Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1997, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997
Fréttir
Hugmyndir um veiðileyfagjald á norsk-íslensku sildina á flug:
Lækka mætti tekjuskatt
um 1,5 prósentustig
- leigutekjur á hverja Qölskyldu gæfu 32 þúsund á ári
Umræðan um veiðileyfagjald er
komin á fullt eftir að Einar Oddur
Kristjánsson, alþingismaður Sjálf-
stæðisflokksins á Vestíjörðum, lýsti
því yfir í ræðu á Alþingi að til greina
kæmi að setja veiðileyfagjald á stofn-
inn. Nái hugmyndin ffam að ganga
þýðir það kúvendingu hvað varðar
stjómun fiskveiða þar sem hingað til
hefúr útgerðum verið úthlutað endur-
gjaldslaust veiðiheimildum úr stofn-
inum. Bæði Halldór Ásgrímsson utan-
ríkisráðherra og Þorsteinn Pálsson
sjávarútvegsráðherra hafa lýst því op-
inberlega yfir að einhvers konar
gjaldtaka sé hugsanleg.
Á síðasta þingi lögðu alþýðuflokks-
menn fram þingsályktunartillögu um
að taka upp þetta fýrirkomulag en til-
lagan náði ekki ffarn að ganga. Nú
hefur rykið verið burstað af tillögunni
og Sighvatur Björgvinsson, formaður
Alþýðuflokksins, lagði hana fram á ný
í gær. Það vekur nokkra athygli að
Einar Oddur Kristjánsson, sem hóf
umræðuna að nýju, er ekki meðflutn-
ingsmaður tillögunnar.
Einar Oddur ekki með
„Ég flutti frumvarp um þetta mál í
fyrra þannig að ekki er um nýja hug-
mynd að ræða hjá Einari Oddi. Mál-
ið fékkst þá ekki útrætt og þess
vegna tek ég þetta upp á ný. Ég bauð
honum að vera meðflutningsmaður
núna en hann hafnaði því eftir
nokkra umhugsun. Ég fagna þó auð-
vitað þeim liðsauka sem við höfum
fengið,“ segir Sighvatur.
DV sagði frá því í sumar hversu
mikil verðmæti væru fólgin í norsk-
íslenska síldarstofninum. Söluverð
kvóta úr íslensku vorgotssíldinni er
á bilinu 130 til 160 krónur á kílóið en
leiguverð sama kvóta innan ársins
er um 11 til 14 krónur á hvert kíló.
Það má vera ljóst að fyrir norsk-ís-
lensku síldin mun ekki fást sama
verð vegna þess hve langt þarf að
sækja til veiðanna. Ef miðað er við
sama verðmun og er á úthafskarfa
og karfa í íslenskri lögsögu má
reikna með að verðmæti norsk- ís-
lensku síldarinnar verði á bilinu
90-100 krónur á hvert kíló. Sam-
kvæmt sömu forsendum yrði leigu-
verð hennar um 9 krónur á hvert
kíló. Jakob Jakobsson, sölustjóri hjá
Báfrun og búnaöi, sem hefur ára-
langa reynslu af leigu og sölu kvóta,
segir Ijóst að mikil verðmæti felist í
norsk- íslenska síldarstofninum.
Hann segir þó jafhframt að leiguverð
á kíló muni verða mun lægra en ger-
ist með íslensku vorgotssíldina.
„Það eru ekki mörg skip um þess-
ar veiðar þannig að ekki eru margir
um hituna. Ég met það þannig að
leiguverð muni ekki fara yfir níu
krónur á kíló og það gæti farið enn
neðar,“ segir Jakob.
5,0
4.5
4,0
3.5
3,0
2.5
2,0
1.5
1,0
0,5
0,0
Hvað gefur sfldin af sér?
- leigutekjur í samanburði við ríkisútgjöld -
i niilljnjrihir 3 ÍÍVlllJ:Vl''):.lÍ*
Leígutekjur af norsk-íslenska síldarstofninum Utanríklsmál {, (.iiilllJn.On.' lönaöarmál
Menntamál
l iiíllfjhi'ijili*
Umhverfismál
18
16
14
12
10
8
6
4
2
Verðmæti
Þorskur
Norsk-ísl. síldln
Einar Oddur Kristjánsson
alþingismaöur.
Kvótinn á 24 mllljarða
Heildarverðmæti íslenska hluta
kvótans er, ef miðað er við söluverð á
síldarkvóta, rúmir 30 milljarðar
króna. Sé reiknað
með að norsk-ís-
lenska síldin verði á
20 prósentum lægra
verði er verðmætið ________________
24 milljarðar króna.
Fyrir þá upphæð má
gera 6 Hvalfjarðar-
göng. Fyrir leigu-
verðið eitt mætti
gera göng á borð við
Hvalfjarðargöng á
tveimur árum. Loks
má deila verðmæti kvótans á hvert
mannsbam í landinu og þá kemur í
hlut hvers íslendings rúmlega eign
sem nemur 90 þúsund krónum. Árleg-
ur afrakstur, miðað við 9 króna leigu-
verö, nemur rúmlega 2 milljörðum
Fréttaljós
Reynir Traustason
Sighvatur Björgvinsson, formaöur
Alþýðuflokksins.
króna ef gengið er út frá 233 þúsunda
tonna kvóta. Sé þeirri upphæð skipt
upp á hvert mannsbam fengi hver
einstaklingur sem nemur 8 þúsund
krónum eða hver fjögurra manna ijöl-
skylda 32 þúsund krónur. Til saman-
burðar má geta þess að leyfð veiði úr
þorskstofninum er 218 þúsund tonn.
Miðað við söluverð á
þorskkvóta í dag er
verðmæti eignar-
kvótans 139,2 millj-
____________ arðar króna eða
rúmlega 612 þúsund
krónur á hvert
mannsbam í land-
inu.
Samsvarandi
leigutekjur af þorsk-
stofhinum yrðu sam-
kvæmt sömu út-
Ovenjulegur rekafundur
DV, Hólmavík
Nokkuð óvenjulegur rekafundur
var í Hrútafirði í síðustu viku. Á
milli bæjanna Kolbeinsár og Guð-
laugsvíkur, þar sem heitir Sauða-
nes, mátti í fjöruborðinu líta rotþró
eina mikla úr plasti. Á hana er letr-
að að hún taki 8000 lítra.
Að sögn Hannesar G. Hilmars-
sonar, bónda á Kolbeinsá, var
henni bjargað og komið í hús um
það bil sem hvass aflandsvindur
var að skella á og er alls óvfst að
hún hefði aftur að landi komið í
Hannes bóndi á Kolbeinsá viö rot-
þróna. DV-mynd Guöfinnur
heilu lagi hefði hana þá tekið út.
Hún er nokkuð hrufluö eftir nún-
ing við klappir og fjörugrjót á hafs-
botni og við land, full af sjó, eink-
anlega sér á stútinn sem era utan á
belgnum.
Hannes segir að verðmæti slíkra
rotþróa sé nálægt eitt hundrað þús-
undum króna, svo hér hafi augljós-
lega verðmætum hlut verið bjargað
frá eyðileggingu. Rotþróin er
hvorki merkt framleiðanda né eig-
anda. Víða um byggðir landsins er
verið aö setja niður rotþrær þessi
misserin, einkum til sveita þar sem
frárennslismál hafa verið í ófull-
nægjandi ástandi. -GF
reikningum rúmlega 61 þúsund krón-
ur á mannsbam eða um 250 þúsund
krónur á hverja fjögurra manna fjöl-
skyldu.
Ef mögulegar leigutekjur af norsk-
íslenska síldarstofiiinum era bomar
saman við ríkisútgjöld kemur í ljós að
með þeim mætti greiða rikisútgjöld
vegna bæði iðnaðarráðuneytis og um-
hverfisráðuneytis sem hvort um sig
kosta rúman milljarð króna. Þá vant-
ar aðeins 200 milljónir upp á að leigu-
tekjumar næðu að dekka þá 2,3 millj-
arða króna sem utanríkisráðuneytið
kostar ríkið.
Almenningur njóti
Sighvatur segir að með arði þess-
arar þjóðareignar sé ekki ætlunin að
þenja út rikissumsvifm. Þvert á móti
gangi hugmyndimar út á að almenn-
ingur njóti góðs af gjaldinu.
„Það er gert ráð fyrir því í tillög-
unni að innkoman vegna gjaldsins
fari í haf- og fiskirannsóknir, eflingu
landhelgisgæslu, öryggismál sjó-
manna og í sjóslysarannsóknir. Verði
um svo mikla peninga að ræða sem
þið reiknið út mun þetta gjald kosta
þessa starfsemi. Þar með myndi svig-
rúm í ríkisfjármálum snaraukast. Þá
tel ég að nota eigi þessa peninga til
lækkunar á tekjuskatti einstaklinga,"
segir hann.
Skattalækkun
„Það er ekki ætlunin að auka með
þessu umsvif ríkisins heldur lækka
jaðarskatta sem orðnir eru það háir
að þeir verka vinnuletjandi á fólk.
Fólk þarf að borga svo mikið af hverri
viðbótarkrónu að þetta gæti orðið til
að létta á þeirri áþján. Ef útreikning-
ar ykkar ganga eftir þýddi það að
lækka mætti tekjutengingu barna-
bótaauka um helming. Þá mætti sam-
kvæmt sömu forsendum lækka tekju-
skattsprósentuna um 1,5 prósentustig.
Veiðileyfagjald á síldina gæfi okkur
svigrúm til þess,“ segir Sighvatur.
Mikill slagur hefur verið milli út-
gerða um að fá sem stærstan hlut af
síldarstofninum komi til uppskipta.
Mikið er í húfi fyrir einstakar útgerð-
ir sem gætu fengið allt að 8 þúsundum
tonna í sinn hlut ef kvóti kæmi til. Ef
reiknað er með að meðalskip fái um 5
þúsund tonna kvóta er þar matarhola
upp á tæplega hálfan milljarð. Þeir að-
ilar sem þar eiga hagsmuni munu
verja þá með kjafti og klóm.
Slagurinn um sOdina er í hámarki
og það er gífúrlegur skoðanamunur
um það hvemig nýta skuli sildar-
stofiiinn. Það mun væntanlega skýr-
ast á næstu árum hvort gullpottinum
verður skipt á skip eða tekið verði
upp auðlindagjald og arðinum skipt
með þjóðinni.
Stuttar fréttir
Alþingi móðgaö
Alþingi hefúr krafist þess að Stöð
2 biðjist afsökunar á því að starfs-
maður þáttarins ísland í dag faldi á
sér upptökutæki og þóttist vera nýr
varaþingmaður að leita aðstoðar
þingmanna. Morgunblaðið segir frá.
99 miljjóna hagnaður
Vinnslustöðin hf. í Vestmannaeyj-
um skilaði 99 milljóna króna rekstr-
arhagnaði á rekstrarárinu. Hann
fékkst með sölu eigna, en tap af
reglulegri starfsemi nam 283 milljón-
um króna.
1500 manns fluttu
1500 manns hafa flutt af lands-
byggðinni til höfúðborgarsvæðisins
það sem af er árinu. Frá Vestfjörð-
um hafa jafiimargir flutt og nemur
fbúatölu Súðavíkur. RÚV sagði frá.
Siðlaus vinnubrögð
Náttúruvemdarsamtök íslands
saka Landsvirkjun um siðlaus
vinnubrögð við lagningu Búr-
fellslOínu. Umhverfisráðherra segir
Landsvirkjun i fullum rétti. RÚV
segir frá.
Sameiginlegar tillogur
Samtök launafólks og atvinnurek-
enda ætla að leggja fram sameigin-
legar tillögur í lífeyrisdeOunni við
ríkisstjómina. RÚV sagði frá.
Til sáttasemjara
Sjúkrahúslæknar hafa vísað
kjaradeOu sinni við rOúð og Reykja-
víkurborg tO ríkissáttasemjara.
ASÍ fordæmir borgina
Miðstjóm ASÍ fordæmir Reykja-
víkurborg fyrir framkomu gagnvart
Verkakvennafélaginu Framsókn í
skólaliðamálinu. -SÁ