Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1997, Blaðsíða 14
14
FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMiÐLUN HF.
Filmu- og plötugerö: (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuöi 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblaö 220 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Ráðherraferð í svartholið
Utanríkisráðherra ætti ekki að heimsækja Indónesíu.
Ferðaþörf ráðherrans væri betur þjónað hjá einhverju af
okkar góðu viðskiptalöndum, þar sem nægir möguleikar
eru á auknum viðskiptum. Indónesía er ekki eitt af slík-
um löndum, heldur svarthol í tilverunni.
Við getum ekki selt öllum heiminum vörur okkar. Til
þess erum við of fáir og umheimurinn of fjölmennur.
Bezt er að halda áfram að gera það, sem okkur hefur gef-
izt bezt. Það er að leita uppi auðugar viðskiptaþjóðir,
sem vilja kaupa fiskafurðir okkar dýru verði.
Þessi ríki eru öll í Vestur-Evrópu, Norður-Ameríku og
í Japan. Samtals eru þessir þrír markaðir raunar miklu
meira en níu tíundu hlutar heimsmarkaðarins. Við get-
um því aldrei annað meira en brotabroti af þeim ágætu
mörkuðum, sem við erum þegar að rækta.
Fullyrðingar um markaði í öðrum heimshlutum, svo
sem í Kína og Indónesíu, eru helbert rugl, sem þjónar
ekki öðrum tilgangi en að afsaka ferðalög ráðamanna.
Það þarf miklu öflugri þjóðir en okkur til að hasla sér
völl í löndum, sem virða ekki viðskiptareglur.
Indónesía hlýtur að vera einna neðst á óskalista ís-
lenzkra kaupsýslumanna. Að vísu er ekki eins vonlaust
að festa fé og fyrirhöfn þar og í Kína. Risinn á megin-
landinu vermir botnsætið, af því að hann tekur fé og fyr-
irhöfn manna í gíslingu til að kúga þá til þjónustu.
Indónesía er hins vegar stærsta þjófræðisríki heims-
ins, síðan Marcos hrökklaðist frá völdum á Filippseyj-
um. Ætt Suhartos forseta mjólkar þjóðina sér til fram-
dráttar. Erlendir kaupsýslumenn eru metnir eftir því,
hvað þeir geta mútað ættinni stórkarlalega.
Nái íslenzkur kaupsýslumaður fótfestu í Indónesíu,
þýðir það aðeins, að hann hefur borgað vel undir borð-
ið. Ef hann rekur sig síðan á, að allt er unnið fyrir gýg,
stafar það af, að annar hefur komið og boðið betur. ís-
lendingurinn situr uppi með tapað fé og fyrirhöfn.
Spillingarkostnaður í Indónesíu er 20% af vinnslu-
virði. Til samanbm-ðar er slíkur kostnaður í Taílandi
10%. Spillingarkostnaðurinn í Indónesíu er tvöfaldur
launakostnaðurinn, sem er 10% af vinnsluvirði. Hér á
landi er launakostnaður 80-90% af vinnsluvirði.
Þessar grófu hlutfallstölur sýna sérkennilegt við-
skiptaástand í Indónesíu. Þjófræðið er þó ekki eina
vandamál ríkisins, því að ofbeldi ríkisvaldsins er það,
sem illræmdast hefur orðið í umheiminum. Friðarverð-
launanefnd Nóbels minnti nýlega á þá staðreynd.
Herinn í Indónesíu er frægur fyrir að hafa slátrað
300.000 pólitískum andstæðingum þjófræðisins og 200.000
íbúum eyjarinnar Tímor. Þetta eru mestu fjöldamorð
áratuganna, sem liðnir eru síðan Hitler var upp á sitt
bezta, næst á eftir fjöldamorðunum í Rúanda.
Ef utanríkisráðherra íslands er svo ferðasjúkur, að
hann þiggur boð um að heimsækja svartholið Indónesíu,
mun það senda röng skilaboð til umheimsins, eftir að ís-
land var áður búið að senda rétt skilaboð vegna Eystra-
saltsríkjanna og síðan vegna Taívans.
Ekki er ástæða til að ætla, að utanríkisráðherra okk-
ar gangi betur að ýta þjófum og morðingjum ríkisstjórn-
ar Indónesíu inn á þröngan veg dyggðanna en honum
hefur gengið að sannfæra stjórnir Tyrklands og Noregs
um að taka mark á kvörtunum sínum og kveini.
Sú staðreynd, að ferðalag til Indónesíu skuli vera til
umræðu í utanríkisráðuneytinu, staðfestir, að þar sitji
menn, sem ekki valda verkefnum sínum.
Jónas Kristjánsson
' * ; " 1 •
„Svona getur eöli eins tíma veriö óeðli annars. Pá fer hugtakiö „klæöskiptingur" aö glata merkingu sinni.“
Ganga strákar
með húfu?
Kjallarinn
Armann
Jakobsson
íslenskufræöingur
salernisdyrahönnuðir
um heim allan hafi enn
ekki uppgötvað það.
Heimilisvinir á
Versölum
Einu sinni voru karl-
menn ekki með litað
hár en um daginn las
ég í blaði að um helm-
ingur karla undh- þrí-
tugt hafi nú lýst frati á
þann sið. Æskunni
finnst kannski ótrúlegt
að til hafi verið sú tíð
að strákar höfðu stutt
hár en stúlkur sítt. Þó
eru ekki nema nokkrir
áratugir að sítt hár var
öruggur vitnisburður
um kvenleika.
„Það er líklegt að karlmenn reyni
að greina sig frá kvenfólki og öf-
ugt, jafnvel þótt jafnrótti náist.
En engin leið til þess er eðlilegri
en onnur.
Einu sinni gengu
strákar ekki með
húfu. Það var
kannski í lagi fram
að tíu ára aldri en
eftir það var það
nánast skilgreinar-
atriði að menn
væru berhöfðaðir.
Karlmennskan fólst
i því. Eitt sinn sá ég
strák rífa húfu af
vini sínum rétt áður
en þeir nálguðust
fjölmenni, greini-
lega til að forða
honum frá þeirri
skömm að sjást með
húfu.
Karleðli og
kveneðli
Nú er öldin önn-
ur. Undanfarin ár
hafa strákar með
húfu verið tíð sjón.
Og þeir hafa ekki
látið við sitja heldur
bera húfu sína sum-
ar sem vetur, í fun-
hita sem ískulda,
inni sem úti. Greini-
legt er að ekkert háifkák leyfist
hér. Menn eru með húfu eða ekki.
I hugmyndinni um karleðli og
kveneðli felst að hér sé á ferð eitt-
hvað náttúrulegt sem þar af leið-
andi breytist ekki hratt. Karlar eru
frá Mars, konur eru frá Venus.
Karlar eru í buxum, konur í kjól.
Því miður sýna dæmin annað.
Jafnvel þegar enginn strákur með
strákum var með húfu voru konur
komnar í buxur þó að almennings-
Enn munu karlmenn sem eru í
magabelti, skóm með háum hæl-
um og með hárkollu, farða sig og
setja á sig kinnalit kallast klæð-
skiptingar. Fyrir þremur öldum
var allt þetta til vitnis um að
menn væru heimilisvinir á Ver-
sölum. Svona getur eðli eins tíma
verið óeðli annars. Þá fer hugtak-
ið „klæðskiptingur" að glata
merkingu sinni.
Þúsundir bóka eru samdar um
karl- og kveneðlið og þær mismun-
andi plánetur sem kynin heyra til.
Gengið er út frá því sem vísu að
þó að karlar varaliti sig og konur
gangi í buxum sé samt kjarni sem
ótvírætt fylgir kynferðinu. Engar
tvær bækur eru þó fulikomlega á
sama máli um hver hann sé.
Tískubóla
Sumir halda að karlar séu ekki
jafn grátgjarnir og konur en á
sumum öldum og í sumum menn-
ingarsamfélögum hafa karlar ver-
ið sígrátandi. Einu sinni var því
haldið fram að karlar töluðu
minna en kannanir leiddu annað í
ljós. Sumir telja enn að karlar séu
betri í stærðfræði. Þegar kennarar
voru einnig sannfærðir um það
sama gat raunin orðið sú en ef
stúlkur fá sömu hvatningu og
drengir kemur annað í ljós.
Vissulega hefur sannfæring
samfélagsins um að eitt sé karl-
legt og annað kvenlegt oft haft í
för með sér að karlar tileinka sér
eitt og konur annað. Margir telja
hins vegar að hér séu hormónar
á ferð og þar með sé náttúran að
verki en ekki samfélagið. Þó sýn-
ir sagan að flest af því sem hefur
verið talið hluti „eðlisins" reynst
vera tískubóla.
Það er líklegt að karlmenn
reyni að greina sig frá kvenfólki
og öfugt, jafnvel þótt jafnrétti ná-
ist. En engin ein leið til þess er
eðlilegri en önnur. Úr því að strák-
ar geta tekið upp á því að ganga
með húfur er erfitt að finna neitt
stöðugt við karlmennskuna.
Ármann Jakobsson
Skoðanir annarra
Loðnan á Islandsmiðum
„Ýmislegt bendir til að loðna sé nú í minna mæli
í norsku lögsögunni við Jan Mayen en áður hefur
verið og það gætu auðvitað veriö rök fyrir því að
taka upp samninginn, teldu íslenzk stjórnvöld veru-
lega hagsmuni i húfi... Verði samningnum ekki sagt
upp nú í mánuðinum endurnýjast hann sjálfkrafa í
Qögur ár og segja má að fjögur ár séu langur tími,
ekki sízt ef þaö er raunin að lítil eða engin loðna sé
í norsku lögsögunni. Hins vegar er á það að líta að
hér er ekki um verulega hagsmuni að ræða fyrir
ísland."
Úr forystugrein Mbl. 15. okt.
Kínverski markaðurinn?
„Nú er einblínt á kínverska markaðinn, rétt eins
og að hann sé eini möguleikinn til að auka framtíð-
arviðskipti. En enginn spyr á hve traustum grunni
hann byggist né á hverju stórgróðinn á að byggjast...
Nú kúgar Beijing lýðræðisþjóðir Evrópu með því að
hafa í hótunum við íslendinga. Það er ekki slæmt
hlutskipti fyrir fámennt rlki sem löngum hefur stað-
ið fast á rétti sínum til sjálfstæðis og eignarhalds á
auðlindum sínum.“
Oddur Ólafsson í Degi 15. okt.
Þjóðkirkjan og spíritismi
„Það er sárt til þess að vita að kristnir embættis-
menn þjóðkirkjunnar á íslandi lýsi því yfir að þeir
sem aðhyllast sálarrannsóknir og spíritisma séu
ekki taldir rétt kristið fólk. Ef þetta er boðskapur
þjóðkirkjunnar er ekki um annað að ræða en að
stjórnvöld geri sér grein fyrir að milli 60 og 70%
þjóðarinnar tilheyra þessum hópi... Það þarf að
vinna aö því að innan hennar sé rými fyrir allar
frjálsbornar hugsanir en þar á ekki að ríkja þröng-
sýni og heimska."
Selma Júlíusdóttir í Mbl. 15. okt.