loka, í fanginu. Listasafn Akureyrar hefur keypt nokkrar myndir eftir köttinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.