Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1997, Qupperneq 29
LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997
lausu
að engar fréttastofur eða ritstjómir
1 landinu hafi jafn mikið traust
meðal almennings og fréttastofur
Ríkisútvarpsins. Það hafi
ótal kannanir sýnt.
Þyngri á bárunni
Undirritaður vill verjast
fyrir hinna hönd og spyr
því hvort ekki geti verið
að traustið komi til vegna
þess" að ríkisfréttastofurn-
ar sigli lygnari sjó en aðr-
ar - segi átakaminni
fréttir sem kalli siður á
hörð viðbrögð úti í þjóð-
félaginu. Þannig hafi al-
menningur í raun lítið
upp á þær að klaga.
„Það er alveg af og
frá. Við endum alla
daga á því að bera sam-
an fréttatíma beggja
stöðvanna, hvað gerðu
þeir vel og hvað við?
Stundum eigum við
góðan dag, stundum
þeir en við forðumst
síður en svo átaka-
fréttir. Við forðumst
hins vegar að fara
með eitthvað í loftið
sem við erum ekki
100 prósent viss um
að geta staðið við,“
segir Helgi og hann
heldur áfram að-
spurður um mun-
inn á fréttum
stöðvanna.
„Við erum
kannski heldur
þyngri á bárunni.
Sumir segja of
þungir og ég get
að vissu marki
fallist á það. Það
er enda hlutur
sem ég vil
gjarna taka á
en þó þannig
að engu verði
fórnað í sam-
bandi við vönd-
un vinnubragða. Ég er sammála því
að, við megum brosa meira og er
sannfærður um að við getum alveg
sagt alvörufréttir án þess að hátíð-
leikinn leki af okkur.“
Helgi nefnir að hann vilji létta
andrúmsloft fréttanna og því liggur
beinast við að spyrja hvað hann ætli
að gera. Hann vill fyrst fá að ræða
hugmyndir sínar við samstarfsfólkið
en segist ekki ætla sér að sitja í
fréttastjórastól og gefa skipanir. Þeg-
ar um hægist eftir þessa hrinu nú
verði haldnir fundnir með öllu fólk-
inu sem kemur að fréttunum þar
sem þessi mál og önnur verði rædd.
nætt. Það heföi gert ýmsa
DV-myndir Pjetur
Vil fjölga konum
„Ég get nefnt eitt sem dæmi og
það er að ég tel að tveir þulir séu
heppilegri kostur en einn. Það er
engin tilviljun að í aðalfréttatímum
stöðva vítt og breitt um heiminn
eru þulirnir yfirleitt tveir, karl og
kona, og það eitt gefur fréttatím-
anum léttara og skemmtilegra yfir-
bragð.“
Helgi er ekki sammála undirrit-
uðum þegar spurt er hvort ekki sé
nauðsynlegt að yngja upp í frétta-
mannahópnum og fá inn ferskt blóð.
Hann segir að sífellt sé að koma inn
nýtt fóik og að nauðsynlegt sé að
hafa hópinn sem blandaðastan.
Hann vill þó gjama fá fleiri konur í
fréttahópinn.
„Stærsta vandamál okkar hér er
aðstöðuleysið og ég ætti kannski að
„Það stefndi fljótt í aö valið myndi standa á milli mín og Elínar Hirst og eftir að það varð Ijóst fullyröi ég að ég hafi
haft eindreginn stuðning manna hér innanhúss." DV-mynd BG
bjóða útvarpsráðsfólki að koma
hingað í skoðunarferð. Vinnueftir-
litið hefur ítrekað gert athugasemd-
ir en engar úrbætur hafa verið gerð-
ar,“ segir Helgi og bætir við að eng-
inn vafi leiki á því að aðstöðuleysið
standi fréttastofunni fyrir þrifum.
Helgi efast um að fólkið fyrir
framan skjáinn verði almennt eitt-
hvað vart við það að nýr fréttastjóri
sé kominn til starfa. Breytingar ger-
ist hægt aðstæðnanna vegna. Búið
sé að skipuleggja starfið að minnsta
kosti fram að áramótum og síðan
snúist þessir hlutir meira og minna
um peninga sem erfitt sé að fá.
Á ryksugunni
„Hlutur fréttadeildarinnar er allt
of rýr og ég mun gera hvað ég get til
þess gera hann meiri. Ég vil sjá
meiri þáttagerð í deildinni, bæði af
innlendum og erlendum vettvangi.
Ég vil halda ellefufréttunum enda
er áhorfið slíkt að það réttlætir þær
algerlega."
Aðspurður hvað Helgi H. Jónsson
geri þegar hann er ekki vinnunni
segist fréttastjórinn leggja mikla
áherslu á að rækta fjölskyldubönd-
in. Eins og áður segir er hann
kvæntur Helgu Jónsdóttur borgar-
ritara og saman eiga þau þrjú börn,
Oddnýju, 16 ára, Sólveigu, 12 ára, og
Gunnlaug, 10 ára. Helgi á að auki
tvo syni, Jóhann Áma, 26 ára, og
Jón Ara, 24 ára.
„Fyrir fáeinum árum bjuggum
við í Bandaríkjunum um þriggja
ára skeið vegna þess að konan mín
fékk vinnu við Alþjóðabankann í
Washington. Ég var þá heima á
ryksugunni, eins og hver önnur út-
hverfishúsmóðir þar vestra, og það
var afar dýrmætur tími fyrir mig til
þess að nálgast börnin þrjú og tengj-
ast þeim meir en ég hefði kannski
haft tækifæri til að gera hér heima.
Nýtt tungumál og framandi aðstæð-
ur kölluðu á að ég sinnti þeim mik-
ið og ég held að við búum öll að því
enn í dag. Við hjónin vinnum bæði
mikið en ég reyni sem sagt að vera
góður pabbi þegar ég á frí. Mér líð-
ur best í faðmi fjölskyldunnar."
I allt öðru
Helgi segist vera mikill bókakarl
og segist kannski ekki eiga að segja
frá því en bókin sé eiginlega sá fjöl-
miðill sem hann noti hvað mest.
Hann taki t.d. frekar bók með sér í
rúmið á kvöldin en að horfa á sjón-
varpið.
Aðspurður hvar hann væri ef
ekki í fréttamennsku segist Helgi
vel geta séð sig í einhverju allt öðru
starfi.
„Stundum er fólk spurt að því
hvað það myndi velja ef það fengi
tækifæri til að kjósa sér starf aftur
og mér finnst það lýsa ósköp tak-
mörkuðu hugarflugi þegar það seg-
ist líklega myndu velja það sama
aftur. Ég myndi velja eitthvað allt
annað án þess að vita hvað,“ segir
Helgi og hann hlær þegar hann er
að lokum spurður hvort hann sjái
sjálfan sig í fréttaharkinu næstu tíu
til tuttugu árin.
„Nei, alveg áreiðanlega ekki. Ég
er svo lukkulegur að eiga sumarbú-
stað í Mosfellsdal og vonast til þess
að geta verið þar sem mest og rækt-
að skóg þegar fram líða stundir,"
segir Helgi H. Jónsson.
-sv
helgarviðtalið
Um Helga
Vilhelm G. Kristinsson:
Hlýr og góður
„Helgi er hlýr
og góður félagi,
jafht í vinnunni
sem utan henn- ’>
ar. Þeim sem
þekkja hann
ekki kann aö
virðast hann
þungur á bár-
unni en það er stutt í húmor-
inn og léttleikann. Helgi er fag-
maður og ég efast ekki um að
fréttastjórn hans muni ein-
kennast af því. Við erum á önd-
verðum meiði í pólitík en
vegna þess að ég þekki mann-
inn vel veit ég að allt tal um að
hann sé handbendi einhverra
flokkpólitískra afla er út i hött.
Helgi mundi aldrei fórna fag-
mennskunni og heiðarlegum
vinnubrögðum með þjónkun
við slík öfl,“ sagði Vilhelm G.
Kristinsson, vinur Helga og
fyrrverandi samstarfsmaður.
Ingvi Hrafn Jónsson:
Nýtt hljóð í
strokkinn
„Ég held að
Helgi muni
leysa þetta verk-
efni vel af
hendi,“ sagði
Ingvi Hrafn
Jónsson, fyrr-
verandi sam-
starfsmaður
Helga hjá ríkissjónvarpmu.
Ingvi Hrafn fór ófógrum orð-
um um Helga í bók sinni, Og
þá flaug hrafnmn. Aðspurður
um þetta sagðist Ingvi Hrafn
ekki vilja tjá sig að öðru leyti
en „að það væri löngu liðin
tíö“.
Guðjón Arngrímsson:
Á eftir að
koma á óvart
„Helgi veit aö
fæstir búast við
því að hann sem
„gamall hund-
ur“ á fréttastof-
unni geri þar
miklar breyting-
ar. En hann er
lika nægilega
klókur og sjóaður til að vita að
til að ná tökum á verkefninu,
að stýra stórri fréttastofu, verð-
ur nýr yfirmaður að hrista upp
í bæði framsetningu fréttanna
og vinnufyrirkomulagi. Að öðr-
um kosti lognast áhorfendur og
starfsmenn smám saman út af.
Helgi er afar viðkunnanlegur
maður, léttur í skapi og marg-
fróður, og, að ég held, vel lið-
inn meðal samstarfsmanna. Ég
tel að hann eigi eftir að koma
mörgum á óvart í fréttastjóra-
starfinu," segir Guðjón Arn-
grímsson, fyrrverandi frétta-
maður Stöðvar 2 og núverandi
starfsmaður fjölmiðlafyrirtæk-
isins Athygli.
Svilkonan
-
-
sótti um
Kristín
Þorsteinsdóttir
fréttamaður, sem
einnig sótti um
starf fréttastjóra
Sjónvarps,
tengist Helga á
fleiri vegu en í
gegnum
fréttastofuna. Hún er gift
Skafta Jónssyni, bróður helgu,
eiginkonu Helga. Hún er því
svilkona hins nýja fréttastjóra.
Þeir hafa lengi staðið saman í eldlínunni, nafnarnir H. Jónsson og E. Helgason.