Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1997, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1997, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1997 45 Halli Reynis syngur lög af plötu sinni (Fógetanum í kvöld. Útgáfutónleikar Halla Reynis Halli Reynis, sem nýveriö sendi frá sér geislaplötuna Trúbadúr, heldur útgáfutónleika á Fógetan- um í kvöld kl. 22. Mun hann flytja lög af nýju plötunni auk annarra laga. Trúbadúr er þriðji geisladiskur Halla og hefúr hann fengiö góðar viötökur. Á plötunni er hann eins og margir segja að hann sé bestur, einn með gítarinn. Halli mun bæði koma fram einn á tónleikun- um í kvöld og með nýrri hijóm- sveit sem aldrei hefúr áöur komiö fram, en í henni eru vel þekktir og góðir tónlistarmenn, sem ætla ásamt Halla að flytja vinsælustu lög hans í nýjum og breyttum út- setningum. Tónleikar Söngsveitin Fflharmónía á Suðumesjum í kvöld kl. 20.30 heldur Söngsveitin Fílharmónía tónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Á efnis- skrá eru kirkjuleg og veraldleg verk, íslensk og erlend, frá ýms- um tímum sem ýmist eru flutt án undirleiks eða meö píanói. í kórn- um eru 60 manns. Stjómandi er Berharður S. Wilktnson og píanó- leikari er Guðríður S. Sigurðar- dóttir. Tónleikamir era liður í þeirri nýbreytni Söngsveitarinnar að heimsækja nágrannabyggðir Reykjavíkur og syngja fyrir heimamenn. Dómstólar og réttaröryggi Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður flytur fyrir- lestur á síðustu málstofú Sam- vinnuháskólans á þessu hausti í dag kl. 15.30. Mun Jón í fyrirlestr- inum fjallaum dómstóla og réttar- öryggi á íslandi. Málstofan fer fram í hátíðarsal Samvinnuskól- ans á Bifröst. Fyrirlestur um myndlist Hrafhhildur Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Upplýsinga- miðstöðvar myndlistar, UMM, heldur fyrirlestur um starfsemi UMM og þjónustu hennar við myndlistarmenn í fyrirlestrasal MHÍ í dag kl. 12.30. Samkomur Hlutur kvenna í stjóm- málum morgundagsins Konur úr Alþýðubandalagi, Al- þýðuflokki, Kvennalista og Þjóð- vaka boða til fundar um hlut kvenna í stjómmálum morgun- dagsins á Hótel Borg í kvöld kl. 20.30. Hvað er bókmenntasaga? Á rannsóknarkvöldi Félags ís- lenskra fræöa í kvöld kl. 20.30 munu tveir bókmenntafræðingar, Gísli Sigm-ðsson og Matthías Við- ar Sæmundsson velta fyrir sér spumingunni: Hvað er bók- menntasaga? Sólon íslandus: Skemmtanir Fyrsta plata hennar kom út 1989 og hét hún Drommen, en sú síðasta, sem kom út í fyrra, hét Sangen til dig - Nordiske viser. Með Gullý Hönnu koma Keld Andersen, gítar- leikari, sem syngur einnig, og Seren Christensen sem leikur á píanó og harmóníku. Kringlukráin í kvöld skemmtir hljómsveitin í hvítum sokkum í aðalsal frá kl. 22-1. í hljómsveitinni em Guð- mundur Rúnar Lúðvíksson og Hlöð- Gullý Hanna í kvöld verða tónleikar í Sölvasal fram. Gullý Hanna hefur verið bú- Sólons íslandusar þar sem Gullý sett í Danmörku í mörg ár og Hanna Ragnarsdóttir og tríó koma skemmt þarlendum auk þess sem og tríó hún hefur af og til komið til íslands. Gullý Hanna hefur gefið út fjórar plötiu- sem allar hafa fengist hér á landi. Á plötunum syngur hún bæði á íslensku og dönsku. Yfirleitt syng- ur Gullý Hanna vísnalög en einnig em á dagskrá hennar þekkt dægur- lög, meðal annars bítlalög. dagsifTfíl ★ Mike Myers leikur njósnarann Austin Powers meö miklum tilþrif- um. Austin Powers Háskólabíó sýnir um þessar mundir Austin Powers, Intern- ational Man of Mystery, flöraga gamanmynd sem hlotið hefur góða aösókn. Það er hinn ágæti gamanleikari Mike Myers sem leikur njósnarann Austin Powers. Hann kann svo sannarlega að njóta lífsins í London á því herr- ans ári 1967. Myers er í tvöfoldu hlutverki, því auk þess að leika Powers, sem er njósnari og tísku- ljósmyndari, leikur hann einnig dr. Evil, sem allir hræðast. Þegar dr. Evil djúpfrystir sig og lætur sig hverfa út í geiminn með eld- flaug samþykkir Powers aö láta Gullý Hanna Ragnarsdóttir og tríó koma fram á Sólon íslandus (kvöld. ver Guðnason. Slydda eða rigning Yfir suðvestanverðu Grænlands- hafi er 995 mb lægð sem þokast austnorðaustur. Veðrið í dag f dag verður hægviðri eða suðau- stangola í fyrstu og víðast skýjað en úrkomulítið. Gengur í sunnan- og suöaustangolu eða kalda um vestan- vert landið þegar líða tekur á dag- inn. Hiti frá 4 stigum niður í 2 stiga frost. Á höfúöborgarsvæðinu verður hægviðri og skýjað en þurrt í fyrstu. Gengur í suðaustangolu und- ir hádegiö með slyddu eða rigningu. Hiti 1 til 4 stig. Sólarlag í Reykjavík: 16.58 Sólarupprás á morgun: 09.27 Síðdegisflóð í Reykjavík: 21.31 Árdegisflóð á morgun: 09.57 Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri alskýjaó 1 Akurnes alskýjaö 1 Bergsstaðir skýjóa 1 Bolungarvík alskýjaó 3 Egilsstaóir alskýjaö -2 Keflavíkurflugv. rigning 6 Kirkjubkl. Raufarhöfn skýjaö -1 Reykjavík rigning 4 Stórhöfói rignign 4 Helsinki léttskýjaö 1 Kaupmannah. skýjaó 9 Ósló skýjaö 6 Stokkhólmur heiöskírt 3 Þórshöfn skýjaó 4 Faro/Algarve þokumóöa 23 Amsterdam þoka 4 Barcelona þokumóóa 17 Chicago alskýjaö 4 Dublin súld 12 Frankfurt þoka í grennd 1 Glasgow skýjaó 11 Halifax rigning 12 Hamborg súld 7 Jan Mayen léttskýjaö -7 Las Palmas léttskýjaö 28 London þoka 6 Lúxemborg heiðskírt 9 Malaga alskýjaö 20 Mallorca skýjaö 20 Montreal skýjaó 14 París heiöskírt 4 New York þokumóöa 14 Orlando alskýjaö 23 Nuuk alskýjaö -1 Róm skýjaö 17 Vín heiskírt 8 Winnipeg alskýjað -2 Kvikmyndir djúpfrysta sig þar til dr. Evil snýr til baka. Þremur áratugum síðar er hann þíddur. Það hafa orðið miklar þjóöfélagsbreytingar á meðan Austin Powers var í frost- inu. Blómabyltingin og frjálsræð- ið sem henni fylgdi er löngu liðiö undir lok og hugsunarháttur Powers er því alveg á skjön við það sem gerist nú. Nýjar myndir: Háskólabíó: Austin Powers Laugarásbíó: Head Above Water Kringlubíó: Air Force One Saga-bíó: Contact Bióhöllin: Volcano Bíóborgin: Conspiracy Theory Regnboginn: Með fullri reisn Stjörnubió: Perlur og svín Krossgátan Lárétt: 1 húsgagn, 5 stía, 7 siöaði, 8 frá, 10 ánægður, 11 beita, 12 nes, 13 sníkjur, 14 fljótið, 15 dáinn, 17 trufl- un, 18 möndull. Lóðrétt: 1 vökva, 2 baldin, 3 gleði, 4 flökti, 5 ær, 6 rápi, 9 daöur, 12 gatið, 13 barði, 14 fífl, 16 komast. Lausn á sfðustu krossgátu: Lárétt: 1 skörp, 6 þó, 8 Olgeir, 9 róni, 10 lak, 11 prettur, 14 bak, 15 urta, 17 raum, 19 örk, 21 áfram, 22 ói. Lóðrétt: 1 sorp, 2 klóra, 3 ögn, 4 reitum, 5 pilt, 6 þraut, 7 ósk, 12 ekur, 13 raki, 14 brá, 16 róm, 18 af, 20 ró. TTrval ^,7 hmarit fyrir alla Á NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA ÍÁSKRIFT í SÍMA 550 5752 Hálka á Hellisheiði Hálka er á Hellisheiöi, í Þrengslum, Ámes- og Rangárvallasýslum, þá er hálka á heiöum á Snæ- fellsnesi og það á einnig við um heiðar á Vestfjörð- um, Norðausturlandi og á Austurlandi. Eftirtaldir heiðarvegir, sem ekki falla undir áætlunarmokstur, Færð á vegum era ófærir. Þorskafjarðarheiði, Tröllatunguheiði, Steinadalsheiði og Öxarfjarðarheiði, Hólssandur, Lágheiði, Þverárfjall og Ámeshreppsleið á Strönd- um. Greiðfært er um aöra þjóðvegi landsins. Sonur Harðar og Ingibjargar Myndarlegi drengurinn á myndinni fæddist á fæð- ingardeild Landspítalans 29. október kl. 11.38. Hann Barn dagsins var við fæðingu 3220 grömm að þyngd og mældist 49 sentímetra langur. Foreldrar hans era Ingibjörg L. Halldórs- dóttir og Hörður Valsson. Er hann þeirra fyrsta bam. T'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.