Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1997, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1997, Qupperneq 27
JjV LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1997 fréttaljós Alexander Konhakov, fyrrum lífvörður Jeltsíns, segir alla sólarsöguna um Rússlandsforseta: Þjónninn hafði varia undan að fylla glasið Alexander Korzhakov, fyrrum líf- vöröur Borísar Jeltsíns Rússlands- forseta, ætlar að græða á vist sinni hjá Kremlarbónda. Og segja sann- leikann um gamla vinnuveitandann í leiðinni. Korzhakov er búinn að gefa út endurminningar sínar, bók sem margir biðu eftn: með óþreyju. Hún reyndist þó ekki innihalda neinar nýjar uppljóstranir um Jeltsín og uppátæki hans. Eigi að síður getur verið gaman að gripa niður í hana. Vaknaðu, Alexander Erlent fréttaljós Breska blaðið Sunday Times birti fyrir skömmu útdrátt úr bókinni og hefst frásögnin þegar flugvél Rúss- landsforseta á eftir stutt flug til Shannon á írlandi. Þar er fyrirhug- aður fundur Jeltsíns og Alberts Reynolds, þáverandi forsætisráð- herra írlands. „„Alexander, Alexander..." í svefnrofanum heyrði ég _ w óttaslegna rödd Naínu Jeltsín, eiginkonu for- jsfyH setans, og skaust — fram úr rúminu. „Borís datt og hann er búinn að væta buxurnar. Hann reis á fæt- — ______ ur, ætlaði sjálf- sagt að fara á klósettið og liggur þarna hreyf- ingarlaus. Heldurðu að hann hafi fengið hjartaáfall?“ Naína hafði hraðað sér beinustu leiö til mín, án þess að vekja lækn- ana, af því að staðan var svo við- kvæm. En svo til allir nauðsynlegir sérfræðingar og tækjabúnaður voru um borð í flugvélinni: lífgunartæki, taugameinafræðingur, taugaskurð- læknir, hjúkrunarfræðingar. „Náðu í læknana, fljótt,“ gelti ég að Naínu. Ég fór inn í íbúð forsetans. Hann lá hreyfíngarlaus á gólfinu, náfölur og líflaus í framan. Ég reyndi að lyfta honum. En ég réð ekkert við hreyfingarlausan 140 kílóa skrokk- inn á Borís Nikólajevitsj. Mér tókst að reisa hann aðeins við og lyfti undir hann. Ég skreið hægt með hann að rúminu." Þessir atburðir áttu sér stað í september 1994. Jeltsín og fylgdarlið hans voru á heimleið frá Was- hington, með viðkomu á írlandi. Þegar Korzhakov var vakinn var enn eftir þriggja tíma flug til Shann- on-flugvallar þar sem Rússlandsfor- seti ætlaði að ræða við Albert Reynolds í 40 mínútur. Það var hins vegar alveg klárt að Jeltsín kæm- ist ekki á þann fund. „Eg sá alltaf fyrir þegar gott skap Jeltsíns var um það bil að gufa upp og breytast í ruddafenginn galsa sem hann hafði enga stjórn á,“ held- ur Korzhakov áfram í frásögn sinni. „Við málsverð með Bill Clint- on Bandaríkjaforseta í Was- hington daginn áður hafði vínið flotið í stríðum straumum en engir sterkir drykkir voru veittir. Allir vita að þegar skálað er i opin- berum heim- sóknum, fá menn sér bara lítinn , w , sopa og láta glas- ið síðan frá sér. Jeltsín borðaði aðeins pínulítinn kjötbita og hvolfdi í sig nokkrum glösum. Vínið fór beint í hausinn á honum og hann fór að segja hræðilega brandara sem mér fannst vera algjörlega misheppnaðir. Túlkurinn reyndi í örvæntingu sinni inn lokaði ég dyrunum og sagði: „Nú er nóg komið, Borís Nikóla- jevitsj. Þú getur rekið mig, jafnvel stungið mér í fang- Tóm þvæla - að finna orð sem mundu bregða gamansamri birtu á öll klúr- yrðin sem hann ----------- lét út úr sér. Clinton áttaði sig á að gestur hans hegðaði sér undarlega en reyndi að halda uppi stemn- ingimni og lét sem allt væri í stakasta lagi. Hann fann greinilega á sér að málsverðurinn gæti end- að með skelfingu, sem gæti komið sér illa fyrir hann. Ég var sótrauður í framan af bræði.“ Reynolds varð að bíða Þegar Jeltsín rankaði við sér í flugvélinni á leiðinni til írlands krafðist hann þess að fá að klæða sig svo hann gæti farið á fundinn með Reynolds. Ekki var hlustað á hann en ákveðið þess í stað að Oleg Soskovets aðstoðarforsætisráðherra hitti Reynolds. Jeltsín var það hreint ekki að skapi. Þegar Soskovets steig loks út úr flugvél- inni voru liðnar tuttugu mínútur frá því hún kom upp að flugstöðvar- byggingunni. „Oleg fór út og brosti, rétt eins og allt væri í himnalagi. Um leið og hann var kominn niöur landgang- ■ Við grípum næst niður i frásögn Korzhakovs af opinberri heimsókn Jeltsíns til Þýskalands í ágúst 1994. í þeirri ferð hagaði Rússlandsfor- seti sér verr en oftast áður, að % mati lífvarðarins fyrrverandi. Ferðin var farin í tilefni þess að rússneskar hersveitir voru að hverfa frá fyrrum landsvæð- 4 um Þýska alþýðulýðveldisins. Strax um morguninn kom einn af læknum Jeltsíns að máli við lífvörðinn og lýsti áhyggj- um sínum yfir því að forset- inn væri þegar orðinn þreyttur og vildi slaka aðeins á fýrir athöfn- ina. Naína, eigin- kona Jeltsins, full- vissaði lífvörð- inn um að hún hefði aðeins gefið honum bjór að drekka. Síðar kom í ljós að i sá gamli | hafði kom- ■ ist yfir ann- að og meira. Kona hans hafði enga hugmynd um það. „Helmut Kohl (Þýska- landskanslari) tók hlýlega á móti Jeltsín. Hann hafði til- hneigingu til að koma fram hann eins og yngri um þægindum, litlu eldhúsi og huggulegum bar. Þegar á staðinn var komið vildi Jeltsín endilega stjórna lúðrasveit þýsku lögregl- unnar, þótt hann hefði lítið vit á tónlist, að sögn Korzhakovs. Hann þreif tónsprotann og sveiflaði hon- um í kringum sig og lét öllum illum látum og sönglaði um leið vinsælt rússneskt lag, Kalinka Malinka. Hann kunni þó ekki allan textann. Allir skemmtu sár vel „Áhorfendurnir, tónlistarmenn- imir og blaðamenn skemmtu sér konunglega. Þeir höfðu aldrei séð neitt þessu líkt fyrr og litlar líkur voru á að þeir ættu það eftir. Forset- inn leit á öll hrópin og köllin sem aðdáunaróp vegna hæfileika hans sem stjómanda. Það var því miður útilokað að skenkja Jeltsín aldrei vodka. Naína hélt áfram að gefa eiginmanni sín- um koníak, þrátt fyrir ströng fyrir- mæli læknanna. Þótt ég hefði bann- að kokkinum að geyma nokkurt áfengi í eldhúsinu vissi Jeltsín alltaf hvernig hann átti að fara í kringum bann mitt. Ef hann þurfti endilega að fá sér sjúss var hann vanur að bjóða ein- hverjum af traustustu vinum sinum í „áheyrn". Fundunum með Viktor Tsjernomyrdín forsætisráðherra lauk alltaf með smá„veikleika“. Fyr- ir kom að hann kvaddi einn af hús- vörðunum sínum (hann valdi alltaf einhvern sem gott var að ráðskast með) og skipaði þeim að fara út og „kaupa eitthvað“.“ Alexander Korzhakov, fyrrum lífvörður Jeltsíns Rússlandsforseta, til vinstri á myndinni, ræðir við félaga sinn í neðri deild rússneska þingsins. Korzhakov hefur gefið út endurminningar sínar. Símamynd Reuter elsi, en ég hleypi þér ekki út.“ Jeltsín sökk ofan í koddann, á nærbuxunum og skyrtunni, og fór að gráta. Blóðblettir voru komnir í hreina skyrtuna hans eftir spraut- umar sem hann hafði fengið. Hann fór að vola: „Þú hefur smánað mig frammi fyrir öllum heiminum með þvi að gera þetta." „Það ert þú sem varst næstum bú- inn að verða Rússlandi og sjálfum þér til skammar," hreytti ég í hann á móti. Læknamir komu honum í rúmið, gáfu honum róandi lyf og forsetinn svaf þangað til við komum til Moskvu. Skömmu áður en við lent- um gerði hann boð fyrir mig og var æstur. „Hvað eigum við að gera? Hvemig eigum við að skýra það sem gerðist?“ spurði hann. „Borís Nikólajevitsj, þú verður að segja að þú hafir verið mjög þreytt- ur,“ svaraði ég. „Flugið var erfitt og þú þjáðist af flugþreytu. Þú steinsofnaðir og lífvörðurinn þinn vildi ekki láta vekja þig. Þeir sögðu að næði forsetans væri mikilvægara en allar siðareglur utanríkisþjón- ustunnar - þú munt sjá til þess að þeim verði refsað fyrir ósvífnina.“ Hann var sama sinnis og endurtók þetta fyrir fréttamenn, nánast frá orði til orðs. Að sjálfsögðu var litið svo á að forsetinn hefði verið dmkk- inn. Þær getgátur voru ekki á rök- um reistar en varla voru þær þó óréttmætar." Borís Jeltsín Rússlandsforseti skálar við Jiang Zemin Kínaforseta í kvöldveröi í Kreml. Jeitsín drakk oft ótæpilega viö opinberar athafnir, eins og kemur fram í bók fyrrum lífvaröar hans. Símamynd Reuter bróður og virtist alltaf innilega glað- ur að sjá hann. Það var hjartnæmt að heyra hvernig hann sagði „Bor- íís, Boríís“ og sló hann létt á öxlina. Kohl var nánasti vinur Jeltsíns af öllum erlendum þjóðarleiðtogum. Hann áttaði sig samstundis á ástandinu og faðmaði hann upp á rússneska mátann. Hann sá á svipn- um á mér að forsetinn þarfnaðist stuðnings, bókstaflega talað. Kohl tók varlega utan um Jeltsín og lagði af stað með hannað minnismerki frelsunarinnar í Berlín... Hann drakk svo mikið rauðvin með hádegisverðinum að þýski þjónninn hafði varla undan að fylla glasið. Hann sagði tóma þvælu og baðaði út öllum öngum. Ég sat and- spænis honum og var að deyja úr skömrn." Eftir hádegisverðinn var haldið að sovéska stríðsminnismerkinu í lítifli Mercedes Benz rútu með öll- HYUNDAI vökvagrafa meö ýtublaði 14,6 tonn. Frábært verö. Glæsilegt útlit ' Skútuvogi 12A, s. 581 2530

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.