Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1997, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1997, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997 7 Fréttir Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar: Ætlar að finna erfðavísa sem valda alkóhólisma „Það er staðreynd að alkóhólismi er arfgengur sjúkdómur. Það eru mjög sterkir arfgengir þættir í alkó- hólisma sem þýðir að það eru erfða- vísar sem valda hluta af þessum sjúkdómi. Við höfum ákveðið að fara í samvinnu við SÁÁ að leita að þessum erfðavísum," segir Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Is- lenskrar erfðagreiningar. Kári verður með fyrirlestur i dag um erfðavísa sem valda alkóhól- isma og leit að þeim. Kári segist vera mjög bjartsýnn á að finna erfðavísana og leysa þetta stóra vandamál. Kíkjum á erfðamyndanir „Það er að vísu mjög lítið vitað um slíka erfðavísa en hins vegar er vitað um erfðavísa sem vemda gegn sjúkdómnum. Það sem við gerum er að við kíkjum á breytileg svæði i erfðamenginu. Þannig er hægt að sjá hvort þessi svæði fylgja eða fýlgja ekki myndun þessa sjúkdóms. Maður byrjar á því að líta á skyld- leika þess fólks sem hefur fengið þessa greiningu og síðan leitar mað- ur að fjölskyldum þar sem er mikið um alkóhólisma. Siðan er leitað til einstaklinga í þeim fjölskyldum. Við vonumst auðvitað til að sem flestir taki þátt í rannsókninni. Ég legg áherslu á að allar upplýs- ingar sem við vinnum með eru á dulmáli, þ.e. við geymum hvorki blóðsýni né upplýsingar tengdum Deilt um kvóta: Festir þá ímynd að auðlindin sé einkaeign - segir Sighvatur „Almennt þýðir þetta það að eftir því sem lengra líður í þessu kerfi óbreyttu festist meira og meira sú ímynd að þessi auðlind þjóðarinnar sé í einkaeign," segir Sighvatur Björgvinsson alþingismaður vegna deilumála um kvóta sem komið hafa upp í skiptum. Eins og DV greindi frá í gær kom upp hundruð milljóna króna krafa í skilnaðarmáli þar sem kvótagróði er sagður hafa aukið verðmæti fyrirtæk- is. Krafan er nú til meðferðar hjá héraðsdómi og er dóms að vænta öðrum hvorum megin við áramót. Fleiri dæmi eru um að kvótamál hafi farið fyrir dóm- stóla þegar um er að ræða skipti. Þannig hafa sameignar- menn í útgerð farið með mál fyrir dómstóla þegar vinslit urðu. Búist er við að fjöldi deilumála eigi eftir að rísa fyr- ir dómstólum á næstunni þeg- ar deilt verður um kvótaeign, hvort sem er í dánarbúum eða vegna hjónaskilnaða. Engin ráð eru hjá einstökum byggðar- lögum til að verja veiðiheimild- ir sínar þegar hjónabönd sæ- greifanna bresta. „Það er verið að taka hvert skrefið á fætur öðru inn í þetta kerfi. Eftir því sem tíminn líð- ur verður erfiðara að komast út úr því,“ segir Sighvatur. -rt - er bjartsýnn á að það takist að leysa þetta stóra vandmál „Við höfum ákveðiö að fara í samvinnu við SÁÁ að leita að arfgengum þáttum í alkóhólisma," segir Kári Stefánsson, læknir og forstjóri íslenskrar erfðagreiningar. nöfnum eða öðrum einkennum. Al- gerrar nafnleyndar er að sjálfsögðu gætt því það er alltaf viðkvæmt þeg- ar verið er að ræða upplýsingar um sjúkdóma og alkóhólismi er þar ekkert frábrugðinn. Mjög bjartsýnn Ég er mjög bjartsýnn á að þetta takist og okkur heppnist að leysa þetta mikla vandamál. íslenska þjóðin hefur þá eiginleika að það er mjög auðvelt að leita að erfðavísum hér. Við erum með fyrirtæki þar sem starfa 90 manns, mjög færir vís- indamenn. Starfsmenn SÁÁ hafa mikla reynslu og hafa meðhöndlað svo stóran hóp fólks með þennan sjúkdóm. Þegar allt þetta er tekið saman hlýtur maður að vera mjög bjartsýnn," segir Kári. Fjöldi stofnana og vísindamanna um allan heim hafa glímt við þetta í langan tíma en ekki tekist að leysa vandamálið. „Það væri mikill sigur ef okkur tækist að leysa þetta. Fjöldi erlendra vísindastofnana reyndi á sínum tíma að finna erfða- vísi fyrir fjölskyldulægum skjálfta en tókst ekki. Okkur tókst það hins vegar í fyrstu tilraun," segir Kári. -RR íslendingur á hákarlaveiðar við Grænland: Japanskar stórsteik- ur úr hákarlinum AUSTIN „Ég er nýkominn frá Grænlandi þar sem ég kíkti á aðstæður. Þama er mikið af veiðanlegum hákarli og Japanir vilja ólmir kaupa hann,“ seg- ir Sigurður Pétursson, skipstjóri í Ólafsvík, sem er nýkominn frá Isor- toq á Grænlandi þar sem hann kann- aði möguleika til þess að veiða há- karl á línu. Veiðusvæðið er að sögn Sigurðar við Suður-Grænland, út af Isfjord. Ætlunin er að verka hákarl- inn til útflutnings til Japans. Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna hf. mun annast sölu á afúrðimum. Sigurður segir að hákarlinn verði skorinn í þriggja kílóa stykki og Jap- anir steiki hann sem stórsteik með svipuðum hætti og nautakjöt. Þetta vekur nokkra athygli í því ljósi að hérlendis er hákarlinn eingöngu kæstur og hefúr verið talinn óætur ferskur. „Þetta er talinn vera herramanns- matur í Japan. Manni var alltaf talin trú um að hákarlinn væri eitraður en þama er allt annað uppi á ten- ingnum," segir hann. Sigurður segir að nú sé tilbúin að- staða í landi til að frysta hákarlinn og hann muni halda utan aftiu- á næstunni til að hefja veiðamar suð- ur af Eiríksfirði. Stefán Eiríksson hreindýrabóndi gerir út smábát af gerðinni Sómi 860 sem notaður verð- ur til hákarlaveiðanna. Sigurður seg- ist eingöngu hafa kynnt sér mögu- leikana til veiðanna í sumar en ekki veitt til vinnslu og útflutnings þar sem vantað hafi vinnsluaðstöðu í landi. „Það er ekkert að vanbúnaði að hefja veiðar og vinnslu á hákarlin- Japanir matreiöa hákarlinn sem stórsteikur á meöan íslendingar telja hann óætan nema kæstan. Hér er veriö aö landa elnum gráum frá fslensku fisklskipl. DV-mynd S um,“ segir Sigurður. Hákarlaveiðar vom stundaðar frá íslandi fyrr á öldum en hafa lítið ver- ið stundaðar í seinni tíð. Sá afli sem borist hefúr að landi hefur fyrst og fremst verið meðafli af djúpsævi. Há- karlinn er helst að fá djúpt vestur af landinu á Hampiðjutorginu þar sem hann liggur í kuldaskilum. -rt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.