Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1997, Síða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1997, Síða 50
58 myndbönd LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997 i jl/ Hringjarinn frá Notre Dame Eins og flestar teiknimyndir frá Walt Disney, sem eru í fullri lengd og hafa verið til sýningar i kvikmyndahúsum, fer Hringjarinn frá Notre Dame beint á sölumyndband án við- komu á myndbandaleigum. Hringjarinn frá Notre Dame er 34. teiknimynd Disney-fyrir- tækisins í fullri lengd og er hún gerð eftir hinni klassísku sögu Victors Hugos. Er óhætt að segja að sagan öðlast nýtt líf i meðfórum snillinganna hjá Disney. Hringjarinn frá Notre Dame gerist í París. Hátt yfir mið- strætum borgarinnar gnæfir hinn frægi turn Frúarkirkj- unnar, Notre Dame. Ýmsar sögusagnir eru um hringjarann Kvasímodó sem enginn hefur séð nema húsbóndi hans, hinn illgjarni Kári. Kvasí, eins og hringjarinn er gjarnan kallað- ur, er ærið stórgerður á að lita og hangir einmana dig eftir Eddie Murphy leikur lögreglu- manninn Scott Rober, aðaipersónuna í Metro sem er í efsta sæti mynd- bandalistans þessa vikuna. Murphy, sem er þekktastur fyrir ærslafengin gamanhlutverk, hægir aðeins á sér í myndinni og fetar í fótspor hetjuleik- ara nútímans. Metro er fyrst og fremst spennumynd, þó svo Eddie Murphy láti stundum vaða nokkra brandara. Sjáifur segir hann um reynslu sína í Metro: „Ég tek hatt minn ofan fyrir Stallone, Schwarzenegger og Willis. Ég skil ekki hvernig þeir nenna að leika alltaf í hasarmyndum. Þetta var skemmtilegt en ég var alveg búinn eftir að tökum lauk.“ Um húmorinn í myndinni segir Murphy: „Ég er fyrst og fremst gamanleikari og ólst upp í skemmtibransanum sem slík- ur. Ef ég sé eitthvað sem býður upp á grín þá stenst ég ekki freistinguna." Eddie Murphy er mik- ill sviðsmaður og nýtur sín einna best þegar hann reytir af sér brandarana einn á sviði. Honum líður aldrei betur en þegar honum tekst að hneyksla áhorfendur. Eddie Mimphy lék í sinni fyrstu kvik- mynd 1982. Var það 48 Hrs. og mótleikari hans \ Nolte. Það vill nú svo Hrs.-kvikmyndirnar tvær eru kannski einu myndir Murphys sem svipar eitthvað til Metro að efnistökum. 48 Hrs. varð óhemju vinsæl og má segja að Murphy hafi orðið Hollywoodstjama á einni nóttu. í kjölfarið kom Trading Places, virkilega skemmtileg gam- anmynd, og fyrir leik sinn fékk hann til Golden Globe-verðlaunanna. Ef einhver hef- ur efast um kvikmyndahæfileika hans vora þeir staðfestir i Beverly Hills Cop þar sem Eddie Murphy sló eftirminnilega í gegn og skapaði eina af skemmtilegri persónum gamanmyndanna. Hann endurtók leikinn í tveimur framhaldsmyndum sem voru ekki eins vel heppn- aðar og fyrirrennarinn. Eddie Murphy hefur verið iðinn við leik í kvikmyndum, auk þess sem gerð var ein kvik- mynd, Eddie Murphy’s Raw, þar sem hann sýndi hæfileika sina sem grínisti á sviði. í nokkur ár hafði hann ekki erindi sem erfiði í kvik- myndum og voru sumir famir að af- skrifa hann þegar hann sló aftur í gegn, nú í endurgerð kvikmyndar Jerrys Lewis, The Nutty Professor. Þar brá hann sér í sjö hlutverk og hafa hæfileikar hans aldrei komið jafn vel fram og í þeirri mvnd. Murphy í hlutverki Scotts Robers í Metro. Byrjaði að grínast í skóla Eddie Murphy fæddist í Brooklyn- hverfinu í New York. Meðan hann var í skóla fór hann að reyna fyrir sér í hinum ýmsu klúbbum en það gekk nú oft erfiðlega þar sem hann var aðeins fimmtán ára gamall. Hann var orðinn aðeins eldri þegar hann var ráðinn í leikflokkinn The Comedy Strip. Eddie Murphy var nítján ára þeg- ar hann vakti fyrst athygli. Það var þegar hann var ráðinn einn af gam- anleikurum í hinni frægu sjón- varpsseríu, Saturday Night Live, en svo virðist sem flestir gamanleikarar sem ná langt byrji þar. í Saturday Night Live skapaði hann nokkrar persónur sem urðu mjög vinsælar. í þau Qögur ár sem Eddie Murphy var í Saturday Night Live fékk hann tvær Emmy-tilnefningar sem leikari og eina sem handritshöfundur. Með starfi sínu í Saturday Night Live tróð Eddie Murphy upp í leik- húsum og klúbbum og hefur einnig gert það með kvik- mynda- leiknum. Fimm plötur hafa verið gefnar út með Eddie Murphy, tvær þar sem hann flytur gam- anmál, og voru þær báðar verðlaunaðar, og þrjár þar sem tónlistin fær að njóta sín. Allt frá seinni hluta níunda áratugarins hef- ur Eddie Murphy unnið í gegnum eigið fyrirtæki sem hefur framleitt flestar myndir hans, auk sjónvarps- efnis. -HK dag uppi í turninum og horfir niður á mannmergðina á stræt- unum og ímyndar sér hvernig væri að taka þátt í leikjum fólksins á jörðu niðri. En á skammri stundu skip- ast veður í lofti, skyndilega er hann kominn f atburðarás sem kemur honum niður á strætin og innan um annað fólk. Kári er ekkert hrifinn af þessu frjálsræði sem Kvasi nýtur og fara hann og varðliðar á stjá til að handsama hann. En með hjálp sígaunastúlkunnar Esmeröldu og geitarinnar Djali eru Kvasa skyndilega allar leiðir færar og hann uppgötvar að kærleikur og hugrekki eru eiginleikar sem hann á nóg af. Sam-myndbönd gefa út Hringjarann frá Notre Dame og er myndin með íslensku tali. Kvikmyndir Eddies Murphys 48 Hrs„ 1982 Trading Places, 1983 Beverly Hills Cop, 1984, Best Defense, 1984 The Golden Child, 1986 Beverly Hills Cop, II, 1987 Eddie Murphy Raw, 1987 Coming to America, 1988 Harlem Nights, 1989 Another 48 Hrs., 1990 Boomerang, 1992 The Distilguised Gentlem- an, 1992 Beverly Hills Cop III, 1994 Vampire in Brooklyn, 1995 The Nutty Professor, 1996 Metro, 1997 Hringjarinnn Kvasímodó og sígaunastúlkan Esmeralda, • • o • Andersonville Andersonville er ný sjónvarps- mynd sem leikstýrt er af einum þekktasta leikstjóra Bandaríkjanna, John Frankenheimer, sem á að baki mjög svo at- hyglisverðar myndir þótt honum hafi verið mis- lagðar hend- ur á undan- fórnum árum. Anderson- ville er þriggja tíma mynd. Sögu- sviðið er fangelsið Andersonville þar sem menn sem eitt sinn börðust hlið við hlið berj- ast nú hver við annan í örvænting- arfullum tilraunum til að komast af. Liðsforinginn McSpadden og Josiah Day leiða sveit óttalausra manna sem berjast gegn ofsóknun- um í þessu skelfilega fangelsi þar sem allur aðbúnaður er þannig að stríðsástand getur skapast mflli þeirra sem þar eru. Fangarnir eru niðurlægðir og pyndaðir án misk- unnar en þeir verða að standa sam- an sem einn maður og fórna jafnvel lífi sínu svo einhverjum takist að flýja. I aðalhlutverkum eru Frederick Forrest og Jarrad Emerick. Warner-myndir gefa út Anderson- ville og er hún bönnuð börnum innan 12 ára. Útgáfudagur er 25. september. 1! ■ lHt fjfSl ■Æ Hi Vegas Vacation Chevy Chase er enn á ný mættur í hlutverki Grisswolds, höfuðs Grisswoldfjölskyldunnar, í Vegas Vacation, en áður hafa komið Christmas Vacation og Euro- pean Vacation. Enn er fjöl- skyldan á leið í frí, nú til Las Vegas. Enginn skipulegg- ur sumar- leyfi sitt á eins óvið- jafnanleg- an hátt og Clark Grisswold. Gallinn er bara sá að Grisswold getur ekki skipulagt hið óvænta og einhvern veginn er það svo að fjöiskyldan dregur að sér óvænta hluti. Clark gat til að mynda ekki séð það fyrir að áður en yfir lyki hafði hann ásamt allri fjölskyldunni breyst úr venjulegu bandarísku millistéttarfólki í mun- aðarseggi sem gleyma sér undir blikkandi neonljósum og sóa fjöl- skyldufénu í íjárhættuspil. Spurn- ingin í lokin er hvort fjölskyldan geti nokkuð eða vilji snúa til hins fyrra lífs. Auk Chevy Chase leika stór hlutverk í myndinni Beverly D’Angelo og Randy Quaid. Warner-myndir gefa út Vegas Vacation og er hún leyfð öllum aldurshópum. Útgáfudagur er 29. september. fjpi «/.- ' hL - ■ ■ Executive Power Executive Power er ný sakamála- mynd þar sem forseti Bandarikj- anna kemur við sögu en embættið virðist einkar vinsælt þessa dagana sem vett- vangur í sakamála- myndum. Aðalper- . sónan Nick Seger, fyrrum leyniþjón- ustumað- ur, hefur verið kall- aður til að rannsaka morð á einum besta vini forsetans. Nick fmnur strax að eitthvað er bogið við málið þegar hann uppgötvar að hluti sönnunargagnanna er horfinn. Hann kynnist unnustu hins myrta, Susan, og áttar sig á því að hún er næsta skotmark morðingjanna sem halda að Susan hafi undir höndum myndbandsspólu sem geymir vafa- samar upplýsingar um háttsetta menn innan Bandaríkjastjórnar. Nick ákveður með sjálfum sér að í þessu máli sé engum treýstandi þar sem angar þess liggja í æðstu stofn- anir ríkisins. í aðalhlutverkum eru Craig Shef- fer, Andrea Roth og John Heard. Leikstjóri er David Corley. Skífan gefur út Executive Power og er hún bönnuð börnum innan 16 ára. Útgáfudagur er 30. sept- ember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.