Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1997, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1997, Blaðsíða 56
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1997 Forsjárdeilan: Móðirin kom- in heim með «» börnin „Ég og börnin erum komin heim. Nú tekur við málsmeðferð fyrir dómi. Ég er að klára greinargerð um forsjár- málið sem ég á að skila 19. ágúst,“ sagði Helga Guðmundsdóttir, móðirin í forsjármálinu sem DV hefúr greint ítarlega frá að undanfornu. Helga kom til íslands með börn sín þrjú á fimmtudag frá Noregi. Þar hef- ur hún dvalið undanfarnar vikur. Með för sinni til Noregs braut hún sem kunnugt er gegn farbannsúr- skurði Héraðsdóms Reykjaness. Helga hefur forsjá yfir þremur bömum sin- um en fyrrverandi eiginmaður Helgu höfðaði mál þar sem hann reynir að fá forsjá yfir börnunum. T* Helga segist hafa verið í fríi í Nor- egi og aðeins verið að undirbúa flutn- ing sinn þangað. Eins og kom fram í DV hefur hún skipt um lögheimili og það nýja er í Drammen í Noregi. „Ég verð hér heima meðan málið er fyrir dómstólum. Ég vona það besta og er að sjálfsögðu bjartsýn á að halda forræðinu," sagði Helga. -RR Menningarnótt: Ekki opið lengur Nokkrir veitingamenn í Reykjavík hafa auglýst staði sína opna lengur en venja er í nótt vegna menningarnætur í höfuðborginni. „Það er enginn veitingastaður með heimild fyrir þvi að hafa opið lengur í nótt. Við höfum ekki gefið út nein leyfi og þau verða ekki gefin út. Það er því ljóst að veitingastaðir í borg- inni verða ekki opnir lengur en til 3 í nótt. Lögreglan mun framfylgja því,“ segir Karl Steinar Valsson aðstoðaryf- irlögregluþjónn við DV. -RR Sjálfskipt NISSAN) Almera Gunnvör hf. á ísafirði kaupir helming í Frosta hf. Útgerðarrisi í burðarliðnum - kvóti tengdra fyrirtækja samtals um 14 þúsund lestir „Það er rétt að við höfum keypt hlut eignarhaldsfélagsins Togs í Frosta hf. á Súðavík. Þar aö auki höfum við keypt hluti nokkurra einstaklinga þannig að við eigum um helminginn í Frosta hf. Þar sem Hraðfrystihúsið hf. í Hnífsdal hefur sameinast Frosta hf. eigum við 21 prósent í því nýja útgerðar- fyrirtæki. Viö eigum einnig fiski- mjölsverksmiðju saman og höfum lengi átt. Ég vil taka fram að hér er ekki um sameiningu að ræða held- ur er Gunnvör hf., sem sameinuð var íshúsfélagi ísfirðinga, bara að fiárfesta í þessu nýja fyrirtæki hvað sem seinna verður. Við eig- um líka hlut í Básafeili þannig að þetta liggur nokkuð víða hjá okk- ur,“ sagði Magnús Reynir Guö- mundsson, framkvæmdastjóri Gunnvarar hf. á ísafirði, í samtali við DV. Með tengingu þessara fyrirtækja má segja að til sé að verða einn mesti útgerðarrisi landsins með sameiginlegan kvóta upp á um 14 þúsund lestir. Gunnvör hf. og Hraðfrystihúsið í Hnífsdal eru nán- ast jafnstór fyrirtæki og þessi 14 þúsund tonna kvóti skiptist jafnt á milli þeirra. Enda þótt hér sé að- eins um tengingu að ræða, enn sem komið er, þá er fastlega búist við að þau sameinist innan skamms í eitt fyrirtæki sem þá yrði eitt hið öflugasta á landinu, sem fyrr segir. Togarar þessara fýrirtækja eru sex. Það eru Júlíus Geirmundsson ÍS, Stefnir ÍS og Framnes ÍS sem eru í eigu Gunnvarar hf. og íshús- félags ísfirðinga. Síðan eru það Bessi ÍS, Andey ÍS og Páll Pálsson ÍS sem Hraðfrystihúsið hf. á. S.dór Porsteinn Pálsson dómsmálaráöherra sést hér meö nýja gerö ökuskírteina. Mánaöarbiö er þó eftir því aö nýju skír- teinin veröi gefin út þó aö reglugerö um notkun þeirra hafi tekiö gildi í gær. Á meöan veröa gefin út bráöabirgöaskír- teini. DV-mynd JAK Embættishæfi ríkis- saksóknara: Ráðuneytið telur Hall- varð hæfan Dómsmálaráðuneytið telur ekki að fiármálaerfiðleikar Hallvarðs Einvarðssonar hafi skert hæfi hans til að gegna embætti ríkissaksókn- ara. „Þetta eru einkennilegar fréttir en hin fyrirhugaða leikflétta er svo gagnsæ að það vekur furðu,“ sagði hæstaréttarlögmaður, sem óskaði ekki eftir að koma fram undir nafni, um þessa niöurstöðu ráðuneytisins sem tilkynnt var í gærmorgun. Hæstaréttarlögmaðurinn, við- mælandi DV, segir að fléttan sé aug- Ijóslega sú að Hallvarður skuli sitja í embætti næstu fiórar til fimm vik- ur. Þá muni ráðuneytið senda frá sér tilkynningu á þá leið að það fall- ist á röksemdir í framkomnu lög- fræðiáliti sem styðja þá skoðun Hallvarðs sjálfs að ríkissaksóknari eigi að njóta sambærilegra réttinda og þeirra sem kveðið er á um í stjómarskránni um starfslok hæsta- réttardómara. I framhaldinu verði Hallvarður leystur frá starfsskyld- um. Ljúki störfum með sóma í fyrmefndri grein stjórnarskrár- innar segir efnislega að hæstaréttar- dómarar geti hætt störfum að eigin ósk við 65 ára aldur en halda fullum launum til æviloka, þ.e. þeir fara ekki á eftirlaun. Rikislögmaður er, eins og fram hefur komið í DV, þeirrar skoðunar að stjómarskrárá- kvæðið eigi ekki við um ríkissak- sóknara. Ekki náðist í Þorstein Pálsson dómsmálaráðherra í gær vegna þessa máls en hæstaréttarlögmaður- inn, sem DV ræddi við í gær, telur að með þessari leikfléttu sé ætlunin að Hallvarður ljúki störfum með fullum sóma. Jafnframt hyggist ráðuneytið og dómsmálaráðherra freista þess að draga úr hættu á að traust almennings á embættinu bíði hnekki. Niðurstaða ráðuneytisins var birt eftir fund Þorsteins Geirssonar, ráðuneytisstjóra dómsmálaráðu- neytisins, og Hallvarðs Einvarðs- sonar í gærmorgun um fiárhagsmál þess síðamefnda og meint vanhæfi af fiárhagsástæöum. Rúmur mánuð- ur er síðan dómsmálaráðherra til- kynnti að ráðuneytisstjóranum hefði verið falið að fara yfir fiármál ríkissaksóknara með honum. -SÁ Tilboð á árg. '97 s =- = Ingvar -s-p=; Helgason hf. L O K I Veðrið á morgun og mánudag: Frekar vætusamt Á morgun verður sunnan- og suðaustanstinningskaldi og rigning um austanvert landið. Um vestanvert landið verður norðan- og norðvestankaldi eða stinningskaldi. Hiti verður á bilinu 8 til 16 stig. Á mánudag verður fremur hæg breytileg átt og skýjað með köflum, Um vestanvert landið verða smáskúrir en annars þurrt. Hiti verður 6 til 13 stig. Veðrið í dag er á bls. 57 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.