Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1997, Blaðsíða 26
26
LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997
unglingar
ÖV
Geysilega gaman í leikfélaginu
- segir Gustav Helgi Haraldsson, 16 ár leikari úr Keflavík
DV, Suðumesjum:
„Það er alveg geysilega gam-
an í leikfélaginu. Þetta er mjög
góður félagsskapur og allir
mjög hressir. Það er enginn
minni en aðrir í félaginu - allir
eru jafningjar," sagði Gustav
Helgi Haraldsson sem hefur
verið í Leikfélagi Keflavíkur
frá 10 ára aldri. Gustav er 15
ára unglingur úr Keflavík.
Hann er á fyrsta ári í Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja. Það
fer ekki á milli mála að þar er
mjög hress strákur á ferð.
Gustav hefur leikið í Stræti
eftir Jim Cartwright, lék þar
ungan götustrák sem bjargar
sér sjálfur. Hann er vinur aðal-
leikarans og var alltaf með hon-
um og stal fyrir hann í leikrit-
inu. Þá söng Gustav í Keflavik-
urrevíunni. Gustav hefur
einnig samið leikrit, leikið og
leikstýrt fjölmörgum skólaleik-
ritum.
Hlutverk í kettinum
„Þetta byrjaði þannig að ég
fór á Línu langsokk í Keflavík
og þá sá ég fólk sem ég þekkti í
leikritinu. Mér fannst þetta
mjög sniðugt og fór á fund hjá
Leikfélagi Keflavíkur. Ég var
10 ára og allir meira en helm-
ingi eldri en ég. Ég skráði mig
og 2 árum síðar sá ég auglýs-
ingu þar sem var óskað eftir
krökkum í Stígvélaða köttinn.
Ég fékk hlutverk og lék vörð fyrir
sjáifan kónginn. Ég hef verið í félag-
inu síðan. Það sem heillaði mig
strax var að sýna og leika á sviði,“
sagði Gustav sem vill einnig leika í
auglýsingum og hefur látið skrá sig.
Stofnaði fyrirtæki
Þrátt fyrir ungan aldur er Gustav
búinn að stofna fyrirtæki sem heit-
m
Gustav Helga Haraldssyni finnst geysilega gaman í leikfélaginu og segir að þar sé góður félagsskapur.
DV-mynd Ægir Már
ir Iceweb. Hann stofnaði það í júní í
sumar. Fyrirtækið sérhæfir sig í
heimasíðugerð. „Ég stofnaði fyrir-
tækið til að geta boðið fyrirtækjum
upp á ódýrar heimasíður. Þetta er
allt að fara í gang. Ég er með heima-
síðu fyrir mitt fyrirtæki og einnig
hef ég gert nokkrar fyrir aðra. Ég
gerði heimasíðu fyrir unglinga-
hljómsveit hér í bæ sem heitir Drá-
kon. Ég gerði hana í sjálfboðavinnu
til að koma strákunum á framfæri.
Þá er ég að fara að gera heimasiðu
fyrir fóður minn sem á Teiknistof-
una Örk í Keflavík. Ég var búinn að
vera á Netinu á annað ár áður en ég
fór út í heimasíðugerð sem er mjög
spennandi og alltaf eitthvað nýtt að
gerast í þeim efnum. Ég get alveg
verið frá viku upp í mánuð að gera
eina heimasíðu. Það fer alveg eftir
því hvernig hún á að vera. Þá er ég
einnig i forritun. Ég er þekktur á
Netinu sem gusto og tölvupósturinn
minn er gusto@ok.is,“ segir Gustav
Helgi sem er einnig töluvert á
spjallrásinni.
I knattspyrnu
Gustav spilaði knattspymu með
Keflavík í 7 ár og var íslandsmeist-
ari með liðinu í yngri flokkum. í
dag segist hann vera nýfarinn að
æfa líkamsrækt hjá Lífsstíl í Kefla-
vík. Gustav er fæddur og uppalinn í
Keflavík. Hann bjó 4 ár í Danmörku,
frá 3-7 ára, þar sem faðir hans
menntaði sig. Hann er sonur Har-
alds Valbergssonar og Þóru Bjargar
Einisdóttur. Fyrir 3 mánuðum kom
systir Gustavs I heiminn.
„Hún heitir Rita Kristín. Það
var alveg yndislegt að fá hana í
fjölskylduna og skemmtilegt að
eignast systkini. Það er undir
henni komið hvort hún vil læra
á tölvu. En ég kem henni ör-
ugglega í leikfélagið,“ segir
Gustav.
Gustav var 4 ára þegar hann
fékk sina fyrstu tölvu. „Frændi
minn, ívar, bróðir pabba, gaf
mér þá tölvu. Þar fékk ég bakt-
eríuna. Pabbi minn gaf mér síð-
an fyrstu PC-tölvuna sem ég
eignaðist. Ég vann síðan í
loðnu í vetur og keypti mér
nýja og öfluga tölvu,“ sagði
Gustav.
Stefnir til útlanda
En á Gustav sér einhver
framtíðaráform? „Ég er í dag á
almennri braut. Ég er að bíða
eftir að fá bílpróf en þá ætla ég
í Iðnskólann í Reykjavík, á
tölvufræðibraut. Ég stefni
aðþví að fara til útlanda og
læra kerfísfræði. En áður lang-
ar mig að fara i leiklistarskól-
ann,“ sagði Gustav sem hefur
mikinn áhuga á að fá vinnu hjá
Internetfyrirtækinu OK í Kefla-
vik.
En hvað gerir unglingurinn
Gustav annað en að vera fyrir
framan tölvuna sína og vera í
leikfélaginu? „Ég á mjög góða
vini og erum við oft saman.
Mér finnst gaman að horfa á
góðar bíómyndir og fara í bíó
með vinum mínum. Ég fer mjög
sjaldan í unglingapartí. Ég drekk
ekki áfengi og reyki ekki. Ég get al-
veg skemmt mér án áfengis og
skemmti mér jafn vel og þeir sem
nota áfengi. Þá hef ég gaman af öllu
sem viðkemur x-files og yflrnáttúr-
legum hlutum. Ég á átta tveggja
klukkustunda spólur með x-files. Ég
hef horft á alla þættina. Þá hef ég
gaman af að hlusta á tónlist og í
uppáhaldi er unglingahljómsveitin
Botnleðja," segir Gustav Helgi Har-
aldsson.
hliðin
Eva María Jónsdóttir í Dagsljósi:
Líður vel í sjónvarpi
„Þessu starfi fylgja vitaskuld
bæði kostir og gallar. Gallarnir
eru kannski helst þeir að vinnu-
dagurinn er langur og síðan verð-
ur maður vitaskuld sem opinber
persóna að þola gagnrýni. Ég er
ánægð í þessu og stefni að því að
vinna í sjónvarpi á meðan ég þoli
það og áhorfendur þola mig,“ segir
Eva María Jónsdóttir sem er að
hefja sitt fyrsta ár sem stjórnandi
Dagsljóss. Hún hefur unnið við
þættina frá upphafi. Eva María
sýnir á sér hina hliðina að þessu
sinni. -sv.
Fullt nafn: Eva María Jónsdótt-
ir.
Fæðingadagur og ár: 26.04.
1971.
Maki: Óskar Jónsson.
Börn: Ekki til.
Bifreið: Er að reyna að skipta.
Starf: Umsjónarmaður í Dags-
ljósi.
Laun: Meira en nóg.
Hvað finnst þér skemmtileg-
ast að gera? Dansa samkvæmis-
dansa með kærastanum.
Hvað finnst þér leiðinlegast
að gera? Þrifa ísskápinn.
Uppáhaldsmatur: Reyktur sil-
ungur og avókadó.
Uppáhaldsdrykkur: Volgt
vatn.
Hvaða iþróttamaður stendur
fremstur í dag? Litlu samkvæm-
isdansararnir.
Uppáhaldstímarit: Heimilis-
pósturinn.
Hver er fallegasta kona/karl
sem þú hefur séð (fyrir utan
maka)? Jón Leví.
Ertu hlynnt eða andvig ríkis-
stjórninni? Dagamunur á því.
Hvaða persónu langar þig
mest til að hitta? Ömmu Rögnu
heitinna.
Uppáhaldsleikari: Daníel Þ.
Magnússon.
Uppáhaldsleikkona: Gréta
Garbo í The Two Faced Women og
Ólafla Hrönn Jónsdóttir.
Uppáhaldssöngvari: Hallbjörg
Bjarnadóttir.
Uppáhaldsstjómmálamaður:
Guðrún Helgadóttir.
Uppáhaldsteiknimyndaper-
sóna: Ég er ekki spennt fyrir
teiknimyndum.
Uppáhaldssjónvarpsefni:
Pakkinn frá 19-21 fyrst á Stöö 2
svo á RÚV og svo dýralífsmyndir.
Uppáhaldsmatsölustað-
ur/veitingahús: Argentína.
Hvaða bók langar þig mest að
lesa? Öldina okkar, Öldina sem
leið og Öldina siðustu.
Hver útvarpsrásanna finnst
þér best? Rás 1.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Sig-
valdi Júlíusson.
Hverja sjónvarpsstöðina horf-
ir þú mest á? Sjónvarpið.
Uppáhaldssjónvarpsmaður:
Ég held svolítið upp á félaga mína
í augnablikinu.
Uppáhaldsskemmtistað-
ur/krá: Vitabarinn er ágætur á
milli 17 og 19.
Uppáhaldsfélag í íþróttum:
Púttfélag vistmanna Gmndar.
Stefnir þú að einhverju sér-
stöku í framtíðinni? Safna hári
niður að rassi.
Hvað gerðir þú í sumarfríinu?
Keyrði um Vesthrði og svaf í bíln-
um.