Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1997, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1997, Page 30
38 Heimildarrit um Þórisdal Ferðafélag íslands sendi nýlega frá sér fræðsluritið Þórisdalur og ferð prestanna 1664.1 ritinu er að finna ferðasögur prest- anna Helga Grímssonar og Bjöms Stef- ánssonar ffá því 1664. Dr. Eysteinn Sig- urðarson skrifar inngang um svæðið og þær þjóðsögur sem tengjast þvi. Þóris- dalur, sem liggur sunnan undir Geitlandsjökli syðst í Langjökli, varð í þjóðtrúnni heimkynni útilegu- manna og vætta sem byggðamenn þekktu ekki. Ritið er alls 40 blaðsíður, prýtt mörgum litmynd- um af svæðinu og litprentuðu yfirlit- skorti. Óstundvísi í Evrópuflugi Seinkun í flugi innan Evrópu hefur aldrei verið meiri en nú í sumar. Sam- kvæmt nýjum tölum ffá Samtökum evr- ópskra flugfélaga kemur í ljós að fjórða hver brottfór var meira en fimmtán mín- útum á eftir áætlun. Rútuferðir aflagðar Frá og með 27. október næstkomandi munu Flugleiðir leggja af þjónustu lang- ferðabifreiða á milli Lúxemborgar og þýsku borganna Dússeldorf og Stuttgart. Flugleiöir hyggja hins vegar á samstarf við ferðaskrifstofur á svæðinu og munu bjóða upp á rútuferðir fyrir stærri hópa á svæðinu næst Lúxemborg. Hjólað til móts við nýja öld Hjólreiðamenn víða í heiminum búa sig nú undir að hjóla yflr norðurhluta Nýja-Sjálands á tímabilinu frá 18. desem- ber 1999 til 6. janúar árið 2000. Mikill flöldi hjólreiðamanna hefur þegar til- kynnt þátttöku og er áætlað að þeir verði ekki færri en um tvö þúsund talsins. Leið- in er um þúsund kíiómetrar en hver dag- leið á bilinu 60-110 kílómetrar. Hjólreiða- menn verða staddir í bænum Gisbome við Poverty Bay þegar aldamótaárið geng- ur í garð en þar verður mikið um dýrðir. Októberhátíðin hafin Hin árlega októ- berhátíð í Múnchen er nú í hámarki en þetta er í 164. skipti sem efnt er til hennar. Mikill flöldi mun sækja hátíðina í ár en ekki er enn Ijóst hvort aðsóknar- metið frá því í fyrra verður slegið þegar um sjö millj- ónir manna sóttu hátíðina. Gestir hátíðarinnar stunda að sjálf- sögðu bjórdrykkju stíft og er áætlað að þeir muni í það minnsta skola niður sex milljónum litra af bjór. Hátíðinni lýkur 5. október. Allar flugleiðir SAS reyklausar Frá og með síðustu mánaðamótum eru reykingar bannaðar á öllum flugleiðum SAS. Reykingabann hefur ríkt um nokk- urt skeiö í innanlands- og Evrópuflugi fé- lagsins. Samkvæmt könnun sem flugfélagið gerði meðal farþega sagðist mikill meiri- hluti þeirra fagna því að skrefið yrði nú stigið til fulls og reykingar alfarið bann- aðar. Aðframkomnir reykingamenn þurfa þó ekki aö örvænta því í öllum flugvélum SAS verður boðið upp á nikótíntyggjó án endurgjalds. 16 íslendingar á leið til Nepals: LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997 Eitt fegursta land heims Ferð fyrir venjulegt fólk Fyrirhuguð gönguferð mun taka 15 daga en alls stendur ferðin í 23 daga. Fyrir og eftir gönguna gefst mönnum kost- ur á að dvelja í Katmandu. Helgi segir þessa ferð alls Hópur göngumanna hvílir ekki hugsaða iúin bein. fyrir þrau- treynda flallamenn. „Það er auðvitað nauð- synlegt að fólk sé í góðu formi og heilbrigt. Gangan sjálf er í meðallagi erfið en þetta er ekki fiallganga í bókstaflegum skilningi því öll leiðin er eftir göngustígum. Helgi segir að þynning loftsins sé það helsta sem geti valdið mönnum erfiðleikum en hópurinn fer hæst í um 5.500 metra hæð. „Við fórum okkur hægar þegar ofar er kom- ið og erum viðbúnir því að menn fái hæða- veiki.“ Ef slíkt hendir þá er tvennt til ráða; annars vegar að taka lyf eða einfaldlega fara neðar í flallið. Ferðin til Nepals var hvergi auglýst en Helgi sagðist hafa látið orð ganga í helstu út- vistarbúðum í Reykjavík og meira hafi ekki Innfæddir Nepalar. Ef vel er að gáð má greina ungbarn í körf- unni sem konan ber á höfðinu Náttúrufegurð í Nepal á sér fáa líka. Ævintýraþrá íslendinga hafa aldrei verið takmörk sett en þann 8. október nk. heldur 16 manna hópur íslendinga til Nepals sem gjama er lýst sem draumastað útivistarfólks. Það er breska ferðaskrifstofan David Oswin Ex- peditións sem skipuleggur ferð- ina en fararstjórinn er íslenskur og heitir Helgi Benediktsson. ís- lensku ferðalangarnir, sem eru á aldrinum 35-67 ára, munu ganga um fáfarnar slóðir í Norðaustur- Nepal, nánar tiltekið að rótum Kanchenjunga, sem er þriðja stærsta fiall í heimi, 8.598 metra yfir sjávarmál. Fararstjórinn, Helgi Benedikts- son, er enginn nýgræðingur í flallamennsku, hann hefur klifið öll helstu flöll Evrópu og ferðast um Indland og Afriku, svo að eitt- hvað sé nefnt. Þetta er þriðja ferð Helga til Nepals og langt frá því að vera sú síðasta. „Það er líklega satt sem sagt er að það fer enginn einu sinni til Nepals. Hafirðu farið einu sinni gerirðu allt til þess að komast aft- ur. Landið býr yfir ótrúlegu að- dráttarafli og töfrum sem ég hef ekki fundið annars staðar í heiminum. þurft til. Þótt haustferðin til Nepals sé ekki afstaðin þá hefur Helgi þegar lagt drög að annarri ferð þangað en í mars á næsta ári hyggst hann leiða hóp göngumanna að grunnbúðum Everest-flalls. Ólýsanlegir töfrar Þegar Helgi er spurður hvað sé svo eftir- sóknarvert við Nepal segist hann eiga erfitt með að útskýra það með orðum. „Það eru ólýsanlegir töfrar í Nepal og þetta er vafa- laust eitt fegursta land heims. Fólkið sem byggir landið er stórkostlegt, ég hef aldrei áður hitt brosmildara né vinsamlegra fólk. Náttúrufegurðin er einstök og i göngu eins og þessari er fiölbreytnin gríðarleg. Við göngum úr frumskógi og upp að snælinu í 5.000 metra hæð. Á leiðinni upp er maður sí- fellt að upplifa eitthvað nýtt og það má segja að maður ferðist úr einum menn- ingarheimi í ann- an. Á niðurleið- inni sér maður svo allt með öðr- um augum. Fyrir áhuga- menn um Nepal má geta þess að næsta þriðju- dagskvöld, 30. september, mun Helgi Benedikts- son halda fyrir- lestur og sýna myndir frá Nepal. Fyrirlest- urinn verður í húsi Ferðafélags íslands, Mörk- inni 6, og eru all- ir velkomnir. -aþ Evrópusambandið stendur fast við ákvörðun sína Endalok fríhafna í Evrópu DulýFree Liquor&Tobacco 'r- Á , - ierc; WWm'P Verði af ákvörðun Evrópusam- bandsins að leggja niður allar toll- ftjálsar verslanir innan sambands- ins í júní 1999 má gera ráð fyrir að það hafi viðtæk áhrif á almennan rekstur flugstöðva og væntanlega leiða til hækkunar fargjalda. Árið 1988 tók Evrópusambandið fyrst þá ákvörðun aö tolifrjáls verslun samrýmdist ekki mark- miðum þess um einn markað í Evrópu. Allir skyldu sitja við sama borð þegar kænii að verslun í sambandslöndunum. Breyting- unni, sem átti að taka gildi árið 1992, var hins vegar frestaö til júnímánaðar ársins 1999. Þrátt fyrir þessa staðreynd er ekki að sjá að fríhafnir í Evrópu hafi setið með hendur I skauti og beðið þess sem verða vildi. Mikil aukning hefur orðið í fláifesting- um og velta hinnar tollfrjálsu verslunar hefur farið vaxandi hin síðustu ár, var um 500 milljarðar í Evrópu einni í fyrra. Afleiðingar þess að leggja niður tolifljálsa verslun geta orðið víð- tækar. Meðal þeirra sem harðast verða úti eru flugstöðvamar sem hingað til hafa haft góðar tekjur af rekstri slíkra verslana. Flugstöðv- ar munu síst minnka í framtíðinni og óvíst hvemig evrópskar flug- stöðvar mæta auknum flugsam- göngum og auknum kröfum. Þá er því spáð að smærri flug- vellir leggist einfaldlega af og sama mun gilda um ferjuleiðir til fámennari staða. Alls er áætlað að um 50 þúsund manns verði af at- vinnu vegna þessa. Hvað leiguflugfélögin varðar verður um tvennt að velja: annars vegar að hækka fargjöldin eða fljúga til landa utan Evrópu. Flest leiguflugfélaganna hafa nefhflega jafnar tekjur af farmiðasölu og sölu vamings um borð. Því er ljóst að sumarleyfisferð- ir munu hækka í verði, auk þess sem gert er ráð fyr- ir um 15% af aukn- um kostnaði flugfé- laga vegna lending- argjalda muni lenda á farþegum. Þá era þeir vafa- laust ófáir sem koma til með að sakna þess að spássera um glæsi- legar fríhafnarverslanir. Þrátt fyrir mikinn þrýsting frá Sambandi evrópskra flugstöðva gaf Evrópusambandið nýlega út tilkynningu þess efnis að það stæði fast við þá ákvörðun sína að leggja af tollfijálsa verslun árið 1999. Byggt á Reuter/Condé Nast

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.