Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1997, Blaðsíða 28
36 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997 Stöndum með Davíð fram í rauðan dauðann „Úr því sem komið er stöndum við auðvitað fram í rauðan dauð- ann með Davíð gegn kommunum í Peking. En um leið biðjum við í fyllstu kurteisi um að fá að vita ör- litið meira um aðdragandann að því að íslendingar eru allt I einu orðnir einhverjir helstu andskotar hins mikla Kínaveldis." Mörður Árnason, í Degi. Skrípaleikurinn „Það er ömurlegt að verða að við- urkenna það fyrir sjálfum sér eftir öll þessi ár að maður skammist sín f>TÍr að taka þátt í þessum skrípa- leik sem uppfræðsla bama og ungl- inga er að verða í þessu landi.“ Herdis Egilsdóttir kennari, í Morg- unblaðinu. Ummæli Er þorskurinn sælkeri „Við sjómennimir segjum að hann sé svo mikill herramaður í sér að hann bjóði hrygnunni aðeins það besta og þau fái sér humar. Og þvilikt er étið af humrinum að veiði á honum hefur hrunið algjör- lega á siðustu sumrum." Jón Arason skipstjóri, um þorskinn. Heimsmeistari í harmoníkuleik í kvöld leikur ásamt hljómsveit sinni í veitingahúsinu Fógetanum heimsmeistari i harmoníkuleik, Lelo Nika, og hefjast tónleikamir kl. 22. Lelo Nika er ungur að árum og hefur unnið til fjölda verölauna fyr- ir harmoníku- leik sinn. Leik- ur hann jöfn- um höndum klassísk verk og lög sem byggð em á baltneskri tón- listarhefð. Með Nika koma til landsins viður- kenndir hljóðfæraleikarar: Djordje Bikic, gítar, Jon Konstantin, bassi, og George Mihalache sem leikur á baltneska hljóðfærið cimbalom. Djass á Kaffi Akureyri í kvöld er djasskvöld á Kaffi Ak- ureyri. Hilmar Jensson gítarleikari og söngkonan Tena Palmer leika og syngja ásamt Matthíasi Hemstock trommuleikara þekkt djasslög í bland við frumsamið efhi. Blessuð veröldin Vinatónleikar í Víði- staðakirkju í kvöld verða tónleikar í Víði- staðakirkju þar sem koma fram um eitt hundrað flytjendur. Það era karlakórinn Þrestir og kvennakór- inn Vox Feminae sem taka á móti þýskri blásarasveit, söngvurum og dönsurum frá Sud-Sauderland. Tón- leikamir hafa yflrskriftina Gruss an Island sem einnig er titill á lagi eftir framkvæmdastjóra ferðalang- anna, Josef Hesse, og er tileinkað fyrrum forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur. Hörður Torfa á Siglufirði Hörður Torfason heldur áfram tónleikaferð sinni um landið og mun hann skemmta Siglfirðingum í Biósalnum í kvöld kl. 21. Á morg- un verður Hörður svo i Safnahús- inu á Sauðárkróki og á Hvamms- tanga á laugardagskvöld. miöaö við góðan móttökustyrk, minni styrkur fjær A. Vatnsendi (207 kHz, 100 kW) B. Skjaldarvík (738 kHz, 5 kW) C. Eiöar (207 kHz, 20 kW) D. Höfn (666 kHz, 1 kW) Útbreiðsla lang- og miðbylgjustöðva að degi til E. Gufuskálar ný stöð (189 kHz, 300 kW) F. Eiðar ný stöð (207 kHz, 100 kW) Ómar Ingimarsson slökkviliðsmaður: Tllviljun að ég gerðist slökkviliðsmaður DV, Suðurnesjum: „Þegar ég kom á vettvang kallaði í mig lögregluþjónn sem sagðist heyra i manni inni í íbúðinni. Ég hljóp beint inn og heyrði manninn umla en það var kolsvartur reykur og ég sá ekkert. Ég var með ljós en það kom að engu gagni. Ég reyndi að þreifa mig áfram inni í íbúðinni, gekk á borð og stóla, og allt í einu fann ég hönd mannsins. Hann lá á gólfinu en ég sleppti ekki hendinni. Reykurinn var svo svartur að ég sá ekki einu sinni í höndina þótt ég héldi rígfast í hana. Stuttu síðar heyrði ég eitthvað fyrir aftan mig og sá að hornskápur og styttur hrundu. Ég lagðist yfir manninn og tók af honum höggið. Síðan dró ég hann út og þar var tekið á móti hon- um. Ég hljóp því næst inn aftur til að athuga hvort fleiri væru inni og slökkti síðan eldinn," sagði Ómar Ingimarsson, slökkviliðsmaður í Keflavík, sem bjargaði tæplega sjö- tugum manni út úr brennandi íbúð að Faxabraut 27 í Keflavík aðfara- nótt sunnudags. Maðurinn býr á fjórðu hæð íbúð- arblokkarinnar en villtist á leið út vegna reyks í stigaganginum og fór inn í brennandi íbúðina sem var á 1. hæð en útidymar voru við hlið- ina. Þrír menn voru á vakt og fór Ómar ásamt Hauki bróður sínum í útkallið og voru þeir fyrstu menn á vettvang. Ómar átti ekki að vera á vakt umrædda nótt en hann tók skiptivakt fyrir fé- laga sinn. Ómar segir að þeir eigi aldrei að fara ein- ir inn en segir að í svona tilviki sé ekki annað hægt og sérstaklega þegar vitað er að maður sé inni í brennandi íbúð- inni. Haukur bróðir hans var bílstjóri og sá um að koma dælunni í gang á meðan Ómar setti á sig reykköfunartæk- in og bjargaði manninum. Starf Ómars er enginn dans á rós- um. Þeir þurfa bæði að sinna slökkvistarfinu og einnig sjúkraflutningum. Umrædda nótt fóru þeir bræður í 6 útköll vegna sjúkraflutninga. Ómar byrjaði í varaliði slökkvi- liðsins 1989. Hann segir að það hafi verið tilviljun. Hann var staddur á slökkvistöðinni í kaffí þegar Jó- hannes Sigurðsson, sem þá var varaslökkviliðsstjóri, tjáði honum að það vantaði menn og bauð Ómari starfið. Árið 1990 var hann farinn að leysa af á sjúkrabílnum. „Ég kann mjög vel við mig í þessu starfi og hef alla tíð haft mikinn áhuga.“ Það má tengja áhuga þeirra bræðra, Ömars og Hauks, við starfið í gegnum föður þeirra heitinn, Ingimar Guðnason, sem var lengi á sjúkrabilnum. Þá byrjaði Ómar í björgunarsveit- inni í Keflavík 16 ára gamall. Hann fékk und- anþágu til að ganga í sveitina en miðað var við 17 ára aldur. Ómar segist hafa nokkur áhugamál fyrir utan vinnuna. „Ég er með ferðadellu og ferðast mikið á sumrin með fellihýsi og fer í sumar- bústað með fjölskyldunni. Þá erum við félagarnir að leika okkur í fót- bolta einu sinni í viku. Svo fylgist ég náttúrlega með besta liðinu í ensku deildinni, Liverpool. Egin- kona Ómars er íris Birgitta Hilm- arsdóttir og eiga þau þrjú börn, Bimu Sif, 9 ára, Ingimar Rafn, 6 ára, og Elías Má, 2 ára. -ÆMK Ómar Ingimarsson. DV-mynd Ægir Már Maður dagsins Myndgátan Nýtur stuðnings. Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi. I>V KR og ÍA, sem eigast viö á mynd- inni, veröa bæöi í eldlínunni í kvöld. Körfuboltakvöld í kvöld verður keppt í Úrvals- deildinni i körfubolta og eru fimm leikir á dagskrá. Suður- nesjaliðin þrjú þykja fyrir fram líklegust til að berjast um ís- landsmeistaratitilinn og leika tvö þeirra á heimavelli í kvöld. Grindavík tekur á móti Akureyr- arliðinu Þór og Keflavíkingar taka á móti ísfirðingum. Reykja- víkurliðin KR og ÍR leika á íþróttir heimavelli KR, Haukar leika gegn ÍA i Hafnarfírði og Valur leikur gegn Skallagrími í Vals- heimilinu. Allir leikimir hefjast kl. 20. Á morgun verður svo sið- asti leikurinn í umferðinni þeg£ir Tindastóll leikur gegn Njarðvík á Sauðárkróki. Einn leikur er í 1. deild kvenna í körfuboltanum í kvöld. Keflavík leikur við ÍS í Keflavík kl. 19.30. Bridge Suður þarf að beita óvenjulegri vörn í þessu spili eftir smávægileg mistök austurs í þessu spili í þrem- ur hjörtum dobluðum. Suður spilar eðlilegt kerfi, en ákveður að opna á einu laufi til þess að komast hjá laufútspili frá vöminni, því hann telur líklegast að spilaður verði grandsamningur. Sagnir gengu hins vegar ekki eins og suður átti von á, suður gjafari og n-s á hættu: * G85 * 4 * Á1073 * D7632 * K10763 «► DG8752 ♦ 6 * 4 * D92 A* ÁK96 * KD94 * Á5 * A4 * 103 + G852 * KG1098 Suður Vestur Norður Austur 1 * * pass 2 grönd 3 «► dobl p/h Tveggja granda sögn norðurs sýn- ir 5 lauf, 6-9 punkta og einspil ein- hvers staðar. Suður spilar út tigul- kóng í upphafi, félagi kallar með þristinum og austur fylgir lit. Þú heldur áfram tígulsókninni og aust- ur trompar tiu norðurs með hjarta- tvisti. Hann spilar lauffjarka, þú rýkur upp með ás og spilar tígulní- unni. Austur setur gosann í blind- um og trompar ás norðurs með hjartafimmu. í fimmta slag kemur spaði á ás, laufkóngur (sagnhafi hendir spaða), spaði á kóng og spaði trompaður með hjartatíu. Nú spilar sagnhafi laufníunni, norður setur drottninguna og sagnhafi trompar með hjartagosa. Valið virðist standa um að yfirtrompa eða henda tígli. En það er ekki leiðin til lífsins. Austur á nær örugglega skipting- una 5-6-1-1 og félagi á að öllum lík- indum hjartafjarkann. Því er nauð- synlegt að undirtrompa með sex- unni! Með þeirri vöm fær sagnhafi ekki fleiri slagi og fer 2 niður. Spil- ið er úr bók Hollendingsins Henk Willemsen, „It’s all in the small" sem gefin var út 1995. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.