Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1997, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1997, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997 I>V Pernilla og Bille August eru skilin Danski kvikmyndaleikstjór- inn Bille August hefur tilkynnt að hann og eiginkona hans, sænska leikkonan Pernilla, standi í skilnaði. Bille, sem er 49 ára, hefur sagt að miklar fjar- vistir hans frá heimilinu séu or- sök skilnaðarins. Bille og Pern- illa, sem er 39 ára, eignuðust tvö böm saman sem em 5 og 4 ára. Bille og Pernilla tóku saman við gerö myndarinnar Den Goda Viljan eftir sögu kvikmyndaleik- stjórans Ingmars Bergmans. Elskhugi Díönu í frí með nýrri vinkonu James Hewitt, fyrrverandi elskhugi Díönu prinsessu, var varla búinn aö lýsa því yfir að hann hefði elskað prinsessuna og að hann saknaði hennar mjög þegar hann var farinn í frí með nýrri vinkonu sinni til Marbella á Spáni. Ekki tóku allir minning- arorð Hewitts um Díönu alvar- lega, minnugir afhjúpana hans um leynilegt samband þeima sem varaði í fimm ár. Hann kvaðst hafa þekkt Díönu best. Olivia flytur frá Hollywood Olivia Newton-John, sem er orðin 49 ára, ráögerir að flytja frá Hollywood. Hún ætlar að verja meiri tíma til góðgerðar- staifsemi og einbeita sér að upp- eldi dótturinnar Chloe sem er 11 ára. Olivia vill heldur vera góð mamma og starfa að góöum mál- efnum en vera stjama. Hún er alveg búin að jafna sig af krabbameini sem hún fékk fyrir nokkrum árum. __________27* Sviðsljós Breski leikarinn Ralph Fiennes liðtækur í kvennamálum á yngri árum: Skólasysturnar urðu eins og bráðið smjör Breski leikarinn Ralph Fiennes var ekki alltaf jafn siðfágaður og flottur og í myndinni um enska sjúk- linginn. Aldeilis ekki. Á skólaánun sínum þótti honum til dæmis fátt skemmtilegra en að fletta sig klæð- um fyrir framan tvíkynhneigða kennslukonu með augun á stilkum. Ralph vissi vel á þessum árum að hann væri fjallmyndarlegur. Hann notfærði sér þaö líka óspart til að fleka ungar skólasystur sinar. Þær voru flestar úr efri lögum samfélags- ins, sendar í finan einkaskóla til að hægt yrði að gera úr þeim litlar döm- ur. Kynni þeirra af leikaranum til- vonímdi urðu þó til þess að stúlkurn- ar gerðu ýmislegt af sér sem þær mundu sjálfsagt ekki gera í dag. Eitt sinn voru Ralph og skólasyst- ir hans ein saman í strætisvagni þegar löngunin greip þau svo skyndilega að þeim héldu engin bönd. Það var eins og við manninn mælt, þau gerðu það á staðmnn. Önnur skólasystir hans gerðist pönkari og uppreisnarseggur og gekk um í rifnum netsokkum, með öryggisnælur í fótunum. „Mér fannst stundum eins og hann horfði alltaf á mann með losta- fullufullu augnaráði. En okkur stelpunum þótti hann æðislegur," segir enn önnur skólasystirin. Þessar upplýsingar og fleiri krassandi koma fram í nýrri ævi- Ralph Fiennes var kræfur kvenna- bósi á unglingsaldri. sögu leikarans sem skrifúð er af York nokkrum Embery. í kvennamálunum hefur RalphíF sennilega tekið nokkurt mið af upp- áhaldshetjunni sinni, ofurnjósnara hennar hátignar, sjálfum kvenna- bananum James Bond. Svo mikill var áhugi unglingsins á Bond að hann skrifaði einkennis- númer njósnarans, 007, á inniskóna sína. Þá léku skólafélagar hans sér að því að blístra kynningarstefið úr Bond-myndunum í hvert sinn sem þeir sáu stráksa tilsýndar. Ralph er elstur sjö systkina. Fað- ir hans gerðist ljósmyndari og móð- ir hans var rithöfundur og málari. ítalska ofurfyrirsætan Carla Bruni, sem eitt sinn var ástkona Micks Jaggers í Rolling Stones, er hér í flottum hanastélskjól sem breski tiskuhönnuðurinn John Galliano teiknaöi fyrir tískuhúsið Christian Dior. Símamynd Reuter !, rífist! Jjrval alltaf betra og betra Hagstœð kjör Ef sama smáauglýsingin er birt undir 2 dálkum sama Kristín og Urdangarin í brúðkaupsferð til Jórdaníu Kristín Spánarprinsessa og handboltakappinn Inaki Urdan- garin, sem gengu í hjónaband í byrjun október, eyddu nokkru hveitibrauðsdaganna i Aqaba við Rauðahafið í boði Husseins Jórdaníukonungs. Kristín og Inaki dvöldu í gestahúsi konungshallar- innar. Aqaba er ákaflega vinsæll ferðamannastaður og stunda menn þar ýmsar vatnaíþróttir. Að sögn sþánska dagblaðsins La Vanguardia flugu hin nýgiftu til Jórdaníu í einkaþotu Husseins konungs fyrir um það bil viku eða skömmu eftir brúðkaupið í Barce- lona. Kristín og Inaki eru nú farin frá Jórdaníu. dag er 50% afsláttur af annarri auglýsingunni. Kristín prinsessa af Spóni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.