Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1997, Qupperneq 10
LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1997 JLlV
I
10
viðtal
Birna Helgadóttir, blaöamaöur á European, er farin að koma fram á Sky. Ekki
. , , . er nóg meö aö Birna sé íslendingur, amma stjórnanda þáttarins, Franks
segir Birna m.a. i viotali um starfio, islenska fiolmiola og forsetaframboo moour sinnar Partridges, er þaö líka. Myndin er tekin af skjánum þar sem Birna las pistil
sinn í hádeginu í gær. DV-mynd BG
um líklega hvað eftirminnilegust.
„Það hafði verið töluvert um
þjófnaði í næturlestunum sem fóru
suður Frakkland til suðurstrandar-
innar og þaðan til Ítalíu. Frétta-
stjórinn var hræddur um mig og
heimtaði að Tim færi með mér,
sem og hann gerði. Viö vorum í
klefa með kínverskum hjónum þeg-
ar við vöknuðum við eitthvert
þrusk eina nóttina. Þá var búið að
stela töskunni hans Tims. Við elt-
um þjófinn eftir allri lestinni en
Tim náði honum ekki fyrr en á
næstu lestarstöð. Lestarvörður,
sem við vöktum, neitaði að stöðva
fleiri sjónvarpsstöðvar til að ræða
stjórnmál í Evrópu.
„Stjómmálaritstjórinn okkar er í
því á föstudögum að fara í gegnum
Evrópublöðin á Sky. Ég hef stund-
um leyst hann af þar. Síðan báðu
þeir á Sky mig að koma á laugar-
dagskvöldum ásamt fleiri blaða-
mönnum til að fara í gegnum
sunnudagsblöðin. Þar sitja oftast
virðulegir karlar og forráðamönn-
um Sky fannst tilvalið að breyta til
og fá unga konu i þáttinn. Þetta er
mjög gaman og ég gæti vel hugsað
mér að vinna í sjónvarpi. Fyrst var
ég mjög afslöppuð á Sky. Ég hafði
ar um Norðurlönd auk málaflokka
af ýmsu tagi.
„Ég vonast til að verða þarna
áfram en allt getur gerst í þessum
heimi. Við höfum séð ýmsar breyt-
ingar áður og ritstjórar koma og
fara,“ segir Birna.
Aðspurð um eftirminnileg verk-
efni segist Bima eiga erfitt með að
nefna einhver sérstök. Hún hafi tek-
ið viðtöl við nokkra þekkta stjórn-
málamenn og stjömur úr lista- og
menningarlifinu en þær hafi ekki
verið neitt sérstaklega skemmtileg
viðtalsefni. Eftir stríðið í gömlu
Júgóslavíu hefur hún líka skrifað
mikið um flóttamannamál og ferð-
ast á milli flóttamannabúða í Evr-
ópu.
Eltingarleikur
við lestarræningja
Annars er ævintýraferð til
Frakklands á eftir lestarræningj-
lestina, hann þótti reyndar grun-
samlegur þar sem oftast hafði verið
hnuplað í hans klefa. Síðan kom
bara í ljós að þjófurinn og félagar
hans höfðu stolið einhveiju úr nær
öllum klefum. Lögreglan hirti þá og
við Tim vorum voðalega ánægð
með að hafa upplýst málið. Héldum
við að ég fengi flotta grein framar-
lega í blaðinu. Síðan, þegar ég kem
til Feneyja og kveiki á útvarpinu,
hafði Gorbatsjov verið steypt af
stóli. Þar með hafði greinin endað
inni á blaðsíðu tólf, þökk sé Gor-
batsjov, eða þannig," segir Birna og
hlær.
Vantaði konu á Sky
Eins og kom fram í upphafi er
Bima farin að sjást á Sky. Hún seg-
ir það nýlega til komið. Sjónvarps-
stöðin fær blaðamenn til sín um
helgar til að fletta blöðunum og
ræða helstu fréttir í þeim. Einnig
hefur verið hóað í hana í útvarp og
ekki gervihnattadisk og þekkti eng-
an sem hafði slík þægindi heima hjá
sér. Ég hélt því i einfeldni minni að
það sæi mig enginn. Svo fór fólk í
útlöndum að tala um að það hefði
séð mig á skjánum, þar á meðal
ömmurnar, og ég fór að stressast
upp,“ segir Birna.
Aðspurð um íslenska fjölmiðla
segist hún halda að þeir séu að
gera ágæta hluti. Þó segist hún
ekki enn skilja undanlátssemi og
þolinmæði íslenskra blaðamanna
að leyfa viðmælendum sínum að
lesa alltaf textann sem hafður er
eftir þeim. Þetta tíðkist almennt
ekki í Bretlandi. Á hinn bóginn öf-
undar hún frelsi íslenskra blaða-
manna í sjálfri úrvinnslu fréttar-
innar. í Bretlandi sé blaðamaður-
inn hlekkur í langri framleiðslu-
keðju. Þegar greinin birtist á
prenti sé oft búið að endurskrifa
hana og breyta á alla kanta.
„Mér finnst skorta á rannsóknar-
blaðamennsku héma. Þeir sem eitt-
að Birna fékk þar vinnu árið 1991.
Einnig vakti grein um íslenska álfa
á henni athygli hjá forráðamönnum
blaðsins.
Birna segir að frá 1991 hafi
European átt sína góðu og slæmu
daga, ávallt þó haldið velli. Þegar
blaðakóngurinn Robert Maxwell dó,
þá eigandi m.a. European, þótti tví-
sýnt um framtíð blaðsins. Nú er nýr
ritstjóri, Andrew Neal, fyrrum rit-
stjóri Sunday Times, með hugmynd-
ir uppi um að breyta blaðinu í tíma-
rit og fara í samkeppni við Wall
Street Joumal. Bima hefur á þess-
um sex árum einkum skrifað grein-
Birna Helgadóttir í sumarfríi á íslandi ásamt börnum þeirra Tims, Lilju Guðrúnu Filippíu, 1 árs, og Kristjáni Helga Swerford, 3 ára.
Þau eru bæði skírð í höfuöiö á öfum og ömmum, íslenskum og enskum. Einbeitinguna vantaði ekki hjá Kristjáni meðan myndin var
tekin! DV-mynd PÖK
hvað hafa stundað hana hafa þurft
að líða fyrir það, samanber þá sem
reyndu að kafa ofan i Hafskipsmál-
ið. Einnig eru blaðamenn ekki nógu
gagnrýnir, virðast oft gleypa hvað
sem er.“
Hinum megin við borðið
Sem kunnugt er var móðir Birnu
í forsetaframboði á síðasta ári.
Birna kom þá heim og hjálpaði til í
baráttunni og segir það hafa verið
undarlega og jafnvel óþægilega lífs-
reynslu að vera blaðamaður hinum
megin við borðið.
„Það var mjög skrítið að
vera ekki i hlutverki spyij-
enda eða spekúlanta. Ég var
bara einn af mörgum sem
hjálpuðu til. Margir gerðu
því meira gagn en ég, enda
þá nýbúin að fæða dóttur
mína,“ segir Birna.
„Samkeppnin er hörð og erfitt að
komast að. Stöðurnar eru ekki aug-
lýstar þannig að þú verður að vekja
athygli á þér sjálfur," segir Bima
Helgadóttir blaðamaður um fjöl-
miðlaumhverfið í London. Hún hef-
ur síðustu sex ár starfað á stórblað-
inu European og er núna farin að
birtast reglulega á sjónvarpsstöð-
inni Sky í fréttaþætti sem þar er.
Hún var stödd hér á dögunum í
sumarfríi ásamt börnum sínum
tveimur þegar helgarblaðið tók
hana tali á heimili foreldra hennar,
læknanna Guðrúnar Agnarsdóttur
og Helga Valdimarssonar. Eigin-
maður Birnu, blaðamaðurinn
Tim Moore, var lagður af stað
á víkingaskipi til Færeyja og
síðan Noregs, eftir að hafa far-
ið yfir Kjöl. Hann er um þess-
ar mundir að feta í fótspor
írska lávarðarins Dufferins á
norðurslóðum í því skyni að
skrifa ferðasögu hans fyrir
bandarískt útgáfufyrirtæki.
Fjögur önnur forlög vildu gefa
bókina út sem kemur út eftir
tvö ár. Allajafna starfar Tim
hjá tímaritinu Esquire í
London.
Lengstum í Bretlandi
Bima hefur verið búsett í
Bretlandi meira og minna allt
sitt líf. Hún fór þangað fyrst á
fjórða ári þegar foreldrar
hennar vom þar í námi. Fjöl-
skyldan kom heim til íslands
er hún var tæplega 17 ára.
Birna fór þá í MH og útskrifað-
ist eftir þijár annir. Síðan fór
hún aftur til Bretlands að
loknu stúdentsprófi 1984 og
var í háskóla í York í Englandi
þar sem hún las enskar bók-
menntir og heimspeki og út-
skrifaðist 1987.
Að loknu háskólanámi
komst Birna að hjá litlu dag-
blaði í London, vann þar í tæpt
ár og kom aftur til íslands.
Hún var m.a. á dægurmálaút-
varpi Rásar 2 og fékkst við
kennslu og einnig skrif fyrir
Iceland Review. Er til Bret-
lands kom aftur 1989 fékk
Birna íhlaupavinnu hjá
Sunday Mirror í fjóra mánuði. Eftir
það var hún í nokkra mánuði í
greinaskrifum og viðtölum fyrir
umboðsskrifstofu sem kom greinun-
um áfram í ýmis blöð og tímarit.
Hitti hún þá fjöldann allan af frægu
fólki, leikara og listamenn.
Á Saab um A-Evrópu
„Árið 1990 fórum við Tim á göml-
um Saab í fjögurra mánaða ferð um
Austur-Evrópu, rétt eftir fall Berlín-
ar-múrsins. Þetta var á miklum um-
brotatímum og ferðin því mjög
áhugaverð. Ætli við höfum ekki ver-
ið með þeim síðustu sem fengu
stimpil A-Þýskalands i vegabréfin,"
segir Bima en þau Tim fóru á
Saabinum m.a. í gegnum Finnland,
hluta Rússlands, Hvíta-Rússland,
Pólland, Búlgaríu og loks til
Júgóslavíu. Að ferðinni lokinni
skrifuðu þau greinar, hún í Europe-
an og Tim fyrir Independent. Grein-
arnar í European urðu m.a. til þess
Mamma hefði
orðið góður forseti
Hún segir kosningaslaginn
hafa verið jákvæðan og sak-
lausan, samanborið við t.d.
stjórnmálakosningar í Bret-
landi. Meira væri verið að
kjósa um persónu en mál-
efni.
„Ég sagði það þá og segi
enn að sem dóttir hennar
vildi ég ekki að hún yrði for-
seti. Álagið á fjölskylduna
yrði of mikið. En sem íslend-
ingur hefði mér þótt vænt
um það. Mamma hefði orðið
góður forseti. Þá er ég ekkert
að kasta rýrð á Ólaf Ragnar.
Hann hefur staðið sig prýði-
lega.“
Á meðal vinnufélaga
Birnu á European vakti það
sérstaka athygli að móðir
hennar væri í forsetafram-
boði. Sumir höfðu jafnvel
spurt hvort hún væri með
öllum mjalla, þ.e, Birna.
Björk er töff
Bimu líður vel í London og
segist ekki á heimleið í bráð.
Barnanna vegna saknaði hún þess
hins vegar að vera ekki búsett hér.
„Það er bara mjög gaman að vera
íslendingur í Bretlandi. ísland er
komið í tísku og mikið ijallað um
það í fjölmiðlum. Björk á tvímæla-
laust mikinn heiður af því. Henni
hefur tekist það sem fáum hefur
tekist, að vera fræg en jafnframt
mjög „cool“. Hún er talin töff enda
mjög skynsöm og dugleg stúlka. Ég
held að íslendingar geri sér ekki
grein fyrir hve Björk hefur staðið
sig vel. Það er afrek að halda
ímyndinni óhaggaðri. Slíkt er ekki
auðvelt því breskir fjölmiðlar geta
verið mjög árásargjarnir. Það
skemmtilegasta sem þeir gera er að
brjóta einhverja persónu niður sem
þeir hafa hampað,“ segir Birna og
veit svo sannarlega hvað hún er að
tala um.
Þess má geta að Bima átti síðast
að koma fram á Sky í fréttaþætti í
hádeginu i gær.
-bjb
s
I
|(
1
1;
N
í
I
í
I