Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1997, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997 11 Fréttir Grunnskólinn á ísafirði: Mjög erfitt ástand - segir Kristinn BreiöQörö Guömundsson skólastjóri DV, ísafirði: „Ástandið í skólanum er mjög erfitt. Það hafa 20 kennarar sagt upp störfum. í haust tókst ekki að manna skólann og ráðningar hafa gengið mun verr í vetur en nokkurn tímann áður. Það vatnar sérkennara og hlutfall leiðbeinenda er hærra en áður. Við erum undirmönnuð og það er mikið kennsluá- lag,“ segir Kristinn Breiðfjörð Guðmunds- son, skólastjóri Grunn- skólans á ísafirði. Erfitt ástand er í skól- anum sem um 600 börn og unglingar sækja. Skólinn hefur komið mjög Ula út úr sam- ræmdu prófunum og ver- ið meðal þeirra lægstu undanfarin ár miðað við meðaltalseinkunnir á landinu. Mikil hreyfing „Það er rétt að skólinn hefur verið mjög neðar- lega í þessum samræmdu prófum. Það eru ýmsar ástæður fyrir þvi og Kristinn Breiöfjörð Guðmundsson, skólastjóri Grunnskól- ans á ísafirði. Hann segir skolastarf erfitt í skólanum þar sem mikið kennsluálag er og undirmannað. DV-mynd ÞÖK margir þættir sem spila inn í. Það hefur verið mjög erfitt að manna kennarastöður og hlut- fall leiðbeinenda er mjög hátt. Fólk stoppar stutt hér og það er mik- il hreyfing á bæði kennurum og eins mörgum nemendum. Við erum með tvísetinn skóla og húsnæðismál hér eru í ólestri. Okkur vantar stærri aðstöðu og það er reyndar verið að vinna í þeim málum.“ Bæta kjör kennara Það sem ég tel vera aðalmálið í þessu er að það þarf að bæta kjör kennara og gera kenn- arastörf eftirsóknar- verðari. Það á við um allt landið. Það bætir ekki úr skák að verk- fallsmál líta illa út. Það er slæmt að sjá báðar samninganefndir í skotgrafastöðu. Það er ekki að nokkuð gangi. Það þarf að þrýsta á báða aðila að leysa þetta mál og það sem allra fyrst," segir Krist- inn. Snyrtilegir þjófar í Vik DV, Vík: Það uppgötvaðist í síðustu viku að brotist hafði verið inn í slátur- hús SS í Vík í Mýrdal. Þaðan var stolið yfir 30 rakaþéttum flúrlömp- um sem héngu í lofti vinnslusalar hússins, á snyrtingum og i búnings- klefum. Húsið hefur ekki verið í notkun þetta árið því í fyrrasumar var ákveðið að hætta að nota það til slátrunar. Að sögn Reynis Ragnarssonar, lögreglumanns í Vík, var brotin upp hurð til að komast inn í húsið og síðan farið um það í skjóli nætur. Augljóst er að þeir sem þama hafa verið að verki ætla að nýta lampana eða að koma þeim í verð því snyrtilega var gengið um og ekkert skemmt við iðjuna. Auk lampanna voru tekin slökkvitæki, brunaslanga og sjúkrakassi. Málið er í rannsókn hjá lögregl- unni í Vík. Enn hefur ekkert komið fram til að upplýsa það. Allar upp- lýsingar eru vel þegnar og er fólki bent á að snúa sér til lögreglunnar í Vík hafi það einhverja vitneskju um málið. -NH Ákveöin ögrun Kristinn segir að margt sé í gangi á ísafirði til að reyna að breyta stöðu og ímynd skólans tO betri vegar. „For- eldrar hafa verið mjög jákvæðir og eins bæjaryfirvöld. Það sem er líka já- kvætt er að það er sterkur kjami kenn- ara hér sem hefur verið lengi. Á þeirra herðum hvílir skólastarfið. Ég er til- tölulega bjartsýnn á að við náum að rétta úr kútnum þegar hildarleiknum um verkfall lýkur,“ segir Kristinn. Hann er að hefja sitt þriðja ár sem skólastjóri á ísafirði. „Mér líkar vel þó að þetta sé að mörgu leyti erfitt núna. Það má segja að það sé ákveðin ögrun að takast á við þetta verkefni," segir Kristinn. -RR Símon Gunnarsson við Ijósastæöi þar sem lampinn hefur veriö fjarlægöur. DV-mynd Njöröur 1190KT. ifandi? Skíma hf. • Brautarhold I • Sími 511 7000 • Fax 51 1 7070 centnjm@centmm.is • www.centmm.is Nú býðst áskrifendum DV sérlega hagstæð Internet- tenging við Miðheima: * Verð aðeins 1.190 kr. á mánuði! * Ekkert stofngjald. * Fyrsti áskriftarmánuðurinn frír. * Ótakmarkaður aðgangur að Internetinu. Tenging Miðheima við Internetið er sú afkastamesta sem í boði er eða 2 Mbit Þjónustusími 511 7000 virka daga frá kl. 8 til 22 og frá kl. 13 til 21 um helgar. Miðheimar ~ Góð þjónusta, meiri hraði og aldrei á tali! Þjónustusími 511

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.