Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1997, Síða 43
U"V LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1997
51
bHdge
Heimsmeistaramót yngri spilara 1997:
Danir unnu Norðmenn í úrslitaleik
Danir eru heimsmeistarar yngri
spilara eftir að hafa unnið Norð-
menn með miklum yfirburðum í úr-
slitaleik um heimsmeistaratitilinn.
Danirnir fluttu meö sér 13,7 impa í
úrslitaleikinn og tóku strax forystu
Umsjón
Stefán Guðjohnsen
eftir fyrstu 16 spilin 44,7-19. í næstu
16 spilum jöfnuðu Norðmenn leik-
inn 72,7-71 en í þriðju 16 spilunum
náðu Danir góðri forystu, 132,7- 114.
1 næstu 16 spilum juku þeir á for-
skotið 158,7-127 og fimmta lota end-
aði 200,7-146. Úrslitin voru þá ráðin
og enn bættu Danimir við í síðustu
lotunni, 247,7-178.
Þótt Danir væru ávallt við topp-
inn í undankeppninni gáfu þeir eft-
ir í síðustu umferðunum en náðu
samt inn í úrslitin með því að ná
fjórða sæti á eftir Kanada, Noregi og
Rússlandi. Rússamir töpuðu síðan
naumlega fyrir Dönum í undanúr-
slitum meðan Noregur vann
Kanada örugglega.
í keppni um bronsið vora
Rússarnir sterkari Kanadamönnum
og sigruðu öragglega, með 41 impa.
Nýir heimsmeistarar Dana eru
Fred Brondum, Mik Kristensen,
Lars Lund Madsen, Morten Lund
Madsen, Mikkel Nohr, Jacob Ron,
Kirsten Steen Moller og Nicolai
Kampman þjálfari. Þetta er sama lið
og reyndi við Norðurlandatitil
yngri spilara sem ísland vann glæsi-
lega á dögunum.
Við skulum skoða eitt spil frá úr-
slitaleiknum .
N/N-S
4 D10
V D93
♦ 1042
4 ÁG1063
4 62
* ÁG7542
•4 K7
4 975
4 ÁK987
V 8
♦ G98
4 KD84
í lokaða salnum, þar sem Madsen-
bræðurnir voru a-v gegn Mathiesen
og Kristofersen, gengu sagnir á
þessa leið :
Noröur Austur Suöur Vestur
pass pass 14 2m
pass 3-f pass 3m
pass pass pass
Með átján samanlögð tromp í
hjarta og laufi virðast báðar áttir
eiga að stoppa í þremur. Samt er
hægt að vinna fjögur hjörtu ef mað-
ur sér öll spilin en í praxís tapast
oftast trompslagur og þrír á svörtu
litina.
í opna salnum sátu n-s Ron og
Brondum, en a-v Charlsen og Erich-
sen. Nú opnaði austur í annarri
hendi og blandaði sér ekki meir í
sagnir:
Noröur Austur Suður Vestur
pass 14 14 dobl
redobl pass pass 2*
pass pass 34 pass
pass pass
Danir fengu því töluna á báðum
borðum og græddu 6 impa.
f leiknum um bronsið var þetta
eitt af fáum spilum sem Kanada-
menn græddu á. Þeir komust í þrjú
grönd á n-s spilin með norður sem
sagnhafa. A-v gátu nú tekið 11
fyrstu slagina og reyndar spilaði
austa’ út hjartasexi. Vestur las ekki
útspilið rétt og lét hjartagosa. Þar
með var sagnhafi kominn með niu
slagi.
skák
4 U543
44 K106
♦ ÁD653
4 2
Heimsmeistara stúlkna boðið á Hellismótið
- Bragi Halldórsson sigraði á helgarskákmóti TR
Á sumrin leggjast íslenskir skák-
menn gjarnan í víking til annarra
landa en þegar haustar snúa þeir
heim á vit innlendra viðburða. Útlit
er fyrir að alþjóðleg mót muni setja
svip sinn á skákvertíðina innan-
lands í vetur. í október fer úrslita-
keppni norrænu VISA-bikarkeppn-
innar fram í Reykjavík þar sem
stigahæstu skákmennirnir úr und-
anrásunum leiða saman hesta sína.
Strax að keppninni lokinni mun
Taflfélagið Hellir standa fyrir opnu
alþjóðlegu skákmóti og hugsanlegt
er að alþjóðamót Gumundar Ara-
sonar fari fram í þriðja sinn þegar
nær dregur jólum.
Alþjóðamót Hellis fer fram dagana
24. október til 1. nóvember og er öll-
um opið. Reiknað er með að a.m.k.
sex stórmeistarar verði meðal þátt-
takenda og 6-8 alþjóðlegir meistar-
ar. Gott tækifæri ætti því að vera á
mótinu fyrir efnilega skákmenn
(unga sem aldna) að krækja sér í
áfanga að alþjóðlegum titli, eða að
fá nöfn sín skráð á alþjóðastigalista
FIDE. Þegar hafa allmargir erlendir
stórmeistarar lýst yfir áhuga á að
tefla á mótinu og meðal þeirra sem
Hellir hefur boðið til mótsins er
enska skákdrottningin Harriet
Hunt, sem á dögunum hampaði
heimsmeistaratitli stúlkna, 20 ára
og yngri.
Umsjón
Jón L. Árnason
Á opnu mótunum fá stigalágir
skákmenn tækifæri til þess að tefla
við sér stigahærri meistara og (ef
vel gengur) að krækja um leið í brot
af stigunum þeirra. Til þess að
hvetja sterka skákmenn til keppni
fara þátttökugjöldin lækkandi eftir
þvi sem stigunum fjölgar. Þetta fyr-
irkomulag verður einnig á Hellis-
mótinu, auk þess sem félagsmenn
Hellis fá sérstakan afslátt. Hellisbú-
ar með yfir 2300 stig þurfa engin
þátttökugjöld að greiða en utanfé-
lagsmenn kr. 5000; félagsmenn Hell-
is með stig á bilinu 2205-2300 þurfa
að greiða kr. 3.000 en utanfélags-
menn kr. 8.000; Hellisbúar með
2105-2200 stig greiða kr. 6.000, aðrir
kr. 12.000; félagsmenn Hellis á bil-
inu 2000-2100 stig greiða kr. 9.000 en
aðrir kr. 15.000 og loks greiða félags-
menn Hellis með minna en 2000 stig
kr. 12.000 í þátttökugjöld en utanfé-
lagsmenn kr. 20.000. íslenskir skák-
menn ættu ekki að láta þátttöku-
gjöldin vaxa sér i augum en rétt er
að benda á að kostnaður við tafl-
mennsku í mótinu er að sjálfsögðu
mun minni en kostnaður við þátt-
töku í sambærilegu móti erlendis.
Því má búast við að taflfélögin á
höfuðborgarsvæðinu sjái sér hag í
því að styrkja sína efnÚegustu skák-
menn til keppninnar.
Eins og fyrr segir hefur skákdrottn-
ingunni Harriet Hunt verið boðið til
mótsins. Hún er aðeins 19 ára göm-
ul og er búsett í Oxford, þar sem for-
eldrar hennar annast kennslu. Hún
hefur vakið gríðarlega athygli í
Englandi undanfarin ár og hefur
notið tilsagnar þekktra meistara.
Þeim sem vel þekktu til kom ekki á
óvart að hún skyldi verða heims-
meistari.
Á heimsmeistaramótinu, sem fram
fór í Zagan í Póllandi, sigraði hún af
öryggi, hlaut 10,5 vinninga úr 13
skákum og varð vinningi fyrir ofan
pólsku stúlkuna Dvorakovsku og
Vasiljevits frá Úkraínu. í piltaflokki
varð Bandaríkjamaðurinn Shaked
Tal heimsmeistari með 9,5 vinninga
og betri stigatölu en Mirumjan frá
Armeníu. Næstir komu Grikkinn
Banikas, Tékkinn Movsesjan og
Zhang Zhong frá Kína með 9 vinn-
inga. íslendingar áttu því miður
ekki þátttakendur á heimsmeistara-
móti unglinga að þessu sinni en
skemmst er að minnast þess er
Helgi Áss Grétarsson varð heims-
meistari fyrir þremur árum.
Lítum á fjöruga skák frá hendi
Harriet Hunt, sem íslenskir skák-
áhugamenn fá vonandi að fylgjast
með á alþjóðamóti HeOis í vetur.
Skákin er tefld á HM-stúlkna í Pól-
landi.
Hvítt: Harriet Hunt (Englandi)
Svart: J. Danieljan (Armeníu)
Caro-Kann vörn.
1. e4 c6 2. d4 d5 3. exd5 cxd5 4. c4
Rf6 5. Rc3 e6 6. Rf3 Be7 7. cxd5
Rxd5 8. Bd3 0-0 9. 0-0 Rc6 10. Hel
Bf6 11. Be4 Rce7 12. Re5 g6 13.
Bh6 Bg7 14. Dd2 Rf6 15. Hadl
Rxe4 16. Rxe4 Rf5 17. Bxg7 Kxg7
18. Rg4 b6? 19. Dc3 f6
20. Rgxf6! Hxf6 21. Rxf6 Kxf6
Ef 21. - DxfB 22. Dc6 Hb8 23. Dc7+ og
hrókurinn fellur.
22. d5+ e5
Eða 22. - Kg5 23. dxe6 De7 24. Dd2+
Kf6 25. Dd5 Bb7 26. De5+ Kg5 27. Hd7
og vinnur.
23. Dc6+
- og svartur gafst upp.
Bragi efstur
á helgarmóti
Bragi Halldórsson sigraði glæsi-
lega á helgarskákmóti Taflfélags
Reykjavíkur, sem fram fór um síð-
ustu helgi. Bragi hlaut 6,5 vinninga
úr 7 skákum, leyfði aðeins jafntefli
við Arnar E. Gunnarsson. Sævar
Bjarnason varð í 2. sæti með 5,5 v.
og síðan komu Amar E. Gunnars-
son og Einar Hjalti Jensson með 5 v.
Á mótinu voru fyrst tefldar 3 at-
skákir og siðan 4 kappskákir og
voru þátttakendur 30 talsins.
Nú stendur yfir helgarskákmót
timaritsins Skákar á Mjóafirði og
lýkur því á morgun, sunnudag.
Þetta er 47. mótið í röðinni sem
tímaritið Skák stendur fyrir í sam-
vinnu við heimamenn. Á þriðjudag
hefst síðan „millihelgamót“ í Skjöld-
ólfsstaðaskóla, Jökuldal, þar sem
teflt verður fram á fimmtudag.
Föstudaginn 22. ágúst til sunnu-
dagsins 24. ágúst lýkur síðan aust-
firsku skákveislunni með 49. helgar-
mótinu, sem fram fer í Borgarfirði
eystri.
Þröstur þriðji
í Gausdal
Minningarmóti um Amold J.
Eikrem í Gausdal lauk með sigri
Einars Gausel og Nigel Davies, sem
fengu 7 vinninga úr 9 skákum.
Þröstur Þórhallsson stórmeistari
var í hópi þeirra skákmanna sem
deildu 3. sæti, en þeir voru auk
SVAR
f • 903 j 5670 ••
Aðeins 25 kr. mínútan. Sama verð fyrir alla landsmenn.
Þrastar Rausis, Tisdall, M. Ivanov,
Bjarke Kristensen, M. Kozakov,
Bergström, Bjerke og Behrhorst.
Allir fengu þeir 6 v. Arnar Þor-
steinsson og Ágúst Sindri Karlsson
fengu 5 vinninga á mótinu en þátt-
takendur voru alls 50 talsins.
Auk þeirra félaga í Gausdal hafa
fleiri íslenskir skákmenn verið á
faraldsfæti í sumar. Helgi Ólafsson
var efstur ásamt Lettanum Rytsa-
gov með 7 vinninga af 9 mögulegum
er tveimur umferðum var ólokið á
lokuðu móti í Stokkhólmi, af 8.
styrkleikaflokki FIDE. Þá tekur
Áskell Örn Kárason nú þátt í opnu
móti í Gautaborg og Guöfríður Lilja
Grétarsdóttir teflir á Berlín Open.
Norræna Afríkustofnunin
auglýsir hér með ferðastyrki til
rannsóknarstarfa í Afríku.
Síðasti umsóknardagur
er 16.9.1997.
Námsstyrkir til náms við bóka-
safn stofnunarinnar tímabilið jan-
úar tiljúní 1998. Síðasti
umsóknardagur 1.11.1997.
Sótt skal um á sérstökum um-
sóknareyðublöðum sem fást hjá
Norrænu Afríkustofnuninni.
Sími (+46) 18 56 22 00
Box 1703,
SE-751 47 UPPSALA
_ jjPÚQjíEC..
SSrjjimjui
VÖRN GEGN FOKI -
!32i?á
s»lv«v i*f uéu l*ms þMwiq tMM xmiui «ikl.
• Mv nuin i
LEKUR ÞAKIÐ?
AFTUR!!!
I
Ertu þreyttur á aö endurtaka
lekaviðgerö annaö hvert ár eða svo!!
Nú gerir þú þakið vatnshelt meö einni umferð
af Roof-Kote.
Taktu á málinu og kynntu þér möguleikana á
viögeröum meö Roof-Kote, Tuff-Kote og
Tuff-Glass viögeröarefnunum.
Efnin voru þróuö áriö 1954 og hafa staðist
tímans raun.
Heildsala:
G.K. Vilhjálmsson
Smyrlahrauni 60
|Z?565 1297