Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1997, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997
Hmgtfi
myndbond
59
The People Vs. Larry Flynt
Klámkóngurinn Larry Flynt hef-
ur verið í meira lagi áberandi í
bandarískum fjölmiðlum síðustu
áratugina. Hann hóf feril sinn í
með rekstri
klámiðnaðinum
Hustler-nektar-
dansklúbbanna
i Ohio snemma
á áttunda ára-
tugnum og það
var á þeim tíma
sem hann
kynntist eigin-
konu sinni,
Althea Flynt (þá
Althea Leisure).
Fyrsti. vísirinn
að Hustler-tíma-
ritinu var
Hustler-frétta- .
bréfið, heimatil-
búinn bleðill
sem var dreift í
klúbbunum
hans. Fyrsta
eintak tímarits-
ins Hustlers
seldist nánast
ekki neitt en
með því að birta
myndir af
Jacqueline
Onassis alls-
berri í sólbaði í
næsta eintaki
tryggði hann
Hustler víðtæka dreifíngu og blaðið
hefur síðan verið eitt af mest seldu
klámblöðum í heiminum. Larry
Flynt hefur átt i hverjum mála-
ferlunum á fætur öðrum og hefur
kosið að nota milljónirnar sínar til
að berjast fyrir rétti sínum til að
segja og prenta hvað sem er. Fræg-
asta dómsmálið er skaðabótamál
sem Jerry Falwell, leiðtogi hins svo-
kallaða „Morai Majority", höfðaði á
hendur honum vegna háðsauglýs-
ingar sem birtist í Hustler þar sem
fyrsta kynlífsreynsla Jerrys
Falwells var sögð hafa verið með
móður hans á útikamri. Larry Flynt
það árið var hann dag eftir dag á
forsíðum dagblaða vegna ótrúlegra
uppátækja sinna. Þá langaði alla tíð
síðan til að semja kvikmyndahand-
rit um hann en þóttust vita að þeir
kastamikill síðan þá en 1989 leik-
stýrði hann Valmont og sneri sér
síðan að ritun sjálfsævisögu sinnar
sem kom út árið 1993.
í aðalhlutverkum í myndinni eru
Woody Harrelson (White Men Can’t
Jump, Indecent Proposal, Natural
Born Killers, Money Train) í hlut-
verki klámkóngsins Larrys Flynts,
rokkstjarnan Courtney Love (og
ekkja
Kurts heitins Cobains) í hlutverki
Altheu Flynn og Edward Norton
(Primal Fear) í hlutverki Alans Isa-
acmans, lögfræðings Larrys Flynts.
Þá má geta þess að Larry Flynt leik-
ur lítið hlutverk í myndinni, dómar-
ann Morrisey sem dæmdi Larry
Flynt í 25 ára fangelsi í fyrsta dóms-
máli hans. -PJ
Courtney Love leikur eigin-
konu Flynts sem var
haldln sjálfseyð-
ingarhvöt og
var forfallin
eiturlyfja-
neytandi.
Gerir myndir um
uppreisnarseggi
Handritshöfundarnir Scott Alex-
ander og Larry Karaszewski (Ed
Wood, Mars Attacks!) fengu fyrst
áhuga á Larry Flynt þegar hann
bauð sig fram til forseta árið 1984 en
n
UPPÁHALDSMYNDBANDIÐ MITT
Inger Anna Aikman
„Ég verð að viðurkenna að ég
horfi mjög lítið á myndb
Mannlegar myndir sem fjali
samskipti fólks, sem eru auð
á ýmsan veg, heilla mig mest.
Hins vegar forðast ég myndir sem
byggjast upp á blóðsúthellingum
eins og heitan eldinn.
Nýlega horfði ég á mynd með
Barböru Streisand og Jeff Bridges
sem ég hafði mjög gaman að. Það
er myndin The Mirror Has Two
Faces. Þetta er mjög mannleg
mynd sem fjallar um samskipti
tveggja einstak-
linga. Jeff
Bridges
leik-
sem hefur misst trú á
ástarsamböndum og heldur að
betiir' gangi að vera í sambandi
byggist eingöngu upp á vin-
:tu og gagnkvæmri virðingu. Að
sjálfsögðu koma upp ýmis vanda-
mál varðandi þetta fyrirkomulag
eins og gefur aö skilja.
Grínmyndir sem ná að kitla
hláturtaugamar er nauðsynlegt
að horfa á af og til. Ég á tvo bræð-
ur sem eiga stórt safn gaman-
mynda sem þeir kunna afturábak
og áfram. T.a.m. eiga þeir allar
myndir með Chevy Chase og Pet-
er Sellers. Það hefur verið mikið
hlegið að þessum myndum í
gegnum tíðina en þeir eiga
það einnig til að fara með
heilu kaflana úr myndun-
um og það vekur ekki
síður kátínu.
Annars virðist sem ég
sé tímaskekkja í þessu
eins og svo mörgu öðru.
Afi minn, Haraldur Á.
Sigurðsson, var leikari um
miðja öldina og hjá honum
kynntist ég öllum gömlu
leikurunum t.d. Spencer
Tracy, Danny Kaye og
Katherine Hepbum. Það fer
hins vegar minna fyrir
þekkingu minni á yngri
leikurum ss. Johnny
Depp, Keanu Reeves og
hvað þeir nú heita,“ seg-
ir Inger Anna Aikman.
fengju litlar undirtektir. Það
var loksins eftir Ed Wood að
þeir gátu farið til manns eins
og Olivers Stones með hug- j
myndina og verið teknir al-
varlega. Oliver Stone fékk
síðan leikstjórann
Milos Forman til að
gera myndina
Milos Forman
hefur áður gert
myndir sem fjalla um árekstra upp-
reisnarseggja við yfirvaldið og má
þar nefna margfaldar óskarsverð-
launamyndir hans, One Flew over
the Cuckoo’s Nest og Amadeus.
Hann átti það reyndar sammerkt
með Oliver Stone að lítast ekkert
alltof vel á umfjöllunarefnið - klám-
kónginn Larry Flynt, en báðir
skiptu þeir um skoðun eftir að hafa
lesið handritið. Það var herferð
Larrys Flynts gegn þeim sem vildu
ritskoða hann sem heillaði Milos
Forman. Stjórnvöldum er ekkert
auðveldara en að afla ritskoðun
klámefnis stuðnings. En þau eru út-
smogin, þau hafa aðferðir til að hafa
lögin þannig að þú kemst allt í einu
að því að Shakespeare var klám-
hundur, að Jesús var klámhundur,
að hver sem ekki fellur að hug-
myndum stjórnvalda er í raun arg-
asti klámhundur," segir leikstjór-
inn.
Tékkneskur leikstjóri
Milos Forman er tékkneskur að
uppruna og hóf feril sinn í heima-
landi sínu. Hann gerði fyrstu kvik-
mynd sína, Black Peter, árið 1963 en
hún vakti mikla athygli á kvik-
myndahátíðum víðs vegar um heim-
inn. Næstu myndir hans, Loves of a
Blonde og Fireman’s Ball, vöktu enn
meiri athygli á honum og hann var
í París að semja um gerð fyrstu
myndar sinnar í Bandaríkjunum,
Taking off, þegar sovéski herinn
réðst inn í Prag í ágúst 1968. Næsta
mynd hans var One Flew over the
Cuckoo’s Nest sem vann til allra
helstu verðlauna á óskarsverð-
launahátíðinni 1975 - besta mynd,
besta handrit, besti leikari í aðal-
hlutverki, besta leikkona í aðalhlut-
verki og besti leikstjóri. Átta árum
síðar gerði hann áttföldu ósk-
arsverðlaunamyndina Amadeus og
fékk aftur óskar sem besti leikstjóri
en í millitíðinni gerði hann Hair og
Ragtime. Hann hefur ekki verið af-
Caravell
fiystíkigitr
danskar og vandaðar
á mjöggoðu veiði.
• Mjög vönduð kælikerfi.
• DANFOSS kælipressur.
• Stillanlegt termostat.
• Hraðfrysting.
Verð frá kr.
28310.-
Margar stærðir, gott verð:
105 ltr. 28.310.-
180" 34.960.-
269 " 37.905.-
269" 39.805.-
376" 44.555.-
454" 56.810.-
Verð miðast hér við staðgreiðslu.
PFA F
cHeimilisUekjaverslun
Grensásvegur 13 -108 Reykjavík - Sími 533 2222
Sölustaðir um allt land, uppl. hjá Gulu h'nunni, sími 58u 8000.