Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1997, Qupperneq 22
22 sérstæð sakamál
LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997 JjV
Wemer Vock var sextíu og f]ög-
urra ára. Hann stóð fyrir framan
spegilinn í anddyrinu og lagfærði á
sér slifsið. Skammt frá honum,
frammi í eldhúsinu, stóð sambýlis-
kona hans, María Schultz. Hún var
fjórum árum eldri en hann. Hún var
að afhýða kartöflur.
Allt í einu var dyrabjöllunni
hringt. Werner opnaði. Fyrir fram-
an dyrnai' stóð hár og mjög grann-
vaxinn maður með dökkt yfirvara-
skegg. Hann var í hvítum jakka og
sagðist vera eftirlitsmaður. Hann
sagði að eitthvað væri að niðurfóll-
um þakrennanna í ijölbýlishúsinu
og hann þyrfti að komast í síma til
að ná í eigandann. Gæti hann feng-
ið að hringja?
Auðvitað var svarið jákvætt.
Wemer sneri sér til að sýna honum
hvar síminn væri. En hann tók ekki
nema eitt skref því komumaður
greip þungan öskubakka sem stóð á
borði undir spegli i anddyrinu ög
sló Wemer með honum í hnakkann
af öllu afli. Hann féll á hnén og svo
endilangur á gólfið.
Átökin
María heyrði að eitthvað var að
gerast í anddyrinu og gekk fram úr
eldhúsinu. Þá sá hún ókunnugan
mann standa boginn yfir sambýlis-
manni sínum þar sem hann lá
hreyfingarlaus á gólfinu. Sekúndu-
broti síðar heyrði hún hálfkæft
hljóð og sá höfuð hans kastast til.
Svo heyrðist sama hljóð á ný og þá
spýttist blóð úr honum út á gólfið.
María hafði ekki tíma til að átta
sig á því sem var að gerast áður en
komumaður vék sér að henni og gaf
henni hnefahögg í andlitið. Hún rið-
aði á fótunum en þá greip maðurinn
harkalega í hana og hrinti henni
fram á gólfið. Enn heyrðist hálfkæft
hljóð og um leið fann hún fyrir
miklum sársauka í annarri öxlinni.
Þrátt fyrir það hve mikið henni
hafði brugðið skýrðist hugsun
hennar og henni varð ljóst hvað var
að gerast. Maðurinn var í þann veg-
inn að myrða hana, skjóta hana til
bana með hljóðdeyfðri skamm-
byssu. Hún æpti af öllum kröftum,
barði frá sér og reyndi að sparka í
manninn. Á hverju augnabliki beið
hún eftir því að fá aðra kúlu í sig, í
þetta sinn með banvænum afleið-
ingum.
Skjót og skýr hugsun
En ókunni maðurinn skaut ekki
aftur. Þess 1 stað greip hann um
hlaup skammbyssunnar og fór að
berja Maríu í höfuðiö með skeftinu.
Hómn særði hana og blóð slettist á
veggi anddyrisins, spegil og gólf. En
meðan þetta stóð yfir fór hún allt í
einu að hugsa að eina leiðin til að
Mieth með síöari konu sinni.
María í anddyrinu þar sem atburöurinn geröist.
verða ekki barin til dauða
kynni að vera að þykjast dáin.
„Hann ætlar að drepa þig með
skeftinu,“ hugsaði hún.
Hún hætti því að æpa og lét
sig detta á gólfið, þar sem hún
lá síðan hreyfingarlaus. Hún
fann að maðurinn beygði sig
yfir hana. Svo tók hann í hár
hennar og rykkti höfðinu upp.
Maríu tókst að láta sem hún
fyndi ekkert til og lést mátt-
laus. Þá lét maðurinn höfuðið
detta á gólfið. Nokkrum
augnablikum síðar heyrði
María að dyrnar fram á gang-
inn opnuðust og svo var þeim
lokað. Hún var orðin ein. En
nú náði ekki að risa á fætur.
Hún missti meðvitund.
Milli lífs og dauða
Kunningjafólk þeirra Maríu og
Wemers kom í heimsókn en enginn
var heima. Það reyndi síðar að hafa
samband við þau en það tókst ekki.
Nokkru síðar komst María til með-
vitundar og gat gert vart við sig.
Sjúkrabíll kom von bráðar á staðinn
og hún var flutt á spítala en rann-
sóknarlögreglan tók málið í sínar
hendur. í fyrstu gat hún lítið gert,
þvi hún var ófær um að tala og vís-
bendingar fáar ef nokkrar.
í viku lá María miUi heims og
helju og þann tíma miðaði rann-
sókn málsins ekkert. Svo komst hún
til meðvitundar stutta stund og við
rúm hennar sátu þá hjúkrunarkona
og lögreglumaður. Við þau sagði
hún, lágri röddu: „Heinz Mieth
stendur á bak við þetta. Ég þekkti
mállýsku morðingjans. Hann er frá
austurhluta Þýskalands."
Þessi yfirlýsing kom lögreglunni
á óvart. Hinn myrti, Wemer Vock,
hafði ekki staðið í neinu sambandi
við neinn í þeim landshluta svo að
vitað væri. Og hvemig gat Heinz
og Werner á góöri stundu.
Mieth, maður sem María hafði'skil-
ið við fyrir tuttugu árum, komio
þessu máli nokkuð við? Hann bjó
langt frá morðstaðnum, í Griesheim
í Hessen, og þau María höfðu aðeins
nokkrum sinnum haft samband
þessa tvo áratugi sem liðnir vom
frá skilnaðinum.
Ummæli Maríu voru því í fyrst
Volker Hoche.
talin mgl eftir mikinn áverka
og meðvitunarleysi í heila
viku. Og þar eð hún hafði
misst meðvitund á ný var
ekki hægt að spyrja hana
frekar að sinni.
Rannsóknarlögreglan taldi
sig ekki geta borið sakir á
Mieth að svo komnu máli. Og
eftir að María komst aftur til
meðvitundar leið nokkur tími
þar til hreyfing komst á málið
og þá var það fyrir hennar til-
verknað. Hún gerði boð fyrir
rannsóknarlögreglumann og
bað hann um að láta teiknara
koma svo gera mætti teikn-
ingu af morðingjanum eftir
lýsingu hennar því útliti hans
kvaðst hún ekki gleyma.
Beiðni hennar var tekið með
nokkurri vantrú því dregið
væri í efa að treysta mætti minni
hennar. Engu að síður var gert eins
og hún bað um, og brátt hafði teikn-
ari lögreglunnar gert mynd. Maður-
inn á henni var með hvasst nef og
kinnfiskasoginn. Myndinni var
dreift á allar lögreglustöðvar í
Þýskalandi og mörgum til undrunar
bar það skjótan árangur.
Handtaka
í Thúringen í austurhluta lands-
ins þótti lögreglumönnum sem þeir
bæru kennsl á manninn sem lýst
var eftir fyrir morðið á Wemer
Vock og hina lífhættulegu árás á
Maríu Schulz. Vai' talið að þar hefði
verið á ferð fjörutíu og eins árs
gamall smiður sem sérhæfði sig í
viðgerðum á gömlum húsum. Hann
hét Raimund Reichert. Var nú hafin
leit að honum, og ekki leið á löngu
þar til hann fannst og var tekinn til
yfirheyrslu.
Reichert kvaðst i fyrstu ekkert
vita um þann atburð sem honum
var gefið að sök að bera ábyrgð á.
En þegar honum var bent á að hann
hefði fundist vegna myndar sem
teiknuð hefði verið eftir fyrirsögn
konunnar sem hann hefði talið sig
hafa drepið, en hefði haldið lífi og
gæti borið kennsl á hann, sá hann
sitt óvænna og játaði að hafa ruðst
inn á heimili þeirra Maríu og Wem-
ers.
„En hvers vegna?“ spurðu lög-
reglumennirnir. „Þekktirðu þetta
fólk?“
„Nei, ég þekkti það ekki,“ svaraði
Reichert.
„Hvers vegna fórstu þá alla þessa
leið til þess að myrða þau?“
„Ég var fenginn til þess,“ svaraði
Reichert. „Mér var borgað fyrir
það.“
Hringurinn þrengist
„Hver vildi þau feig?“
„Heinz Mieth. María Schulz var
gift honum, en þau skildu."
í ljós var að koma að María hafði
ekki verið með óráð þegar hún gaf
lögreglunni fyrsti visbendinguna þá
stuttu stund sem hún fékk fyrst
meðvitund á sjúkrahúsinu. En hver
var skýringin?
Reichert svaraði nú þeim spum-
ingum sem fyrir hann voru lagðar.
Jú, hann hafði verið fenginn til að
ráða Maríu af dögum, ekki Werner
Vock. Hann hafði aðeins verið svo
óheppinn að koma til dyra og
standa þannig í vegi fyrir að
Reichert gæti gengið rakleiðis til
þess verks sem hann hafði verið
fenginn til. Og Maríu hafði átt að
ráða af dögum til þess að koma í veg
fyrir að hún gæti haldið fast við þá
kröfu sína að fá í sinn hlut helming
andvirðis húss sem þau hjón, hún
og Mieth, höfðu átt á sínum tíma.
Hann hafði selt það og viljað halda
fénu en hún gert kröfu til þess.
Frekari athugun sýndi að Maria
hafði skjöl sem sýndu fram á rétt’
hennar til hluta eignarinnar. Sömu-
leiðis bám vitni, fólk sem þekkti til
Mieths, að hann hefði sagt um kröfu
konu sinnar fyrrverandi: „Þessi
leiðindakerling fær ekki einn eyri.“
Reichert gerði fulla játningu. Þar
kom fram að það var ekki Mieth
sjálfur sem réð hann til verksins.
Mieth hafði leitað til annars manns,
vinar Reicherts frá gamalli tíð, Vol-
kers Hoche, og beðið hann að finna
mann sem vildi ráða Maríu af dög-
um gegn greiðslu. Og þegar Hoche
bauð Reichert jafnvirði um hálfrar
milljónar króna fyrir að koma
henni úr þessum heimi féllst hann á
að gera það.
En allt fór á annan veg en ætlað
var. Reichert fékk ævilangt fangelsi
fyrir morð og morðtilraun og það
fengu þeir Mieth og Hoche líka.
Raimund Reichert.