Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1997, Page 12
i2 fyrir 15 árum
LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997
Notuðu þorskalýsi sem eldsneyti á vörubíl:
Lesendur ráku upp stór augu 1 september
1982 þegar DV sagði fréttir af vörubíl Lýsis hf.
sem knúinn var áfram með hjálp þorskalýsis.
Fyrirsögnin „Lyktin eins og verið sé að
steikja kleinur" vakti eðlilega kátínu en þar
var Erlendur Egilsson verkstjóri að lýsa þefn-
um úr púströri bílsins.
„Bílinn gengur mjög vel á lýsinu. Það fæst
hins vegar ekki eins mikili kraftur úr vél-
inni,“ hafði DV eftir Benjamín Jóhannessyni
bílstjóra. Það þóttu hins vegar ekki eins góð
tíðindi og kleinulyktin.
Einhverjir hafa sjálfsgt haldið að þarna
væri komið eldsneyti framtíðarinnar, að Is-
land yrði nýtt „olíuveldi" í heiminum. Baldur
Hjaltason, forstjóri Lýsis, var nýbyrjaður
hjá fyrirtækinu þegar til-
raunirnar með lýs-
iseldsneytið
hófust
„Við notuðum
vörubíla til að sækja
lifur á Suðurnesjum.
Tryggva Ólafssyni,
forstjóra og stofnanda
Lýsis, datt i hug hvort
ekki mætti keyra bíl-
ana á lýsi en því hafði
áður verið brennt á
kyndikötlum. Ákveðið
var að prófa lýsi á elsta
vörubílinn, Scania Vabis. Komumst við að
því að ef lýsið fór heitt inn á vélina gat bíll-
inn gengið á þvi,“ segir Baldur við DV.
Barst um
allan heim
Lýsi þarf að hita upp til að það haldist
þunnt, það storknar í kulda. Því var smíðað-
ur sérstakur eldsneytisgeymir með hitaspíral
en kælivatn frá vélinni notað til að hita upp
lýsið.
Baldur segir að frétt um lýsisbílinn hafi
verið send út um allan heim af fréttastofu
Reuters.
„Sama dag og fréttin birtist í DV hitti Vig-
dis Finnbogadóttir, forseti íslands, Ronald
Reagan Bandarikjaforseta í Washington en
hún var þá í opinberri heimsókn til Banda-
ríkjanna. ísland fékk því töluverða umfjöllun
þar vestra. Kom lýsisbíllinn til umræðu í fjöl-
miðlum og fór svo að Lýsi hf. fékk fyrirspurn-
ir frá nokkrum áhugasömum bandarískum
þingmönnum. Það var mjög gaman að þeirri
athygli sem þessi tilraun fékk og gaman að
taka þátt í þessum tilraunum."
Menn þyrsti auðvitað í að
vita hvernig lýsi mundi reyn-
ast sem eldsneyti á nýrri bíl-
um. En þá kom babb í bátinn.
Nýrri vélarnar voru með
mun flóknara olíukerfi en
þær eldri og stífluðust spiss-
arnir því fljótt og vélamar
urðu ógangfærar. En Bald-
ur segir þetta mál hafa
hrundið af stað annarri
og ekki síður merkilegri
umræðu.
„Þarna sáu menn að hægt væri að ganga í
eldsneytisforða ef til styrjaldar kæmi. Þá ætt-
um við brennsluefni á einfaldar dísilvélar og
togara sem notuðu svartolíu. Þá er alkunna
að lýsi má blanda við ákveðnar tegundir
svartolíu. Við framleiðum á annað hundrað
þúsund tonn af síldar- og loðnulýsi á ári og
því nægur eldsneytisforði út frá öryggissjón-
armiði."
- En hvað varð um gamla vörubilinn?
„Við létum hann frá okkur og ég veit ekki
hvar hann er niðurkominn í dag,“ segir Bald-
ur.
-hlh
bókaormurinn____________________________
Hef vart eirð í már til lesturs
- segir Kjartan Guðjónsson leikari
„Ég les frekar lítið, hef vart eirð í
mér til lesturs. En þegar ég tek mig
til er ég um það bil sex mánuði með
hverja bók. Nú vill þó svo skemmti-
lega til að ég er með tvær bækur í
takinu," segir Kjartan Guðjónsson
leikari, bókaormur vikunnar sam-
kvæmt áskorun Eggerts Þorleifsson-
ar, starfsbróður hans.
Kjartan er að lesa bók eftir
bandaríska saksóknarann Vincent
Bugliosi sem íjallar um hvernig
ákæruvaldið klúðraði morðmálinu
gegn ruðningshetjunni og leikaran-
um O.J. Simpson. Bókin heitir Five
Reasons Why O.J. Simpson Got
Away With Murder.
„Ég er búinn með um það bil
fjórðung bókarinnar og hef haft
mjög gaman af henni. Bugliosi er
einn harðasti saksóknari Bandaríkj-
anna, sótti meðal annars málið gegn
fjöldamorðingjanum Charles Man-
son. Hin bókin er eftir Tom Claricy
Kjartan
Guðjónsson
er meö tvær bækur
í takinu en
segist þó ekki
lesa mikiö.
og nefnist Executive Order. Þar er
Jack Ryan, sá sem Harrison Ford er
alltaf að leika, orðinn forseti Banda-
ríkjanna. Bókina tileinkar Clancy
Ronald Reagan, fyrrum Bandarik-
forseta, með orðunum The man who
won the war“. Þó Kjartan lesi ekki
mikið sér til afþreyingar les hann
ógrynni af handritum vegn starfs-
ins. Segist hann kunna meiri texta
utan að en margir lesa á einu ári.
„Annars veit ég heilmikið um
höfunda, titla, söguþræði bóka og
svoleiðis. Ég gæti alveg eins hafa
skrifað bók eins og How to Fake
Your Way through Literature," seg-
ir Kjartan og bætir við: „Þetta með
lesturinn á rætur að rekja til barns-
og unglingsáranna. Meðan félagar
mínir lágu í bókum var ég í byssu-
og leynilögguleik langt fram eftir
kvöldi alveg fram undir fullorðins-
ár. Þannig fékk ég útrás fyrir
ímyndunaraflið. Foreldrar minir
héldu á tímabili að ég væri mis-
þroska. En kannski verð ég alvöru-
bókaormur þegar ég verð eldri,“
segir Kjartan.
Hann skorar á Sæmund Norð-
fjörð kvikmyndagerðarmann að
vera bókaorm næstu viku.
-hlh