Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1997, Blaðsíða 10
, nienning FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997 Jóhann er hugmynd um takmarkalausa velvild Gjaldraiðlaheiti Kristján Þórður Hrafnsson er svo óhefðbundið ungskáld að hann yrkir hefðbundið. í ljóðabókinni hans sem kom út í haust hjá Máli og menn- ingu, Jóhann vill öllum í hús- inu vel, eru eingöngu sonn- ettur af ensku gerðinni. Gam- alt form og vandmeðfarið sem Kristján Þórður beitir markvisst og skemmtilega til að gefa mynd af daglegu lífi í höfúðborginni á okkar dög- um. - Hefurðu alltaf verið svona formfastur, Kristján? „í fyrstu bókinni minni, í öðrum skilningi (1989), not- aði ég bæði hefðbundið form og frjálst form, og það hafði ég gert alveg frá því ég fór að yrkja sem smástrákur. Þessi tvenns konar form hafa alltaf átt jafnmikið í mér. í næstu bók, Húsin og göturnar, 1993, langaði mig til að ganga lengra með frjálsa formið og þar er bara eitt ljóð af 37 hefðbundið. Þegar ég var bú- inn með þá bók var hefð- bundna formið farið að toga fast í mig. Elsta sonnettan í bókinni er frá 1991 og næstu ár komu kannski ein eða tvær á ári. En sumarið 1994 tók ég ákvörðun um að setja saman bók með sonnettum eingöngu og þá fór þeim fjölgandi smám saman. Flestar eru þær frá ’95 og ’96 og fram til vors 1997. Sonnettuformið er þannig að hugmyndin veröur að vera nógu efnismikil til að dugi í þessar fjórtán línur. Áður en ég byrja að orða lín- umar er ég nánast búinn að ákveða hvað á að standa í hverri. í raun og veru má segja að ég geri uppköst að sonnettunum í lausu máli áður en ég fer að orða þær í bundnu máli. Yfirleitt læt ég hugmynd liggja lengi hjá mér áður en ég geri meira við hana - til að athuga hvort hún lifir. Það er töluvert handverk í þessu ljóö- formi. Sonnettan krefst ákveðinnar efnis- byggingar og auk þess þróaði ég fljótlega með mér ákveðna hugmynd um ljóðmálið. Mig langaði til að yrkja á frekar hversdags- legu máli, talmáli. Ég er hrifinn af opnum ljóðum og mig langaði til að taka málfar hins opna ljóðs og setja það inn í sonnettu- formið, þannig að upphafningin myndi ekki felast í tungumálinu heldur í forminu. Það koma til dæmis hvergi fyrir viðlíking- ar í þessari bók og ég nota myndhverfing- Kristján Þóröur Hrafnsson . ar afar sparlega. Ég nota beinar myndir og orðaforða sem vísar til daglegs lífs, reyni að nota sem fæst lýsingarorð en byggi ljóð- in upp á myndum sem eru sóttar í raun- veruleikann. Þau vísa beint í daglegan reynsluheim íslendinga.” - Hefurðu einhverja fyrirmynd að þess- ari aðferð? „Nei, eiginlega ekki. Ég les mikið af skáldskap. Hef alla tíð lifað og hrærst í bókum. Og ég hef fundið stök ljóð og ljóð- línur hjá öðrum skáldum sem vísa i þessa átt, en ftest skáldin sem ég dáist að eru svo strax komin út í skáldlegt myndmál, lík- ingar og myndhverfingar. Mörg íslensk og erlend skáld gæti ég nefnt sem hafa haft áhrif á mig, til dæmis Stein Steinarr, Tómas Guð- mundsson og Jacques Prévert. Svo skal ég fúslega játa að rokktextar og popptextar hafa haft talsverð áhrif á mig. Ég hef mikinn áhuga á alþýðutónlist - Cohen, Dylan, Lennon.“ - Hvað er erfíðast við að yrkja sonnettuna? „Eitt það erfiðasta við að vera ljóðskáld er að koma sér í það hugarástand þar sem hugmyndirnar fæðast. Ná því að hugurinn sé nægilega op- inn og komist á flug. Maður þarf að vissu leyti að geta lok- að á heiminn og verið dálítið einangraður. En erfiðast við sonnettuna er að ef maður breytir einu atriði í línu eða erindi þá hef- ur það áhrif á allt kvæðið. Þetta er allt svo samtengt. í fyrstu línunni þarftu að taka tillit til allra hinna í erind- inu. Hvert orð er öðrum háð og hver ljóðlína er háð öðrum línum. Svo er það endirinn. Síð- asta línuparið. Ég byrja alltaf á því. Ef ég dett ekki niður á snjallar lokalímn- þá er grunnhugmyndin ekki not- hæf.“ - Áttu eftirlætisljóð í bók- inni? „Það er erfitt að gera upp á milli þeirra en ég held mikið upp á sonnettuna sem bókin dregur nafn sitt af, „Jóhann vill öllum í húsinu vel“. Fyrsta hugmyndin að henni er mjög gömul og ég var lengi með hana í smíðum. Mér finnst hún eiginlega ramma inn það sem má finna í öðr- um ljóðum bókarinnar. Bókin er mikið um mannleg sam- skipti, afstöðu eins til annars, og Jóhann er hugmynd um takmarkalausa velvild. Hann skilur allt, gerir ekki upp á milli fólks. Hann setur sig ekki í dómarasæti yfir löngunum og þrám mannanna heldur hugsar: Megi óskir ykkar rætast og sorgir ykkar sefast. Hann hefur líka yfirskilvit- lega stærð því hann veit allt um alla - þó að hann vilji ekki að neinn viti það. Hugmyndina fékk ég í New York þegar ég var þar í námi fyrir mörgum árrnn, ein- hvem daginn þegar ég var á gangi í mann- mergðinni á 34. stræti, og ég hugsaði með mér: Ef maöur gæti nú vitað hvað allt þetta fólk er að hugsa!“ DV-mynd GVA Vísir að endurmati Um haf innan eftir Helga Guðmunds- son er víðfeðmt rit og að baki verulegar rannsóknir. Þar er dregið saman mikið efni um tengsl íslenskrar menningar á miðöldum við önnur lönd í vestri, t.d. ír- land, Skotland, England, Orkneyjar, Grænland og jafnvel Færeyjar. Einna mestur þáttur verksins lýtur að gelisk- um tökuorðum í norrænum málum auk nafna og örnefna. Þá er þar býsna ræki- leg umfjöllun um það sem fram kemur í íslenskum fornritum um Orkneyjar og norræna menn þar. Hafa því efni ekki verið gerð svo rækileg skil um langt skeið. Það sem er nýstárlegast við ritið er rannsóknarefnið sjálft og nálgun Helga við það. Helgi hugar að samhenginu í byggð norrænna manna í Grænlandi, Færeyjum og á Bretlandseyjum og dreg- ur fram mikilvægi íslands sem miðju þessa menningarsvæðis. Hann tengir þetta viðskiptum, verslun og auðmynd- un á þessu svæði og sækir rök bæði í tungumálið og bókmenntirnar. Niður- staðan er vísir að merkilegri kenningu sem veröur eflaust til umræðu um hríð. í ljósi þess hversu nýstárlegar og víð- feðmar niðurstööur Helga eru kann að þykja til baga hversu lítt hann hirðir um að setja sér stað gagnvart öðrum fræði- mönnum. Ekki er þannig sérstakur kafli um fræðilega umræðu um viöfangsefnið. Þó verður hér að hafa í huga að verkið er feiknarmikið og kannski illskársti kosturinn að sleppa umræðu af þessu tagi. Sums staðar hefði hún þó ótvírætt skýrt myndina. Bókmenntir Ármann Jakobsson Þetta hvalkynjaða verk er ekki mjög hart undir tönn þrátt fyrir mikið safn dæma um hina og þessa þætti í sam- skiptum íslendinga og annarra nor- rænna eyþjóða í vestri enda er það skrif- að á „mannamáli“, þ.e. íslensku sem all- ir ættu að geta skilið. Á hinn bóginn þykir mér verra hve höfundur er oft gagnorður. Þó að verkið sé mikið að vöxtum á hann til að staldra stutt við einstök atriði en vinda sér síðan i annað með orðum eins og „þá er að líta á ...‘í. Stundum verður sundurleitnin þá held- ur mikil. En það er þó lofsvert hversu mörgu eru gerð skil í einni bók. Þegar svo margt hefur veriö tínt til hlýtur niður- staðan að vera sú að samband íslands og ann- arra landa i N-Atlants- hafi hafi verið verulegt og skipt meira máli en dregið hefur verið fram hingað til. Helgi orðar það svo: „Styrkustu stoðir íslenzkrar fom- menningar voru kannske meðal eskimóa í sundunum við Norður- Grænland og Nörður- Kanada og meðal lær- dómsmanna í Angers í Anjou í Frakklandi.“ (334) Óhætt er að kalla rit þetta stórvirki. Þar em settar fram djarfar hug- myndir og miklu efni safnað saman þeim til stuðnings. Það má mikið vera ef ekki fylgja í kjölfarið spennandi vangaveltur og endurmat á sambandi íslendinga og annarra vest- rænna manna af norrænu bergi á mið- öldum. Helgi Guðmundsson. Um haf innan. Vest- rænir menn og íslenzk menning á miðöld- um. Háskólaútgáfan 1997. Islensk málnefiid hefur gefið út ritið Islensk, gjaldmiðlaheiti sem Baldur Jónsson prófessor tók saman í samráði viö Anton Holt, myntfræöing í Seðlabanka íslands, Ólaf Isleifsson hagfræðing og Veturliða Óskarsson málfræðing. í ritinu era fimm skrár: um heimkynni gjald- miðla og heiti þeirra ásamt alþjóðlegum skamm- stöfunum, um heiti gjaldmiðlanna í stafrófsröð, um stofnheiti gjaldmiðla og heimkynni þeirra, ensk-íslensk ríkjaskrá og ensk-íslensk gjaldmiðla- skrá. Þetta er fyrsta ritið í nýrri ritröð, „Smáritum Is- lenskrar málnefndar". Ljóð Hölderlins Hannes Pétursson skáld hef- ur þýtt nokkur kunnustu ljóða þýska skáldsins Friedrichs Hölderlins og gefið út í bók- inni Lauf súlnanna. Hannes ritar kynningarorð um skáldið og aftanmáls era þarfar skýringar við ljóð- in og ábendingar um efni þeirra. Hölderlin var uppi frá 1770 til 1843 og er eitt af höfuðskáldum Þjóðverja. Auk ijóða skrifaði hann skáld- söguna Hyperion. Hann var sinnisveikur frá því snemma á fertugs- aldri og skáldverk hans og átakanleg ævi hafa mjög verið til umfjöllunar hjá skáldum og fræði- mönnum á þessari öld, einkum ljóðin frá loka- skeiði skáldskapar hans sem kennd eru við „óbundið hljóðfall“. Ljóðin í Laufum súlnanna era frá því skeiði. Þá reis list hans hæst áður en skáld- ið hvarf inn í „þögn“, sinnisveikur í blóma lífsins. Útgefandi bókarinnar er Haukm- Hannesson en Bókaútgáfan Bjartur annast dreifingu. Kammersveit Reykjavíkur Á verkefnaskrá Kammersveitar Reykjavíkur á 24. starfsári hennar verða þrennir stórir tónleikar, og þeir fyrstu á sunnudagskvöldið kl. 20.30 í Lista- safni íslands. Þar verða blásarar sveitarinnar í öndvegi og leika undir yfirskriftinni „Og ljúfir söngvar hijóma" verk eftir Beethoven, Mozart og Antonin Dvorak. Jólatónleikar Kammersveitarinnar verða í Ás- kirkju sunnudaginn 14. desember kl. 17. Þar verð- ur leikin tónlist barokktímans - eftir Telemann, Geminiani og J.S. Bach. Lokatónleikar starfsársins í Reykjavík verða 1. febrúar 1998 í Langholtskirkju undir yfirskriftinni „um eilift, heilagt alveldi kærleikans“. Þeir eru helgaðir einu þekktasta tónskáldi samtímans, Arvo Part, sem er eistneskur en býr í Berlín. Hann verður sjálfur viðstaddur tónleikana. Auk Kamm- ersveitarinnar kemur Kór Menntaskólans við Hamrahlíð fram undir stjórn Þorgerðar Ingólfs- dóttur og Ingveldur Ýr Jónsdóttir syngur einsöng, en Andreas Peer Káhler er stjórnandi tónleikanna. Auk þessa stefnir sveitin á upptöku á ýmsum verkum og tónleikaferðir innan lands og utan. Hún mun meðal annars verða einn fulltrúa íslands á Expo ’98 í Lissabon næsta sumar. Kammersveit Reykjavíkur. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.