Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1997, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1997 Neytendur Sælkerakaffi við allra hæfi: Kaffi og kaffi er hreint ekki sami drykkurinn og gæði þess fara eftir vaxtarstaðsetningu trjánna. Kaffi er fyrst og fremst ávöxtur sem ein- kennist af stofninum sem hann vex á. Það segir Sigmundur Dýrfjörð en hann er einn þeirra sem kynnt hef- ur landsmönnum um árabil að mun- ur er á kaffi og svo aftur kaffi. Kaffi er flokkað eftir gæðum. Stærsti hluti alls kaffis sem ræktað er í heiminum í dag er iðnaðarkaffi og aðeins um 10% heimsfram- leiðslunnar flokkast sem sælkera- kaffi. Iðnaðarkaffi er að stærstum hluta það kaffi sem almenningur kaupir í stórmörkuðum. Sælkera- kaffi er ræktað á hreinna svæði, er mun gæðaríkara og nokkuð dýrara. Vinsælustu kaffidrykkirnir um þessar mundir, sem bjóðast á kaffihúsum um allan hinn vestræna heim, eiga rætur að rekja til Ítalíu. Það er skemmtileg staðreynd í ljósi þess að á Ítalíu er ekki ræktað kaffi. Fluttu inn fjórar tegundir Sigmundur féll fyrir góðu kaffi i kringum 1980 þegar hann bjó ásamt konu sinni, Berglindi Guðbrands- dóttur, í Svíþjóð. Hann er mat- reiðslumaður að mennt en á þessum árum tóku þau hjónin að kynna sér betra kaffi i kaffibúðum á Norður- löndum en þau áttu að venjast frá íslandi. Fljótlega eftir að þau fluttu aftur til íslands tóku þau að flytja sælkerakaffi til landsins frá Dan- mörku, 4 tegundir. Ekki leið á löngu þar til þau tóku til við að brenna baunimar sjálf hér á landi. Síðan hefur fyrirtæki þeirra vaxið veru- lega og skiptist í kaffibrennslu, tvær verslanir og kaffistofu sem þau reka. Kaffitegundimar, sem þau bjóða til sölu, em hátt á þriðja tug. Þegar Sigmundur bauð mér sæti á kaffistofu sinni bar hann fyrir mig tvenns konar kaffi. Fyrst smakkaði ég Papua frá Nýju-Gíneu. Að baki bollans er saga heillar fjölskyldu í fjarlægu landi sem með umhyggju og alúð hugsar um 20-30 kaffitré að aðalstarfi. Kaffið er með sætum keim og hentar vel sem morgun- kaffi. Síðan gaf hann mér Kenya AA sem virtist af lyktinni að dæma rammt á bragðið en við smökkun reyndist það ótrúlega ljúft. Það var með sætsúmm keim en silkiáferð. Ef þetta hefði verið súkkulaði hefði það bráðnað í munni mér. Ólíkir grófleikar „Megnið af öllu kaffi fínmalast. Flest- ir hella upp á með sjálfvirkum kafíi- könnum og í þær nýtist best fmmalað kaffi. Milligrófmalað kaffi er hins vegar mjög hentugt fyrir pressukönnur en notkun þeirra hefur aukist töluvert undanfarin ár. Með pressukaffinu fæst meira bragð af kaffinu sem nýtist drykknum að fullu. Grófmalaö kaffi er notað í ketilkaffi eins og Norðmenn eru kunnir af að laga.“ Vatnið verður að sjóða „Aöalatriði þess aö kaffið njóti sin er að hita vatnið og láta þaö sjóða fyrir uppáhellingu. Margir em hins vegern að hita vatnið á með- an verið er að hella upp á, eins og algengt er með ódýrari tegundir af sjálfvirkum kaffikönnum. Til þess að gott kaffi fáist úr sjálfvirkum könnum þurfa þær að vera með hitaelement sem sýður vatnið fyrst og sleppir því svo yfir kaffiduftið. Fyrir mitt leyti nýtur kaffibragðið sín best í espressokönnu en í henni verður líka vont og lélegt kaffi hræðilega vont. Ef á að geyma upp- áhellt kaffi er best að geyma það i hitabrúsa en staðið kaffi er aldrei gott. Samkvæmt ítalskri kaffimenn- ingu drekkur maður frekar einn bolla af góðu kaffi heldur en marga bolla af leiðinlegri uppáhellingu. Svo drekkur maður bara nóg af hreinu vatni þar til kemur að næsta bjóða þér tíu? Sigmundur Dýrfjörð segir það ákveðinn lífsstíl að drekka gott kaffi. DV-myndir Hilmar Þór góða kaffibolla. Það er líka mun ódýrara að hella upp á í smáum stíl, drekka það sem heÚt er upp á og fá alltaf ferskt kaffi.“ Uppskrift að góðu kaffi Cappuccino, caffé latté, espreso, Swiss mokka eða pressukaffi, það þarf ekki að fara á kaffihús til að fá sér þessa drykki. Heimalagað, úr góðu úrvalskaffi með tiltölulega ódýrum grunnkostnaði í tækjakaup- um; ómissandi á hvert heimili. Espressokaffi Til að laga espressokaffi þarf að eiga þar til gerða könnu. Neðsti hluti hennar er fylltiu- með vatni upp að ventli. Kaffisigtið er fyllt með kaffi, efri hlutinn skrúfaður yfir og kannan látin á hellu til að sjóða vatnið. Þegar vatnið sýður fer það með jöfnum þrýstingi i gegnum kaffiduftið og kaffið kemur sjóðandi heitt upp í efri hluta könnunnar. Hver bolli af espressokaffi er 9 cl. Espressokaffi er undirstaðan að flestum drykkjunum sem á eftir koma. Cappuccino 1 hluti espressokaffi 1 hluti kremuð mjólk 1 tsk. súkkulaðispænir Hellið fyrst kaffi í bollann, sem á að vera 18-20 cl. Hellið siðan kremaðri mjólkinni saman viö og dreifið súkkulaðispæninum yfir froðuna. Gætið þess þegsæ verið er að krema mjólkina að hún sjóði ekki, þá verður of mikil mjólk í drykkn- um miðað við kaffi því hún freyðir siður soðin. Notið frekar dökkristað kaffi og kraftmikið þegar hellt er upp a cappuccmo. Caffé latté 1 hluti espressokaffi 2 hlutar flóuð mjólk Hellið fyrst kaffinu í bollann, sem á að rúma um 22-24 cl, og hellið síð- an flóaðri mjólkinni yfir. Þannig er drykkurinn tilbúinn. Swiss Mokka 1 hluti espressokaffi 1 hluti heitt súkkulaði þeyttur rjómi Blandið saman kaffinu og súkkul- aðinu í rúmgóðan bolla og setjið ofan á topp af þeyttum rjóma. Pressukaffi Fyrir 1 bolla könnu, 1 msk. kaffi. Eftir því sem lagað er meira kaffi því minna notarðu af kaffinu hlut- fallslega. Fyrir 6 bolla pressukönnu er best að nota 3-4 msk. af kaffi. Fyrir 8 bolla pressukönnu er best að nota 4-5 msk. af kaffi. Fyrst er kaffiduftið sett í könn- una, þá er sjóðandi vatni hellt yfir. Siðan á að hræra í kaffinu og láta það síðan standa í 3-4 mínútur áður en korgurinn er pressaður niður. Klassísk uppáheliing 40-60 g af kaffi á hvern lítra af vatni. Því meira magn sem á að hella upp á þeim mun minna kaffi er notað við uppáhellingu. Sjá pressukaffi. Meðlætið Með kaffinu mælir Sigmundur frekar með hrásykri en hvítum sykri því hann er mildari. Þegar hellt er upp á cappuccino er mjög heppilegt að nota mjólkur- kremara, sem virkar svipað og strokkur. Mjólkin er hituð í mesta lagi í 50-60° C, sett í kremarann og sigti hans dregið upp og niður nokkrum sinnum. Þá er komin þessi flna froða til að hella saman við kaffið. Best er að krema fjör- mjólk, sem kremast einnig köld, eða G-mjólk. -ST Tyrknesk Ibrik-kaffikanna, pressukaffikanna og mjólkur- Espresso-kanna, gamaldags uppáhellingarkanna og kremari. Napoletana-kanna. Stig A S 0 N Síldarvinnslan 8 6,0 6

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.