Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1997, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1997, Blaðsíða 15
H>'V LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997 15 Smíði úr tré er mikil list. Hagir trésmiðir hafa því löngum vakið aðdáun mína. Það helgast meðcil annars af því að ég hef fundið til vanmáttar á þessu sviði. Menn eru misjafnlega handlagnir, sum- ir flinkir en aðrir ekki. Ég hef ekki tilheyrt hópi handlaginna. Ailt í kringum mig úir hins vegar og grúir af völundum. Hamrar, sagir, tommustokkar og jafnvel útskuröarjám leika í höndunum á þeim. Særður fegurðarsmekkur Ég var ekki góður í smíði í bamaskóla og heldur ekki í gagn- fræðaskóla. Ef ég negldi í spýtur klofnuöu þær, sagarfor skekktust og ég valdi rangan grófleika sand- pappírs. Útsagaðir jólasveinar úr krossviðarplötum líktust ekki jólasveinum. Ég var lengi með jólatréskross, líklega fram undir jafndægur á vori. Það kom ekki að sök því hann hélt ekki einu sinni ræfilslegustu grein, hvað þá tré. Annan vetur var viðfangsefnið hjá mér, líkt og bekkjarbræðrum mínum, blaðagrind. Hún var ein- faldrar gerðar, botn og tvær lapp- ir. Ef rétt er munað áttu tveir pílárar að halda dagblöðunum. Þessar grindur prýddu heimili foreldra bekkjarbræðranna. Mín særði fegurðartilfínningu allra ærlegra manna. Hún hlaut því svipuð örlög og þúsundir fóta- nuddtækja síðar. Grindin fór við- stöðulaust í geymsluna. Bókastoð, sem átti að vera í vinkil, fékk sömu meðferð. Framlag til fullnaðarprófs Lengst náði ég í smíðunum er ég lagði til prófs langhund úr tekki. Smíðakennari minn í 11 ára bekk afhenti mér ílangan tekkkubb um haustið. Kubbm-inn W\ T'T II N III F jöSS £ .77' mm wmM -HHOplwn v a;-" L* .. • -•Æff ^ ra w tfÍMMmH upp aðgerðaplan. Hann sýndi hvar festa bæri járn og tré, lagði áherslu á notkun snúru og halla- máls og hvatti mig til dáða. „Pís of keik,“ sagði hann upp á út- lensku og átti greinilega við að pallasmíði væri auðveld viður- eignar. Hjálp í neyð Nú hafði ég ekki smíðakemiara til trausts og halds. Ég stóð einn hjá gagnvörðu timbrinu með láns- hamar, nokkra nagla og hallamál. Konan blístraði lagstúf innan- dyra. Hún vissi af sínum Roy Rogers úti við. Frómt frá sagt hafði sú kúrekaímynd ekki hug- mynd um hvemig átti að byrja. Það vildi mér til happs að tengdafoður minn bar að garði í miðjum þessum vandæðagangi. Hann er ekki smiðslærður fremur en tengdasonurinn en óragur og kippir sér ekki upp við smámvmi. Hann greip planka og rak hann fastan með gaur sem ég rétti hon- um. Hann lét ekki þar við sitja heldur greip fleiri slíka, skó og vinkla og raðaði upp. Á skammri stimdu voru fyrstu langbönd föst. „Klæðum á þau til prufu,“ sagði tengdafaðirinn, fullur áhuga á framgangi málsins. Hann hafði í millitíð lagt fram hleðsluborvél svo festa mætti stoðir og borð með skrúfum i stað nagla. Sá góði maður hvarf hins vegar jafnsnöggt og hann hafði komið. Píreygður handverksmaður Ég var hins vegar kominn af stað og málið leit vænlega út þeg- ar konan kom í gættina. Þá sat ég klofvega á stoö og boraði með hleðsluvél. „Ég vissi að þú gætir þetta einn og óstuddur," sagði konan. Hún horfði með aðdáun á nýjan og breyttan eiginmann. Þar var kominn handverksmaður sem I hóp handlaginna entist veturlangt. Vitnisburður að vori var þokkalegur. Þá hafði ég sargað á tekkskepnu þessa fjórar breiðar lappir, langt höfúð og skott sem stóð beint aftur. Það var ekki vegna þess að hundnefna þessi ætti að líta svona ÚL Hún þróaðist bara svona í höndunum á mér. Auk sagar beitti ég þjöl á skepnuna og pússaði eftir mætti með sandpappír. Að lokum bar ég tekkolíu á rakkann. Svo heppilega vildi til að næsta vetur tók nýr smíðakennari við bekknum. Að áliðnum þeim vetri dró ég fram langhundinn, pússaði hann lítillega og olíubar á ný. Tekkhundurinn góði veit mitt framlag til fúllnaðarprófs í handa- vinnu. Enn dugði langhundurinn í fyrsta bekk gagnfræðaskólans enda nýr kennari í nýjum skóla. Ég lét þar við sitja. Smíði þessar- ar merku skepnu hafði margborg- að sig. Það eru því fáir smiðisgripir sem eftir mig liggja. Mér var sama um blaðagrindina, jóla- tréslöppina og bókastoðina. Hund- urinn var mér hins vegar kær. Þess vegna átti ég hann enn þegar við hjónakomin ragluðum síunan reytum. Merkilegt nokk þótti kon- unni tekkskepna þessi lagleg á sinn hátt, eiginlega súrrealísk. Hún, setti hundinn því upp í hillu. Það er eina viðurkenningin sem ég hef fengið á listamannsferli mínimi. Ósk um sólpall Eftir þessi afrek lagði ég smíð- ar á hUluna í orðsins fyllstu merkingu. Ég tel það ekki með þótt ég hafi naglhreinsað og skaf- ið steypu af borðum. Ég var þvi algerlega áhyggju- laus þegar ég samþykkti fróma ósk konu minnar um að koma upp sólpalli í sumar. í mínum huga kom annað ekki til greina en að fá smið til þess að sjá um það mál. Ég fór því glaður í bygg- ingavöraverslunina og pantaði gagnvarið pallaefni, íjalir og uppi- stöður. Ég var jafnkátur þegar ég sótti efnið á pallbíl sem ég fékk lánaðan og flutti á byggingarstað. Gamanið kámaði ekki fyrr en ég innti konuna eftir iðnaðarmann- inum í verkið. „Þú gerir þetta sjálfúr, elskan," sagði hún. Hún var sykursæt í framan og brosti sínu blíðasta. Það þyrmdi yfir mig. Gagn- varða efiiið varð skyndilega ógn- vekjandi. Fjalimar og stoðimar urðu í augum mér græn ófreskja. „Ég á ekki hamar og ég kann ekki á hallamál," stamaði ég í örvænt- ingu. „Þú færð það bara lánað og lærir að nota þetta, góði minn,“ sagði konan. Það var eins og hún væri víðs fjarri öllum raunvera- leika, lifði í einhverri draumaver- öld. Hún sá mig fyrir sér með hamar, sög og nagla, jafnvel með trésmiðasvuntu úr leðri. Laugardagspistill Jónas Haraldsson fíéttastjori Roy Rogers með hamar „Ertu með sjátfri þér, kona?“ spurði ég. „Þú veist aö ég get þetta ekki.“ Á svipnum á henni mátti greina að hún ímyndaði sér mig sem eins koncir Roy Rogers á væntanlegum sólpalli. í stað byssunnar væri hamar í beltis- stað. í stað skota væri ég með nagla og skrúfúr í leðursvuntu. Það vantaði ekkert nema Trigger. Mér datt í hug að hringja í mág minn sem er trésmíðameistari og fá hjá honum leiðbeiningar sím- leiðis. Ég hætti við það. Maður verður að halda andlitinu innan fjölskyldu og ættar. Þess í stað leitaði ég til vinnufélaga míns. Hann eyðir tómstundum sínum í smíðar. „Sólpallur," sagði vinnu- félaginn upprifmn. „Það er ekkert mál. Þú kaupir þér bara skó og vinkla. Síðan raðar þú upp lang- böndunum á uppistöðumar og klæðir pallaefhið á. Þetta er ekki vinna, þetta er hrein skemmtim." Skór fyrir battinga „Hvemig skó?“ spuröi ég var- fæmislega. „Áttu við með stáltá ef maður missir hamarinn?" „Nei, nei,“ sagði vinnufélaginn. „Þú kaupir vinkla og skó fýrir batting- ana sem þú klæðir á.“ Ég var eitt stórt spumingarmerki í framan. Nefndir battingar vora ekki í mínum kunningjahópi. Vinnufé- laginn hélt ró sinni og útskýrði málið. Skómir og vinklamir voru til þess að festa langbönd imdir pallklæðninguna en ekki öryggis- búnaður fyrir iðnnema. Hjálpsami vinnufélaginn greip blað á borðinu mínu og rissaði vílaði ekkert fyrir sér. Ég kaus að nefha ekki þátt föö- ur hennar í málinu og tók einn við hrósinu. Konan lét sem hún vissi ekkert. Á meðan hún horfði á beitti ég hallamálinu nokkrum sinnum og pirði augað þegar ég kíkti eftir langborði. Ég hafði séð smið gera slíkt Þessi gjömingur minn smellhitti í mark. Konan sá að á nýja pallinum var enginn veifiskati. Eftir að ég var kominn af stað var í raun auðvelt að klára. Pall- urinn reis því án atbeina smiðs. Ég neita því ekki að ég var mont- inn meö sjálfan mig, jafiivel svo að konu og bömum þótti nóg um. Það komst ekkert annað að hjá mér. Ég talaði í tommum, tvær- fjórar og ein-sex. Bestur var ég þegar ég komst yfir rafhefil. Ég hafði aldrei heyrt af slíku appar- ati. Þetta var eins og að eignast leikfang. Ég spændi upp bjálka og borð og lét sem ég væri að rétta af skekkju í timbrinu. Þá var ekki nóg með að ég vissi allt um batt- inga. Nú höfðu dregarar bæst í hópinn. Ég var kominn í hóp handlag- inna eftir öll þessi ár. Æra mín var risin upp. Ekkert var mér ómögulegt. Gott ef ég rek ekki saman jóla- trésfót fyrir jólin og gef konunni. Hver veit nema ég hafi heima- gerða bókastoð í pakkanum líka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.