Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1997, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1997, Blaðsíða 8
sælkerinn LAUGARDAGUR 16. AGUST 1997 Björn Árdal býður upp á suðræna sjávarráttasúpu Björn Ardal býður upp á fiskisúpu og gamlan eftirrétt úr rabarbara. DV-mynd Sigrún Lovísa „Mér finnst gott að fá súpur, sér- staklega flskisúpur. Þegar ég ólst upp var fískur hafður í matinn dag- lega og læri eða hryggur um helgar. Mér finnst enn gott að fá allt fisk- meti,“ segir Bjöm Árdal læknir, sælkeri dagsins. Hann býður upp á uppskrift að fiskisúpu að hætti dótt- ur sinnar, Sigríðar Þóru. Björn not- ar „suðrænu súpuna" sem aðalmál- tíð en vissulega má einnig hugsa sér hana sem forrétt. Mörgum finnst afar gott að fá sér spagettí með hinu og þessu. Sumir kvarta undan þvi að vera alltaf að búa til sömu réttina og að þá skorti hugmyndaílug til þess að breyta út af vananum. Fyrir þá hugmyndasnauðu kemur hér góö uppskrift að spagettíi með tómöt- um og ostasósu. I hana fer: Smörið er brætt og laukur, paprika og kartöflur saxað og látið krauma í smjörinu. Kryddi bætt út í. Hvítvín sett í og soðið niður. Þá er fiskinum, nema hörpuskelinni og kræklingnum, bætt út í og soðið í 5-10 mín. Hörpuskel og kræklingi hætt út í og soðið áfram í 2 mín. Loks er rjómanum og rækjunum bætt saman við. 1 kg tómatar 1 sellerístöngull 1 söxuð gulrót 2 laukar 150 ml þurrt hvítvín 2 msk. saxað meríamkrydd 25 g þroskaður cheddar-ostur, rifinn 2 msk. rifinn parmesanostur salt og pipar 500 g ferskt spagettí 25 g smjör Saxiö tómata og selleri og setjið á pönnu ásamt gulrót og lauk. Lát- ið suðuna koma upp í rólegheit- um. Látið malla undir loki í 30 mín. Nuddið í gegnum sigti og setj- ið aftur á pönnuna. Bætið víninu í, iátið suðuna koma upp og eldið í 15-20 mín. eða allt þar til sósan hefur þykknað. Takiö af hellunni og bætið meríamkryddinu og ost- inum út í. Bragðbætið með salti og pipar. Sjóðið spagettíið þar til það er nánast soðið í gegn (al dante). Sigt- ið og setjið á heitan disk. Setjið smjörið út í og blandið vel. Hitið sósuna í gegn og hellið yfir pastað. Berist fram strax. Rétturinn er fyrir sex. Gamall eftirréttur Björn sagði fjölskylduna endilega vilja minna fólk á skemmtilega upp- skrift að gömlum eftirrétti úr rabar- hara. Neðri endinn á rabarbaran- um, sá rauðbleiki, er skorinn af og skorinn í þykkar sneiðar. Þetta er síðan soðið í sykurlegi þar til það er mjúkt (500 g rabarbari, Z2 bolli syk- ur og 'A bolli vatn). Þetta er síðan látið kólna og borðað eins og niður- soðnir ávextir, t.d. með þeyttum rjóma. -sv 50 g smjör 1 laukur Z2 rauð paprika y2 græn paprika 1-2 hráar kartöflur timian lárviðarlauf salt og pipar Zi flaska hvitvín (má vera meira) 2 meðalstórir lúðubitar 200 g hörpuskel 200 g rækjur eða humar 200 g kræklingur 1 peli rjómi y21 fisksoð matgæðingur vikunnar Nú ætti að vera auðvelt að fá góðar kartöflur og því ekki úr vegi að gefa hér sérlega girnilega upp- skrift að kartöflu með spínati og basilikum. Hráefni 3 hvítlauksrif 50 g spínat 15 g basilikumlauf 1 teskeið salt 50 g hnetukjamar (pine kemel) 6 msk. ólífuolía 25 g parmesanostur 420 g cannelini-baunir ferskt basilikum til skrauts 4 stórar kartöflur „Eg komst upp á það að baka allt mitt brauð þegar ég bjó í Noregi fyrir nokkru. Síðan hef ég haldið því áfram. Þetta er gróft hversdagsbrauð sem við borðum alla daga,“ segir Jóna Guðmundsdóttir kennari. Hún er já matgæðingur DV þessa helgina. Jm Jóna bakar vikuskammtinn í einu, sex brauð, og segir stóran JK sparnað felast í því að baka sjálf. Það nýtist líka betur en annað M brauð. Hún frystir vikuskammtinn og þíðir hann síðan í örbylgju- ®SM ofni á lægsta hita. „Það sem mér finnst skipta mestu í þessu er að ég veit hvað er í w-* brauðinu minu. Þar eru engin aukefni," segir Jóna. Hráefni 50 g ger 14 dl vatn 1 dl olía 1 msk. salt 5 dl hveitiklíð 1 dl hörfræ um 20 dl hveiti Nú, þegar laxveiðimenn standa rennblautir og alsælir í laxveiði- ánum, er ekki úr vegi að gefa upp- skrift sem sameinar gamla og nýja tímann. Laxinn tilheyrir þeim fyrri, pitsan þeim síðari. Hér er gefin uppskrift að reyktum laxi á pitsu með dilli. Hráefni 1 skammtur pitsudeig (mæli með deiginu frá Bjömsbakaríi ef ekki lagað heima) 3 niðursoðnir tómatar í kryddblöndu, afhýddir og í sneiðum 175 g reyktur lax í þunnum sneiðum 1 msk. steinselja 1 msk. dill 125 g mozzarellaostur í sneiðum Setjið hvítlaukinn, spínatið og basiliklaufin í matvinnsluvél. Saltið og blandið. Sé matvinnsluvél ekki við höndina skal skera hvítlaukinn fint, rífa basiliklaufin í smáa hluta og skera spínatið flnt niður. Hrærið þessu saman með saltinu. Bætið hnetimum út i og blandið í nokkra stund. Einnig má saxa kjarnana smátt og bæta út í spinathræruna. Setjið olíuna og permesa- nostinn rólega út í þar til góð blanda er tilbúin. Setj- ið blönduna á pönnu, bæt- ið baununum út í og hitið varlega þar til hún er orð- in heit i gegn. Skerið ofan í kartöflurnar, skiptið blöndunni á þær, skreytið með basiliklaufúm og ber- ið fram strax. Rétturinn er fyrir fjóra. -sv Gerið er leyst upp í volgu vatninu, olíu og salti bætt út í og síðan þurrefnunum. Gæta skal að því að láta ekki of mikið hveiti svo deigið verði ekki þurrt. Látið hefast um stund og hnoðið síðan meira hveiti i deigið þannig að hægt sé að móta úr því brauð. Þá er deiginu skipt í sex hluta og mótaðir kringlóttir brauðhleifar sem látnir eru hefast á plötu í a.m.k. 30 mín. Brauðið er síðan bakað í um 50 mín. við 225° hita. Athugið að uppskriftin er stór og fer á tvær plötur sem baka má samtímis í blástursofni. Jóna skorar á Þuríði Maggý Magnúsdóttur að vera matgæðingur næstu viku. Fletjið út deigiö og setjið tómatana á botninn. Setjið laxinn ofan á og skreytið með krydd- jurtunum. Breiðið ostinn yfir. Setjið pitsuna á heita bökun- arplötu og bakið í 220°C heitum ofni (425°F) í 15-20 mín., allt þar til osturinn er orðinn gulbrúnn. Rétt- urinn er fyrir fjóra. -sv Brauöin eru aö hefast hjá matgæöingi I vikunnar, Jónu Guömundsdótt- ur. DV-mynd Hilmar Þór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.