Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1997, Qupperneq 52

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1997, Qupperneq 52
LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1997 60 ffvikmyndir Sýnd kl. 4.20, 6.40, 9 og 11.20. B.i. 12 ára. Sýnd kl.4.25, 6.40, 9 og 11.30. Bl. 16 ára. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Thx DIGITAL Sýnd í A-sal kl. 3, 5, 7, 9 og 11. B.i. 16 ára. Sími 551 6500 Laugavegi 94 Sýnd kl. 3,5,7,9 og 11. B.i. 12 ára. íslensk heimasíða: WWW.xnet.is/stjornubio Sími 551 9000 Sýnd kl.5, 7, 9 og 11. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 4.45, 6.50, 9 og 11.15. Sýnd kl. 4.30, 6.45, 9 og 11.30. B.i. 10 ára. 1 € K II & Sýnd kl. 4.40, 6.50, 9 og 11.15. B.i. 16 ára. 50 fimmstjörnu-kvikmyndir: Ástralúi hefur komið. En þeir sem hafa fylgst vel með kvikmyndum vita, hvort sem þeir hafa séð umrædda kvikmynd eöa ekki, að yflrlýsing Smiths á við rök að styðjast. PAHR þykir ein af perlum kvikmyndasögunnar þótt hún hafi ekki farið neitt sérstaklega hátt á sínum tíma. Peter Weir á aðra perlu í upptalning- unni, en það er kvikmyndin „Gallipoli" (1981). Það er eitt af fyrstu kvikmynda- hlutverkum Mel Gibsons og eitt af þeim eftirminnilegri. Gallipoli sem byggð er á raunverulegum atburöum, fjallar á átak- anlegan hátt um misheppnaða árás her- sveita Ástrala á her Tyrkja viö Gallipoli i fyrri heimsstyrjöldinni (1915). Vegna vanhæfi forystumanna í her Ástrala, létu 35.000 manns lífið, flest ungmenni. Sú mynd á fyllilega skilið 5 stjörnur. Ofbeldismyndir Leikstjórinn Sam Peckinpah er þekkt- ur fyrir margar ofbeldismyndir. Peckin- pah á tvær myndir i upptalningu Smiths. Önnur þeirra er kvikmyndin „Bring Me The Head Of Alfredo Garcia“ (1974). Smith blöskrar að vísu óheft ofbeldið í þeirri mynd, en telur hana samt eiga stjörnugjöfina skilið. Sama máli gegnir um myndina Jámkrossinn („Cross Of Iron“ 1977). Það er mynd sem gerist i síð- ari heimsstyrjöldinni og er blóðug i meira lagi. Sú mynd náði hins vegar tölu- verðri frægö þegar hún var sýnd og á því ef til vill ekki heima í upptalningu Smiths. Annar stórlax meðal leikstjóra, Martin Scorsese, skartar einnig tveimur mynd- um i upptalningunni. Þaö eru myndirnar „The Last Waltz“ (1978) og „After Hours“ (1985). AH er snilldarvel gerð hryllings- mynd, en TLW er tónlistarmynd sem Smith segir reyndar vera þá bestu sem nokkurn tíma hefur verið framleidd. TLW var gagnrýnd og fordæmd af mörg- um á sínum tíma fyrir að upphefja eitur- lyfjaneyslu. Á lista Smiths er meðal annars kvik- myndin „The Conversation" með Gene Hackman (1974), sem náði aldrei tilskil- inni frægð. Það vekur sérstaka ánægju að sjá myndina „Pathfinder" (Leiðsögu- maðurinn - 1987) á lista Smiths. Leik- stjóri þeirrar myndar var Nils Gaup, en eins og mörgum er kunnugt lék Helgi Skúlason eitt aðalhlutverkanna. Smith segir að efnistök Gaups og tilfinning fyr- ir umhverfinu séu einstök og þetta sé ein af örfáum myndum þar sem snjór kemur við sögu á raunverulegan hátt í kvik- mynd, án þess að vera eitthvert „hvítt gerviefni". Helgi Skúlason lék eitt aðalhlutverkanna í Leiðsögumanninum, mynd sem á fyllilega 5 stjörnur skilið. Uppreisn æru Adam Smith telur upp nokkrar mynd- ir sem þóttu misheppnaðar á sínum tima en eiga miklu betra skilið. Meðal þeirra eru „Heavens Gate“ í leikstjórn Michaels Ciminos (1980), „White Dog“ í leikstjórn Samuel Fullers (1982) og hryllingsmynd- in „Zu: Warriors From The Magic Mountain" (1983). Sú síðasttalda er öll á mörkum fáránleikans en snilldarverk eigi að síður að mati Smiths. Meðal annarra athyglisverðra kvik- mynda í upptalningunni er snilldartví- leikur Laurence Olivier og Michael Caine í kvikmyndinni „Sleuth" (1972) í leikstjórn Joseph L. Mankiewicz, svarta kómedían „Rivers Edge“ (1986) um ung- linga sem myrða stúlku og reyna að kom- ast upp með það, hryllingsmyndin „The Keep“ (1983, Michael Mann) sem gerist á tímum nasista. Síðast en ekki síst mynd- in „Capricom One“ í leikstjórn Peter Hyams (1978) sem fjallar um stórfellt svindl geimferðastofnunar Bandaríkj- anna sem setur geimferð til Mars á svið fyrir jarðarbúa. Einn aðalleikaranna i þeirri mynd er hinn umdeildi O.J. Simp- son. Kvikmyndagagnrýnandinn Adam Smith (ekki hagfræöingurinn) ritar áhugaverða grein í nýjasta hefti kvik- myndatímaritsins Empire. Þar tilgreinir Smith 50 kvikmyndir sem eiga það skilið að fá 5 stjömur. Allt era það kvikmyndir sem af einhverjum orsökum náðu aldrei heimsfrægð eða fengu verðskuldað lof á þeim tíma sem þær voru sýndar. Listi Smiths er mjög áhugaverður og valinn af mikilli kostgæfni. Þar eru meöal annars kvikmyndir sumra frægustu leikstjóra heims, eins og Peter Weir, Martin Scor- > sese, Sam Peckinpah, Peter Hyam, Franc- is Ford Coppola, Michael Cimino og Ro- bert Altman svo einhverjir séu nefndir. Allir hafa þeir framleitt myndir sem ekki náðu að slá í gegn en verðskulda eigi að siður 5 stjömur að mati Adam Smith. Það er viðurkennd staðreynd meöal kvikmyndaáhugamanna að ástralski leikstjórinn Peter Weir er einn af þeim alhæfustu í sínu fagi, ef ekki sá færasti. Ein af fyrstu myndum hans á ferlinum er kvikmyndin „Picnic At Hanging Rock“ (1975). Hún byggir á sönnum atburðum sem gerðust þegar hópur skólastúlkna fer í lautarferð á Valentínusardaginn. Ein stúlkan úr hópnum hverfur á dularfullan hátt en kemur aftur i leitimar á sömu slóðum og hún týndist nokkrum dögum síðar en getur engan veginn útskýrt hvað fyrir hana kom. Á lista Alans Smith er meðal annars • kvikmyndin „The Conversation" með Gene Hackman (1974), sem náði aldrei tilskilinni frægð. Smith gengur svo langt að segja að PAHR sé besta ástralska kvikmynd sem framleidd hefur verið. Það er ekki svo lít- il yfirlýsing þegar tillit er tekið til þess ótrúlega Qölda góöra kvikmynda sem frá Náðu aldrei heimsfrægð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.