Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1997, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1997, Blaðsíða 18
FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997 ' 26 Iþróttir Sigurður HaMórsson þjálfar Skallagrím: „Kominn heim“ Skallagrímur sem féll úr úrvals- deildinni i knattspyrnu í haust réð i gær Sigurð Halldórsson sem þjálf- ara liðsins næstu tvö árin. Sigurður hefur þjálfað Breiða- blik síðustu tvö árin en var þá á undan við stjórnvölinn hjá Skalla- grími og kom liðinu upp í gömlu 2. deildina. Sigurður tekur við starfi Ólafs Jóhannessonar sem þjálfað hefur lið Skallagríms tvö síðustu ár. Á mikið í þessu liði „Við erum mjög lukkulegir að vera búnir að fá Sigurð aftur heim. Hann þekkir vel til félagsins og það má segja að hann eigi mikið i þessu liði. Sigurður er meira að segja fæddur í Borgarnesi svo hann er kominn í heimahagana," sagði Jakob Skúlason, formaður knatt- spyrnudeildar Skallagríms, í sam- tali við DV í gær. Sem kunnugt er þá léku Borgnes- ingar í fyrsta skipti í efstu deild á liðnu sumri og höfnuðu i 9. sæti deildarinnar. Það kom þvi í hlut Skallagríms að falla i 1. deild með Stjömunni en engu aö síður stóð liðið sig vel og fékk 15 stig en marg- ir vom búnir að spá því fyrir mót- ið að Borgnesingar fengju varla meira en 5 stig. En hvað með mannskapinn? Heldur Skallagrím- ur sömu leikmönnum? Lítiö breytt lið „Það hefur alla vega enginn rétt upp hendina og sagst vera á föram og ég reikna meö því að liðið verði lítið breytt á næsta sumri. En það kemur í hlut Sigurðar að púsla lið- inu saman,“ sagði Jakob. -GH Siguröur Halldórsson heldur hér á búningi Skallagríms eftir undirskriftina við félagiö í gær. _______________________________________________________________________________________DV-mvnd Hilmar Þór ENGLAND 3. umferð - Deildarbikar: Chelsea-Blackburn .. . e framl. 4-1 Coventry-Everton ...........4-1 Middlesbro-Sunderland.......2-0 Newcastle-HuH................2-0 Stoke-Leeds .........e framl. 1-3 Tottenham-Derby .............1-2 W.B.A.-Liverpool.............0-2 West Ham-Aston Villa.........3-0 Kosta Rtkabúinn Paulo Wanchope skoraði bæði mörk Derby en David Ginola gerði mark Tottenham. Ian Rush skoraði annað mark Newcastle og þetta var jafnframt 49. mark í deildarbikarkeppninni sem er met sem hann á með Geoff Hurst. Patrik Berger og Robbie Fowler gerðu mörk Liverpool. John Hartson skoraði tvö mörk fyrir West Ham og Frank Lambard eitt. Eftir leikina var dregið til 4. umferð- ar. Leeds-Reading, Middles- bro-Bolton, Chelsea-Southampton, Derby-Newcastle, West Ham-Walsall, Liverpool-Grimsby, Arsenal-Coventry, Oxford-Ipswich. Dundee United mætir Celtic í úrslit- um skoska deildarbikarsins í knatt- spyrnu. Dundee United sigraði Aber- deen, 3-1, í undanúrslitum í gær- kvöldi. Celtic vann Dunfermline, 1-0, í fyrrakvöld. ÞYSKALAND Duisburg-H.Rostock............O-l Neuville (23.) Kaisersl-Bielefeld ...........3-1 Risce (18. 67.), Kadlec (31.) - Kuntz (39.) B.Miinchen-Stuttgart..........3-3 Jancker (13.), Haman (60.), Kuffour (84.) - Yakin (14.), Berthold (62.), Ak- poborie (75.) Gladbach-1860 Múnchen .... 5-1 Hochstetter (7. 38.), Lupescu (61.), Pettersson (76.), Passlack (79.) - Winkler (35.) mm ITALIA italía bikarkeppnin - 3. umferð: Juventus-Lecce .............. 2-0 Fiorentina-Pescara ...........1-0 Udinese-Roma..................2-2 Piacenza-Inter................0-3 Parma-Bari....................2-1 Atalanta-Bologna..............3-1 Ronaldo skoraði öll þrjú mörk Inter og liðið er taplaust í 10 leikjum í deild og bikar. Amorouso og Del Piero gerðu mörk Juventus og Gabriel Batistuta gerði sigurmark Fiorentina. -GH/JKS Bjarnólfur skrifaði undir í morgun - viö skoska úrvalsdeildarliöiö Hibernian Eyjamaðurinn Bjamólfúr Láras- son skrifaði í morgun undir þriggja ára samning við skoska úrvalsdeild- arliðið Hibernian. Þar með eru Is- lendingamir orðnir tveir í liðinu en Ólafur Gottskálksson, landsliðs- markvörður, gerði í sumar samning við Edinborgarliðið. Samningurinn góöur „Ég er bara mjög ánægður með að þetta sé komið í höfn og samn- ingurinn sem ég geri er mjög góður. Mér líst vel á liðið, það spilar skemmtilega knattspymu og aðstað- an er góð,“ sagði Bjamólfur í sam- tali við DV í gærkvöldi. „Strákamir sem hafa verið að gera samninga við erlend félög upp á síðkastið era að fara út eftir góð tímabil en það er ekki hægt að segja það sama um mig. Þetta er búið að vera hálffúlt sumar hjá mér enda búinn að fá að verma varamanna- bekkinn mikið. Hungraöur í aö spila Ég er því að vonum mjög hungr- aður í að fá að spila og ég er nokk- uð bjartsýnn á að mér takist að vinna mér sæti í liðinu. Þjálfarinn gaf til kynna að ég yrði jafnvel í hópnum gegn Aberdeen um næstu helgi,“ sagði Bjamólfur. -GH Bjarnólfur Lárusson er genginn í raöir Hibernian. McDonalds-mótið í körfuknattleik hefst í París í kvöld: Uppselt á einum degi í kvöld hefst í Paris hið svokallað McDonalds-mót í körfuknattleik með þátttöku bestu liða Evrópu, auk liös frá S-Ameríku og bandarísku meistaranna. Evr- ópsku liðin verða Benetton frá Ítalíu, Panathianikos, Grikklandi og núverandi Evrópumeistarar, spænska liðið Barcelona, Paris St. Germain, Frakklandi, argentísku meistararnir Atenas og NBA-meistararnir Chicago Bulls Fyrirkomulag mótsins er þannig að Chicago Bulls og Panathianikos fara beint í undanúrslit. Tapliðin í for- keppninni keppa um 5-8. sætið en sigurvergaramir keppa annaðhvort viö Panathianikos eða Chicago. Mót- inu lýkur með úrslitaleik sem fram fer í Bercy-höllinni á laugardagskvöldiö. Flestir eru á einu máli um að Chicago vinni mótið þótt Scottie Pippen verði fjarri góðu gamni en banda- rísk lið hafa ávallt farið með sigur af hólmi síðan að þessu móti var hleypt af stokkunum. Mótið hefur fengið mikla umijöllun í Frakklandi og snýst hún að mestu um Michael Jordan en íjölmiðlar hafa fylgt honum hvert fótmál síðan að Chicago kom til Parísar í byrjun vikunnar. Sala aðgöngumiða hófst um miðjan ágúst og áttu for- svarsmenn mótsins von á að miðar á mótið færu fljótt en ekki með þeim hraða sem raunin varð á. Allir mið- amir raku út á einum degi, slíkur var áhuginn. -JKS Körfuknattleikur: Áfram sami stuðningsaðili í bikarnum Körfuknattleikssambandið skrif- aði fyrr í vikunni undir nýjan sam- ing við Bifreiðar og landbúnaðarvél- ar, umboðsaðila Renault á íslandi. Verður Renault stuðningsaðili bik- arkeppni karla- og kvenna næstu þrjú árin. Á myndinni sjást Ólafur Rafns- son, formaður KKÍ og Friðrik Bjarnason, markaðsstjóri B&L, handsala samninginn. -JKS Strákamir töpuðu íslenska u-18 ára landsliðið í knattspymu tapaði fyrir Austur- ríkismönnum, 2-0 í riðlakeppni Evrópumótsins en leikurinn fór fram i Finnlandi í gær. ísama riðli unnu Lithár lið Finna, 3-2. Á morgun mæta íslensku strák- arnir Finnum og á sunnudaginn Litháum. Sigurvegari í riðla- keppninni kemst i 16-hða úrshtin. ísland í 71. sæti Á nýjum styrkleikalista Al- þjóða knattspymusambandsins sem gefinn var út í gær er ís- lenska landsliðið í knattspyrnu í 71. sæti ásamt landsliði Zimbabwe. Á síðasta lista sem gefinn var út um síðustu mán- aðamót var ísland í 83. sæti en sigurinn gegn Liechtenstein um síðustu helgi færði íslenska landshðið upp um 12 sæti. Heimsmeistarar Brasilíu- manna era sem fyrr í efsta sæti listans, Spánverjar era í öðra sæti og Þjóðverjar í þriðja sæti. Kristján og Eygló unnu 70 íslenskir kyhingar tóku þátt i golfmóti Úrvals-Útsýnar í Islantiha á Spáni á dögunum. Úr- slitin urðu þessi: Karlaflokkur: 1. Kristján Gíslason, GES.....46 p. 2. Andrés Arnarson, GES.......42 p. 3. Jón Pétursson, GG..........38 p. Kvennaflokkur: 1. Eygló Geirdal, GS .........37 p. 2. Sigrún Sigurðard., GG......34 p. 3. Ingibjörg Bjamadóttir, GS .. 34 p. Dregiöí riöla Búið er að draga í riðla fyrir undankeppni Evrópumóts U-21 landsliða í handknattleik í karla- og kvennaflokki. ísland leikur í riðli með Dan- mörku, PóUandi og Búlgaríu I karlaflokki og verður riðillinn leikinn á íslandi. 5.-7. júní. í kvennaflokki er ísland í riðli með Austurríki, Tyrklandi og Rrtúgal og vaður teflöð í AusturríkL Keflavík vann Keflavík sigraði ÍS, 60-53, í 1. dehd kvenna í körfúknattleik í gær en leikurinn fór fram Keflavík. Real Madrid vann Espanyol-Compostela............1-0 Atl.Madrid-Merida..............4-0 Salamanca-Oviedo...............0-2 R.Sociedad-Celta...............2-1 Deportivo-Valladolid...........1-3 Sp.Gijon-R.Madrid..............0-2 Valencia-AtLBilbao.............1-1 Tenerife-R.Santander...........2-2 R.Betis-Zaragoza...............3-3 -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.