Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1997, Page 29
28
mtal
LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1997 JjV
Bónusfeðgarnir, Jóhannes Jónsson og Jón Asgeir, hyggjast færa enn frekar út kvíarnar:
Jóhannes Jónsson, kaupmaður í Bónusi, hefur látið mikið að sér
kveða á síðustu árum. Hann hefur verið nefndur vinur launa-
mannsins vegna hins lága vöruverðs í Bónusi og fengið riddarakross
frá forseta íslands fyrir verslunarstörf. Það sem færri vita er að frá
upphafi hefur sonur Jóhannesar, Jón Ásgeir, unnið með honum í
rekstrinum og í raun sér hann um rekstur búðanna að mestu leyti í
dag. Hann hefur ekki áður gefið færi á sér í ítarlegt viðtal við fjöl-
miðla. Þráttfyrir gott gengi og mikinn uppgang segjast þeir síður en
svo hafa lagt hendur í skaut og stefna með Bónus-hugmyndina á
fyrsta daginn vegna tæknilegra
vandamála."
Það fer kuldahrollur um feðgana
þegar þeir hugsa um þennan fyrsta
dag. Þeir segjast hafa þurft að aug-
lýsa í útvarpinu að tæknin hefði
brugðist þeim og því væri búið að
loka. Síðan hafi aftur verið auglýst,
„höfum náð tökum á tækninni“.
„Þetta var skelfilegur dagur,“ segir
Jóhannes, hlær og hallar sér mak-
indalega aftur. Skelfingardagarnir
tilheyra vonandi fortíðinni.
samkeppnisaðili færi á hausinn.
Umsvif Bónuss hafa aukist ár frá
ári og nú er svo komið að verslanirn-
ar eru orðnar átta á höfuðborgar-
svæðinu. Þær eru tvær í Færeyjum
og síðan reka þeir feðgar eina skipa-
verslun í Reykjavik, Bónusbirgðir.
Ef allt er talið er velta fyrirtækisins
á þessu ári í kringum sjö milljarðar
króna, með virðisaukaskatti.
Hugsjón að lækka verðið
„Ef þær vörur sem við erum að
þessi munur 18-19 prósent. Þeim hafi
því vaxið fiskur um hrygg í þvi að ná
verðinu niður. Viðmótið frá 30 til 40
þúsund viðskiptavinum í hverri
viku hafi verið slíkt að það sé orðið
að hugsjón hjá þeim að ná verðinu
eins langt niður og hægt er.
„Við höfum auglýst að við bjóðum
alltaf lægsta verðið og samkvæmt
könnunum stenst það í 99,2% tilvika.
Ég held að fólk geri sér almennt ekki
grein fýrir hversu mikil vinna fer í
það hjá okkur að fylgjast með þessu
og passa upp á að vera alltaf lægstir.
stærri mið. DV hitti Bónusfeðgana á dögunum og ræddi við þá um
verslunarstörfm, búðirnar, samstarfið, peningana, ríkidæmið, sam-
keppnina og margtfleira.
„Eftir 25 ára starf hjá Sláturfélag-
inu hafði ég verið atvinnulaus eða í
lausamennsku í um eitt ár. Jón Ás-
geir var að útskrifast úr Verslunar-
skólanum og við vorum svo heppnir
að kennarar fóru í verkfall á þessum
tíma. Hann hafði því nægan tíma
þegar við opnuðum fyrstu búðina í
Skútuvogi 8. apríl 1989. Okkur var
feikilega vel tekið og til marks um
það biðu hér um 100 manns á plan-
inu í rigningu þegar við opnuðum,"
segir Jóhannes Jónsson, kaupmaður
í Bónusi, um upphafið að Bónusveld-
inu.
Þeir feðgar, Jón Ásgeir og Jóhann-
es, segja að ekki hafi þótt mjög gæfu-
legt á þessum tíma að gerast mat-
vörukaupmaður en reynsla Jóhann-
esar á ferðalögum út um heim fýrir
fyrri vinnuveitendur hafi sýnt hon-
um fram á að nákvæmlega svona
búðir vantaði á íslandi.
„Menn fóru á hausinn á færibandi
á þessum árum og þeir sem ekki fóru
á hausinn héngu á bláþræði. Telja
mátti á fingrum annarrar handar
þær búðir sem gengu vel,“ segir Jó-
hannes.
Hlutaféð ein milljón
Jón Ásgeir segir að strax í upp-
hafi hafi verið ákveðið að fara af stað
með lágvöruverðsverslun. Formið á
búðunum hafi fallið fólki vel í geð og
því hafi nánast ekkert verið breytt á
þessum átta árum.
„Breytingarnar hafa aðallega ver-
ið tæknilegs eðlis. Við byrjuðum
með eins litlum tilkostnaði og viö
gátum því við áttum enga peninga í
upphafi. Hlutaféð var ein milljón,"
segir Jón Ásgeir og Jóhannes bætir
við að upphafið hafi hreint ekki ver-
ið gæfulegt.
„Planið var ómalbikað hérna hjá
okkur og aðstæður alveg svakalegar.
Kúnnarnir festu kerrurnar í pollun-
um og við þurftum að loka þrisvar
Kom í veg fyrir magasár
Bónusmenn voru fyrstir til þess að
taka margháttaða tækni í sínar
hendur, t.d. varðandi strikamerking-
ar. Þeir segjast hafa valið einfalt
tölvukerfi en árangursríkt og það
hafi gert það að verkum að þeir hafi
ekki fengið magasár fyrst eftir opn-
unina. Þeir hafi daglega getað séð af-
komuna svart á hvitu strax frá byrj-
un. í nýjustu versluninni í Grafar-
voginum er komið rafvirkt verð-
merkingarkerfi þannig að Jón Ás-
geir getur breytt verði á hillunum á
20 sekúndum frá skrifborðinu sínu í
Skútuvoginum. Þetta segja feðgamir
vera framtíðina en kerfið sé dýrt og
því muni taka einhvern tíma að setja
það upp í öllum búöunum.
„Menn höfðu enga trú á því að við
myndum lifa þennan rekstur af,
kannski sem betur fer því það datt
engum í hug að fara að krunka í okk-
ur. í hugum samkeppnisaðila okkar
vorum við alltaf að fara á hausinn og
það er mjög þægileg staða þegar það
á ekki við rök að styðjast," segir Jó-
hannes og sonurinn bætir við að
svona nokkuð myndi aldrei gerast í
dag, að menn biðu án þess aö bregð-
ast við í þrjú til fjögur ár eftir þvi að
Jóhannes og Jón Ásgeir segja samvinnuna ganga vel. Á fjölskyldufundum sé
ekki bara rætt um verð á tómötum og agúrkum.
selja fyrir sjö milljarða væm keyptar
annars staðar myndu þær kosta átta
og hálfan milljarð," segir Jóhannes
og Jón Ásgeir minnir á að þegar þeir
byrjuðu hafi því verið slegið upp í
blöðum að Bónus væri 10% ódýrara
en Hagkaup og þótt mikið. Nú væri
„Menn höfðu enga trú á því að við myndum lifa þennan rekstur af, kannski sem betur fer því það datt engum í hug að fara að krunka í okkur. í hugum samkeppn-
isaðila okkar vorum við alltaf að fara á hausinn," segir Jóhannes um viöbrögö annarra kaupmanna þegar þeir byrjuöu. DV-myndir E.ÓI.
Við erum með mann í því alla vik-
una að kanna verð í stórmörkuðun-
um. Hann skoðar sjö til átta þúsund
verðdæmi í hverri viku og reynumst
við dýrari einhvers staðar er það lag-
að umsvifalaust. Komi tilboð frá öðr-
um svörum við því með lægra verði
þegar við opnum í hádeginu," segir
Jón Ásgeir. En af hverju að hafa
þetta mikinn verðmun? Væri ekki
nær að hafa pínulitið minni verð-
mun og græða pínulítið meira?
Ekki holu fyrir aðra
„Við höfum oft verið spurðir að
þessu," segir Jón. Hvort ekki væri
gáfulegra að hafa verðmuninn tveim-
ur prósentum minni og taka inn á
því um 100 milljónir á ári. „Málið er
bara að við ætlum ekki að búa til
holu fyrir einhverja aðra. Við höfum
styrkt okkur í sessi á markaðnum
með því að bjóða þetta lágt verð og
munum ekki láta skammtíma gróða-
sjónarmiö eyðileggja það fyrir okk-
ur. Það er kannski ekkert sérstak-
lega aðlaðandi að stofna fyrirtæki
sem leggur upp úr því sama og við og
kannski ólíklegt að það verði gert.
Við ætlum a.m.k. ekki að gera mönn-
um það auðvelt með því að hækka
verðið hjá okkur,“ segir Jón.
Feðgarnir segja galdurinn felast að
miklu leyti í magninnkaupum. Með
því að staðgreiða allar vörur fái þeir
góðan afslátt. Allur afsláttur sem
þeir fái fari beint til kúnnans. Þeir
taki bara það til fyrirtækisins sem
dugi til þess að reka það sómasam-
lega.
Ekki á leið út á land
„Við höfum alla tíð gefið afslátt af
mjólkurvörum og erum ósáttir með
að einokunarfyrirtæki eins og Mjólk-
ursamsalan skuli ekki gefa okkur af-
slátt. Við höfum þurft að kaupa vör-
ur á sama verði og lítil hverfaversl-
un í Kópavogi eða leikskóli í Hafnar-
firði en teljum okkur að sjálfsögðu
LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1997
mtai ■'
eiga að njóta hagræðis magninn-
kaupa. Fyrir réttu ári felldi Sam-
keppnisstofhun dóm um að þeim
bæri að veita okkur magnafslátt. Það
hefur ekki enn verið gert en vonandi
breytist það nú í september," segir
Jóhannes.
Aðspurðir um frekari uppbygg-
ingu Bónuss verða feðgarnir nokkuð
dulir á svip. Þeir segja að áform um
að opna búð í Mosfellsbæ sé í bið en
uppbygging á Smáratorgi í Kópavogi
í fullum gangi. Þeir stefna að því að
opna tvær búðir til viöbótar á höfuð-
borgarsvæðinu en síðan verði það
látið duga. í Færeyjum er orðið að-
kallandi að opna eina búð til, að sögn
þeirra feðga, en þeir eru ekki á leið
til Akureyrar eða eitthvað annað út
á land.
Danmörk spennandi
Jón Ásgeir segir að þótt ekki sé
horft til þess að kvíarnar verði færð-
ar út hérlendis sé ekki loku fyrir það
skotið að þeir fari út fyrir landstein-
ana, annað en til Færeyja. Þeir hafi
fengið fyrirspurnir víða að og þyki
t.d. danski markaðurinn afar spenn-
andi. Hann sé erfiður en ef mönnum
takist að sanna sig þar séu þeir góð-
ir.
„Við megum ekki gleyma því að
krafturinn i okkur er ekki endalaus
og við ætlum okkur að hlúa vel að
því sem við erum að gera hér á landi.
Færeyjar hafa setið of mikið á hak-
anum hjá okkur og kannski má segja
að það sé vegna þess að stjómvöld
eyðilögðu alveg það sem við ætluð-
um að gera þar í landi. Okkur var í
upphafi ekki treyst til þess að nota
okkar eigið vöruhús og síðan fengu
Færeyingar ekki að flytja mjólk
hingað þegar við ætluðum að flytja
mjólkurvömr út til þeirra. Það þýddi
bara tolla á tolla ofan og við misstum
lystina í bili. Það er ekki hægt að
vinna í kerfi þar sem allir eru þjófar
þar til annað sannast og þar sem aft-
urhaldssemin er slík að menn loka
augunum fyrir nokkurri framþró-
un,“ segir Jóhannes þungur á brún.
Bónushugsun víða
Undirritaður horfir yfir sviðið og
veltir því fyrir sér hvort nokkur
ástæða sé til þess fyrir Bónusmenn
að halda áfram að byggja upp. Gæti
ekki verið skynsamlegt að slappa að-
eins af og njóta þess sem þegar er
komið? En þeir voru aldeilis ekki á
því. Svöraðu báðir í einu að ekkert
vit væri í því að fara að hætta. Alls
staðar væri verið að gera fullt af
hlutum sem gera mætti mun betur,
bæði í þessari atvinnugrein og öðr-
um.
„Við höfum komið þessari svoköll-
uðu bónushugsun inn á öðrum svið-
um, t.d. í apótekum og í bensíninu og
það hefur lukkast heldur betur vel,“
segir Jóhannes og bætir við að það
sé krossför fyrir aðra að koma henni
inn í opinbera geiranum og banka-
kerfinu. Þar virðist hún ekki vera til.
I vellystingum eða ekki
Bónusfeðgarnir koma víða við í
sambandi við fjárfestingar. Þeir eiga
hlut í þremur veitingastöðum, hér-
lendis og erlendis, auk lítilla hluta í
einu og öðru.
„Við höfum aðeins þefað af veit-
ingarekstri vegna þeirrar þróunar
sem orðið hefur. Við sjáum t.d. að í
Bandaríkjunum em 54% af máltíð-
um borðaðar utan heimilis og þessi
Bónusmenn eru aðeins farnir að þefa af veitingabransanum. Þeir eiga þrjú veitingahús hérlendis og erlendis. Jón Ásgeir segir það eðlilega þróun þar sem meö
því megi nýta magninnkaup til hagræöis.
þróun hefur gert vart við sig hér á
landi líka. Okkur finnst ekkert óeðli-
legt að við fylgjumst með á þessum
markaði enda er í mörgum tilvikum
um að ræða sömu vöruflokka og við
erum að versla með. Menn verða
vitaskuld að gera það upp við sig, ef
þeir hafa úr einhverju að spila, hvort
þeir ætli sér að taka þátt í einhverju
uppbyggilegu eða lifa í vellystingum.
Okkur finnst eðlilegt að leggja þeim
lið sem leita til okkur um aðstoð við
að gera eitthvað nýtt og skemmti-
legt,“ segir Jóhannes.
Feðgarnir segjast aðspurðir ekki
hafa orðið varir við að fólki finnist
eitthvað óeðlilegt við það að þeir
hagnist á því sem þeir séu að gera.
Með mikla veiðireynslu
„Þessi hugsunarháttur hefur
breyst. Fólki finnst ekki lengur ljótt
að græða. Fólk tekur orðið meiri þátt
í hlutabréfamarkaði og gleðst bara
yfir því ef fyrirtækin lifa, a.m.k. á
meðan þau standa við það sem þau
eru gefin út fyrir að gera. Ætli fyrir-
tæki að standa sig verða þau að
græða,“ segir Jón og karl faðir hans
segir þá feðga verða fyrst ofsalega
ríka þegar kvóti verði settur á versl-
un, þeir hafi aflað sér svo mikillar
„veiðireynslu"!
Talið berst að samvinnunni og
báðir segja hana ganga vel. „Maður
gefur alltaf eftir,“ segir Jóhannes og
hlær en Jón Ásgeir segir þá hafa
nokkuð skýra verkaskiptingu, a.m.k.
hin síðari ári. Hann sjái nú um hinn
daglega rekstur, pabbinn um inn-
kaupafyrirtækið Baug, samskiptin út
á við, fjölmiðlana og samskiptin við
hið opinbera.
„Það má segja að ég horfi til morg-
undagsins en karlinn stendur uppi á
stól og horfir lengra fram á veginn.
Ég tók þá ákvörðun að halda mig
fjarri sviðsljósinu og í dag er Bónus
örugglega tengt við gamla manninn.
Inn á við kannski við mig,“ segir
Jón. Þeir neita því að einungis sé tal-
að um verö á tómötum og agúrkum
þegar fjölskyldan hittist.
Lifa engu lúxuslífi
„Fjölskyldan fer gjaman í Kjósina
um helgar og þar hittir maður bama-
börnin. Við fomm út á vatn að sigla
og gerum eitthvað skemmtilegt sam-
an. Samvinnan hefur gengið vel af
því að við höfum átt velgengni að
fagna. Fjármálalegir brestir í fjöl-
skyldufyrirtækjum geta riðið öllu að
fullu, bæði fyrirtækinu og ekki síður
fjölskyldutengslunum. Það þótti
mörgum skrítið þegar við seldum
helminginn í fyrirtækinu en hugsun-
in þá var eingöngu sú að vera ekki
með öll eggin í sömu skálinni," segir
Jóhannes. En eru Bónusfeðgamir
ríkir menn?
Þeir hlæja báðir og Jóhannes seg-
ir að þeir séu ríkir af því að þeir
njóti þeirra forréttinda að hafa yndi
af vinnunni.
„Nei, í alvöru talað þá höfum við
ekki borgað okkur slík laun að við
séum að lifa einhverju lúxuslífi." Jón
Ásgeir bætir við að þetta sé líka
þannig vinna að þeir eyði ekki
miklu. Vinnudagurinn sé yfirleitt
mjög langur, oftast frá átta á morgn-
ana og stundum langt fram á kvöld.
Síðan stelist hann stundum í vinn-
una á sunnudögum.
ganga ef við værum ekki vakandi
yfir þessu. Ég enda yfirleitt daginn á
því að skoða sölutölur dagsins úr öll-
um búðunum. Þá fæ ég allt sundur-
greint. Hvað mjólkurkælirinn gefur í
hverri búð, grænmetið, hvar sé rýrn-
un og svo framvegis. Þetta snýst um
útsjónarsemi því við byggjum af-
komu okkar á svo fáum prósentum.
Eitt og hálft prósent í sveiflu til eða
frá getur kostað okkur 70 milljónir á
ári þannig að við vitum alveg að ef
við værum ekki stanslaust við þetta
og vakandi yfir þessu værum við
farnir að tapa á rekstrinum eins og
skot,“ segir Jón Ásgeir.
Jóhannes segir að með mikilli
vinnu hafi verið hægt að fylgjast ná-
komu snertir. Feðgarnir segja að
Mikligarður hafi verið að borga
10-11 prósent með vörunum sínum
og þama hafi verið við fyrirtæki að
glíma sem var í lykilaðstöðu í sam-
bandi við innkaup.
Ógeðfelldast alls
„Við fórum aldrei niður fyrir
núllið en þeir stóðu uppi með yfir
1.800 milljóna króna gjaldþrot. Svona
vinnubrögð líðast aðeins í fyrirtækj-
um sem enginn á. Þarna var enginn
ábyrgur og menn gengu bara frá
þessu og fengu sér vinnu á nýjum
stað. Síðan þurftu fyrirtæki úti um
allan bæ að blæða og á endanum
þurfti almenningur að greiða hærra
vöruverð til þess að fyrirtæki sem
við og fleiri vorum í viðskiptum viö
gætu tekið á sig skellinn frá Mikla-
garði. Sumir eiga jafnvel enn um
sárt að binda vegna þessa. Ég held að
meðferðin á þeim sem voru að selja
vörur til Miklagarðs og hvernig stað-
ið var að þessu öllu sé eitt það ógeð-
felldasta sem ég hef orðið vitni að í
viðskiptalífinu," segir Jóhannes.
Hann segir þá sögu vera efni í heila
bók.
Aðspurðir um stöðuna á markaðn-
um í dag segja þeir hana nokkuð
óráðna. Þeir segja samkeppnina lík-
lega aldrei hafa verið harðari og að
þótt ekki sé neitt fyrirsjáanlegt í
þeim efnum nú megi alveg búast við
einhverjum samruna, sameiningu
verslunarkeðja eða einhverju slíku.
Eins og er séu líklega heldur margir
að berjast um hituna. En hver er
framtíð þeirra sjálfra í þessu?
Ekki að fara að selja
„Fyrirtækið okkar er ungt og enn
í mótun. Ég hef snúið mér að öðrum
hlutum en áður en hef alltaf nóg að
gera. Ég er farinn að nálgast sextugt
og því kannski ekki óeðlilegt að ég
fari að hægja á mér eftir fjörutíu ár í
þessu. Ég hef engar ákvarðanir tekið
um að setjast í helgan stein. Ég er
a.m.k. að hugsa um að verða sextug-
ur áður,“ segir Jóhannes.
Jón Ásgeir segir framtíðina alveg
óráðna. Engar alvöru vangaveltur
hafi verið uppi um að selja. Hann sé
ungur maður og sjái sig kannski
ekki endilega í þessu eftir tuttugu ár.
Hann er ekki orðinn þrítugur en rek-
ur samt 20. stærsta fyrirtæki lands-
ins.
„Það er nógu ögrandi fyrir ungan
mann að reka þetta stórt fyrirtæki og
það mun ég gera áfram," segir Jón
Ásgeir og feðgarnir horfast í augu,
dulir á svip. Það er ljóst að sagan er
greinilega ekki öll sögð. -sv
Þeir stefna að þvi að opna tvær verslanir til viðbótar á höfuðborgarsvæðinu og
láta svo gott heita. Stefnan hefur ekki verið sett út á landi. Þeir hugsa frekar út
fyrir landsteinana og finnst markaðurinn í Danmörku spennandi.
Byggist á útsjónarsemi
„Við erum svo heppnir að þetta er
ekki bara vinna. Þetta er líka áhuga-
mál númer eitt. Þetta myndi aldrei
kvæmlega með rekstrinum frá degi
til dags. Erfiðast segir hann hafa
gengið þegar stríðið viö Miklagarð
stóð sem hæst. Þá hafi þeir verið
komnir ansi nærri núllinu hvað af-