Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1997, Side 14
14
LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1997 33"V
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLT111,105
RVÍK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: httpV/www.skyrr.is/dv/
Ritstjóm: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
77/ sölu: Orð og gerðir
Bandaríska læknafélagið hefur gert samning við
hrærivélafyrirtækið Sunbeam um að mæla með ýmsum
vörum þess, svo sem blóðþrýstingsmælum, hitateppum,
hitamælum og rakatækjum. Þetta er hrein íjáröflun og
tengist ekki gæðum þessara tækja umfram önnur slík.
Bandaríska krabbameinsfélagið hefur á sama hátt
mælt með Florida appelsínusafa, sem er engu hollari en
aðrar tegundir appelsínusafa. Bandaríska tannlæknafé-
lagið hefur mælt með Crest tannkremi, sem er engu
gagnlegra en aðrar tegundir tannkrems.
Allt er þetta hrein íjáröflun félaganna, svipuð þeirri,
er íþróttamenn mæla með ákveðnum merkjum íþrótta-
vöru, leikarar með ákveðnum merkjum tóbaks og rithöf-
undar með ákveðnum tegundum áfengis. Fólk er að selja
frægð sína í smáskömmtum fyrir peninga.
Um öll þessi meðmæli gildir, að það eyðist, sem af er
tekið. Trúverðugleiki bandarísku læknasamtakanna,
bandaríska krabbameinsfélagsins og bandaríska tann-
læknafélagsins minnkar auðvitað við þessa augljósu
misnotkun á nöfnum þeirra í skammvinnu ábataskyni.
Bandariskir læknar hafa verið að síga í áliti á heima-
vígstöðvum. Fólk er í auknum mæli farið að efast um
gagnsemi þeirra og er farið að snúa sér að óhefðbundum
lækningum af fjölbreyttasta tagi, sumum gagnlegum og
öðrum ekki, eins og gengur og gerist.
Þetta er þáttur í stærra ferli, þar sem allt er orðið að
söluvöru. Bezt sést þetta í bandarískum stjórnmálum,
þar sem verðmiðar eru komnir á flesta hluti. Það kostar
til dæmis ákveðna upphæð í kosningasjóð demókrata að
fá að sofa í svefnherbergi Lincolns í Hvíta húsinu.
Þeim tíma er að ljúka, að fólk geti fengið aðgang að
stjómmálamönnum á annan hátt en gegn gjaldi. Þannig
varði þjóðflokkur Cheyenne-Arapaho-indíána einum og
hálfum árstekjum sínum fyrir sæti handa höfðingja sín-
um í hádegisverði með Clinton Bandaríkjaforseta.
Þetta siðleysi gengur svo langt, að beinir og óbeinir
sendimenn erlendra ríkja, einkum í Suðaustur-Asíu
greiða milljónir dollara fyrir að fá að sofa eina nótt í
Hvíta húsinu, vera á hádegisverðarfundi með forsetan-
um eða spila með honum níu holur í golfi.
Spilling af þessu tagi er ekki bundin við Bandaríkin,
þótt ný listform á því sviði sjái þar oftast fyrst dagsins
ljós, af því að Bandaríkjamenn eru oft hugkvæmari en
aðrir. Á sumum sviðum ganga aðrar þjóðir lengra, eink-
um i þágu utanríkisviðskipta við þriðja heiminn.
í Þýzkalandi og Japan fá fyrirtæki skattafslátt af
mútugreiðslum til erlendra fyrirtækja til að liðka fyrir
viðskiptum, svo að viðskiptajöfnuðurinn við útlönd geti
batnað. Þetta magnar spillingu í þriðja heiminum og
dregur úr getu hans til að lyfta sér upp úr eymdinni.
Reynt hefur verið að mæla spillingarkostnað í ýmsum
löndum. Talið er, að hann sé víða um 5% landsfram-
leiðslunnar í þriðja heiminum, sums staðar um 10% í
Suðaustur-Asíu og um 20% í Indónesíu. í því landi er
spillingarkostnaðurinn tvöfaldur launakostnaðurinn.
Samanlagt dregur þessi víðtæka spilling úr getu lýð-
ræðiskerfisins til að standa undir hlutverki sínu. Fjár-
magni er veitt á annarlegan hátt gegn straumum mark-
aðarins. Traust fer minnkandi, þegar almenningur áttar
sig á, að orð og gerðir flestra eru til sölu.
Þegar læknasamtök eru gegn greiðslu farin að mæla
með hrærivélafyrirtæki, er þjóðfélagið orðið svo gegn-
sýrt af spillingu, að hún er orðin að afli allra hluta.
Jónas Kristjánsson
Minnkandi áhugi
á erlendum fréttum
Fyrir þá, sem tóku þátt í um-
ræðum um utanríkis- og öryggis-
mál á tímum kalda stríðsins eða
störfuðu þá daglega við miðlun er-
lendra frétta, hefur orðið gjör-
breyting í mörgu tilliti. Þá var
auðvelt að setja stjórnmálaat-
burði, hvar sem er á jarðarkringl-
unni, inn í stórpólitíska baráttu
milli austurs og vesturs. Innan
einstakra landa háðu menn póli-
tísk átök á grundvelli atburða í
öðrum löndum. Efnt var til að-
gerða við sendiráð eða á torgum
til að láta í ljós óvild sína eða
stuðning. Fylgst var með erlend-
um fréttum með hliðsjón af áhrif-
um þeirra heima fyrir.
Eftir hrun Sovétrikjanna og
upplausn hins kommúníska valda-
kerfis er ekki lengur um baráttu
af þessu tagi að ræða. Ekki er
lengur unnt að draga ályktanir
um áhrif atburða á samkeppni
milli austurs og vesturs. Menn
koma ekki heldur lengur saman
til að hallmæla eða hrósa öðru
hvoru risaveldanna. Hugtök eins
og hlutleysi skipta ekki lengur
neinu máli í umræðum um al-
þjóðamál, því að ríki geta ekki
skipað sér á milli neinna fylkinga.
Nú stefna allar þjóðir að því að til-
einka sér kosti markaðshagkerfis,
þótt virðing fyrir mannréttindum
og ýmsum grunnþáttum lýðræðis-
legra stjórnarhátta séu ekki alls
staðar í heiðri höfð.
Minni erlendar fráttir
Viða er rætt um það meðal
áhugamanna og sérfræðinga um
fjölmiðlun, að dregið hafi úr er-
lendum fréttaflutningi í fjöl-
miðlum, ekki síst dagblöðum.
Þannig hefur verið bent á það,
að í Bretlandi sé það aðeins
Financial Times, sem sýni er-
lendum fréttum hæfilega virð-
ingu. Sjá megi á öðrum virtum
blöðum, að hugur þeirra sé
ekki við erlend málefni. I götu-
sölublöðunum sé varla minnst
á útlönd nema þegar einhver
hneykslismál, sem snerta
breska þegna, séu á döfinni.
Þegar leitað er skýringa á
þessu, nefna margir skort á
fjármunum. Það sé dýrt að
flytja erlendar fréttir. Stephen
Glover, sem áður var einn af
ritstjórum breska blaðsins
Independent, segir, að þetta sé
ekki skýringin. Flest dagblöð
græði nú meira en fyrir 30 til
40 árum auk þess sem miklu
auðveldara sé en áður fyrir
blaðamann að senda frá sér
efni eftir byltingu í íjarskiptum
og vegna fistölva.
Hann segir miklu nær að
leita skýringa í því, að ritstjór-
Erlend tíðindi
Björn Bjarnason
ar blaða telji lesendur sina ekki
átta sig á merkingu orðsins „er-
lendis". Hverjir nenni að vita nöfn
ráðherra í ríkisstjórn Frakklands?
Loks kemst Glover þó að þeirri
niðurstöðu, að í Bretlandi hafi
menn misst áhugann á erlendum
málefnum eftir upplausn breska
heimsveldisins, sem hafi tengst
öðru heillandi viðfangsefni: Kalda
stríðinu.
Ný fjölmiðlun
Þegar að þessum málum er hug-
að, er jafnframt nauðsynlegt að
minnast þess, að menn hafa allt
önnur úrræði til að afla sér upp-
lýsinga frá öllum heimshornum
en áður.
Með gervihnattardiski getur
áhugamaður um erlend málefni
komist sjálfur beint inn í frétta-
heim erlendra rikja, þegar hann
horfir á sjónvarpsfréttir víða um
heim í stofunni heima hjá sér, eða
hann fylgist með sjónvarpsstöðv-
um, sem flytja heimsfréttir allan
sólarhringinn. Tölvurnar og Inter-
netið gera okkur síðan kleift að
fara nánar ofan í hlutina í ein-
stökum löndum og hefur verið
næsta ævintýralegt að fylgjast
með því, hvernig kosningum eða
leiðtogafundum og sambærilegum
atburðum eru gerð skil á Netinu.
Innan fárra ára verður jafnvel
enn auðveldara en nú að afla sér
þeirra upplýsinga, sem maður
kýs, hvaðanæva úr heiminum.
Send verða á loft tiltölulega lág-
fleyg gervitungl og þau munu
tryggja, að hvarvetna geti menn
komist í samband við þau og not-
að til að koma frá sér boðum eða
afla sér upplýsinga.
Þróunin er jafnframt í þá átt, að
menn semji sjálfir óskalista um
það, sem þeir vilja kynnast, leggi
hann inn á vefsíðu einhvers fjöl-
miðlis. Síðan sér fjölmiðillinn um
að draga saman efni í samræmi
við óskalistann og sendir niður-
stöðuna til dæmis daglega til við-
skiptavinarins.
Margt bendir því til þess að
sjóndeildarhringur okkar kunni
að þrengjast um leið og hann
stækkar. Við getum látið okkur
nægja að fá aðeins fréttir um
áhugaefni okkar, hvort sem at-
burðimir gerast innan lands eða
utan.
Forráðamenn CNN hafa skynjaö minni áhuga á beinum fréttum. Hér eru þeir
við opnun íþróttastöðvar CNN si. vetur. Frá vinstri eru þetta Tom Johnson,
Ted Turner, Gerald Levin og Terry McGuirk. Símamynd Reuter
skoðanir annarra
ÍAugljós markaðsbrella
„Umsögn Johns F. Kennedys Jr. um frændur
sína Micheael og Joseph sem „fulkomnar fyrir-
myndir um slæma hegðun“ í síðasta hefti tímarits-
ins George er augljós markaðsbrella en getur einnig
forðað því að almenningur fari á ímyndunarfyllirí.
Gagnrýni Johns Kennedys Jr. mun ekki kasta
ljóma á ímynd hans sem pennafærs ritstjóra eða
i hugsuðar. Skrif hans um átökin milli þarfarinnar
við að falla inn í fjöldann og þess að láta sitt „rétta
| eðli“ í Ijós eru í léttum dúr og ákaflega líflaus.
J Skrif Kennedys gætu augljóslega verið sölubragð
j en við skulum vona að þau sýni ekki djúpar hugs-
j anir hans um fjölskylduarfinn."
Úr forystugrein New York Times 13. ágúst.
Lögreglan spilltust allra
„Tíðni afbrota í Brasilíu er með þeirri hæstu sem
gerist í heiminum og er lögreglan þar í landi spillt-
ust allra. Lögreglan í Brasilíu notar mun grimmi-
legri aðferðir en aðrir starfsfélagar hennar í hinum
vestræna heimi. Lögreglumenn í Brasilíu eru þekkt-
ir fyrir að drepa miskunnarlaust t.d. götuböm og
landlausa bændur. Flest fórnarlömbin eru ungir, fá-
tækir blökkumenn. Tölurnar eru óhugnanlegar. Ár-
ið 1992 drap lögreglan 1.190 manns í borginni Sao
Paulo en þar búa 15 milljónir manna. Á sama tíma
drap lögreglan í New York 25 manns en þar búa
helmingi færri en í Sao Paulo.“
Úr forystugrein New York Times 11. ágúst.
Um lögleiðingu fíkniefna
„Lítill vafi leikur á að Carl I. Hagen hefur bæði
sagt og meinað það að hann væri hlynntur lögleið-
ingu fikniefha. Það er þó ekki ástæða til að halda að
frjálst hass sé á leynilegri stefnuskrá Framfara-
flokksins. Tilraunir til að klína gömlum yfirlýsing-
um á Hagen verða því varla til að veikja stöðu hans.
Máliö sýnir bara að í boðskap Hagens er ekki að
finna neinn pólitískan kjama.“
Úr forystugrein Arbeiderbladet 14. ágúst.