Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1997, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1997, Blaðsíða 16
16 ^emting LAUGARDAGUR 16. AGUST 1997 Daisy L. Neijmann hefur gefið út bók um vestur-íslenskar bókmenntir á 19. og 20. öld: íslenska röddin lifir enn í sumar kom út 1 Kanada bókin The Icelandic Voice in Canadian Letters (íslenska röddin í kanadísk- um bókmenntum) eftir Daisy L. Neijmann, aðstoðarprófessor í is- lensk-kanadískum fræðum við há- skólann í Manitoba. Þetta er dokt- orsritgerð hennar, ríflega 400 síður. Þar rekur Daisy sögu íslands og ís- lenskra bókmennta fram að vestur- ferðum í stuttu máli en aðallega fjallar bókin um bókmenntir fólks af íslenskum ættum í Kanada, bæði þær sem skrifaðar voru á íslensku og ensku. Það er Carleton Uni- versity Press sem gefur bókina út. Daisy talar reiprennandi íslensku þó að hún sé hollensk og búi í Kanada og fyrsta spurningin er eðli- lega hvers vegna stúlka frá Amster- dam verður sérfræðingur í bók- menntum Vestur-íslendinga. Bók fyrir alla áhugamenn „Ég kynntist kanadískum bók- menntum í enskunámi við háskól- ann í Amsterdam," segir Daisy. „Kennarinn minn var frá Chicago og af sænskum ættum og vissi tölu- vert um bókmenntir Norðurlanda- búa í Norður-Ameríku. Hann sagði mér frá því hvað Vestur-íslendingar hefðu verið duglegir að skrifa en þá var ég löngu orðin hrifín af íslandi. Daisy L. Neijmann - skrifaði doktorsritgerð um vestur-íslenskar bókmenntir Ég kom hingað fyrst átján ára árið 1982 og seinna kenndi ég nokkur ár á Húsavík. Ég ákvað að skrifa MA- Steinullarbíllinn auglýsir Einangrum öll hús, ný sem gömul, með steinull frá Sauðárkróki. Ullinni er blásið á sinn stað hvort sem er í holrúm, útveggi, þök, innveggi (hljóðeinangrun) eða ofan á loftplötur. Getum komist að stöðum sem erfitt er að komast að. Ókeypis skoðun - Gerum tilboð JÓN ÞÓRÐARSON Sími 587-9194, bílas. 853-3892, fax 587-9164 Smáauglýslngadeild DV er opin: • virka daga kl. 9-22 • laugardaga kl. 9-14 • sunnudaga kl. 16-22 Tekið er á móti smáauglýsingum til kl. 22 til birtingar nœsta dag Ath. Smáauglýsing í Helgarblað DV þarf þó að berast okkurfyrir kl. 17 á föstudag a\\t mllH himir,' °e>c Smáauglýsingar 550 5000 ritgerð um bókmenntir Vestur-Is- lendinga og seinna doktorsritgerð um þær þvi um þær hafði nánast ekkert verið skrifað. Þetta var leið mín til að sameina áhugann sem ég hafði alltaf haft á íslandi og áhug- ann á kanadískum bókmenntum." - En fyrir hvern er svona doðr- antur á ensku um vestur-íslensk- ar bókmenntir? Hver á að lesa þessa bók? „Ég skrifaði hana ekki fyrir Vest- ur-íslendinga sérstaklega heldur fyrir Kanadamenn og íslendinga og reyndar alla sem hefðu áhuga á bók- menntum og innflytjendamenningu. Ég vildi að fólk, sem ekki vissi neitt um efnið, gæti lesið hana, þess vegna útskýri ég bæði íslenska og kanadíska menningu í bókinni. Hún er ekki ætluð fræðimönnum ein- göngu heldur öllum sem áhuga hafa á þessu efni.“ - Þú hefur lesið enskar, banda- rískar og kanadískar bókmenntir - er eitthvað sérstakt við bækur rithöfunda af íslenskum ættum? Er einhver „íslenskur tónn“ í rödd þeirra? „Já, það er niðurstaða mín. Þegar ég fór til Kanada til að rannsaka þetta efni fór ég með ísland í huga og bjóst við að finna það þar. Finna íslenska menningu meðal afkom- enda vesturfara. En ég fann hana ekki og fyrst varð ég fyrir vonbrigð- um. Þetta er ekkert íslenskt, hugs- aði ég, þetta er bara kanadískt! Mað- ur verður aö fara undir yfirborðið til að komast að kjarnanum, þá finnur maður að þetta er sérstök menning, ekki al-íslensk og ekki al- kanadísk. Hún er meira kanadísk en íslensk en alveg sérstök blanda samt. Og hún er ennþá mettuð af áhrifum frá íslenskri menningu þegar vel er að gætt. Fólk heldur tengslunum ótrúlega vel við. Eitt mikilvægt atriði er til dæmis gróin virðing fyrir menningu, námi og bókmenntum meðal þessa fólks, sem ekki var algeng meðal innflytj- enda af öðru þjóðemi, og margir vestur-íslenskir rithöfundar hafa talað um hvað sá stuðningur hafi verið þeim mikils virði. Vestur- ís- lenska samfélagið virðir sín skáld. Það var mjög sérstakt og hafði drjúg áhrif. Þess vegna eiga Vestur-íslend- ingar hlutfallslega marga rithöf- unda og þeir nota ýmislegt úr upp- runanum í hókum sínum.“ - Þó segirðu 1 bókinni að helstu núlifandi vestur-íslensku rithöf- undarnir, Bill Valgardson, Krist- viö háskólann í Amsterdam. DV-mynd E.ÓI. jana Gunnars og David Amason, hafl snúið baki við fjölþjóðmenn- ingarstefnu Kanada og eiginlega neitað að vera af einhverju sér- stöku „þjóðarbroti“ til þess að koma í veg fyrir að verk þeirra yrðu sett á ákveðinn bás. Er þetta ekki mótsögn við það sem þú sagðir núna? „Að hluta til. Ég held að áhrifin frá upprunanum séu enn alveg jafn- sterk og áður en höfundar fara var- legar í að láta þau í ljós í bókum sín- um. Ef rithöfundar eru augljóslega af einhverjum uppruna öðrum en A bókarkápu er táknræn mynd af hauskúpu af stórgrip og brotnum báti sem aldrei kemst til baka - en i baksýn er sólin aö koma upp yfir sléttunni miklu. Listamanns er ekki getið. breskum þá er svo auðvelt að af- greiða þá sem slíka. Það væri sér- staklega ósanngjarnt gagnvart vest- ur- íslenskum höfundum vegna þess að Vestur-íslendingar eru svo ákveðnir í að vera Kanadamenn, skera sig ekki úr. Þeir eru ekki ís- lendingar heldur Kanadamenn af ís- lenskum ættum. Og flestir eru stolt- ir af því.“ Hvað eru „góðar bókmenntir"? - Þú segir í bók þinni að kanadíska bókmenntastofnunin meti jafnvel bestu rithöfundana meðal Vestur-íslendinga lítils. Eru þeir þá nokkuð góðir í raun og veru? „Hvað meinarðu þegar þú segir „góðir“? Hvaða mælikvarða not- arðu? Kanadíska bókmenntastofn- unin er samsett af karlmönnum af breskum ættum og kanadískri yfir- stétt - því Kanada er ekki stéttlaust þjóðfélag þó að því sé stundum hald- ið fram. Þessir menn hafa ákveðið hvað séu góðar kanadískar bók- menntir og það hefur verið erfitt fyrir konur og fólk af öðru þjóðerni en bresku að komast í þann hóp. Það „eðlilega" er að vera hvítur karlmaður af breskum ættum, allt annað er „óeðlilegt“ þó að það geti verið gasalega sniðugt og skemmti- legt! En þetta er óðum að breytast núna. Ég get kannski ekki sagt að Valg- ardson, Amason eða Gunnars séu höfuðskáld Kanada en þau eru mjög góðir höfundar og eiga skilinn sess sem slíkir. Ennþá er það eiginlega bara Kristjana sem hefur hlotið þá virðingu sem henni ber, hún er mikils metin í hópi framúrstefnu- höfunda í Kanada." - En þau eru orðin varkárari að túlka íslensk viðhorf í bókum sínum, segirðu; þagnar þá ekki „íslenska röddin“ í kanadiskum bókmenntum endanlega? „Ég hef hugsað mikið um þetta. Ég held að áhrif frá upprunanum hafi alltaf gengið í bylgjum og ég hef trú á að svo verði áfram. Þó að þau séu á undanhaldi í svipinn koma þau aftur. Aðalatriðið er að þessir höfundar eiga ekki að þurfa að finna aðrar leiðir til að tjá sig en eru þeim eiginlegar. Vestur-íslend- ingar eru líka Kanadamenn og þeirra gildi eru alveg jafnrétthá og annarra. Svarið við spurningunni er: Nei, ég held að röddin þagni ekki.“ Óeðlilegt tttu eftirlætisskáld meðal skjólstæðinga þinna? „Ég er mjög hrifin af sumum verkum Kristjönu Gunnars, sérstak- lega ljóðunum. Hún er eitt besta kanadíska ljóðskáldið nú á dögum. En ég er hrifin af öllu sem Bill Val- gardson hefur gert. Hann er eftir- lætið mitt í nútimanum. Af eldri skáldum er ég hrifnust af Guðrúnu Finnsdóttur. Hún skrifaði frábærar smásögur um líf landnema í Kanada en þær hafa ekki vakið þá athygli sem þær eiga skilið af því að hún skrifaði á íslensku. Kirsten Wolf var að gefa út bókina Westem Icelandic Women Writers með verkum eftir Guðrúnu og fleiri kvenrithöfunda af íslenskum ættum í Kanada. Það vekur vonandi athygli á þeim en Guðrún þyrfti að fá heila bók fyrir sig á ensku.“ - íslendingar hafa sýnt vestur- íslenskum rithöfundum lítinn áhuga og lítið þýtt og geflð út af verkum þeirra. Finnst þér það eðlilegt? „Nei. Ég skil hvers vegna íslend- ingum var illa við þá sem fóru á sín- um tíma en ég skil ekki hvers vegna þeir eru ennþá svona áhugalausir. Mér fyndist eðlilegt að íslendingar hefðu meiri áhuga á þessum höf- undum en öðrum erlendum rithöf- undum. íslenska röddin heyrist ennþá í bókum þessa fólks. Hún er auðvitað ekki eins og röddin í bók- menntum sem skrifaðar eru á ís- landi, hún hefur breyst. En það merkilega er að hún er ennþá lif- andi og íslendingar geta verið stolt- ir af því. Vestur- íslenskir rithöf- undar geta sagt íslendingum að ís- lensk menning getur lifað erlendis sem minnihlutamenning. Hún getur lifað þó að hún breytist." -SA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.