Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1997, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997
15
Fjölgum tæki-
færunum
Fátt hefur verið
meira rætt undanfar-
in ár en nýsköpun I
atvinnulífinu. At-
vinnuleysið, sem
knúði dyra fyrir
nokkrum árum, hratt
þessari umræðu af
stað. Margt hefur
færst til betri vegar
undanfarin ár. Ríkis-
valdið hefur stórlega
dregið úr sértækum
aðgerðum og þar með
hætt að verðlauna
illa rekin fyrirtæki á
kostnað þeirra sem
betior standa. Það
skýtur því skökku við
þegar borgarstjömar-
meirihluti R-listans
vill leggja 150 milljón-
ir króna úr skuldsett-
um borgarsjóði í sértæka aðgerð
með kaupfélögunum. Hér er að
sjálfsögðu átt við kauptilboð þess-
ara aðila í Áburðarverksmiðju
ríkisins.
Meira svigrúm
Þrátt fyrir að margt hafi færst
til betri vegar er margt óunnið.
Of mikil umsvif hins opinbera
draga úr svigrúmi einkafyrir-
tækja og einstaklinga. Sérstak-
lega bitnar þetta á nýjum fyrir-
tækjum. Ný fyrirtæki eiga bágt
með að klofa yfir háa þröskulda,
hvort sem þeir era gerðir úr
miklum sköttum, reglugerða-
fargani eða óréttlátri samkeppni
frá opinberum fyrirtækjum. Ný-
græðingurinn má ekki kafna í
frumskógi opinberra afskipta.
Borgarstjórn Reykjavíkur
verður að sjálfsögðu að taka þátt
í því að halda þessum frumskógi
í skefjum. En þá þarf að snúa af
braut R-listans sem hefur hækk-
að skatta og gjöld á einstaklinga
og fyrirtæki. f vaxandi alþjóð-
legri samkeppni þurfa aðstæður
fyrirtækja hér á landi að vera
betri en fyrirtækja í öðrum lönd-
um.
Við verðum að bæta okkur upp
flutningskostnað á hráefni hing-
að til lands og kostn-
að við að koma
vörunni á markað.
Vinnulöggjöf og
kvaðir á atvinnulíf-
inu hér verða að
vera frjálslegri en í
samkeppnislöndum
okkar. Ef við stönd-
um þannig að mál-
um er einnig von til
þess að erlend fyrir-
tæki sjái sér hag i
því að setjast hér að.
Aukinn kaup-
mátt
Launakostnaður fyr-
irtækja skiptir yfír-
leitt miklu máli í
rekstrinum. Hér hef-
ur lengi verið um
það rætt að bæta
megi kjör og auka kaupmátt án
þess að stórfelldar launahækkan-
ir þurfi að koma til. Ámi Sigfús-
son og félagar í Félagi íslenskra
bifreiðaeigenda sýndu okkur
einmitt fram á þetta þegar þeir
hristu upp i markaðinum fyrir
bifreiðatryggingar. Önnur trygg-
ingafélög hafa fylgt í kjölfarið og
nú eyða menn almennt 30-50%
lægri íjárhæðum í bifreiðatrygg-
ingar. Mismuninn geta menn
nýtt til annarra hluta.
Á þennan hátt má vafalaust
auka kaupmátt okkar með að-
gerðum á öðram sviðum. Umtals-
verðum kjarabótum má t.d. ná
fram með afnámi tolla, vöru-
gjalda og annarra influtnings-
hafta. Við það lækkar rekstrar-
kostnaður heimila og fyrirtækja.
Aukin samkeppni sem venju-
lega fylgir frelsi í milliríkjavið-
skiptum leiðir svo til enn hag-
stæðara verðs á vöru og þjónustu
og enn betri útkomu í heimilis-
bókhaldinu.
Spurning um vilja
R-listinn hefur fengið tækifæri
til að auka rými einstaklinga og
fyrirtækja i borginni á því kjör-
tímabili sem nú
er að líða. Hann
hefur ekki nýtt
þetta færi þrátt
fyrir að upp-
sveifla hafi verið
í þjóðfélaginu al-
mennt. Þvert á
móti hefúr hann
þrengt að fólki og
fyrirtækjum með
skatthækkunum.
Það hlýtur að
verða eitt fyrsta
verk okkar sjálfstæðismanna þeg-
ar nýr meirihluti tekur við stjóm
borgarinnar að snúa þessari öf-
ugþróun við. Við megum ekki
glata tækifærinu til að fjölga
tækifærunum.
Kjartan Magnússon
„Umtalsverðum kjarabótum má t.d. ná fram með afnámi tolla, vörugjalda og annarra flutningshafta," segir Kjart-
an m.a. í grein sinni.
Kjallarinn
Kjartan
Magnússon
blaðamaður og vara-
borgarfulltrúi
„R-listinn hefur fengið tækifærí
til að auka rými einstaklinga og
fyrirtækja í borginni á því kjör■
tímabili sem nú er að líða. Hann
hefur ekki nýtt þetta tækifæri
þrátt fyrir að uppsveifla hafí ver-
ið í þjóðféiaginu almennt. “
Vandamál allra
Ráðherra fjármála, Friðrik
Sophusson vandar þeim ekki
kveðjumar sem hafa verið svo
óheppnir að slasa sig. í hans aug-
um er góðærið ekki fyrir alla.
Á fund ráöherra
Bréf hafa borist til fjölda fólks
þar sem því er hótað skattahækk-
unum vegna slysadagpeninga.
Farið var 5 ár aftur í tímann.
Margt af þessu fólki hefur vart til
hnífs og skeiðar. Það skal drepinn
úr því sá þróttur sem eftir er.
Helst að koma þvi á vonarvöl. Það
riflar upp að sami ráðherra lagði
skatt á blaðburðarbörn. Hann
virðist styðja af fullum þunga mis-
munun fólks.
Nokkuð er síðan ég kom á fund
ráðherrans. Hann tók vel á móti
mér og var hinn þægilegasti i tali.
Á þeim fundi gerði ég mér ljóst að
það var allt í jámum er varðaði
samræmingu á kjörum manna.
Það hefur sýnt sig að hægt er að
rýra áunnin réttindi aldraðra, lág-
laimafólks og ör-
yrkja. En þeir
sem mest hafa
eru óhreyfanleg-
ir.
Ég spurði Frið-
rik Sophusson
hvort réttlætan-
legt væri að
borga best settu
eftirlaunaþegun-
um 3-400.000 kr.
mánaðarlega á
sama tíma og
heilbrigðiskerfið safnaði upp stór-
mn biðlistum vegna peningaleys-
is. Eftirlaunamenn á góðum aldri
og við sæmilega heilsu veltu sér í
allsnægtum með offjár á kostnað
samborgara sinna, meðan aðrir
lægju í kvölum heima vegna getu-
leysis stjómvalda í
hjúkrunarmálum.
- Samingar eru
samningar, var
svarið.
Ekkert nema
samstaða
Það hefur skotið
upp kollinum að
aldraðir fyigist
með hverjir væra
óvinir þeirra á
þingi. En það er
hægara sagt en
gert að koma í veg
fyrir kosningu
þeirra. Þessi
vandamál aldraðra
era í öllum flokk-
um. Fólk þetta
smjaðrar fyrir kosningar og erfitt
gömlum að sjá við því. Útstrikan-
ir þurfa að vera með ólíkindum
margar svo gagn sé að.
Mín skoðun er að ekkert gagni
nema samstaða þeirra sem eiga
undir högg að sækja. Ákveðinn
hluti stjómmála- og embættis-
manna sættir sig ekki við réttlæti
fyrir alla. Þeir vilja misrétti og
því verður að snúa vörn
í sókn. Það er lágkúra
að loka augunum fyrir
óréttlætinu og þora
engu.
Þeir sem era svo
flokksnjörvaðir að
stuðla að félagi aldraðra
innan stjómmálaflokka
verða atvinnupólitíkus-
unum nytsamir sak-
leysingjar. Menn verða
að slíta flokksfjötrana.
Þeir era fyrir þessa
hópa sannkallaðir
þrælafjötrar. Starfsemi
þeirra í baráttueining-
um innan flokkanna
myndi snúast gegn
þeim. Maður veit ekki
hvort á að hlæja eða
gráta við svo ólánslegum tillög-
um.
Ég skora á láglaunafólk, aldr-
aða og öryrkja að hætta að vera
leiksoppar atvinnupólitíkusa né
nokkurra annarra.
Stofnun flokks þessara stétta er
eina lausnin og stefna til betri
tíma.
Albert Jensen
„Menn verða að slíta flokks■
fjötrana. Þeir eru fyrir þessa hópa
sannkallaðir þrælafjötrar. Starf■
semi þeirra í baráttueiningum inn•
an fíokkanna myndi snúast gegn
þeim. “
Kjallarinn
Albert Jensen
trésmiöur
Með og
á móti
STEF-gjöld til hárgreiðslu-
stofa:
Endur-
gjald fyrir
tón-
flutning
Eiríkur Tómasson,
framkvæmdastjóri
STEFs.
„Samkvæmt höfundarlögum
hafa tónhöfundar einkarétt á
því að flytja tónlist sína opin-
berlega. Það telst opinber flutn-
ingur þegar
eigendur hár-
greiðslustofa
flytja tónlist
fyrir við-
skiptavini
sína en eðli-
legt er að
greitt sé fyrir
tónlistina
eins og annað
það sem við-
skiptavinum
er boðið upp á. STEF hefur ætíð
gætt þess að innheimta höfund-
arréttargjöld einungis af þeim
stofum þar sem tónlist er flutt
fyrir viðskiptavini, enda er hér
ekki um skatt að ræða heldur
endurgjald fyrir tónflutning.
Ekki skiptir máli, samkvæmt
höfundarlögum, hvort tónlistin
er flutt úr útvárpi eða með öðr-
um hætti og í samningum
STEFs við útvarpsstöðvar er
tekið ffam að höfundarréttar-
gjöld þeirra taki ekki til þess
þegar tónlist er endurútvarpað í
atvinnuskyni. Þess má geta að
framangreiridar reglur styðjast
við alþjóðlega sáttmála um höf-
undarrétt sem ísland og flest
önnur ríki heims eru aðilar að.
Gjaldtaka eins og sú sem hér
um ræðir tíðkast því í flestum
löndum heims.“
Tví-
sköttun
„Þetta er auðvitað erfitt mál
þar sem dómsmál kveða á um
að við eigum að borga þetta. í
Bretlandi era 5000 hárgreiðslu-
stofur dæmd-
ar til að borga
STEF-gjöld.
Hins vegar er
forsendan fyr-
ir því að við
teljum að
ekki eigi að
taka STEF-
gjöld af okkur
sú að við
borgum
skylduáskrift
af Ríkisútvarpinu og eram þar
með búin að borga þessi gjöld
til útvarpsins. Þar með teljum
við að ekki eigi að innheimta
þessi gjöld sérstaklega af okkur.
Flestar nágrannaþjóðir okkar
eru ekki með skylduáskrift og
búa þvl við aðrar aðstæður
heldur en íslendingar. Sam-
bærileg fyrirtæki þar eru því
ekki búin að borga þessi gjöld á
neinn annan hátt. Meðan þessi
skyldúáskrift er við lýði er því
alveg út í hött að vera að tví-
skatta okkur með því að láta
okkur borga sérstök STEF-gjöld
ofan á skylduáskriftina af Ríkis-
útvarpinu." -HI
Torfi Goírmunds-
son hárgreiöslu-
maöur.
Kjallarahöfundar
Athygli kjallarahöfunda er
vakin á því að ekki er tekiö við
greinum í blaðið nema þær ber-
ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu-
diski eða á Netinu.
Netfang ritstjómar er:
dvritst@centrum.is