Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1997, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1997, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997 Útlönd Stuttar fréttir i>v Rússlandsforseti hafði betur í rimmunni um vantraust: Kommunistar a þingi hörfuðu Papon kveðst hafa verndað gyðinga Maurice Papon, sem háttsett- ur innan Vichystjórnarinnar í Frakklandi á stríðsárunum, sagði fyrir rétti í Bordeaux í gær að hann hefði árum saman reynt að vernda gyðinga. Papon hefur ver- ið ákærður fyrir að hafa fyrir- skipað brottflutning um 1500 gyð- inga frá Frakklandi. Gyðingamir voru afhentir nasistum og vom nær allir sendir í gasklefa. Áheyrendur í réttarsalnum í gær lýstu yfir reiði sinni vegna yfirlýsingar Papons. Þeir lýstu yfir undrun sinni yfir að Papon skyldi aldrei fyrr hafa talað máli gyðinga. Sjálfur kvaðst hann hafa haldið áfram að berjast fyr- ir gyðinga eftir heimsstyrjöldina síðari í sjálfstæðisstríði Alsírbúa. Gyðingar urðu þá fyrir árásum þjóðernissinnaðra araba í Norð- ur-Afríku. Sagðist Papon meira að segja hafa fengið viðurkenn- ingu ísraelssstjórnar fyrir fram- lag sitt til verndar gyðingum. Reuter Nauðungar- sala á lausa- fjármunum Eftirtalið lausafé tilheyrandi rekstri bifreiðaverkstæðis verð- ur boðið upp að Iðavöllum 4, Keflavík, föstudaginn 24. októ- ber 1997 kl. 14 að kröfu Garð- ars Garðarssonar hrl og Ásgeirs _______Jónssonar hdl.:_____ 1) Sun ljósastillingatæki. 2) Sun MEA/1500 Engine Analyser tölva. 3) Isopal bifreiðalyfta NH0826. 4) Bremsu- diskarennibekkur. 5) Einhell loftpressa. 6) Cosmos afgasrúlla. Greiðsla skal innt af hendi við hamarshögg. SÝSLUMAÐURINN í KEFLAVÍK Stjómarandstaðan á rússneska þinginu undir forystu kommúnista lét undan þrýstingi frá Borís Jeltsín forseta í gær og frestaði atkvæða- greiðslu um vantrauststillögu á rík- isstjómina um eina viku. Heitar umræður urðu í Dúmunni, eða neðri deild þingsins, um tillöguna. „Ég bið þingmenn Dúmunnar um að þrýsta ekki á afsögn ríkisstjóm- arinnar í dag,“ hafði Gennadí Sel- esniov þingforseti eftir Jeltsín for- seta. „Ég vil ekki átök. Ég vil ekki nýjar kosningar." Gennadí Zjúganov, leiðtogi kommúnista sem Jeltsín sigraði í forsetakosningunum í fyrra, varð fyrstur til að leggja til að atkvæða- greiðslunni um vantraust yrði frestað þar til búið væri að skoða tillögur Kremlarbónda að viðræð- um um málamiðlun um fjárlaga- frumvarpið 1998. Viktor Tsjemomyrdín forsætis- ráðherra hafði látið krók koma á móti bragði Dúmunnar og hótaði að segja af sér ef vantraustið yrði sam- þykkt. Stjómin getur nú endurskoð- að fjárlagafrumvarp sitt. Margfr stjórnmálaskýrendur líta svo á að eftirgjöf kommúnista tákni að þingmenn séu ekki tilbúnir að fórna sætum sínum. Reuter Árekstur varð milli tveggja olíuflutningaskipa á Singaporesundi í gær. Annað skipið var tómt. Einhver olía rann f sjó- inn við áreksturinn en ekki urðu nein meiðsl á fólki. Annað skipið var frá Kýpur en hitt er skráð í Taílandi. UPPBOÐ Uppboö munu byrja á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, sem hér segir, á eft- ________irfarandi eignum:________ Álakvísl 66, 4ra herb. íbúð, þingl. eig. Húsnæðisnefnd Reykjavíkur, gerðarbeið- andi Byggingarsjóður verkamanna, mánudaginn 20. október 1997 kl. 10.00. Áland 13, íbúð á 2. hæð og bílskúr, þingl. eig. Magnús Ólafsson, gerðarbeiðandi Landsbanki íslands, lögfræðideild, mánudaginn 20. október 1997 kl. 10.00. Bergstaðastræti 27, steinhús (áður prent- smiðjuhús) m.m., að undanskildu bak- húsi, þingl. eig. Vilborg Ásgeirsdóttir og Þórarinn Kjartansson, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður verslunarmanna, mánu- daginn 20. október 1997 kl, 13.30. Brávallagata 22, 3ja herb. íbúð á 2. hæð, merkt 0201, þingl. eig. Margrét Sigríður Eymundardóttir og Gunnar Grímsson, gerðarbeiðandi húsbréfadeild Húsnæðis- stofnunar, mánudaginn 20. október 1997 kl. 10.00._______________________ Grímshagi 8, öll húseignin, að undanskil- inni 2ja herb. íbúð á 1. hæð í A-enda, þingl. eig. Þorkell Steinar Ellertsson, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður starfs- manna ríkisins, B- deild, og Stofnlána- deild landbúnaðarins, mánudaginn 20. október 1997 kl. 10.00,__________ Laugavegur 132,2ja herb. íbúð í kjallara, þingl. eig. Björg Benteinsdóttir, gerðar- beiðandi Byggingarsjóður ríkisins, mánu- daginn 20. október 1997 kl. 10.00. Njálsgata 87, 3ja herb. íbúð á 1. hæð í V- enda, merkt 0102, þingl. eig. Ingólfur Jó- hannesson, gerðarbeiðandi Samvinnu- sjóður íslands hf., mánudaginn 20. októ- ber 1997 kl. 10,00,______________ Prestbakki 3, þingl. eig. Amar I. Sigur- bjömsson, gerðarbeiðandi Samvinnu- sjóður íslands hf., mánudaginn 20. októ- ber 1997 kl. 10.00. Stakkhamrar 20, þingl. eig. fvar Erlends- son, gerðarbeiðandi húsbréfadeild Hús- næðisstofnunar, mánudaginn 20. október 1997 kl. 10.00.____________________ Tjamargata 39, 1. hæð og kjallari m.m., merkt 0101, þingl. eig. Sigurbjörg Aðal- steinsdóttir og Haukur Haraldsson, gerð- arbeiðandi Gjaldheimtan í Reykjavík, mánudaginn 20. október 1997 kl. 13.30. Vesturberg 78, íbúð á 6. hæð, merkt H, þingl. eig. Jóna Vigfúsdóttir, gerðarbeið- andi Almenna málflutningsstofan sf., mánudaginn 20. október 1997 kl. 13.30. SÝ SLUMAÐURINN í REYKJAVÍK UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- _______um sem hér segir: Dalsel 6, íbúð á jarðhæð t.h., þingl. eig. Amdís Teódórs, gerðarbeiðandi íslands- banki hf., útibú 526, mánudaginn 20. október 1997 kl. 13.30.__________ Gyðufell 16,50% ehl. í 3ja herb. íbúð á 4. hæð t.h., merkt 4-3, þingl. eig. Christine Walsh, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna, mánudaginn 20. október 1997 kl. 14.00.__________________ Hraunbær 128, 4ra herb. íbúð á 3. hæð t.h., þingl. eig. Jón Óskar Carlsson, gerð- arbeiðendur Gjaldheimtan í Reykjavík, Sigurjón Bjömsson og Tollstjóraskrif- stofa, mánudaginn 20. október 1997 kl. 15.30. _________________________ Þórufell 6, 3ja herb. íbúð á 4. hæð t.h., merkt 4-3, þingl. eig. Ema Amardóttir, gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í Reykja- vík, mánudaginn 20. október 1997 kl. 14.30, _________________________ Þykkvibær 13, þingl. eig. Freydís Bjöms- dóttir, gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í Reykjavík, mánudaginn 20. október 1997 kl. 15.00._______________________ SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Kongólýðveldiö: Uppreisnarmenn ná helstu borgum Denis Sassou Nguesso, fyrrum herstjóri í Kongólýðveldinu, og angólskir bandamenn hans náðu ol- iu- og hafnarborginni Pointe-Noire á sitt vald í gærmorgun. Daginn áð- ur höfðu Cobra-hersveitir Nguessos náð höfuðborginni Brazzaville á sitt vald. Mikil spenna ríkir nú í Pointe- Noire þar sem vestrænir íbúar borgarinnar hafa leitað skjóls hjá ræðismanni Frakklands og á gisti- húsum. Cobra-sveitimar leita hins vegar dyrutn og dyngjum að stuðn- ingsmönnum Pascals Lissouba, landflótta forseta landsins. Ekki er vitaö hvar Lissouba held- ur til. Valdabarátta þeirra Nguessos undanfarna íjóra mánuði hefúr kostað þúsundfr manna í höfuð- borginni lífið. „Þetta er hin nýja Afríka," sagði kongóskur hermaður og veifaði sov- éskum AK-47 árásarrifEli. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hafði hvatt til að friðargæslusveitir yröu sendar til Kongó en atburðirnir þar í gær hafa gert þau áform að engu. „Staðan lofar ekki góðu fyrir frið- argæslusveitir," sagði Fred Eck- hard, talsmaður SÞ, í gær. Hann bætti þó við að Öryggisráðið tæki ákvörðun þar um. Reuter Hafa skömm á heimsókn Clintons Mæðurnar á Mayatorginu í Buenos Aires í Argentínu, sem heimta að fá að vita um afdrif ættingja er hurfu á áttunda áratugnum, sögðust í gær hafa skömm á Bill Clinton Banda- ríkjaforseta vegna heimsóknar hans til landsins. Hann væri fulltrúi heims- veldis sem kúgaði þriðja heiminn. Fulltrúi mæðranna, Hebe de Bonafmi, sakaði bandaríska herinn um að styðja einræðisstjómir í Suður-Amer- íku, þar á meðal herstjómina sem fór með völd í Argentínu 1976 til 1983. Sagði Bonafíni að Bandaríkjaher hefði þjálfað s-ameríska hermenn til að pynta sína eigin þjóð. Clinton kom frá Brasilíu í þriggja daga heimsókn til Argent- ínu í gær. Bill Clinton Bandaríkjaforseti ásamt knattspyrnuhetjunni Pele í Brasilíu. Gömul morðáform ísraelskt dagblað skýrði frá því í gær að leyniþjónustan Mossad hefði ætlað að drepa Hamas-leiðtogann Khaled Mes- hal í Tyrklandi fyrir ári en hætt við. Misheppnuð tilraun var gerð til að drepa manninn í Jórdaníu í síðasta mánuði. Fundir í 100 tíma Hvíta húsið hefur hafið sýn- ingar á 100 klukkustunda löng- um myndbandsupptökum af kaffisamsætum Clintons forseta með fjárhagslegum stuðnings- mönnum. Prinsar í ferðalag Karl Breta- prins ætlar að taka yngri son sinn, Harrý, með sér í opin- bera heim- sókn til Suð- ur-Afríku. Meö því vill hann efna loforð sem hann gaf eftir sviplegt fráfall Díönu prinsessu um að verja meiri tíma með sonum sínum á með- an þeir væru að jafna sig. Á leið til Satúrnusar Hin umdeilda kjarn- orkuknúna geimflaug Cassini er lögð af stað til Satúmusar. Ferðalagið tekur sjö ár. CIA kostar sitt Hulunni hefur nú verið svipt af kostnaðinum við rekstur bandarísku leyniþjónustunnar CIA og annarra álika stofnana. Njósnfrnar kosta um 1900 millj- arða króna. Gestir róaðir Yfirvöld í Mexíkó lýstu því yfir aö um 7 þúsund erlendir ráðstefnugestir, sem væntanleg- ir em til Acapulco, þyrftu ekki að óttast að smitast af farsótt- um í kjölfar fellibylsins Pálínu. Ásakanir um njósnir íransstjórn hefur sakað bandaríska herinn um að hafa eflt njósnir sínar um heræfmg- ar írana á Persaflóa. Prófessor í forsætið Prófessor- inn Jerzy Buzek var í gær tilnefnd- ur forsætis- ráðherra rik- isstjórnar Kosninga- bandalags Samstöðu í PóOandi. Hann lofar að barátta gegn glæpum, heilbrigðismál og end- urbætur á tryggingakerfinu verði efst á verkefnalistanum. Mótmæli gegn ETA Leiðtogar á Spáni hvetja til fjöldamótmæla gegn samtökun- um ETA eftir að þau myrtu lög- reglumann í Bilbao. Blóðpeningar Lögmenn bresku hjúkrunar- kvennanna, sem ákærðar voru fyrir morð á ástralski stallsyst- ur sinni í Sádi-Arabíu, segja bróður fórnarlambsins ekki eiga fullan rétt á 70 milljónun- um sem hann fékk fyrir að af- sala sér rétti til lífláts á annarri bresku hjúkranarkonunni. Aftur til ísraels Sendiherra Kanada í ísrael sneri aftur þangað í gær eftir að hafa fengið fullvissu um aö ísraelsk yffrvöld ætli að hætta að nota kanadísk vegabréf í að- gerðum leyniþjónustunnar. í biðröð til að sjá Che íbúar í Santa Clara á Kúbu stóðu í biöröð í gær til að fá að sjá kistuna með líkamsleifúm Emesto „Che“ Guevara. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.