Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1997, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1997, Blaðsíða 24
^ kvikmvndir Sambíóin - Conspiracy Theory Að plotta ★★ Conspiracy The- ory er í anda þeirra samsærismynda sem hafa veriö svo algengar undan- farna mánuöi. Aö- eins eru nokkrar vikur síðan Laugar- ásbíó sýndi Shadow Conspiracy og síð- asta sumar var ís- lenskum kvik- myndahúsagestum boðið að sjá Absolu- te Power og Murder at 1600. í Conspiracy Theory segir frá leigubUstjóranum Jerry Fletcher (Mel Gibson) sem dundar sér við það í frítímum að birta samsæriskenn- ingar um allt frá geimverum yfir í plott gegn forseta Bandaríkjanna. Ein kenninga hans virðist rétt því honum er rænt af dularfullum mönnum (Patrick Stewart o.fl.) sem heimta skýringar. Gallinn er sá að Fletcher veit ekki hver af kenningum hans hitti í mark. Ég fór á Conspiracy Theory með nokkurri tilhlökkun því ég hafði gert mér í hugarlund að hún yrði í anda Three Days of the Condor (1975) sem Sydney PoUack leikstýrði og Robert Redford lék aðaUUutverkið. Og við fyrstu sýn eru myndirnar svipaðar. Redford leikur ungan menntamann sem vinnur hjá CIA við lestur bóka. Af og tU sendir hann skýrslu þar sem hann greinir frá hugsanlegum samsærisleiðum sem hann sækir í lesefni sitt. í einni slikri skýrslu hittir hann naglann á höfuðið og stofn- ar sér og samstarfsmönnum sínum í stórhættu. Nokkuð vantaði þó upp á að Conspiracy Theory fiUlnægði þeim væntingum sem ég gerði tU hennar. Því eins og Jerry Fletcher játar í myndinni er gott samsæri óupplýsanlegt. Eitthvað vantaði þó upp á plott myndarinnar því þegar komið var fram fyrir miðju datt spennan niður. Lausnin oUi mér að sama skapi vonbrigðum. Styrkur myndarinnar felst fyrst og fremst í persónusköpun Fletchers sem er haldinn nógu miklu ofsóknaræði tU þess að lifa af samsæri sem Uestir myndu afskrifa sem vitieysu. Aðrar persónur myndarinnar eru of flatar tU þess að geta kaUast eftirminnUegar og á það jafnt við um lög- fræðinginn Alice Sutton (Juliu Roberts) og öU þau fjölmörgu iilmenni leyniþjónustimnar sem teflt er gegn Fletcher. Conspiracy Theory er ágætisafþreying sem stenst þó ekki samanburð við það besta sem finna má i flokki samsærismynda. Leikstjóri: Richard Donner. Aðalhlutverk: Mel Gibson, Julia Roberts, Pat- rick Stewart og Cylk Cozart. Guðni Elísson T © P P 1 % - aðsókn dagana 10.-12. október. Tekjur í milljónum dollara og helldartekjur. Vinur Dalai Lama Sakamálamyndin Kiss the Girls hélt efsta sæt- inu, var mjög jöfn og góð aðsókn á hana alla vik- una. í öðru sæti er ný mynd,_ Seven Years in Tibet. í myndinni er sögö sönn saga úr seinni heimsstyrjöldinni um austuríska fjallagarpinn Heinrich Harrer sem vingaðist viö hinn unga Dalai Lama í Tíbet og fylgdi hon- um í mörg ár. í aöalhlutverki er Brat Pitt og sést hann á myndinni ásamt leikstjóra myndarinnar, Jean-Jaques Annaud, við tökur. Hin góöa aðsókn á myndina sýnir aö þaö hefur haft lítil áhrif þótt fram hafi komiö í fréttum fyr- ir stuttu aö Harrer hafi veriö um tíma meölimur í SS-sveitum Hitlers. í efstu tíu sætunum eru þrjár aörar nýjar kvikmyndir sem vöktu greinilega lítinn áhuga hjá áhorfendum og eiga þær aö öllum líkindum skammt líf fram und- an á listanum. Þess má geta aö Gang Related var síöasta kvikmyndin sem rapparinn Tupac Shakur lék í áöur en hann var myrtur í Las Vegas. Tekjur Helldartekjur 1.(1) Kiss the Girls 11.122 28.541 2.(-) Seven Years in Tlbet 10.066 10.066 3.(2) Soul Food 5.622 30.302 4.(4) In & Out 5.474 47.953 5.(3) The Peacemaker 5.208 31.480 6.(-) Rocket Man 4.472 4.472 7.(6) L.A. Confidential 3.665 22.976 8.(5) The Edge 3.473 20.273 9.(-> Most Wanted 2.253 2.836 ÍO.(-) Gang Related 2.443 2.433 11.(7) The Game 2.060 43.172 12.(9) The Full Monty 1.901 19.877 13.(8) U-Turn 1.523 5.241 14.(11) The Matchmaker 0.723 2.487 15.(-) Hercules 0.688 96.334 16.(10) Wishmaster 0.651 14.375 17.(12) Contact 0.623 99.954 18.(16) Men in Black 0.443 243.629 19.(19) My Best Friend’s Weddlng 0.423 123.718 20.(14) G.l. Jane 0.375 46.436 H FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997 JL!#"V Genevieve Bujold í Coma. Michael Crichton leikstýröi þeirri mynd eftir skáldsögu Robins Cooks. Gamlar samsærismyndir Samsærismyndir voru griðarlega vinsælar á kaldastríðsárunum enda gaf pólitískt andrúmsloft tímans hugleiðingum um njósnir og laumu- spil lausan tauminn. Árið 1962 sendi John Frankenheimer frá sér spennumyndina The Manchurian Candidate með þeim Frank Sinatra, Laurence Harvey, Janet Leigh og Angelu Lansbury í aðalhutverkum. Sinatra og Harvey leika hermenn- ina Marco og Shaw, sem Kínverjar handsama og heilaþvo áður en þeir senda þá heim. í Bandaríkjunum lifa þeir eðlilegu lífl og eru sér með öllu ómeðvitandi um að þeir séu handbendi Kínverja en aðeins þarf að senda þeim rétt skilaboð til þess að breyta þeim í hættulega morð- ingja. Þeir eru því gangandi tíma- sprengjur og ekki bætir úr skák að fósturfaðir Shaws er frambjóðandi í komandi forsetakosningum. Marco vegnar ekki eins vel og Shaw. Hann þjáist af martröðum þar sem minn- ingamar frá heilaþvottinum leita upp á yfirborðið. Ég ætia ekki að fara frekar í söguþráð þessarar klassísku njósnamyndar en mæli eindregið með henni. Tveimur árum siðar leikstýrði Frankenheimer Seven Days in May (1964) en hún snýst líkt og Shadow Conspiracy um tilræði gegn forset- anum sem hefur tekist að gera af- vopnunarsáttmála að lögum við lít- inn fógnuð herráðsins. Háttsettir menn í hernum ákveða að koma í veg fyrir áætianir forsetans þar sem þær myndu veikja vamarstöðu Bandaríkjamanna. Með aðalhlutverk fara Burt Lancaster, Kirk Douglas, Fredric March og Ava Gardner. Frá áttunda áratugnum má nefna fjölmargar myndir, s.s. The Parallax View (1974), Three Days of the Condor (1975), Telefon (1977), Capricome One (1978) og Coma (1978). í The Parallax View, sem leikstýrt er af Alan J. Pakula, er þekktur öldungadeildarþingmaður myrtur. Þegar fréttamenn, sem voru vitni að morðinu, fara að týna töl- unni ákveður blaðamaðurinn Jos- eph Frady (Warren Beatty) að rann- saka málið ffekar. Hann kemst fljót- lega að þeirri niðurstöðu að um samsæri sé að ræða og öll bönd ber- ast að dularfullri meðferðarstofhun. Með önnur hlutverk fara Hume Cronyn og Kenneth Mars. Söguþráðurinn í Telefon minnir um margt á The Manchurian Candi- date. í Bandaríkjunum eru fjölmarg- ir útsendarar á vegum rússnesku leyniþjónustunnar sem aðeins er hægt að gera virka með þvi að fara með línu úr ljóði bandaríska skálds- ins Roberts Frosts. Þegar óði KGB- njósnarinn Dalchimsky (Donald Ple- asence) tekur upp á þeim óþarfa að vekja útsendarana úr dásvefni sín- um sendir rússneska stjómin leyni- þjónustumanninn Borzov (Charles Bronson) til Bandaríkjanna. Hlut- verk hans er að stöðva Dalchimsky áður en fyrirætianir hans leiði til styrjaldar. Myndinni er leikstýrt af Three Days of the Condor. Max von Sydow. Don Siegel og með önnur hlutverk fara Lee Remick og Tyne Daly. Capricorne One og Coma eru klassískar samsærismyndir sem ég mæli eindregið með. í þeirri fyrr- nefndu segir frá fyrstu ferð mann- aðrar geimflaugar til Mars. Rétt fyr- ir skot eru geimfaramir dregnir frá borði og þeim sagt að þeir hefðu ekki lifað forina af sökum galla í súrefnisbúnaði. Þeir em færðir út i eyðimörk þar sem ferðin til Mars er sviðsett. Allt virðist ganga að ósk- um þar til ómannaða geimflaugin brennur upp til agna á leið inn í gufuhvolf jarðar eftir „vel heppn- aða“ för. Geimfaramir vita að þeir em dauðar hetjur nema þeim takist að upplýsa alþjóð um blekkinguna. Myndinni er leikstýrt af Peter Hyams og með aðalhlutverk fara EUiott Gould, James Brolin, Sam Waterston og Hal Holbrook. í Coma uppgötvar ungur kvenlæknir að ekki er aUt með feUdu á sjúkrahús- inu hennar. Hraustir sjúklingar faUa i dá eftir minni háttar aðgerð- ir og em sendir á sérstaka stofnun. Þegar hún fer að grafast fyrir um orsakimar flettir hún ofan af laumuspUi sem teflir lífi hennar í hættu. Þetta var ein fyrsta mynd Michaels Crichtons og í aðalhlut- verkum eru Genevive Bujold, Michael Douglas, Rip Tom og Ric- hard Widmark. Að lokum vU ég benda á spennu- myndina Agency (1981) sem segir ffá pólitísku samsæri sem má rekja tU auglýsingastofu. Flestir gagn- rýnendur tóku myndinni Ula en í endurminningunni er hún ein sú skemmtUegasta sinnar tegundar. Leikstjóri hennar er George Kaczender og með aðalhlutverk fara Michael Kirby, Lee Majors, Robert Mitchum og Valerie Perrine. -ge Capricorn One. James Brolin í hlutverki sínu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.