Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1997, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1997, Qupperneq 46
54 afmæli LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1997 DV Laufey Valgeirsdóttir Laufey Valgeirsdóttir húsmóðir, Skólastíg 14 A, Stykkishólmi, verður áttræð þriðjudaginn 19.8. n.k. Starfsferill Laufey fæddist í Norðurfirði á Ströndum og ólst þar upp. Hún bjó ásamt eiginmanni sínum í Asparvik á Ströndum til 1951 er hún flutti ásamt fjölskyldu sinni að Bjarnar- höfn á Snæfellsnesi þar sem hún bjó til ársins 1991. Þá flutti hún að Skólastíg 14 A í Stykkishólmi þar sem hún hefur átt heima síðan. Fjölskylda Laufey giftist 29.8. 1936 Bjama Jónssyni, f. 2.9. 1908, d. 10.1. 1990, bónda í Asparvík 1935-51 og í Bjarn- arhöfn 1951-90. Foreldrar hans voru Jón Kjartansson, bóndi í Asparvík, og k.h., Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja. Börn Laufeyjar og Bjarna: Aðal- heiður, f. 26.9. 1932, húsfreyja í Stykkishólmi, gift Jónasi Ástvaldi Þorsteinssyni, f. 18.11. 1920, verka- manni og eiga þau þrjú böm og eina fósturdóttur; Hildibrandur, f. 18.11. 1936, bóndi í Bjamarhöfn á Snæfells- nesi, var kvæntur Jónínu Sigríði Sigurjónsdóttur, f. 9.10. 1935, og eiga þau einn son, er nú kvæntur Hrefnu Garðarsdóttur, f. 25.11.1951, og eiga þau þrjú börn; Reynir, f. 11.9. 1938, d. 18.5. 1978, námsstjóri í líffræði í Reykjavík, kvæntur Si- billu Eiríksdóttur, f. 27.1. 1938, tannlækni í Sviþjóð, og eignuðust þau eina dóttur; Ásta, f. 30.11. 1939, húsfreyja á Stakkhamri í Mikla- holtshreppi, gift Bjarna Alexanders- syni, f. 20.11. 1932, bónda á Stakk- hamri, og eiga þau fjórar dætur; Sesselja, f. 29.8. 1941, húsfreyja á Hvanneyri, gift Ríkharði Brynjólfs- syni, f 2.1. 1946, kennara, og eiga þau tvo syni; Jón, f. 26.12. 1943, skólastjóri á Hólum í Hjaitadal, kvæntur Ingibjörgu Sólveigu Kolku Bergsteinsdóttur, f. 15.10. 1947, þroskaþjálfa, og eiga þau sex böm; Sigurður Karl, f. 28.7. 1945, fram- leiðslustjóri á Sauðárkróki, kvænt- ur Jóhönnu Karlsdóttur, f. 10.4.1943, og eiga þau tvö börn; Guðrún, f. 4.9. 1946, yfirmeinatæknir í Reykjavík, harnsfaðir hennar er Frímann Jósef Gústafs- son, f. 6.11. 1940, skipa- smíðameistari og eiga þau eina dóttur; Signý, f. 9.7. 1949, líffræðingur í Reykjavik, gift sr. Hjálmari Jónssyni, f. 17.4. 1950, alþm. og eiga þau fjögur börn; Val- geir, f. 16.6. 1954, yfir- kennari á Hólum í Hjaltadal. Systkini Laufeyjar: Jón, f. 14.1. 1896, d. sama ár; Jón, f. 2.3. 1897, d. 31.5. 1984, kvæntur Elísabetu Óladóttur, f. 28.12. 1898, d. 23.11. 1982, og eign- uðust þau átta börn; Gíslína Vil- borg, f. 28.4. 1898, d. 20.5. 1961, gift Gísla Guðlaugssyni, f. 2.2. 1899, lát- inn, og eignuðust þau fjögur böm; Valgerður Guðrún, f. 17.4. 1899, d. 14.8. 1971, gift Gunnari Njálssyni, f. 2.2. 1901, d. 6.7. 1985, og eignuðust þau sex böm; Sigurlína Guðbjörg, f. 16.7. 1900, d. 6.11.1992, var gift Andr- ési Guðmundssyni, f. 11.9. 1882, d. 1.8. 1974, og eignuðust þau ellefu börn; Ólafur Andrés, f. 24.9. 1901, d. 7.3. 1926, bamlaus; Albert, f. 26.11. 1902, d. 28.10. 1983, kvæntur Ósk Samúelsdóttur, f. 26.7. 1902, d. 27.3. 1954, og eignuðust þau fimm böm og einn fósturson; Guðjón, f. 19.12.1903, d. 4.10. 1981, bamlaus; Guðmundur Pétur, f. 11.5.1905, kvæntur Jensínu Guðrúnu Óladóttur, f. 18.2. 1902, d. 6.11. 1993 og eignuðust þau sjö börn og þrjú fósturbörn; Sveinbjöm, f. 24.8. 1906, d. 18.5. 1995, kvæntur Sig- urrós Jónsdóttur, f. 1.11. 1910, d. 8.4. 1994 og eignuöust þau átta börn; Soffla Jakobína, f. 27.11. 1907, ekkja Jóhannesar Jónssonar, f. 25.12.1906, d. 11.11. 1984, og eiga þau eina fóst- urdóttur; Benedikt, f. 13.8. 1910, kvæntur Oddnýju Sumarrós Einars- dóttur, f. 22.4. 1921, d. 23.12. 1989 og eignuðust þau sex börn; Eyjólfur, f. 12.4. 1914, kvæntur Sigurbjörgu Al- exandersdóttur, f. 13.5. 1922, d. 29.6. 1994, og eignuðust þau fimm böm; Valgeir, f. 1.1. 1916, d. 18.1. 1952. Foreldrar Laufeyjar voru Valgeir Jónsson, f. 18.4. 1868, d. 6.1.1949, b. í Norðurfirði á Ströndum, og k.h., Sesselja Gísladóttir, f. 24.9. 1875, d. 30.10. 1941, húsmóðir. Laufey tekur á móti gestum í fé- lagsheimlinu Skildi, á morgun, sunnudaginn 17.8. kl. 15.00-19.00. Laufey Valgeirsdóttir. Þuríður Sveinbjörg Vilhelmsdóttir Þuríður Sveinbjörg Vilhelmsdóttir kaup- maður, Bragagötu 38, Reykjavik, er sextug i dag. Starfsferill Þuríður fæddist að Fossi í Hrútafirði en ólst upp að Fögru- brekku í Hrútafirði til tíu ára aldurs og síðan í Reykjavík. Að loknu skyldu- námi stundaði Þuríður ýmis störf í iðnaði og þjónustu en starfaði þó lengst af hjá Sportveri í Reykjavík og síðar við setningu hjá Blaðaprent og síðar Al- þýðublaðinu. Þá stund- aði hún bókbandsstörf um nokkurra ára skeið hjá Eskils Johannsson Tryckeri i Svíþjóð. Síð- ustu fimmtán árin hefur Þuríður verið kaupmað- ur í Reykjavík. Fjölskylda Þuríður giftist 26.12. 1962 Baldri Hólmgeirs- syni, f. 14.5. 1930, d. 9.6. 1993, prentara, þýðanda og leikara. Hann var son- ur Hólmgeirs Pálmasonar, bónda að Kálfagerði í Eyjafirði, og Freygerðar Júlíusdóttur húsfreyju. Synir Þuriðar og Baldurs eru Hólmgeir, f. 6.7. 1963, kaupmaður í Reykjavík en sonur hans er Gisli Freyr, f. 8.7. 1982; Birgir Ragnar, f. 23.10. 1965, sölumaður hjá ÍÚ og söngnemi, í sambúð með Áuðbjörgu Jóhannesdóttur, hárgreiðslumeist- ara hjá Scala og er sonur þeirra Sindri Snær, f. 10.12. 1996. Alsystkini Þuríðar eru Valgeir Vilhelmsson, verktaki í Kópavogi, kvæntur Sigurlaugu Þorleifsdóttur; Hrafnhildur Vilhelmsdóttir, kaup- maður í Reykjavik. Hálfsystkini Þuríðar, sammæðra, eru Jón Haukur Ólafsson, heildsali í Reykjavík, kvæntur Helene Pampicler Pálsdóttur; Sævar Ólafs- son, verktaki, búsettur í Kópavogi, kvæntur Regínu Jóhannsdóttur; GrétEU' Þórarinn Ólafsson, bifreiða- stjóri, búsettur i Reykjavík, kvænt- ur Þorbjörgu Jóhannsdóttur; Ragn- heiður Ólafsdóttir, verkstjóri, búsett í Reykjavík, gift Ingibergi Finnboga Gunnlaugssyni. Hálfbræður Þuríðar, samfeðra, eru Guðmundur Vilhelmsson, bif- reiðastjóri á Hvammstanga; Eyjólf- ur Vilhelmsson, hestabóndi á Fögru- brekku í Hrútafirði. Foreldrar Þuríðar voru Vilhelm Steinsson, f. 31.3. 1909, d. 6.2. 1990, bóndi í Fögrubrekku í Hrútafirði, og Iðunn Kristjánsdóttir, f. 24.6. 1913, d. 9.11. 1979, húsfreyja. Þuríður er í Kaupmannahöfn á afmælisdaginn. Þuríður Sveinbjörg Vilhelmsdóttir. Hallgrímur Þór Indriðason Hallgrimur Þór Indriðason, fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags Ey- firðinga, Aðalstræti 52, Akureyri, er fimmtugur í dag. Starfsferill Hallgrímur fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hann lauk prófi sem skógtæknifræðingur í Noregi 1968, stundaði þar nám í umhverfis- og landnýtingartækni 1974-75 og stundaði nám í líffræði við Bristol Polytecnic 1987-88. Hallgrímur starfaði í skátahreyf- ingunni um árabil og var einn af stofnendum Hjálparsveitar skáta á Akureyri. Hann hefur setið í stjórn Skautafélags Akureyrar í mörg ár, í stjórn Landvemdar, landgræðslu- og náttúruverndarsamtaka fslands frá 1991 og situr í skipulagsnefnd Akureyrarbæjar. Fjölskylda Hallgrímur kvæntist 26.5. 1968 Kristínu Aðalsteinsdóttur, f. 8.5. 1946, lektor við Háskólann á Akur- eyri. Hún er dóttir Aðalsteins Gisla- sonar og Áslaugar Jónsdóttur en þau búa í Kópavogi. Böm Hallgríms og Kristínar eru Berglind Hallgrímsdóttir, f. 2.10. 1968, stjórnsýslufræðingur og for- stöðumaður Atvinnumálaskrifstofu Akureyrar; Aðalsteinn Hallgríms- son, f. 25.11. 1976, sagnfræðinemi við HÍ; Tryggvi Hall- grímsson, f. 26.5. 1979, nemi við MA. Systkini Hallgríms era Edda Indriðadóttir, f. 24.10. 1936, skrifstofu- maður á Akureyri; Þór- hallur Indriðason, f. 24.12. 1938, d. 3.6. 1941; Öm Indriðason, f. 24.6. 1943, húsasmiður á Ak- ureyri. Foreldrar Hallgríms eru Indriði Jakobsson, vélstjóri á Akureyri, og Kristveig Hallgrímsdótt- ir húsmóðir. Foreldrar Indriða voru Jakob Jakobsson skipstjóri og Þorgerður Helgadóttir húsmóðir. Kristveig er dóttir Hallgríms, bátasmiðs og beykis á Akureyri Helgasonar, b. á Kaupangi Kolbeinss. Móðir Kristveigar var Matthildur, ljósmóðir Hallgrímur Þór Grímsdóttir, b. á Neðri- Indriðason. Bakka Ólafssonar. Móð- ir Matthildar var Soffia, ljósmóðir Arnþórsdóttir, hrepp- stjóra í Auðbrekku Árnasonar. Herdís Á. Eggertsdóttir Herdís Á. Eggertsdótt- ir, Vitastíg 20, Bolung- arvík, verður sextug á morgun. Starfsferill Herdís fæddist í Bol- ungarvík og ólst þar upp. Hún var í Barna- og unglingaskóla Bol- ungarvíkur og stundaði síðan nám við Hús- mæðraskólann Ósk á ísafirði. Á unglingsárunum vann Herdís i fiskvinnslu hjá Einari Guðfinnssyni hf. í Bolungarvík. Auk húsmóðurstarfa hefur hún síð- an lengst af starfað hjá því fyrir- tæki, nú Bakka hf., í fiskvinnslu, við þvotta og í mötuneyti. Herdís hefur starfað í slysavarnarfélagi Bol- ungarvíkur og leikfé- laginu á staðnum. Fjölskylda Herdis giftist 29.9. •1956, Ólafi Kristjáns- syni, f. 7.12.1935, bæjar- stjóra í Bolungarvík. Hann er sonur Kristjáns Friðbjömssonar, mál- arameistara á ísafirði, og k.h., Bjarnveigar Jakobsdóttur húsmóð- ur. Böm Herdísar og Ólafs era Krist- ján Bjarni Ólafsson, f. 7.4. 1956, rekstrarhagfræðingur og fjármála- stjóri hjá Olís, kvæntur Jóhönnu Guðríði Linnet söngkonu; Davíð Steinþór Ólafsson, f. 15.9. 1959, blásarakennari, píanóstillir og öku- kennari í Reykjavík; Edda Borg Ólafsdóttir, f. 20.9. 1966, sem starf- rækir Tónskóla Eddu Borg, gift Bjama Sveinbjörnssyni hljómlistar- manni og era börn þeirra Sandra Borg, Friðrik Salvar og óskírður sonur. Systkini Herdísar eru Hulda, f. 6.1. 1935, húsmóðir í Bolungarvík; Konráð, f. 18.2. 1943, sjómaður á ísa- firði; Hreinn, f. 27.1.1945, starfsmað- ur hjá Áhaldahúsi Bolungarvíkur- bæjar; Ingibjörg, f. 23.11. 1953, hár- greiðslukona í Reykjavík. Foreldrar Herdísar era Eggert Haraldsson, f. 9.4.1904, sjómaður og smiður í Bolungarvík, og k.h., Val- borg Guðmundsdóttir, f. 1.8. 1914, húsmóðir. Ætt Eggert er sonur Haraldar Stefáns- sonar og Ágústu Marísdóttur, sem voru búsett í Bolungarvík. Valborg er dóttir Guðmundar Gislasonar og Margrétar Guð- mundsdóttur, sem voru búsett í Súðavík. Herdís og Ólafur taka á móti gest- um í Víkurbæ í Bolungarvík á afmælisdaginn, sunnudaginn 17.8., frá kl. 20.00-24.00. Herdís Á. Eggertsdóttir. 711 hamingju með afmælið 16. ágúst 80 áxa Sigríður Jónsdóttir, Skólastíg 14, Stykkishólmi. Guðrún Indriðadóttir, Hringbraut 57, Keflavík. Guðrún Kristjánsdóttir, Víðilundi 6 I, Akureyri. 70 ára Margrét Sigrún Bjamadóttir, Gerðhörmum 19, Reykjavík. Ema Jensen, Álfheimum 28, Reykjavík. Valdimar Bjömsson, Miðleiti 10, Reykjavik. 60 ára Sigurvina Samúelsdóttir, - Vinsý, kaupmaður í Vörufelli á Hellu, varð sextug 1.8. sl. Hún tekur á móti gestum í kvöld, laugard. 16.8. frá kl. 20.00, í veislutjaldi í sumarlandi fjölskyldunnar við Hróarslæk. Beygt er til suðurs af þjóðvegi 1, gegnt Gunnars- holtsafleggjara, rétt austan við Hellu. Næg tjaldstæði. Klæð- naður fari eftir veðri. Erla Eyjólfsdóttir, Álfaskeiði 86, Hafnarfirði. Hildur S. Þorsteinsdóttir, Helgugötu 13, Borgamesi. Catherine D. Eyjólfsson, Grjótagötu 14, Reykjavik. Jón Skafti Kristjánsson, Heiðargerði 19, Akranesi. Öm Reykdal Ingólfsson, Barmahlíð 19, Sauðárkróki. 50 ára Einar Sigurþórsson, Hvannalundi 12, Akranesi. Magnús Jónsson, Leynisbrún 18, Grindavík. Magnús Óskarsson, Sölvanesi, Lýtingsstaðahreppi. Sigríður Jónsdóttir, Sumarhúsum, Grímsneshreppi. Jórunn Þórðardóttir, Byggðarholti 22, Mosfellsbæ. Eirikur Sigurðsson, Hæðargarði 21, Höfn. 40 ára Margrét Rakel Hauksdóttir, Góuholti 5, ísafirði, verður fertug á mánudaginn. Hún tekur á móti gestum aö heimili sínu, laugardaginn 16.8., eftir kl. 20.00. Egill Sigurðsson, Móatúni 25, Tálknafirði. Ebba Þóra Hvannberg, Nesbala 21, Seltjamamesi. Hermann Jónas ívarsson, Hvammstangabraut 28, Hvammstanga. Sigurborg Svala Guðmundsdóttir, Markholti 9, Mosfellsbæ. Elísabet Hrönn Pálmadóttir, Grenihlíð 10, Sauðárkróki. Sigrún Sigurjónsdóttir, Tómasarhaga 25, Reykjavík. Sigurþór Gíslason, Meðalfelli, Kjósarhreppi. Ingveldur D. Halldórsdóttir, Skyggni, Hrunamannahreppi. aWrnil lihirr)/ 'ins °9- Smáauglýsingar DV 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.