Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1997, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1997, Qupperneq 13
FIMMTUDAGUR 28. AGUST 1997 13 Fréttir Sæplast hf. á Dalvlk: Um 9 milljóna króna tap á rekstrinum - fyrstu sex mánuöi ársins DV, Dalvík: Sæplast hf. á Dalvík var rekið með tæplega 9 milljóna króna tapi fyrstu 6 mánuði ársins, samanborið við 12,3 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Meginástæð- ur lakari afkomu nú eru að sala á trollkúlum, vatnsrörum og fiskiker- um var minni en á sama tímabili í fyrra, auk þess sem afskriftir jukust um tæp 60% milli ára. Rekstrartekjur Sæplasts hf. fyrstu 6 mánuði ársins námu tæp- um 177 milljónum króna og lækk- uðu um 12,3% miðað við sama tíma- bil í fyrra. Rekstrargjöld voru 164,5 milljónir króna, sem er 6,2% lækk- un milli ára. Fjármagnsgjöld námu tæpum 4,6 milljónum króna og juk- ust um 63,6% milli ára. Sala fyrstu sex mánuði ársins er 12% minni en á sama tímabili í fyrra. Kristján Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri Sæplasts, segir að þessar viðurstöður valdi vissulega vonbrigðum þar sem áætlanir hafi gert ráð fyrir veltuaukningu milli ára og að reksturinn skilaði hagn- aði. Það hafi sitt að segja að kostn- aður við flutning á hverfisteypu- deild og skrifstofum félagsins í nýtt húsnæði felli allur til á þessu tíma- bili. „Hins vegar er ánægjulegt að sjá hversu mjög Sæplast hefur styrkt sig í sessi á innanlandsmarkaði. 30% aukning í sölu fiskkerja hér heima á milli ára bendir ótvírætt til að sú áhersla sem við höfum lagt á þróunarstarf og gæðaímynd fram- leiðsluvara félagsins á undanföm- um árum sé byrjuð að skila sér,“ segir Kristján. „Ég geri ráð fyrir að sala á fiskk- erum aukist milli ára. Þá má vænta þess að aukin afkastageta hverfis- steypudeildarinnar fari að skila sér á síðari hluta ársins. Endurskoðað- ar áætlanir okkar gera ráð fyrir að veltan verði um 400 milljónir króna á árinu og að félagið verði réttum megin við strikið í árslok. -HÍÁ Sláturhúsum fækkar á Vestfjörðum: Ekkert slátrað á Þingeyri í haust Flest bendir nú til að ekki verði slátrað í sláturhúsinu á Þingeyri í haust. Sem kunnugt er varð siátur- húsið Barði gjaldþrota um síðustu áramót og viðleitni til að setja í gang rekstur í húsinu, t.d. með leigu á búnaði, hefur ekki borið árangur. Þar með er enginn slátnrhúsrekstur á öllu svæðinu frá Patreksfirði norður um og til Hólmavíkur. Bændur á norðanverðum Vest- {jörðum verða þvi að aka með allt sitt sláturfé á annað og jafnvel þriðja hundrað kilómetra leið eftir því hvort heldur verður slátrað á Hólmavík eða á Patreksfirði. Slátur- húsið á Patreksfirði, sem rekið var í fyrra undir nafninu Napi, er nú í eigu Odda hf. sem keypti húsið á uppboði. Að sögn Hauks Más Sig- urðarsonar hjá Odda mun það ráð- ast nú í vikunni hvernig að slátrun verði staðið. Hann staðfesti að við- ræður hafi farið fram við Norðvest- ur- bandalagið og eins við Borgnes- inga. Norðvestur-bandalagið svokall- aða varð til við samruna sláturhúsa í Búðardal á Hólmavík, Óspakseyri og Hvammstanga fyrr á þessu ári. Sagði Haukur að verið væri að ræða um verktöku við þessa aðila. Slátr- un mun að öllum líkindum hefjast í sláturhúsi Odda í haust hvort sem samningar við áðumefnda sláturað- ila takast eða ekki. Að sögn Hauks er ráðgert að slátra um 6000 til 8000 fjár sem er veruleg aukning frá því sem verið hefur. -HKr. Hver er Damon Albarn? Ef þú veist það gætir þú unnið miða á BLUR tónleikana 31. ágúst. Leikurinn stendur til 29. ágúst. DV birtir lista yfir 100 vinningshafa í blaðinu 29. ágúst. mm SlA^V Innlausnarverð vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs Hinn 10. september 1997 er 24. fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs í 2. fl. B 1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 24 verður frá og með 10. september nk. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 50.000 kr. skírteini = kr. 4.749,00 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. mars 1997 til 10. september 1997 að viðbættum verðbótunr sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu skírteinanna. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík og hefst hinn 10. september 1997. Reykjavík, 28. ágúst 1997 SEÐLABANKIÍSLANDS ______________________________ ffi' *\o Áskrift að daglegum fréttum frá íslandi er auðveld og þægileg leið til þess að vera í beinu sambandi við ísland. Tilboð til námsmanna erlendis er aðeins kr. 995 á mánuði í þrjá mánuði mmm JU 'f9íX-r ****&%& Uf) > FRETTIR UR FJÖLMIÐLUM Þverholt 11. Sími 550 5000. Fax 550 5999. Netfang: faxfréttir@ff.is Faxfréttir úr fjölmiðlum eru fréttir frá íslandi og færa tesandanum á stuttu og aðgengilegu formi þær fréttir sem eru efst á baugi hverju sinni. Faxfréttir koma út 5 daga vikunnar á tveim síðum, mánudaga til föstudaga, kl. 13 að íslenskum tíma. Sendingartími fer annars eftir samkomulagi. Dreifileiðir eru í gegn um fax og tölvupóst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.