Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1997, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1997, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1997 11 Fréttir Sameining sveitarfélaga 1 Skagafirði: Fyrsta kynningar- blaðið kemur út Erum að taka upp haustvörurnar \ Allir í fjölskyldunni eru glæsilegir í skóm frá Glæsiskónum Sendum í póstkröfu samdægurs DV, Fljótum: Byrjað er að kynna tillögur nefndar um sameiningu sveitarfé- laga í Skagafirði fyrir almenningi. Fyrsta kynningarblað af þremur, sem áformað er að gefa út, fór í dreifingu í vikunni. Verður það sent inn á öll heimili í þeim ellefu sveitarfélögum sem þátt hafa tekið i sameiningarviðræðum undanfama mánuði. í biaðinu eru kynntar tillögur sameiningamefndar í flestum mála- flokkum sem sveitarfélög snerta en nokkur málefni eru þó enn til um- fjöllunar í nefnd. í tillögum nefndar er m.a. gert ráð fyrir að sveitar- stjórn í nýju sameinuðu sveitarfé- lagi verði skipuð ellefu fulltrúum en fimm verði í svokölluðu byggðaráði. Sveitarfélagið skiptist í ellefu hverfi, þ.e. að hvert gamla sveitarfé- lagið verði hverfi og í því starfi hverfanefnd óski íbúar þess. 1 hverju hverfi munu, til að byrja með, starfa þjónustufulltrúar sem ætlað er að vera tengiliðir íbúanna við sveitarstjórn. Eins og áður sagði er fyrirhugað að gefa út tvö dreifiblöð til viðbótar. Þá er áformað að halda kynningar- fundi i hverju sveitarfélagi í haust. Áætlað er að kosningar um samein- inguna fari fram um miðjan nóv- ember. Starfsmaður sameiningar- nefndar er Bjami Jónsson á Hólum í Hjaltadal. -ÖÞ %y Útvegssvið VMA á Dalvík: Metaðsókn í vetur DV, Dalvík: Yfir 70 nemendur hafa sótt um nám á útvegssviði VMA á Dalvík fyrir næsta skólaár en áætlað er að skólinn verði settur 1. sept. nk. Að sögn Guðbjartar E. Jónssonar kennslustjóra era daglega að bætast við umsækjendur. Hann sagði að skipting umsókna væri þannig að 25 nemendur hefðu sótt um nám á fyrsta stigi skipstjórnarnáms og 12 á annað stig. Alls hafa 39 sótt um ann- að nám, þ.e. 13 nemendur á fyrsta ári á almennri braut, 16 á annað ár og 8 á þriðja ár fiskvinnslubrautar og 2 á nýstofnaða sjávarútvegs- braut. Taldi Guðbjartur að skýringuna á hluta þessarar aukningar mætti rekja til áætlana um breytingar á skipstjórnamámi sem taka eigi gildi á næsta ári. Eigi að síður sé mjög ánægjulegt að sjá þá aukningu sem verður í umsóknum um nám á fiskvinnslubraut og að fiskvinnslu- fyrirtæki geri nú oftar kröfur um slikt nám í atvinnuauglýsingum um t.d. vinnslusfjórnendur. Kennaramál era, að sögn Guð- bjarts, i þokkalegu ástandi. „Nú ný- verið misstum við einn kennara sem áætlaði að kenna við skólann í vetur en það horfir vel með ráðn- ingu í hans stað. Að öðru leyti er skólinn fullmannaður." Hvað varðar húsnæðismál skól- ans og breytingar á heimavist er ætlunin að þeim verði lokið fyrir 1. sept. nk. og þar með verði öll kennsla í vetur í húsnæði heima- vistarinnar. Húsnæðismál nem- enda, sem koma að, gætu orðið erf- ið í framtíðinni vegna breytinga á heimavistinni og aðsóknar að skól- anum en í ár hafa 30 nemendur sótt um heimavist og er það mesti fjöldi sem hægt er að koma þar fyrir, með tveimur í herbergi. Á heimavist era 15 tveggja manna herbergi en þau hefur á undanfómum áram verið hægt að bjóða fyrir einstaklinga. -HÍÁ 1992, ekinn 37 þús. km, svartur, sjálfskiptur 4 g., ABS, spólvörn, leöur, rafmagn, sóllúga, hiti í framrúðu, o.fl. o.fl. Tilboö óskast. JR bílasala, Bíldshöföa 3, sími 567 0333 J í Krakkaklúbbi DV og Kjörís Isveisla í Kjörís-ísbúö fyrír fjölskylduna Jóhannes Stefánsson nr. 11434 Linda Jónsdóttir nr. 5813 Jóhann P. Harðarson nr. 11334 Grétar Stefánsson nr. 6008 íris B. Björnsdóttir nr. 9548 Krakkaklúbbur DV og Kjörís þakka öllum sem tóku þátt kærlega fýrir frábæra þátttöku. Vinningshafar fá gjafabréfið sent í pósti næstu daga. Verið er að byggja nýtt anddyri í Keflavíkurkirkju sem verður í stíl kirkjunn- ar sem var byggð 1914. DV- mynd Ægir Már Keflavíkurkirkj a: Anddyrið stækkað DV, Suðurnesjum: Að undanfómu hafa staðið yfir framkvæmdir við Keflavíkurkirkju. Verið er að stækka anddyrið i kirkj- unni um tæplega 20 fermetra. Mikil ánægja er með þessar framkvæmdir énda var aðstaðan í gamla anddyr- inu mjög þröng. Einnig verður rýmra á loftinu fyrir söngfólkið. Kirkjan verður máluð og verður mjög erfitt að sjá utan frá að and- dyrið hafi verið stækkað enda falla framkvæmdir mjög vel að stíl kirkj- unnar sem var byggð 1914. Þeim á að vera lokið þegar kirkjustarfið hefst á haustdögum. -ÆMK Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ ÁKR. 10.000,00 1985-2.fl.B 10.09.97 - 10.03.98 kr. 28.781,30 * Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. * Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi í, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 28. ágúst 1997 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.