Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1997, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1997, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997 5 Fréttir Söluátak Áforms í New York: Kostaði 20-25 milUónir - segir landbúnaöarráöherra „Ég hef ekki á takteinum töl- ur um hversu miklu var kost- aö til átaksins í Bandarikjun- um en hef á tilfinningunni að 20-25 milljónir hafi farið beint í það, eða nálægt ársframlagi ríkissjóðs," sagði Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráð- herra þegar DV spurði hann um átaksverkefnið Áform og lambakjötssölu á þess vegum í Bandaríkjunum og víðar er- lendis. Guðmundur segir að jafnframt hafi framleiðendurn- ir eitthvað lagt í þá auglýs- ingaherferð sem gerð var. Guðmundur sagði í samtali við DV að réttlæta mætti fyrir- hugaðan helmingsniðurskurð til Áforms með því að mark- aðssetningu lambakjöts hafi verið og sé enn sinnt frá Fram- leiðnisjóði auk þess sem gert sé ráð fyrir sérstöku markaðs- fé i búvörusamningnum. Áform hafi vissulega lagt markaðsstarfi erlendis lið og árangrn- sé að koma í ljós, m.a. í Danmörku, Belgíu og nú síð- ast i Washington. Sá árangur sé þó ekki bara Áformi að þakka heldur komi við sögu kraftmiklir og duglegir menn hjá afurðastöðvum, eins og t.d. á Höfn í Hornafirði og víðar, sem komið hafi sínum vörum á markað fyrir eigin dugnað. Landbúnaðarráðherra kveðst ekki hafa ástæðu til að ætla að starfsemi Áforms sé Baldvin Jónsson, framkvæmdastjóri Áforms, bendir bandarískum áhugamönnum á rétti, matreidda úr umhverfisvænu ís- lensku hráefni. 'MÉ1 mestanpart sóim á fjármunum og þess vegna hafi hann ákveð- ið að skera niður framlag rík- isins um helming. Hann kvaðst telja að þau tengsl sem mynduðust í Bandarikjunum meðan söluátakið þar stóð yfir ætti ekki að slíta nema að vel hugsuðu ráði. „Það er dýrt aö byrja og hætta aftur í sífellu en reyna ekki að fylgja eftir til þrautar því sem bryddað hefur verið upp á,“ sagði Guðmund- ur. Of stórtækir Hann sagði að þó hefði mönnum fundist að umboðs- mennirnir úti í Bandaríkjun- um hefðu farið of vítt yfir, ver- ið komnir inn í tugi eða jafn- vel hundruð verslana og treyst á of ódýran markað. „Við höf- um talið að ef við ætlum að hafa eitthvað út úr þessu kjöti okkar, þessum örfáu tonnum á heimsmælikvarða, þá þurfum við að reyna að treysta á dýr- ari markaði og það er kannski það sem verið er að reyna með lífrænni ræktun. Hún er dýr- ari og á að fara á dýrari mark- að til þess fólks sem vill borga aukalega fyrir það. Það var alls ekki að gerast í Bandaríkj- unum og ég held að það hafi endanlega ráðið úrslitum um að menn ákváðu að hætta þeirri tilraun," sagði Guð- mundur Bjarnason. -SÁ Ari Teitsson, formaöur Bændasamtakanna: Gekk ekki of vel í Banda- ríkjunum - aðeins 176 tonn seldust „Bandciríkjaævintýrið gekk ekki allt of vel í fyrstunni. Hins vegar eru að þróast viðskiptasambönd í Bandaríkjunum sem að hluta til eru tengd átakinu og lofa góðu,“ segir Ari Teitsson, formaður Bændasamtakanna, en DV spurði hann um árangur af því mark- aðsátaki fyrir lambakjöt sem unnið hefur verið að í Bandaríkjunum og víðar undir nafninu Áform. Áform hefur fengið 25 milljónir á fjárlögum undanfarin tvö ár en í fjárlagafrumvarpinnu fyrir næsta ár er búið að skera framlagið niðiu- um helming, i 12,5 milljónir króna. Framleiðsluráð landbúnaðarins gerði i apríl 1995 samstarfssamning við bandaríska fyrirtækið Cooking Excellence rnn markaðssetningu á íslensku lambakjöti í Bandaríkjun- um og við Kjötumboðið um að út- vega kjötið. Eftir að skipuð haíði verið stjóm fyrir Áform og Baldvin Jónsson ráðinn framkvæmdastjóri tók Áform við þessu markaðsstaríi og stóð m.a. að kynningum i Banda- ríkjunum á lambakjötinu og var áhersla lögð á hreinleika þess og uppvöxt í hreinni náttúru íslands. Þetta Bandarikjaátak stóð i heilt ár og í ársskýrslu Áforms 1996 seg- ir að aðeins um 176 tonn hafi selst af kjöti meðan á því stóð. Ekkert segir hins vegar í skýrslunni um hve mikið kjöt var flutt til New York í tengslum við átakið en það munu hafa verið um 500 tonn. Ná- kvæmar upplýsingar um það feng- ust hins vegar ekki uppgefhar í gær hjá Kjötumboðinu sem útvegaði kjötið. DV spurði Ara Teitsson hvort Áform væri ekki enn eitt söluátak- ið sem hefði þegar mistekist. Hann vildi ekki telja að svo væri og benti á að söluhorfur væm að glæðast í Danmörku og viðar. „Þannig að ég held ekki að það sé rökrétt að ætla sem svo að þetta sé eitthvað sem menn séu uppgefnir við,“ sagði Ari aðspurður hvort verið væri að skera niður átaksverkefnið Áform vegna rýrs árangurs. Ari Teitsson sagði að landbúnaðarráðuneytið hefði ekkert samráð haft um þenn- an niðurskurð við sig sem formann Bændasamtakanna enda væri fjár- lagagerðin nú orðið unnin fyrir luktum dyrum. Ari sagði að mjög lágt verð hefði fengist fyrir kjötið í Bandaríkjim- um og kostnaður hefði verið mjög mikill við að selja það sem seldist af því. „Þetta var hins vegar liður i að ráðstafa birgðum sem vom orðnar erfiðar. Ég held þó að niðurstaðan hafi ekki verið langt frá þvi sem fékkst fyrir kjöt sem við seldum til Rússlands og ég veit ekki hvort það hefði skilað meim hefði það verið selt annað. Menn bundu hins vegar meiri vonir við þetta,“ sagði Ari Teitsson. Hann kvaðst ekki vita til þess að neitt kjöt væri enn eftir í birgðageymslum eða gámum í New York síðan átakið stóð yfir. -SÁ F)iSeíieMeii nv hönnun frá PioheéWemlenÍurspealar þarfir | neytena^pílférMman glæsirégtj útlit og góðujfmjómur. notar Pioneer stafræna tækntftDiaitaíl til að skila hinum fúllkomnáfjfljMiH FX-1 • Magnari: 2x50w (RMS, 1kHz,) • Útvarp: FM/AM, 24 stööva minni • Geislaspilari • Hátalarar: Tvískiptir R N I R tJmboðsmenn: Reykjavík Byggt og Búiö Vesturland: Málningarþjónustan, Akranesi. Kf. Borgfiröinga, , _ • Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guöni Hallgrlmsson, Grundarfiröi. Ásubúö, Búöardal. VestfirAir: Geirseyjarbúöin, T T||* Patreksfiröi. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, Isafiröi. NorAurland: Kf. V-Hún., Hvammstanga, Kf. Húnvetninga, IX IIF Blönduósi. Verslunin Hegri, Sauöárkróki. Hljómver, Akureyri. Kf. Þingeyinga, Húsavfk. Austurland: Kf. Hóraösbúa, • coo oonn Egilsstööum.VersluninVfk,Neskaupstaö.SuAurland: Árvirkinn,Selfossi.Rás,Þorlákshöfn.Brimnes,Vestmannaeyjum. 11 0 o O d. O U U Reykjanes: Ljósboginn, Keflavfk. Rafborg, Grindavfk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.