Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1997, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1997, Qupperneq 19
FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1997 Sviðsljós 27 DV Leikarinn Laurence Fishburne gerir það gott: Við Jackson erum ekki sami maðurinn Laurence Fishburne er þessa dagana að leika í kvikmynd- inni Hoodlum sem fjallar um braskara í Harlem. „Það er sífellt verið að rugla okkur Samuel Jackson saman. Við erum ekki einn og sami maður- inn,“ segir Laurence Fish- burne í nýlegu viðtali. Fishbume gerði grín að þessum ruglingi við verð- launaafhendingu á síðasta ári. Þeir stigu báðir upp á svið og sögðu: „Sjáið þið bara, við erum ekki einn og sami maðurinn." Þó er það nánast daglegt brauð að þeim sé ruglað saman. „Ég var í flugvél fyrir nokkrum vikum. Ein flug- freyjan kom til mín og sagði: „Þú og Travolta eruð frábærir saman,“ en Travolta og Jackson léku saman í Pulp Fiction. Fyr- ir nokkrum dögum kom svo maður til min og bað mig um eiginhandarárit- un. Hann sagðist hafa séð mig í myndinni Men in Black og líkað vel.“ Laurence Fishburne, sem breytti nafni sínu í Larry þegar hann hóf leik í kvikmyndum, breytti nafni sínu aftur fyrir nokkrum árum. „Ég ákvað að breyta því aftur því Laurence er skírnarnafh mitt. Síðan árið 1992 hef ég kosið að nota það frekar, svo einfalt er það. Larry heyrir því sögunni til,“ segir Fishburne. Laurence var aðeins 14 ára þegar hann lék í sinni fyrstu kvikmynd. Það var ekki ómerkari mynd en Apocalypse now sem Francis Ford Coppola leikstýrði. Hann segir að reynslan sem hann hlaut þá hafi breytt lífi hans algjörlega. „Ég uppgötvaði að ég var listamaður eftir að ég lék í þeirri mynd.“ Hann segist minnast þess helst að vera í félagi með þeim Marlon Brando, Martin Sheen og Dennis Hopper. Hann segir að sem betur fer geti svartir leikarar nú náð langt án þess að vera gamanleikarar og tekur sem dæmi Richard Pryor og Eddie Murphy. „Það breyttist allt þegar Spike Lee kom til sögunnar. í kjölfarið fylgdu Bill Duke, Hughes bræður, John Singleton, Sam Jackson, Denzel Washington, Morgan Freeman og ég.“ Fishburne er þessa dagana að leika í nýrri kvikmynd sem heitir Hoodlum. Myndin fjallar um braskara í Harlem og leikur hann einn þeirra. m Hagstœð kjör 'é ’ -4 m Ef sama smáauglýsingin er birt undir 2 dálkum sama dag er ^0^/c ofsláttur af annarri auglýsingunni. & o\\l miHI hirrynt Smáauglýslngar 550 5000 Hollywood-leikkonan Geena Davis er búin að fá nóg af eiginmanni númer þrjú, finnska leikstjóranum Renny Harlin. Hún hefur sótt um lögskilnað eftir aðeins tæpra fjögurra ára hjónaband. Stallone kennir leik- list hjá Clinton forseta Stórleikarinn Sylvester Stallone er ekki vanur að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Það sann- aðist best þegar hann sótti veislu til heiðurs Bill Clinton Bandaríkjafor- seta í fínum golfklúbbi á Vínekru Mörtu I Massachusetts, sumarleyfis- eyju rika fólksins. Þegar gleðin stóð sem hæst var Stallone fenginn til að gefa Vernon Jordan, golflelaga Clintons, smá kennslustaid í leiklist, frammi fyr- ir forsetanum og öðrum gestum. „Mér skilst að samtalið hafi verið eitthvað í líkingu við það sem heyra má í nýjustu myndinni hans,“ sagði Barry Toiv, talsmaður Hvíta húss- ins, að kennslustundinni lokinni. Það var frú Clinton sem stakk upp á því að Vernon fengi kennslu í upp á afmælið sitt í síðustu viku, leiklist í afmælisgjöf. Jordan hélt rétt eins og sjálfur forsetinn. 6DTT ÚTHRH YLGJUNNI DVMfl flflNN I Fjorkalfmum í DV a föstudögum smcjflNmuflNN A Bylgjunm a fimmtudögum kl. 20 og endurfluttur a laugardogum kl. 16 (Ofl-E (j-EfUfl I0NINN f £ ^ w. Æ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.